Pressan - 19.03.1992, Blaðsíða 41

Pressan - 19.03.1992, Blaðsíða 41
FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. MARS 1992 41 þroskahefti einstaklingurinn en 18 prósent þátttakenda vildu síst leigja honum. Eins og í fyrri helmingi spumingarinnar fékk thaílenska þjónustustúlkan skárri útreið en sá þroskahefti. 13,8 prósent sögðust ekki vilja leigja henni. Og eins og í fyrrihluta könn- unarinnar komu einstæða móðirin og vertíðarsjómaðurinn best út af þessum hópi umsækj- enda. Aðeins 5,8 prósent sögðust síst vilja leigja einstæðu móðurinni og 12,6 prósent vertíðarsjómanninum. Proskaheftir þurfa aö búa viö fordóma landa sinna. Aöeins 15 prósenf vildu bjóöa þeim her- bergi og 20,6 prósent töldu þá óæskilega. Þessi röð leigjenda er sú sama og kom út úr fyrrihluta spuringarinnar; utan hvað hún er akkúrat öfug. Eini mun- urinn er sá að fleiri sögðust vilja leigja þeldökka náms- manninum en víetnamska flót- tamanninum í fyrrihluta spumingarinnar en sá þel- dökki var hins vegar enn óvin- sælli en sá víetnamski í sein- nihlutanum. FRAMSOKNARMENN EKKIHRIFNIR AF ÚTLENDINGUM En ætli sé samhengi á milli stjómmálaskoðana og fordóma? Til að athuga það könnuðum við svör við spumingunni um leigjenduma annars vegar og hins vegar hvað þátttakendur sögðu um stuðning við stjóm- málaflokka. Ef vinsældir útlendinganna em skoðaðar kemur í ljós að 97,1 prósent stuðningsmanna Kvennalistans nefndi útlending sem annan tveggja æskilegra leigjenda. Næstir komu fylgj- endur Alþýðubandalagsins, en 70,9 prósent þeirra vom á því að leigja útlendingi. Þá komu krat- ar, 65,1 prósent þeirra nefndi útlending. Sjálfstæðismenn vom næstir og sögðust 62 prósent þeirra vilja leigja einhvetjum af útlendingunum. Framsóknarmenn skám sig hins vegar algjörlega úr. Aðeins 25,7 prósent þeirra nefndu útlending sem annan tveggja æskilegra leigjenda. Eins og fram kom áðan naut thaílenska þjónustu- stúlkan nokkurrar sérstöðu. Ef við tökum hana ffá og könnum hvaða hug fylgjendur flokkanna hafa á að leiga arab- anum, Afnkubúan- um, Kólumbíumann- inum eða Víetnam- anum breytist röðin nokkuð. Þá vom kratarefstiren51,7 prósent nefndu ein- hvem þessara sem æskilegan leigjanda. Þá komu stuðnings- menn Kvennalistans með 40,8 prósent og sjálfstæðismenn með 40,6 prósent. Síðan allaballar með 38,2 prósent og ffamsóknarmenn vom neðstir sem fyrr, en 18,6 prósent þeirra nefndu einhvem þessara fjögunra sem æskilegan leigjanda. ENGINN KRATIVILDI LEIGJA ÞEIM ÞROSKA- HEFTA Og höldum áfram að skoða afstöðu stuðningsmanna flokk- anna til þessara minnihlutahópa. Það var dálítið sérstakt að enginn stuðningsmanna Alþýðuflokksins nefndi þroska- hefta einstaklinginn sem æski- legan leigjanda. Hinn þroska- hefti fékk hins vegar oftast inni hjá framsóknarmönnum. 32,9 prósent stuðningsmanna Framsóknar nefndu hann sem annan tveggja leigjenda. Það gerðu síðan einnig 14,5 prósent stuðningsmanna Alþýðubanda- lagsins, 7,9 prósent sjálfstæðis- manna og 7,8 prósent stuðnings- manna Kvennalista. Þessu var dálítið öðmvísi farið þegar stuðningsmenn flokkanna voru spurðir hverj- um þeir vildu síst leigja. Þá vom það sjálfstæðismenn sem nefndu þann þroskahefta sjaldnast en Alþýðubandalags- menn oftast. 32,8 prósent stuðningsmanna þess flokks nefndu þroskahefta einstakl- inginn sem annan tveggja óæskilegustu leigjendanna. Að öðru leyti var ekki mikill munur milli stuðnings- manna flokka til einstakra hópa. Allir vildu helst leigja einstæðu móðurinni nema kratar, sem tóku vertíðarsjó- manninn fram yfir. Stuðnings- menn Kvennalistans höfðu hins vegar lítið álit á honum sem leigjanda og tóku thaí- lensku þjónustustúlkuna og kólumbíska listamanninn fram yfir hann og að sjálfsögðu ein- nig einstæðu móðurina. Þá kom einnig í ljós að kratar höfðu nokkra sérstöðu í afstöðu sinni til Afríkubúans. Fáir kratar nefndu hann sem óæskilegan leigjanda en hann var hins vegar mjög ofarlega á blaði hjá stuðningsmönnum allra hinna flokkanna. MANNÚÐIN RISTIR EKKI DJÚPT En það er sama hvemig niðurstöður þessarar könnunar eru skoðaðar. Þaðferekki milli mála að íslenska þjóðin er fordó- mafull; bæði gagnvart útlendingum og eins gagnvart þeim löndum sínum sem ekki ganga heilir til skógar. Þótt könnunin sé á engan hátt tæmandi dregur hún upp mjög ákveðna mynd. Astæða hefði verið til að spyrja fólk um afstöðu til fleiri kynþátta og fleiri minnihlutahópa. Könnunin sýnir í það minnsta nauðsyn þess að kanna þessi mál ffekar. Islenskt þjóðfélag á að vera byggt upp á jafnrétti og mannúð. Miðað við niðurstöður þessarar könnunar njóta þau markmið ekki mikilla vinsælda. Að minnsta kosti rista þau ekki djúpt í þjóðarsálinni. Gunnar Smárí Egilsson Emstæöa móöirin var óskaleigjandi flestra. 