Pressan - 19.03.1992, Blaðsíða 14

Pressan - 19.03.1992, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. MARS 1992 Klukkan 22.10 sunnudaginn 16. september 1990 hringdi íbúi í fjölbýlishúsi í Breiðholti í lögregluna og sagði að líklega væri ölvaður ökumaður að leggja af stað frá húsinu á Moskvitch-jeppa. Fjórtán mínút- um síðar var lögreglunni tilkynnt um alvarlegt slys á Suðurlandsvegi, skammt frá Litlu kaffistofunni í Svínahrauni. HARMLEIKURINN Á SANDSKEIBI Þetta sunnudagskvöld var stöðugur straumur bíla bæði vestur og austur Suðurlandsveg. Akstursskilyrði voru slæm, myrkur og rigning. Fremst í einni bílalestinni sem bmnaði í átt til Reykjavíkur var Mazda-fólksbifreið. I bíln- um voru fjórir farþegar: Ung hjón, Anna og Snorri; Sævar, tveggja ára sonur þeirra, og Helga, móðir Snorra. Snorri ók bílnum og Helga móðir hans sat í framsætinu. Anna var sofandi aftur í með Sævar litla. I Moskvitchjeppanum, sem kom úr gagnstæðri átt, voru tveir menn. Þeir voru báðir dauðadrukknir og bílstjórinn hafði verið sviptur ökuleyfi í janúar 1989 til þriggja ára. Rétt áður en bflamir mættust sveigði ökumaður jeppans skyndilega til vinstri, yfir á rangan vegarhelming, og stefndi beint á Mazdabílinn. Snorri reyndi í örvæntingu að beygja en vegalengdin var of lítil til að árekstri yrði forðað. Jeppinn skall á hægra framhomi Mözd- unnar, tókst á loft og lenti á öðr- um fólksbfl en hafnaði síðan á hliðinni á miðjum veginum. A örfáum sekúndum var allt um garð gengið. Þetta var eitt af 19 dauðaslysum í umferðinni árið 1990. EKKIHÆGT AÐ YFIR- HEYRA ÖKUMANNINN Helga Sigurðardóttir, 46 ára, lést samstundis. Anna, 22 ára, var föst í flakinu í 45 mínútur. Hún kjálka- og lífbeinsbromaði, hægri lærleggur brotnaði og tættur skurður opnaðist frá gagnauga upp í höfuðleður. Snorri, 22 ára, rotaðist við áreksturinn. Hann skarst á hálsi, andliti og enni. Einungis Sævar litli slapp með óvemleg meiðsl. Ökumaður jeppans, Finnbogi, 30 ára, slasaðist ekki alvarlega. Félagi hans og eigandi jeppans, Már, 29 ára, brotnaði á báðum ökklum, í augntóttarbotni og vinstra megin á enni. Fjórir sjúkrabílar og ein tækjabifreið komu fljótlega á vettvang. Fólkið var flutt á slysadeild Borgarspítalans. Eftir skoðun í móttökunni vom feðg- amir Snorri og Sævar lagðir inn á skurðlækningadeild en Anna þurfti tafarlaust að gangast undir aðgerð. Hún var á skurðarborð- inu í rúmlega þrjá klukkutíma. Finnbogi var færður í fanga- geymslu lögreglunnar eftir að læknir hafði kveðið upp úr með að meiðsti hans væm ekki alvar- legs eðlis. Már var hins vegar lagður inn á spítalann. Þar sem mennimir vom báðir ölvaðir var yfirheyrslum frestað þangað til daginn eftir. MUNDILÍTIÐ ÚR ÖKU- FERÐINNI Rannsókn lögreglunnar næstu daga og réttarhöld sem síðar fóru fram vörpuðu ljósi á að- draganda þessa hörmulega slyss. Klukkan 14 mánudaginn 17. september, daginn eftir slys- ið, var Finnbogi tekinn til yfir- heyrslu. Hann hafði raunalega sögu að segja. Finnbogi sagði að daginn áð- ur hefði Már boðið sér í heim- sókn og hefðu þeir drukkið saman tvær þriggja pela flöskur af Tequila á tímabilinu 13.30 til 19. Eftir það hefði hann dmkkið einn bjór og vodkablöndu en um kvöldið ákváðu þeir félagar að