Pressan - 19.03.1992, Blaðsíða 40

Pressan - 19.03.1992, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. MARS 1992 Skoðanakönnun Skáfs fyrir PRESSUNA Peldökki pámsmaöurinn. frá Afriku naut heldur j ekki vinsælda. Aöeins 11,6 prósent vildu leigja honum en 36,2 prósent sögöu hann sísfa kostinn. Vertíöarsjómaöurinn fékk góöar viötökur. 54,6 prósent vildu leigja honum og aö- eins 12,6 prósent settu hann neöarlega á óskalistann. Pá hlaut listamaöurinn frá Kólumbíu ekki náö fyrir augum islendinga þótt afstaöa til hans væri ekki jafnslæm og til arabans. 13,2 prósent buöu honum herbergi. Flóttamenn frá Víetnam þurfa líka aö leita lengi aö' herbergi. Aöeins 7,2 prósent nefndu hann sem æskilegan leigjanda. 22,6 prósent nefndu hann hins vegar sem slæman kostgt VIÐ Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Skáís fyrir PRESSUNA vilja íslendingar síst leigja aröbum herbergi af marglitum hópi umsækjenda sem þeim var boðið upp á. Þeldökkir Afríkubúar, flóttamenn frá Víetnam og Suður-Ameríkanar njóta heldur ekki velvildar. Þá kom og fram að þjóðin hefur ríka fordóma í garð þroskaheftra. Því hefur oft verið haldið fram að fáar þjóðir séu fordómafyllri í garð útlendinga en íslendingar og aðþvíólíkari sem útlending- urinn er okkur Islendingum því skæðari séu fordómamir. Eina ástæðan fyrir því að ekki beri meira á kynþáttahatri en raun ber vitni sé sú, að það séu einfaldlega of fáir útlendingar af öðmm kynþáttum hér. Kynþáttahatur Islendinga hefur reyndar verið skjalfest. í vamarsáttmála íslenskra og bandarískra stjómvalda var um áratugaskeið klásúla um að Bandaríkjamenn sendu ekki hingað hermenn af öðmm kynþætti en norrænum. Eftir að þessi klásúla, sem hlýtur að telj- ast svartur blettur á sögu þjóðarinnar, var afnumin var þess ekki lengi að bíða að árekstrar yrðu milli þeldökkra hermanna af Miðnesheiði og hinna nonænu íslendinga. Fyrir skömmu fann æðsti yfirmaður Bandaríkjahers á Keflavíkur- flugvelli sig knúinn til að bera fram formlega kvörtun vegna framkomu starfsfólks veitinga- hússins Duus gagnvart þeldökk- um hermönnum. Stuttu síðar var kvartað yfir kynþáttafordómum íslenskra lögreglumanna sem starfa í hliðinu að her- stöðinni. En þjóðin er rík af öðmm fordómum en þeim sem beinast gegn fólki af öðmm kynþætti. Frá því Öryrkjabandalag fslands fékk einhverja fjármuni til ráðstöfunar til að íramfyl- gja yfirlýstri stefnu Alþingis og stjómvalda um að tryggja fötluðum aðstæður til jafns við hina ófötluðu hefur þráfaldlega skorist í odda milli íbúa sambýla fatlaðra og nýrra nágranna þeina. Það er sama hvemig þessum deilum er velt upp. Það er erfitt að flokka þær undir annað en fordóma gagn- vart þeim sem ekki em eins og fólk er flest. ATTA EINSTAKLINGAR SÆKJAST EFTIR AÐ LEIGJA HERBERGI Til að reyna að mæla hversu fordómafull þjóðin er setti PRESS AN fram lítinn spumingaleik fyrir þátttakendur í skoðana- könnun sem Skáfs gerði fyrir blaðið. Þátttakendur vom beðnir að ímynda sér að þeir þyrftu að leigja frá sér eitt herbergi. Síðan vom þeir beðnir að velja tvo úr umsækjendahópi PRESSUNNAR sem þeir vildu helst leigja og tvo sem þeir væm síst tilbúnir að leigja herbergið. Hinir ímynduðu um- sækjendur um herbergið vom eftirtaldir: Arabískur námsmaður Kóiumbískur listamaður Einstæð móðir með bam Þeldökkur námsmaður frá Afríku Víetnamskur flóttamaður . Vertíðarsjómaður Þroskaheftur einstaklingur Thaílensk þjónustustúlka Þar sem flóra fordómanna er fjölskrúðug vantar að sjálf- sögðu í þessa upptalningu full- trúa margra minnihlutahópa Pjonustus i Thailandi naut mestra vin- sælda af útlendingunum. 