Pressan - 19.03.1992, Blaðsíða 32

Pressan - 19.03.1992, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. MARS 1992 E R L E N T S L Ú Ð U R Hverfæróskar? Bandaríska leikstjóragildið veitti árleg verðlaun sín um síðustu helgi, en sigurvegarinn var Jonat- han Demme, leikstjóri Lömbin þagna. Verðlaunin em talin vísbending um að sigurlíkur Demmes og myndar hans við Óskarsverðlaunaafhendinguna mánudaginn 30. mars hafi aukist til muna. Frá 1949 hefur leikstjóragildið aðeins veitt þremur leikstjórum verðlaun, sem Óskarsakademían heiðraði ekki skömmu síðar. Auk Lömbin þagna Vandi er um hafa myndimar Bugsy, The Prince of Tides, JFK s|jkt að spá... og teiknimyndin Fríða og dýrið verið tilnefhdar til Oskarsverðlauna fyrir bestu mynd síðasta árs. Imeldaskólaus Imelda Marcos, fyrrverandi forsetaffú Filipps- eyja, er nú í miðri kosningabaráttu og lætur ekkert tækifæri ónotað til þess að ráðast á Corazon Aqu- ino forseta, en kosningamar verða haldnar hinn 11. maí. Nú síðast froðufelldi Imelda vegna skóleysis síns, en sem kunnugt er skildi hún eftir 3.000 skó- pör í forsetahöllinni þegar hún og Ferdinand eigin- maður hennar flúðu land í blóðlausu byltingunni 1986. „Persónulegar eigur mínar em enn í höllinni og ég fæ þær ekki. Aquino hefur meira að segja skóna mína, skópörin mín 3.000!“ Im- elda, sem er 62 ára, kveðst vilja halda uppboð á skónum og gefa það, sem fyrir þá fæst, til fátæklinga. „Hún vill ekki láta mig fá skóna. Kannski hún noti þá sjálf... annars hélt ég að hún notaði miklu stærra númer en ég.“ Öskubuska snýr aftur Öhi Íaáám*-, AííVj, tA, kc/»shMÖ) \ vdjiú. tiý+Jitty. VKJ« tni Kosningar í Frakklandi um helgina: Sósíalistar í afleitri aðstöðu Teddy Kennedy genginn út Fyrst Warren Beatty og nú Teddy! Öldunga- deildarþingmaðurinn og forsetabróðirinn Teddy Kennedy tilkynnti um síðastliðna helgi trúlofun sína og lögffæðingsins Victoria Reggie, en þeim hefur verið vel til vina í mörg ár. Victoria, sem er 38 ára, á tvö böm af fyrra hjónabandi, en hún skildi árið 1990. Þegar móðir hennar var spurð Sundkennarinn hvort hana óaði ekki við því að gefa dóttur sína jafnalræmdum kvennabósa og Teddy svaraði sú gamla: „Ég hef um- gengist Teddy í fjölda ára og aldrei séð hann drukkinn." Misheppnað viðtal Filippus prins, eiginmaður Elísabetar II. Eng- landsdrottningar, er um þessar mundir í einkaheim- sókn í Bandaríkjunum. Þar sem hann var á gangi í miðborg San Francisco í Kalifomíu reyndi útvarps- fréttamaður ákaft að ná athygli drottningarmanns- Oss er ekki ins í von um viðtal, en merkilegt nokk án árangurs. s emmt. Sjónarvottar segja að ekki hafi mátt á milli sjá hvor- um leið verr, útvarpsmanninum sem hrópaði í sífellu „Hei prins! Hei prins!" eða Filippusi, sem reyndi að láta ekki á neinu bera og hélt sínu striki. Glæpirborga sig (um síðir) Hinn 15. næsta mánaðar verður haldið sér- kennilegt uppboð vestur í Chicago, en þá gefst mönnum kostur á að kaupa um 50 muni úr dánar- búi stórglæponsins Als Capone. Þar á meðal verð- ur hjónarúm rummungsins, uppstoppaður mer- lingur og bjórkrús með upphafsstöfum Capones skomum í. Hlutimir koma úr dánarbúi Capones í Flórída, en þar lést hann úr sárasótt 25. janúar 1947. Það hefur valdið nokkmm vonbrigðum að allir gripimir em fremur hversdagslegir, engar vélbyssur, hattar með skotgötum eða annað af því tagi. Glœpaskóli Rússa Washington Post hefur það eftir Arkadí Múrashev, 34 ára gömlum rússneskum lýðræðissinna, að glæpaaldan í Rússlandi sé það gjald, sem Rússar þurfi að inna af hendi fyrir frelsið. Þrátt fyrir að þetta kunni að virðast