halda austur í Vík í Mýrdal í bifreið Más. Þar sem Már var dmkknari ákváðu þeir að Finn- bogi æki. A leiðinni út mættu þeir ná- granna Más, Þórhalli Guðjóni Harðarsyni, sem var að fylgja gestum til dyra. Þórhallur bar síðar vitni fyrir sakadómi og kvað það venju sína að líta út um gluggann í bamaherberginu þegar gestir yfirgæfu húsið. Og það var þess vegna sem hann sá Finnboga og Má aka burt á jeppanum. Þórhalli duldist ekki að þeir vom dmkknir og hringdi samstundis í lögregluna. Finnbogi kvaðst hafa ekið austur eftir Suðurlandsvegi á 65 til 75 km hraða á klukkustund, en hraðamælirinn hefði að vísu verið bilaður. Finnbogi sagðist muna að hann hefði nokkrum sinnum séð ljós bifreiða sem komu úr gagnstæðri átt, en svo kvaðst hann „alveg hafa lokast og ekki muna eftir því að hafa ekið yfir á rangan vegarhelm- ing“. Næst sagðist hann muna eftir sér fyrir utan jeppann eftir áreksturinn. Síðar sagðist Finnbogi raunar alls ekki viss um hvort hann eða Már ók bifreiðinni en kvaðst samt ekki vilja mótmæla því að hann hefði verið við stýrið. ÍTREKUÐ UMFERÐAR- LAGABROT Þegar réttað var í máli Finn- boga fyrir sakadómi Reykjavík- ur bar Már vimi og lýsti sunnu- deginum örlagaríka. Hann kvaðst „...hafa hringt í ákærða (Finnboga) umræddan dag. Hafi ákærði óskað eftir að fá að koma í heimsókn og vitnið (Már) orðið við því. Hafi ákærði komið um miðjan daginn, en vitnið, sem hafi verið búið að vera á nokkurra daga „fylleríi", ekkert fylgst með honum, en verið upptekið við símhringing- ar inni í svefnherbergi. Það næsta sem vimið muni, hafi ver- ið að það hafi setið í farþegasæti bifreiðar sinnar á ferð einhvers staðar og þá ekki vitað hver ók henni“. Þegar hér var komið sá Már skyndilega ljós framundan og ætlaði að skorða sig af og reyna með því móti að vetja sig gegn yfirvofandi hættu. I þá mund sem bflamir skullu saman hróp- aði Már: „Hvað ertu að gera?“ en mundi svo ekkert eftir sér fyrr en á Borgarspítalanum er læknar voru að gera að sárum hans. Finnbogi var fyrst sviptur ökuleyfi 1987 og gert að greiða 30.000 króna sekt. Árið eftir missti hann prófið aftur, nú í þrjú ár, meðal annars fyrir að keyra drukkinn. Þá var hann og dæmdur til að greiða 60.000 króna sekt. Finnbogi hefur einn- ig hlotið tvo dóma fyrir brot á hegningarlögum, síðast í júní 1990: Hann var dæmdur í þrigg- ja mánaða fangelsi, skilorðs- bundið í þrjú ár. Það var tæpum þremur mánuðum fyrir harm- leikinn á Suðurlandsvegi. ,JEF MANNSBANI HLÝST AF GÁLEYSIANNARS MANNS“ Ríkissaksóknari höfðaði mál á hendur Finnboga 10. október síðastliðinn og um miðjan janú- ar var það tekið fyrir í sakadómi Reykjavíkur. Finnbogi var ákærður fyrir brot á 215. og 219. grein almennra hegningar- laga auk umferðarlagabrota. Grein 215 hljóðar svo: „Ef Áfengi í umferðinni Fimmtíu mannslíf á tíu árum Samkvæmt upplýsingum frá Umferðarráði kemur áfengi við sögu í að minnsta kosti einu af hverjum fimm banaslysum í umferðinni hér á landi. Þannig má ætla að um 50 manns hafi látið lífið í umferðinni á síðustu 10 árum vegna áfengis- neyslu. Slysum og óhöppum í umferðinni í Reykjavík sem rekja má til ölvunar við akstur hefur fækkað allra síðustu ár, samkvæmt upplýsingum frá slysarann- sóknardeild Lögreglunnar í Reykjavík. Árið 1988 kom áfengi við sögu í 156 slysum og óhöppum í umferðinni, árið 1989 í 149 tilvikum og 1990 í 118 tilvikum. Og í fyrra varð enn frekari fækkun, þá komst talan niður í 102. mannsbani hlýst af gáleysi ann- ars manns, þá varðar það sekt- um, varðhaldi eða fangelsi, allt að 6 árum.