71,0 prósent nefndu hana sem góöan kost og aöeins 5,8 prósent sem slæman. K Y N L í F JÓNA INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR Konureru líka kynferðis- afbrotamenn Nýlega skrifaði ég pistil sem ég nefndi „Gredda og grjót- kast“ um hversu litla mannúð við höfum aflögu til handa þeim sem brjóta kynferðislega á bömum. Eins og mig grunaði misskildu nokkrir lesendur þetta og töldu að ég væri að beina athyglinni frá raunum þolandans og þörf hans fyrir stuðning. Meðal annars fékk ég kröftugt mótmælabréf frá full- orðinni konu sem átti ekki til Augu fagfólks eru að opnast fyrir þeim möguleika að konur geta líka misnotað börn kynferðislega. Það er aðeins farið að slá í ímynd góðu móðurinnar. orð yfir að kynferðisafbrota- menn ættu mannúð skilda. Þótt þeim standi meðferð til boða er á engan hátt verið að segja að þeir beri ekki ábyrgð á gjörðum sínum. Það gera þeir svo sannarlega. Hins vegar eiga þeir líka rétt á meðferð eins og þolendumir. Við það stend ég. Það verður ekki fyrr en við komum þessu sjónar- miði á ffamfæri við kynferð- isafbrotamenn að þeir þora að leita sér hjálpar. Það dugar ekki jegar til lengdar lætur að stinga höfðinu í sandinn. Þegar leyn- din hvílir eins og mara yfir mannlífinu sjá sumir sér leik á borði. Sandurinn leynist víða. Öll höfum við heyrt að kyn- ferðisafbrotamenn séu karl- menn í miklum meirihluta. Þessi staðhæfing hefur gert það að verkum að bæði almenn- ingur og fagfólk horfir ósjál- frátt framhjá konum sem gerendum kynferðislegs of- beldis. Erlendis, til dæmis á Englandi þar sem meðferð við kynferðisafbrotum stendur framar en hér á landi, fer þetta hlutfall lækkandi (eða að við höfum alla tíð horft á bjagaða mynd og þess vegna haldið að kynjamunurinn væri mikill). Augu fagfólks eru að opnast fyrir þeim möguleika að konur geta líka misnotað böm kyn- ferðislega. Það er aðeins farið að slá í ímynd góðu móður- innar. Svo ég minnist á aðra stað- hæfingu þá er það líka velþekkt að fleiri stelpur en strákar verða fyrir barðinu á kynferðisof- beldi. Nú er hins vegar komið á daginn að þessi munur er líka minni en áður var talið. Við höfum bara ekki lært að trúa hinu gagnstæða og koma auga á það. Þar sem þekkingu á þessum málaflokki fleygir fram er fagfólk farið að þekkja feluleikina í kringum kynferð- isafbrot þar sem gerandinn er kvenkyns. Ýmsar kenningar hafa verið á lofti um hvers vegna miklu fleiri karlar en konur misnota böm kynferðislega. I Ijósi þess að munurinn er líklega minni en við héldum er vert að renna yfir þessar kenningar. Athugi nú hver með sjálfum sér hversu líklegt er að þessar hug- myndir stjómi hegðun karla og kvenna á vorum dögum. Eru þetta skýringamar á því að karlar misnota böm oftar en konur eða að við höldum það? Getur verið að kynferðisaf- brotamenn af kvenkyni noti þessar hugmyndir ósjálfrátt sem skálkaskjól? „Konum er kennt að velja sér eldri maka á meðan körlum er kennt að velja sér yngri maka.“ „Karl- mönnum er innrætt að hafa fmmkvæði í ástamálunum og gefast ekki upp þótt á móti blási, samanber máltækið „Nei er meyjar já“, á meðan konur em ekki eins áræðnar." „Karlar eru graðari en konur og þeir sem eru ekki við eina fjölina felldir velja sér frekar yngri bólfélaga." „Karlmenn virðast eiga auð- veldara en konur með að örvast kynferðislega án tilfinninga- legrar nálægðar eða náins sam- bands.“ „Karlmenn kyngera tilfinningar sínar mun oftar en konur - þær eiga auðveldara með að sýna innilegar til- finningar þó svo að ástaleikur komi ekki til.“ „Sjálfsímynd karla er tengdari kynmökum en sjálfsímynd kvenna.“ „Karlar umgangast böm í minna mæli en konur og gegna síður vemd- andi hlutverki gagnvart þeim á þann hátt að þeir vemdi böm gegn kynferðisofbeldi." Framangreint á að skýra kynjamun meðal þeirra sem fremja kynferðisafbrot, en það má deila um réttmæti þessara hugmynda. Eg held að við skýrum þennan mun ekki bara með mismunandi félagsmótun kynjanna. Þetta er líka spum- ing um hverju við viljum helst trúa. Nútímafjölskyldan hefur beðið skipbrot. Þegar hætta steðjar að leitum við logandi ljósi að öryggi. Öryggið felst meðal annars í að halda í ímyndina um hina góðu, vemdandi móður. En - því miður. Það em líka til konur, frænkur, ömmur og mæður sem misnota böm kynferðis- lega. Spyrjiö Jónu um kynlífiö. Utanáskrift: Kynlífc/o PRESSAN, Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.