Pressan - 19.03.1992, Blaðsíða 25

Pressan - 19.03.1992, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. MARS 1992 25 Konur í dag þurfa að standa sig á mörgum vígstöðvum. Þær þurfa að skara fram úr á vinnustað og leggja sitt af mörkum til að ná árangri og vera teknar alvarlega. Oftar en ekki þurfa þær að dreifa orkunni á marga staði en eru sterkari fyrir vikið og standa upp úr fjöldanum. Nútíminn býður ekki upp á neitt annað en að standa sig og engin afsökun nógu góð ef kona ætlar að ná markmiðum sínum. Atorkan er því sett í fyrsta sæti og ráðist í hlutina eins og þeir koma fyrir. PRESSAN leitaði álits nokk- urra kvenna á lífinu og tilverunni. SUMTAUÐ- VELT -ANNAÐ EKKI Hestaíþróttin er heillandi en krefst heilmikils tíma og krafts. Það þarf þrotlausa þjálfun til að ná árangri, en það hefur Rúna Einarsdóttir ekki sett fyrir sig og er einn af fremstu reið- og tamningamönnum landsins. Hún er alin upp við reið- mennsku frá blautu bamsbeini og hefur ekki unnið að neinu öðru síð- an hún vann Morgunblaðsbikar- inn fyrir tamningar á Bænda- skólanum á Hvanneyri. Þekktust er hún fyrir að hafa setið helstu gæðinga landsins en býr nú í Þýskalandi um tíma, þar sem hún þjálfar íslenska hesta. - Þarf sérstaka skapgerð í svona starf? „Þetta getur verið hörku- vinna og ætli flestir segi ekki að ég sé hörkufrekja." - Ertu sammála því? (hlær mikið) „Já, já og kannski veitir mér heldur ekkert af.“ Nú stendurðu upp úr í miklu karlaveldi, hvernig tilfinning erþað? „Það er voðalega góð tilfinn- ing, því alveg frá því ég var lítil öfundaði ég strákana af því að þeir gátu alltaf gert miklu skemmtilegri hluti en ég. Þeir fengu að gera ýmislegt sem mér fannst ég ekki hafa eins mikið leyft til að gera. Það hefur alltaf verið mitt mottó að vinna þá (hlær). En auðvitað er keppni alltaf keppni og maður reynir bara að standa sig eins og maður getur. Aðalatriðið er að gera vel, ekki endilega vinna." hentur og harðhentur, ekkert endilega svo hraustur og sterk- ur. Kannski við ákveðin verk en ekki við reið- mennsk- una. Næmi og til- fmning fyrir hestinum er það sem til þarf.“ - Þarftu að vera árœðin við tamning- arnar, nota styrk eða ákveðna orku? „Maður verður auðvitað alltaf að vita hvað maður er að gera og við þjálfun hesta verðurðu að vita hvaða möguleika þú hefur. Þú þarft líka alltaf að vera hús- bóndinn, sem þýðir að þú þarft að fá hrossið til að vinna með þér. Þú verður að finna einhveija leið - helst með góðu þó að stundum sé það ekki hægt - og verður að launa gott með góðu en annars að sýna hestinum fram á að það gangi ekki svona. Þetta er alltaf jafn spennandi og íjöl- breytilegt. Þetta er bara eins og í annarri vinnu. Sumt er auðvelt og annað erfitt, en þú þarft að vera svoiítið alhliða. Þú þarft að vera stjóm- andi og sjá hvemig hrossinu líð- ur. Líkamlega þarf maður líka að vera vel á sig kominn, þó að ég uppfylli þessi skilyrði svo sem ekki (hlær), útilokað mál. Þú þarft að hafa heldur meira vit en hrossið og eftir því sem þú hefur fjölbreytilegri hæfileika og meira næmi er það betra. Maður verður að geta verið bæði mjúk- KONUR MISMETN- AÐARCJARNAR Til að dansari geti náð langt þarf hann að eyða mörgum stundum í æftngar á dag. Þetta er krefjandi og tekur hugann allan. Ekkj nóg með það heldur þarf að passa hvert línumar stefna, svo vinnan er ekki á enda þótt heim sé komið. Þær eru báðar dansar- ar, en ólíkar. Lára Stefánsdóttir lagði fyrir sig ballettinn en Kara Arngrímsdóttir samkvæmis- dansana. Störf þeirra hafa þó ákveðna snertifleti. Er ekki erfitt fyrir konur í dag að vera á framabraut, KVENEÐLIf) ÞARF ÚT- RÁS Orkuboltunum má dást að fyrir það eitt að drífa hinar áfram, sem minna þrek hafa. Hafdís Jónsdóttir er ein af þeirri tegundinni. „Það er mikið til í þessu. Ætli það sé ekki vegna kveneðlisins að við viljum hafa einhvem til v e r a vel tilhafð- ar og standa sig einnig í móðurhlut- verkinu? „Jú, ég held að það sé töluvert erfitt og það er meiri togstreita. Konur em náttúrlega mismetn- aðargjamar og ég held að það sé mjög einstaklingsbundið hvort konur njóta þess að vera heima og vera bara hús- mæður. En yfirleitt held ég að konur vilji „kamer“,“ segirLára. Hún sagðist telja að konum gengi yfirleitt ágætlega að sam- ræma starf sitt bama- uppeldi og rekstri heim- ilisins. Að sjálfsögðu þurfa karl- mennimir líka að hjálpa til og allt daglegt stúss íheimilisrekstr- inum er þá einnig á þeirra ábyrgð. En skipuleggja þá konur barneignir til dœmis með til- liti til vinnu sinnar? „Ég held að það fari náttúrlega mjög mikið eftir starfi konunnar. Nú er ég dansari og maður hugsar náttúrlega um það hvenær sé hentugur tími til að eignast barn. Ég held að flestir hugsi dálítið um það hvenær hentugasti tíminn sé.“ En gengur þessum konum vel að samrœma vinnu sína ut- an heimilis og innan þess? „Ég er nú engin fyrirmyndar- húsmóðir," segir Kara, „en ég held að þetta sé einstaklings- bundið og misjafnt eftir því hvemig fólk nær að skipuleggja tíma sinn og líka náttúrlega eftir því hvað vinnutíminn er langur. Ég er yfirleitt mætt á minn vinnustað um hádegi og er þar framyfir miðnætti.“ En hafa karlmenn einhverja þá eiginleika sem þú vildir búa yfir? „Nei, ég skipti ekki fólki eftir kynjum. Ég sé kannski eitthvað í fari einhvers sem ég vildi búa yfir, en það er alveg óháð því hvort viðkomandi er karlmaður eða kvenmaður.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.