Pressan - 19.03.1992, Blaðsíða 16

Pressan - 19.03.1992, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. MARS 1992 Kvennalisti vill opna fundi borgarinnar A borgarstjómarfundi í dag leggur Kvennalistinn fram til- lögu sem m.a. felur það í sér að borgarstjómarsalur hins nýja ráðhúss verði samnýttur störfum nefnda borgarinnar, þannig að almenningur geti fylgst með fundum einstakra nefnda. Kvennalistinn vill m.ö.o. nýta til fulls hin nýju og glæsilegu salarkynni borgarstjómar, sem að öðru leyti notast aðeins tvisv- ar á mánuði að jafnaði. Verði til- lagan samþykkt gæti almenning- ur t.d. fylgst með afgreiðslum skipulagsnefndar og byggingar- nefndar, hlustað á þegar félags- málaráð afgreiðir umsóknir um vínveitingaleyfi og þannig mætti áfram telja. Bifreiðaskoðun- in hf. afsalar sér einokuninni Bifreiðaskoðun íslands hf. hefur afsalað sér einokunarrétt- inum á bifreiðaskoðun og getur dómsmálaráðuneytið því veitt öðmm aðilum leyfi til skoðunar. Ráðuneytið undirbýr nú reglu- gerð um með hvaða hætti það verður gert, en talsverðar kröfur verða gerðar til væntanlegra skoðenda um tækjabúnað, menntun starfsmanna og annað. Karl Ragnars Eftir umræðuna sem varð um einokun Bifreiðaskoðunarinnar og arðsemi fyrirtækisins óskaði ráðuneytið eftir því við stjórn þess að hún féllist á endurskoð- un einokunarákvæðis samninga fyrirtækisins og hins opinbera. Á þriðjudag barst svo bréf þar sem Bifreiðaskoðunin féllst á að það ákvæði samningsins, sem kveð- ur á um að henni sé heimilt að veita öðrum aðilum leyfi til skoðunar, væri óeðlilegt. „Ljóst er að þetta form samræmist ekki kröfum um samkeppni og er ekki rétt að einn samkeppnisað- ilinn setji öðrum reglurog fylgist með starfseminni." Ekki er afráðið hvenær leyfis- veitingar geta hafist. Kostar 50 milljónir að drepa minka og refi Miðað við nýjustu fyrirliggj- andi tölur nemur árlegur kosm- aður Veiðistjóraembættisins - þ.e. ríkissjóðs - við að vinna á refum og minkum um 50 millj- ónum króna. Árið 1989 voru 2.484 refir unnir á öllu landinu og heildar- kostnaðurinn nam liðlega 30 milljónum á núverandi verðlagi - sem gerir um 12.500 krónur á hvem ref. Á sama tíma var 5.041 minkur unninn með heildar- kosmaði upp á liðlega 16 millj- ónir eða sem nemur um 3.300 krónum fyrir hvem mink. Því má bæta við að 1990 vom 2.635 hrafnar og 46 þúsund má- far skotnir eða drepnir með svefnlyfi. Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg er, ásamt öðrum höfuðborgum Norður- landa, eignaraðili að Hasselby slott, sem er skammt fyrir utan Stokkhólm. í fyrra lagði Reykja- vík rúma milljón í rekstur seturs- ins. Samkvæmt upplýsingum borgaryfirvalda em not Reykja- víkur af því annars vegar þau að það er notað sem hótel og fund- arstaður fyrir embættismenn í opinberum erindagjörðum og hins vegar hefur borgin gefið starfsmönnum borgarinnar kost á að dvelja þar í sumarleyfum. Eignarhlutur höfuðborganna miðast við íbúafjölda landanna. Hlutur Reykjavíkur er sam- kvæmt því 4 prósent. Samtals lögðu höfuðborgimar rúmar 25 milljónir til Hásselby í fyrra og greiddi Reykjavik rúma milljón króna. Heildarkostnaður við rekstur Hásselby-setursins var hins veg- ar um 132 milljónir króna. Mis- muninn, eða um 107 milljónir, greiðir Stokkhólmsborg. Reykjavík eignaðist hlut í Hásselby árið 1963 eða fyrir 29 árum. Ef gert er ráð fyrir að framlag borgarinnar hafi verið svipað og í fyrra öll árin hefur borgin lagt til hátt í 30 milljónir. Að sögn Eggerts Jónssonar borgarhagfræðings hefur Reykjavíkurborg nýtt sér þessa eign sína með því að bjóða starfsmönnum borgarinnar að- gang að henni til orlofsdvalar. Eins er slottið notað þegar menn fara utan á vegum borgarinnar og einnig gætu ýmis samtök fengið aðgang að húsinu fyrir milligöngu borgarinnar. Eggert sagðist ekki hafa það á reiðum höndum hvaða borgar- Hasselby slot stendur skammt fyrir utan Stokkhólm. starfsmenn hefðu nýtt sér setrið til sumardvalar en vísaði á for- stöðumann Hásselby slott, Tor- bjom Forsell. Thorbjom treysti sér hins vegar ekki til að veita ít- arlegar upplýsingar en sagði þó að á síðasta ári hefði 51 Islend- ingur gist á Hásselby. Ekki fékkst uppgefið hversu stór hluti þeirra dvaldi á Hásselby í frítíma sínum og hversu margir vom þar í embættiserindum. 