sennilegt á yfirborðinu þarf að bijóta þessa kenningu til mergjar, við efumst vemlega um hana. Hér áður töldu menn að sovéska lögregluríkið hel'ti glæpastarfsemi líkt og flestar aðrar athafn- ir mannsins. Þeir sem höfðu tækifæri til að skyggnast á bak við Pot- emkin-tjöldin vissu hins vegar að ofbeldisglæpir vom síður en svo sjaldgæfir í þrengslum og áfengissýktu þjóðfélagi. KGB braut svo vitaskuld náttúmrétt eða mannréttindi í sífellu. KGB stundaði innbrot, kúgun, mannrán, líkamsárásir og morð, en það kom náttúrlega ekki fram í glæpaskýrslum. Og í þessu landi skortsins var öllu stolið, sem ekki var naglfast. Það er rétt að glæpir hafa aukist, en það má frekar tengja almennu stjómleysi en nýfengnu frelsi. Það er almennur mis- skilningur hjá Rússum, sem hafa þolað áralangar prédikanir gegn kapítalismanum, að frelsi þýði að allt sé leyfilegt. En í hinum frjálsa heimi em lög, löggæsla og dómstólar og í raun má færa góð rök fyrir því að kommúnismi ali af sér glæpahneigð. Þar sem einkaeignarrétt- urinn er einskis virði glatar orðið „þjófnaður" fljótlega merkingu sinni. Og þegar Borís frændi fer á hveijum morgni í vellaunaða vinnu sína hjá KGB með gúmmíslöngu og hnúajám í vasanum er hætt við að Ivan litli sjái lítið athugavert við það að ganga í skrokk á fólki. Þvert á skoðanir Arkadís bendir flest til þess að því meira sem frelsið er, því líklegri séu þegnamir til að virða lög og reglu. Glæpaaldan er ekki gjald frelsisins heldur enn ein afborgunin af áratugastjóm komm- únista. Bæjar- og sveitarstjórnarkosningar eru í Frakklandi um helgina, á sunnudag. Sósíalistaflokkur Mitterrands forseta virðist í afar vondum málum. Hægriöfga- menn undir forystu Jean-Marie Le Pen sækja á. Franskir kjósendur virðast leiðir á gömlu stjórnmálamönnunum, gömlu andlitunum. Margir ætla að sitja heima. Ýmsir varpa atkvæði sínu á smáflokka, til dæmis samtök umhverfis- verndarsinna. Skoðanakönnun sem tímaritið „Le Nouvel Observateur" gerði fyrir stuttu bendir til þess að kosningaúrslitin geti vart orðið annað en mikið áfall fyrir flokk Sósíalista. Þar segjast aðeins 18 prósent ætla að kjósa flokkinn, sem hlýtur að teljast háðuleg útreið, ekki síst í ljósi þess að 15,5 prósent segjast ætla að kjósa Þjóðfylkingu Le Pens. Frá fyrri skoðanakönnunum em Sós- íalistar á undanhaldi, en Le Pen sækir á, enda þykir meiri eldmóður ríkja hjá kosninga- smölum hans en hjá Sósíalistum. Ekki er það lítið áhyggjuefni fyrir Sósíalista að fá svipaða útkomu úr kosningum og hægri- öfgamenn, sem sumir vilja meina að séu lítið annað en fasistar í sparifötum. Bandalag stóru hægriflokk- anna tveggja, UDF og RPR, fær 33 prósent í könnuninni, sem getur varla talist neinn sigur miðað við fyrra fylgi þessara flokka. Tveir listar græningja sækja ákaft fram og hljóta sam- anlagt 14 prósent, og sækja þau efalítið til kjósenda sem em óánægðir með markaðshyggju Sósíalista. Kommúnistar tóra enn og fá 8 prósent. Hins vegar segir það kannski ennþá meira um ástandið í frönskum stjómmálum að ein- göngu 54 prósent segjast ætla að kjósa. Það er þó ívið meiri áhugi en í fyrri könnunum, enda hafa ýmis félagasamtök heitið á Frakka að fara á kjörstað til þess að stemma stigu við framsókn Le Pens. Ekki er staða Sósíalistaflokks- ins miklu betri þegar spurt er um landsmálapólitíkina. Aðeins 16 prósent aðspurðra segjast vonast til þess að kjósendur noti kosningamar til að lýsa yfir stuðningi við Mitterrand og ríkisstjómina. 