Pressan - 19.03.1992, Blaðsíða 38

Pressan - 19.03.1992, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. MARS 1992 Bhtufticí - Upplýst hefur verið að íslendingar lengjast um einn sentimetra á áratug hverj- um. í dag mun meðalhæð karlmanna um þrítugt vera 181 sentimetri og meðalhæð kvenna 167 sentimetrar. Haldi svo fram sem horfir þýðir þetta að íslenskir karl- ar um þrítugt nái að meðaltali tveggja metra hæð eftir tæplega 200 ár eða nánar tiltekið árið 2180. Sama árangri ná íslenskar konur hins vegar ekki fyrr en u.þ.b. árið 2320 eða 140 árum síðar... - Styttast fer í útkomu nýrrar símaskrár. Eitt af því fyrsta sem áhugamenn um símaskrár leita að við slík tímamót er hvort Þorsteinn Pálsson nokkur, til heimilis í Brúnalandi 3 í Fossvogi, sé ennþá blaðamaður. Þorsteinn þessi hefur verið titlaður blaðamaður í símaskrám undanfarinna ára, en hann var blaðamaður á Morgunblaðinu meðfram laganámi frá 1970 og rit- stjóri Vísis 1975 til 1979. Þá fór hann út í hagsmuna- gæslu fyrir Vinnuveitenda- sambandið og svo í pólitík- ina og hefur því ekki stund- að blaðamennsku í 12 eða 13 ár. Hann er nánar tiltekið fyrsti þingmaður Sunnlend- inga með aðsetur í Fossvogi og hefur aukinheldur gjam- an setið á ráðherrastól, er nú hæstvirtur sjávarútvegs- og dómsmálaráðherra... Ólafur Ólafsson heitir maður í Mosfellsbæ sem hefur sent eigendum gervihnattadiska bréf með kostatilboði. Hann býður á tilboðsverði sérstakan affuglara sem veitir eigand- anum aðgang að ýmsum tfá- bærum útlendum gervihnat- tastöðvum - Sky Movie Plus, Movie Channel, Sky Sport og Comedy Channel. Affuglarinn kostar svo mikið sem 44.950, staðgreitt. Ólafur býður enn betur fyrir þá sem eru tilbúnir að borga aðeins meira, nefhilega áskrift að svokölluðum Adult Channel, eða Fullorðinsrás- inni. Eða eins og segir í bréfi Ólafs, dagsettu 9. mars: „The Adult Channel sýnir bara ful- lorðinsmyndir, „strumpamir" ffá miðnætti alla daga vik- unnar... VERÐLAUNASKÁLD FÆR SÉR RITARA Voruð þið farin að örvænta um endurminn- ingabækur næstu jólaver- tíðar? Nú væri bókstaf- lega enginn eftir nema Bessi Bjamason? Andið rólega, hér em gleðiffétt- ir: Skelmirinn Guðbergur Bergsson er nýjasta fóm- arlamb viðtalsbókaæðis- ins. Já, sjálfur yfirhrellir auglýsingamennsku og allra ffæða hefur komið sér fyrir í sófanum og er byrjaður að mala inn á segulband. Þetta þarf kannski ekki að koma á óvart: Sjálfur skráði Guðbergur endur- minningar séra Rögn- valdar Finnbogasonar fyrir fáeinum ámm. En nú er Guðbergur sem sagt kominn með ritara. Og hver er þess um- kominn að skrifa upp af bandinu og matreiða ofan í alþýðuna, svo úr verði metsölubók? Mikil leynd hvfiir yfir bókar- gerðinni en samkvæmt heimildum okkar er hinn nýi ritari engin önnur en Þóra Kristín Asgeirsdótt- ir. Og við getum með stolti skýrt frá því að ritferill hennar hófst ein- mitt á þessu blaði á haustdögum 1990. Gu&bergur: Sestur f sófann. EKKI MIKILL VÍKINGUR í . HRAFNKATLI FREYSGOÐA Laugardalsvöllurinn hefur löngum verið okkar virðuleg- asti fótboltavöllur. Hann hefur staðið fyrir sínu, en á hinn bóginn hafa útlendingar kvart- að yfir því að hann sé helst til mjór fyrir almennilega kanta- knattspyrnu. Völlurinn er 67 metrar á breidd og 115 metrar á lengd, samtals 7.705 fer- metrar. Lengstum var þetta einn stærsti völlurinn á landinu, en síðari ár hafa einstök félög byggt eigin velli og veglegri. Fjölmörg smærri félög eiga velli sem eru aðeins 100 x 60 metrar eða 6.000 fermetrar, sem er varla mönnum bjóðandi nú orðið. Með fyrir- vara um ónákvæmi í mælingum sýnist okkur að nýr völlur Víkinganna í Stjömugróf sé orðinn stærstur íslenskra alvörufótboltavalla; 115 x 80 metrar eða 9.200 fer- metrar. í öðru sæti er völlur Fylkis í Árbæ, 110 x 80 eða 8.800 fermetrar. Minnsti völlurinn sem fannst í skrám KSI er hins vegar á Stöðvarfirði, þar sem Knattspyrnufélagið Súlan og Hrafnkell Freysgoði (KSH) keppa stundum; 100 x 57 eða 5.700 fermetrar. TVÍFARAKEPPNI PRESSUNNAR - 36. HLUTI Tvífarakeppni vikunar snýst að þessu sinni ekki um tví- bura sem voru aðskildir eftir fæðingu heldur fjórbura. Fyrst má sjá Ólaf Þ. Þórðarson alþingismann (mynd 1). Hann er nauðalíkur Sverri Hermannssyni eins og hann leit út þegar hann var á þingi (mynd 2). Þeir eru ekki aðeins líkir í útliti heldur og innræti. Báðir frægir