1 nýlegri útgáfu Extrablaðsins í Danmörku kemur fram að ein- ungis 17 embættismenn Kaup- mannahafnarborgar hafi gist á Hásselby árið 1991 og hver þeirra aðeins eina nótt. Kostnað- ur Kaupmannahafnar af Hássel- by nam 5,5 milljónum króna. Blaðamenn Extrablaðsins reikn- uðu það því út að nóttin hefði kostað embættismennina 325 þúsund krónur. Extrablaðið tekur ekki með í reikninginn aðra Dani sem nýttu sér þessa aðstöðu í fyrra. Sjálf- sagt gera þeir ráð fyrir að þeir hafi greitt fyrir sig sjálfir. Eins og áður sagði fékkst ekki uppgefið hversu margir af Is- lendingunum sem gistu Hássel- by voru í embættiserindum og hversu margir greiddu fyrir sig sjálfir. Ef reikningsaðferð Extra- blaðsins er beitt á þennan 51 hef- ur nóttin kostað um 20 þúsund krónur. Að sögn Torbjoms Forsell, fortsöðumanns Hásselby, fer þar fram margs konar menningar- starfsemi auk þess sem embætt- ismenn landanna nýta aðstöðuna til funda og ráðstefna af ýmsu tagi. Setrið er þyrping misstórra virðulegra húsa. Húsgögn og búnaður allur er, ef marka má myndir frá staðnum, ekki af lak- arataginu. Árið 1988, eða eftir 25 ára starfsemi, höfðu Danir verið 13.300 gistinætur í Hásselby, Finnar 30.400, Norðmenn 16.100, Svíar 68.400 og íslend- ingar höfðu gist 3.300 nætur. Svipmynd úr sölum slotsins. GREIDIR MILLJON A ARI TIL HERRASETU í rnrnm Embættismönnum borgarinnar boðið upp á að dvelja þar í sumarleyfum D E B E T „Þorbergur er hress og skemmtilegur og ég kann í alla staði vel við manninn. Það er líka kostur við hann hvað hann er lélegur í félagsvist," segir Gunnar Beinteinsson landsliðsmaður. „Mér finnst Þorbergur mjög hress og skemmtilegur og það er eins og hann sé aídrei í vondu skapi. Þegar ég spilaði með honum átti hann mjög auð- velt með að drífa menn áfram - það fýlgir honum svo mikill kraftur. Hann er laus við ailt sem heitir hroki og mont og það er mjög gott að umgangast hann. Hann hef- ur mikið vit á handbolta," segir Atli Hilmarsson, þjálfari Fram. „Aðalkostur Þorbergs er að hann er mjög ákveð- inn og fastur fyrir og lætur engan vaða ofan í sig,“ segir Þorbjöm Jensson, þjálfari Valsmanna í handbolta. „Hann er mjög skipulagður og ákveðinn og lætur sig ekki fyrr en í fulla hnefana. Þetta er mjög góður drengur, það er gott að vinna með honum og hann á auðvelt með að umgangast fólk,“ segir Einar Ámason, eigandi Júm- bó-samloka og meistari Þorbergs í matreiðslu. „Hann var einn besti handknattleiksmaður íslendinga á sínum tíma, ósérhlffinn og með gífurlegt keppnisskap, og ég er viss um að þessir þættir koma honum að góðum notum í þjálfuninni í dag,“ segir Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Víkinga. Þorbergur Aðalsteinsson K R E D I T „Hann er svolítið óákveðinn og það er hringlanda- háttur í honum. Hann skammar markmennina of mikið. Hann er Víkingur. Hann tók aldrei á á æfing- um hjá Bogdan; um leið og Bogdan sneri sér við þá hætti Tobbi. Hann kann því öll brögðin og fylgist alltaf með manni,“ segir Gunnar Beinteinsson. „Núna þegar landsliðið hefur verið að spila hefur hann ekki treyst hundrað prósent þeim sem hann er með í liðinu hverju sinni. Hann hefði átt að sleppa þessum yfirlýsingum í blöðum um að hann vantaði menn og eins hefði hann mátt sleppa yfirlýsingum um markvörsluna, hann hefði frekar átt að peppa þá þrjá markmenn upp sem hann hefur haft í vetur. Þegar maður spilaði með honum þýddi ekkert að fara með honum upp í hraðaupphlaup því hann gaf aldrei boltann," segir Atli Hilntarsson. „Ókosturinn við hann er sá að hann var alltof lcngi í Svíþjóð, hann er alltof sósíaliseraður eftir það,“ segir Þorbjörn Jensson. „Hann er mjög skapbráður og var fljótur að stökkva upp á nef sér ef eitthvað fór ekki eins og það átti að fara. Og hann kann náttúrlega ekkert að elda því það er svo langt síðan hann hefur verið í fag- inu,“ segir Einar Árnason. „Hann gaf helst aldrei boltann nema til að fá hann aftur og þá geta skotið strax á markið,“ segir Guðmundur Guðmundsson. Þorbergur Aðalsteinsson er þjálfari islenska landsliðsins í handbolta sem nú tekur þátt í B-keppninni í Austurriki.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.