63 prósent vilja þvert á móti að kjósendur noti þær til að veita óánægju sinni útrás. Og það er alveg ljóst að hægriflokkar myndu fá meiri- hluta ef efnt yrði til þingkosn- inga. Samkvæmt skoðanakönn- uninni fengju Sósíalistar þá 22 prósent, hægri flokkamir stóm samanlagt 39 prósent, Þjóðfylk- ingin 14 prósent, en græningja- flokkamir 13 prósent. Sósíalistaflokkurinn er sem- sagt í nauðvöm á öllum víg- -stöðvum. Vandamál hans eftir ellefu ára stjómarferil Mitter- rands em ærin. Kannski er efna- hagskreppan í Frakklandi ekki stórvægilegri en í öðmm Vestur- Evrópuríkjum - verðbólga hefur meira að segja sjaldan verið minni - en óáþreifanleg stjóm- málakreppan ágerist hins vegar stöðugt. Á henni er svosem engin einhh't skýring. Á fyrra sjö ára kjörtímabili sínu lét Mitterrand engan bilbug á sér finna, hann hélt um stjómartaumana af þeirri kænsku sem honum virðist eðlislæg og því stórlæti sem Frakkar eiga að venjast úr forsetahöllinni; þegar hann fór fram í annað sinn 1988 gat enginn ógnað honum. En nú er hann kominn hátt á áttræðisaldur og þjóðin sér á honum augljós ellimerki. Hann þykir veiklaður, hikandi, ráðvilltur og algengt er að franskir fjölmiðlar spyrji: Hvar er försetinn? Eða jafnvel: Hvemig á áð koma í veg fyrir að forsetinn sitji út kjörtímabilið, sem endar 1995? Allt ber að sama bmnni: Sósíalistaflokkurinn hefur verið umvafinn hneykslismálum, smáum og stórum, sem mörg tengjast fjárreiðum flokksins og flokksmanna. Nýlegt vandræða- mál var einnig þegar eftirlýstum palestínskum skæmliðaforingja var smyglað inn í Frakkland til lækninga. Margir telja að Mitt- errand hafi gert sig sekan um mikið dómgreindarleysi þegar hann lét Michel Rocard, tiltölu- lega vinsælan forsætisráðherra, taka pokann sinn, en fékk í stað- inn Edith Cresson, sem var hon- um sjálfum mun þóknanlegri. Ætlun Mitterrands var að gera andlitslyftingu á stjóminni og flokknum, meðal annars með því að setja konu í forystusæti. Það mistókst hrapallega og Cresson nýtur sérdeilis lítilla vinsælda. Við þetta bætist svo mikið at- vinnuleysi, kynþáttavandamál sem ógnar friðnum í stórborgum og áhyggjur yfir því að Þjóð- verjar séu hvarvetna að vaxa Frökkum yfir höfuð. Og Le Pen. Mitterrand hefur verið gefið að sök að hafa að vissu leyti stólað á Le Pen til að kljúfa raðir hægrimanna. Þannig hafi þessi slóttugi stjómmála- maður ekki verið neitt sérstak- lega mótfallinn því að Le Pen næði ákveðnum styrkleika. Með því móti hafi verið tryggt að kjörfylgi reyttist af hinum hóf- samari hægri flokkum og þeir væntanlega þurft að dúsa utan stjómar, en líka að þeir yrðu í eilífum vandræðum innanflokks með afstöðuna til Le Pens og samstarfs við hann. Nú er staða Le Pens hins vegar orðin svo sterk að mörgum virðist þessi refskák ætla í hausinn á forsetanum aftur. Alténd yrði það pínleg staða ef Sósíalistar fengju ekki all- verulega fleiri atkvæði en Þjóð- fylkingin í kosningunum um helgina. En það eru ekki einasta Sós- íalistar sem eiga í vandræðum. Vantrú á stjómmálamönnum er útbreidd, að ekki sé talað um almennan leiða. Hægrimönnum hefur til dæmis ekki tekist að nýta sér almennilega veika stöðu Sósíalistaflokksins. Það er kann- ski ekki furða, valkostimir þeim megin virðast ekkert sérstaklega nýstárlegir: Þar bítast nefhilega enn um forystuhlutverk þeir Jacques Chirac, borgarstjóri í París og fyrrum forsætisráð- herra, og Valéry Giscard d’Est- aing, sem var forsætisráðherra fyrir margt löngu. Egill Helgason. Francois Mitterrand á íslandi 1990: Frakkar hafa snúið við honum baki og nú er ekki einu sinni víst að Sósíalistar fái ýkja meira fylgi en Pjóðfylking Le Pens.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.