21,6 prósent töldu hana æskilegan leigjanda en 18 prósent vildu siöur leigja henni. sem hafa orðið fyrir barðinu á fordómum. Það var hins vegar ekki hægt að þreyta þátttakendur í könnunninni með upp- talningu á tugum ef ekki hundruðum minnihluta- hópa. En í umsækjendahópi PRESSUNNAR voru fulltrúar nokkurra þess- ara hópa. Þar vom fimm útlendingar; arabi, svart- ur Afríkubúi, Suður- Ameríkani, Víetnami og thaílensk kona. Hún var eini útlendingurinn sem var kyngreindur. Hinir gátu verið af hvoru kyn- inu sem var. Enginn útlendinganna virtist vera vel fjáður. Þeir tilheyrðu allir stéttum sem eru frekar frægar fyrir blank- heit en auðæfi. I hópnum voru þrír Islendingar; vertíðarsjó- maður, einstæð móðir og þroskaheftur einstakl- ingur. Sjálfsagt hafa flest- ir þátttakenda talið sjó- manninn karlkyns. Einstæða móðirin var að sjálfsögðu kona en kyn þroskahefta einstaklings- ins var á huldu. THAILENSKA ÞJÓNUSTUSTÚLKAN TEKIN FRAMYFIR ÞANN ÞROSKAHEFTA Eins og áður sagði vom þátttakendur beðnir að nefna tvo úr þessum hópi sem þeir vildu helst leigja herbergi sem þeir hefðu til umráða. Ekki var gerður greinarmunur á hvom leigjandann þeir nefndu á undan. Það er skemmst fra því að segja að tveir Islend- inganna, einstæða móð- irin og vertíðarsjómað- urinn, vom langoflast nefnd. Alls bauð 71 prósent þátttakenda einstæðu móðurinni herbergið. Vertíðarsjómaðurinn fékk samskonar boð frá 54,6 prósentum þátttakenda. Þriðji Islendingurinn, þroskahefti einstakling- ------ urinn, kom ekki næstur heldur thaílenska þjónustustúlkan. 21,6 prósent þátttakenda voru tilbúin að leigja henni herbergi. Þroska- hefti einstaklingurinn fékk hins vegar tilboð frá 15 prósentum þátttakenda. Það voru fimm sinnum fleiri tilbúnir að leigja einstæðu móðurinni en þeim þroskahefta. A eftir honum komu síðan útlendingamir, aðrir en thaílenska stúlkan. Flestir vildu leigja kólumbíska lista- manninumen 13,2 prósent þátttakenda nefndu hann til sögun- nar. 11,6 prósent vildu bjóða þeldökka náms- manninum frá Afríku herbergi og 7,2 prósent vildu leigja víetnamska flóttamanninum. Aðeins 5,6 prósent nefndu arabíska náms- manninn sem annan kostinn af tveimur. Einstæða móðirin gat þannig valið úr rúmlega tólf her- bergjum áður en arabanum stóð eitt til boða. 100 EINSTÆÐAR MÆÐUR í HÚS EN 419 ÚTLENDIN- GAR Á GÖTUNNI Við skulum nú búa til dæmi úr daglega lífinu byggt á jsessum niðurstöðum. Segjum sem svo að lOOeinstæðarmæður, 100 vertíðarsjómenn, lOOþroska- heftirog lOOafhverjumhinna hópanna fari út á leigumarkaðinn. Þessi átta hundrað sækja um öll herbergi sem auglýst eru. Hver húseigandi fær því að velja úr hugsanlegum leigjendum úr öllum þeim flokkum sem PRESSAN bauð þátttakendun- um í skoðanakönnuninni upp á og hver þeirra hefur tvö herbergi til umráða. Þegar allar 100 einstæðu mæðumar væru búnar að leigja sér herbergi væra 519 af þessum 800 manna hópi enn án húsnæðis. Þar af væra 23 vertíðarsjómenn, 70 thaílenskar þjónustustúlkur, 79 þroska- heftir, 81 listamaður frá Kólumbíu, 84 þeldökkir náms- menn frá Afríku, 90 flóttamenn frá Víetnam og 92 arabískir námsmenn. Eins og í könnuninni er það ekki í dæminu að sami hús- eigandi hafi leigt bæði herberg- in sín til einstaklinga úr sama hópnum. Ef íyrra herbergið fór til einstæðrar móður fór næsta herbergi til vertíðarsjómanns eða einstaklings úr einhveijum hinna hópanna. Samkvæmt þessu hlýtur að vera óhætt að segja að ákveðnir fordómar þrífist meðal þjóðar- innar. Það er deginum ljósara að það er erfiðara fyrir útlendinga að fá leigt herbergi. Og það hjálpar ekki heldur að vera Islendingur ef sá hinn sami gengur ekki heill til skógar. ISLENDINGAR VILJA SIST AF ÖLLU LEIGJA ARÖBUM Eins og áður sagði vora þátt- takendur í könnuninni jafnífamt beðnir að svara því hverjum af þessum átta hópum þeir vildu síst leigja herbergi. Niðurstaðan staðfestir fordómana enn. Af þeim sem tóku afstöðu nefndu 70,6 prósent arabíska námsmanninn sem annan tveggja sem þeir vildu síst leigja. Ef þetta væri íþróttakeppni væri óhætt að segja að sigur arabans hefði aldrei verið í hættu. Næstur á óvinsældalist- anum kom nefhilega þeldökki námsmaðurinn frá Afríku með atkvæði fra 36,2 prósentum þátt- takenda. Það vora því rétt tæplega helmingi fleiri sem nefndu arabann en umsækjandann sem naut næstminnstra vinsælda. A eftir Afríkubúanum kom flóttamaðurinn ffá Víetnam. 22,6 prósent þátttakenda nefhdu hann sem óæskilegan leigjanda. Rétt þar á eftir kom lista- maðurinn ffá Kólumbíu með afsvar frá 20,6 prósentum þátttakenda. Næstur í röðinni var ÍSLENDI NGUM

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.