“ Jóhann Pétur Sveinsson hdl. var skipaður veijandi Finnboga. Eitt fyrsta verk Jóhanns Péturs var að biðja dóminn um að fram færu „nauðsynlegar rannsóknir" á ákærða þar sem ástæða væri til að ætla að hann væri „treg- gáfaður“. Dómurinn fól Högna Óskarssyni geðlækni að rann- saka Finnboga. Högni brá skjótt við og skilaði skýrslu í lok nóv- ember. Niðurstöðumar renndu óneitanlega stoðum undir álit veijandans á skjólstæðingi sín- um: Finnbogi mældist með greindarvísitöluna 66 og telst því vangefinn. Þá segir í skýrslunni að Finn- bogi hafi verið „mjög hár á lygakvarða og reynt að draga upp mjög jákvæða mynd af sjálfúm sér og ekki getað tekið gagnrýna afstöðu til sjálfs sín“. Svör hans hafi „virst stjómast af óskhyggju og barnalegri ein- feldni". Tilgangur rannsóknarinnar var vitanlega sá, að fá úr því skorið hvort Finnbogi væri sak- hæfur eða ekki. I skýrslu Högna er slegið úr og í áður en komist er að niðurstöðu. S AKHÆFUR - „ÞRÁTT FYRIR ANDLEGA FÖTL- UN“ „Finnbogi... er 31 eins árs karlmaður, sem hefur búið við andlega, líkamlega og félags- lega fötlun allt sitt líf vegna meðfæddra galla í miðtauga- kerfi. Hann telst vangefinn, en getur þó séð um gmnnþarfir sín- ar í daglegu lífi, með einhverj- um stuðningi þó. Gagnvart eigin fjölskyldu er hann óráðþæginn, en í tengslum við kunningja er hann áhrifagjam og leiðitam- ur... Á seinni ámm hefur borið á ofnotkun áfengis hjá Finn- boga, sem greinilega hefúr slæ- vandi áhrif á dómgreind hans, eins og sjá má af síendurteknum ölvunarakstri." Finnbogi getur „gert greinar- mun á réttu og röngu, og hann gerir sér fyllilega grein fýrir því að hann hafi framið lögbrot með því að aka undir áhrifúm áfeng- is“, segir í skýrslunni. Högni kemst að þeirri niður- stöðu að Finnbogi sé sakhæfur, „þrátt fyrir andlega fötluri* - en: „Hins vegar verður að taka mið af naumum andlegum þroska hans við dóm og úttekt dóms. Því það er ljóst, að hefðbundin fangelsisvist mun geta orðið beinlínis skaðvænleg og leitt til enn meiri andlegrar og félags- legrar fötlunar en er til staðar hjá Finnboga, meðal annars vegna þess hve óvarinn hann er fyrir áhrifum annarra. Við dóm verður því að hafa í huga önnur úrræði en almennt tíðkast.“ Helgi I. Jónsson sakadómari úrskurðaði Finnboga sakhæfan, „þrátt fyrir greindarskort", og komst að þeirri niðurstöðu „að refsing geti borið árangur... en ákærði hefur stundað vinnu á liðnum árum og gerir greinar- mun á réttu og röngu og enn- fremur orsökum og afleiðingum slyss þess sem mál þetta er sprottið af‘. ÞRIGGJA MÁNAÐA FANG- ELSISVIST Dómur var kveðinn upp mið- vikudaginn 22. janúar. Þar sem Finnbogi hafði rofið skilorð dómsins frá árinu 1990 var refs- ing ákveðin í einu lagi fyrir bæði málin. Feðgarnir Snorri og Sævar saman á sjúkrahúsi. Snorri fékk marga djúpa skurði í andlitið en Sævar litli slapp nær ómeiddur.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.