kjaftaskar. Eftir að Sverrir hætti á þingi fékk hann vinnu í banka. Þá breyttist hann mik- ið; bæði í útliti og eins að innræti (mynd 3). Nú er hann orð- inn lifandi eftirmynd Jóhannesar Nordal (mynd 4). Sam- kvæmt þessu er Sverrir nokkurs konar Zelig Islands. En Zelig þessi var ístöðulítill og þráði viðurkenningu með- bræðra sinna, eins og þeir sem sáu mynd Woodys Allen um hann vita. Zelig breytti því um skoðanir, viðhorf, smekk, persónuleika og útlit í takt við hverja hann umgekkst. Stúdentabyltingin ÞRÖSTUR SPÁÐI „HEITU SUMRI“ Það er varla hægt að segja að ’68-hreyfingin íslenska, „stúd- entabyltingin" svokölluð, hafi átt leiðtoga; að minnsta kosti ekki eins og Daniel Cohn- Bendit var í Frakklandi og Rudi Dutschke í Þýskalandi. Þó er hægt að nefna nöfn - til dæmis Svein Rúnar Hauksson lækni og hann Þröst Ólafsson, sem nú er aðstoðarmaður utanríkisráðherra og, segja sumir, ellefti ráðherr- ann í ríkisstjóminni. Þröstur er reyndar ívið eldri en flestir þeir sem Iétu að sér kveða í stúdentamótmælum á íslandi. Yfirleitt áttu þau nefrii- lega upptök sín í menntaskól- um, ólíkt því sem gerðist erlend- is þar sem háskólastúdentar voru í fararbroddi. Hins vegar bar Þröstur með sér hingað and- blæ stúdentauppreisnanna í Berlín og París. Þröstur hafði verið við nám í Þýskalandi og var á þessum ár- um einnig formaður SÍNE (Samtaka íslenskra námsmanna erlendis), en sá félagsskapur þótti allbyltingarsinnaður. Hann vakti athygli fyrir einarða fram- göngu í sjónvarpi og sagt að hann hafi vakið ugg í bijóstum góðborgara þegar hann sagði að námsmenn erlendis ætluðu að koma heim og efna til aðgerða í Reykjavík. Mun Þröstur hafa spáð „heitu sumri“. Átti kannski HERRAR MEGA EKKI GANTAST Hann Róbert Trausti Áma- son, virðulegur sendiherra í hæstvirtu utanríkisráðuneyt- inu, hefur gerst sekur um óskammfeilni er hæfir ekki stöðu hans. Hann leyfði sér að gantast með löggumar suður á Keflavíkurflugvelli. Löggum- ar urðu móðgaðar og Róbert Trausti varð að gjöra svo vel að biðja þær afsökunar á því að hafa sýnt þeim lítilsvirð- ingu. I útvarpsviðtali var verið að ræða niðurskurð á löggæslu á Keflavíkurflugvelli og gaf Róbert Ámi fyllilega í skyn að lögreglumenn syðra létu stjómast af peningasjónarmið- um, með því að í lok viðtals- ins pantaði hann óskalag sem hann tileinkaði löggunum; „Money, Money“ með hljóm- sveitinni Abba. Þetta gekk náttúrlega fram af aumingja löggunum. Við leggjum til að t.d. Silli Pétur á rás tvö spili lag fyrir löggumar í sárabæt- ur: „You broke my heart so I busted your jaw.“ KANNSKI ÆTTI DIDDÚ AÐ VENJA SIG Á NEFTÓBAK Guðmundur Jónsson heitir maður, um langt árabil með allra ástsælustu Islendingum fyrir létt lundemi og góðan söng. Allir vita hver Guð- mundur er, ef ekki vegna söngsins þá vegna starfa í út- varpinu. Arið 1980, þegar Guð- mundur varð sextugur, voru haldnir tónleikar til heiðurs Guðmundi og vitaskuld gefin út sérstök söngskrá. Þar sagði meðal annars um söngkap- pann: „Hlutverk hans í óperu- og söngleikjasýningum Þjóð- leikhússins eru orðin fleiri en n o k k u r s annars söng- vara, og ótal ö n n u r sönghlut- verk, stór og smá, hefur hann tekizt á hendur og öllum skilað með prýði... Heilsuhreysti er honum gefin í ríkum mæli. Það má þakka góðum Guði, hraustum kynstofni, glað- lyndi, Sundlaug Vesturbæjar og neftóbaki, eins og hann segir sjálfur." Þröstur Olafsson: Ætla&i hann a& reisa götuvigi í Reykjavík? að reisa götuvígi á strætum höf- uðborgarinnar? Ekkert slíkt gerðist, en hins vegar leit unga róttæka fólkið áfram vonaraugum til Þrastar. Hann brást ekki vonum þess á baráttufundi vinstrimanna í Há- skólanum 1. desember 1970. Þá segja heimildir að Þröstur hafi stigið í pontu fyrir troðfullu húsi í Sigtúni og byrjað ræðu sína á tilvitnun í þýska heimspeking- inn Teodór Ádomo: „Að vita er að vilja!“ Salurinn tók andköf. Sá sem hafði á hraðbergi svo tyrfinn marxista hlaut að vera maðurinn til að leiða hina nýju vinstri- bylgju. Heimildir herma líka að úti í sal hafi setið annar vonarpen- ingur vinstrimanna og eftirlæti forystunnar í Alþýðubandalag- inu. Það var Svavar Gestsson. Er sagt að Svavar hafi verið áhyggjufullur á svipinn. Þama hafi hann séð alvarlega ógnað því hlutverki sem hann ætlaði sér meðal ungra róttæklinga.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.