Pressan - 19.03.1992, Blaðsíða 45

Pressan - 19.03.1992, Blaðsíða 45
FIMMTUDAGUR PRCSSAN 19. MARS 1992 45 ORFEUS OC EVRIPÍ5 í NEÐRA Atli hefur alltaf búiö í blokk og er hæstánægöur meö þaö. MINNINCAR ÚR BLOKKUM „Ég bý í blokk og hef gert alla mín ævi og þekki því fjöl- býlishús út og inn,“ segir Atli /ósefsson, ívítugt skáld. Hann gaf nýlega út Ijóöabókina „allt sem þig langaði aldrei að vita um fjölbýlishús en spurðir samt“. Atli hefur áður sent frá sér nokkra fjölritaða bæklinga en þetta er fýrsta alvörubókin hans. „Ég hef alltaf skrifað annað slagið frá því ég var fjórtán ára,“ segirhann. „Það ríkir sérstakt andrúm- sloft í blokkum. Þegar fleiri hundrað manns er hrúgað saman í kassa kemst maður ekki hjá því að verða var við annað fólk. Maður þekkir lyktina ffá hverri íbúð og veit hvaða plötur hver hlustar á og svo framvegis,“ segir Atli. Hann segist samt vera hæstánægður með að búa í blokk og hvergi annars staðar vilja vera. Það er talsverður húmor í mörgum ljóðum Atla en sjálfur segir hann ljóð sín ekki vera ein- tómt grín, undirtónninn sé alvar- legur. HAFNFIRÐINCAR VINIR INDVERJA Nemendur í Söngskólanum voru í Sjónvarpinu um daginn, fjarskalega glaðir og forlyftir á svipinn, enda virðist slíkt fas oft fylgja söngfólki. Líklega vegna þess að það er svo hollt og skemmtilegt að syngja. Varla verður kátínan minni núna um helgina þegar ungmennin í Söngskólanum ráðast í að syngja og leika einhverja gáskafyllstu og glettnustu óperettu í saman- lögðum tónbókmenntunum, Or- feus í undirheimum, eftir Offen- bach. Orfeus í neðra og leit hans að ástinni Evridísi - er það ekki há- alvarleg og næstum tragísk goð- sögn úr fomeskju? Varla í með- förum Offenbachs sem skrum- skældi söguna á alla kanta og jók hana atriðum sem á þeim tíma þóttu orka tvímælis. Lausbeislað form óperettunnar hefur líka gef- ið óperustjórum sfðari tíma frjálsar hendur við að bregða á leik með textann og tónlistina. Stórmynnt kona eöa Byldrini er ein þeirra sveita sem koma fram á tónleikunum á morgun. „Þessir tón- leikar eru haldnir til fjáröflunar fyrir Leikfélag Hafnarfjarðar. Til að gera því kleift að taka á móti indverskum áhugaleikhópi sem væntanlegur er til landsins í vor. Við fórum til Indlands á mót áhugaleik- húsafyrirnokkru og nú ætlum við að endurgjalda boðið," segir Kristín Helgadóttir. Tónleikamir sem Kristín er að tala um verða annað kvöld, 20. mars, í Bæjarbíói í Hafnarfirði og hefjast klukkan átta. Þama koma fram einar sjö hljómsveitir bæði þekktar og óþekktar. Byldrini, Glott, Hyskið, ICUP, Glasnost, Not correct og Soror- icide heita þær. Sororicide er kannski þessara sveita þekktust, en þeir spila harðsvírað dauða- rokk og gáfu út plötu fyrir síðustu jól sem fékk afar góða dóma. í hljómsveitinni Glotti em líka vanir menn, þar innanborðs er dágóður hluti Fræbbblanna gömlu og því efumst við ekki um að þetta sé gott band. Nú, ICUP hét áður Sérsveitin og þá kveikja væntanlega einhverjir á perunni. Og svo er það hljómsveitin með það skrýtna nafn Byldrini. Svo vill til að Kristín er söng- kona sveitarinnar og því var hún spurð hvurs konar nafn þetta eiginlega væri. „Þetta er gott og gilt íslenskt orð sem við fundum í stafsetningarorðabók og þýðir stórmynnt kona,“ er svarið. Þá vitum við það. krummahólar 44 takk! það er gott að lenda á bílstjóra með hnakkaspik sem talar þegarþú hefur ekkert að segja „Það er heill heimur í blokk- um og ef einhverjum finnst hann fyndinn þá er það bara vegna þess að heimurinn aliur er fyn- dinn,“ segir skáldið, sem reyndar er rokkari líka. Spilar með þeirri ágætu sveit Rut+. Eða varla verður amalegt að sjá can can-stelpur stíga fram á svið Islensku ópemnnar á sunnu- daginn. Annars er það hémmbil þrjá- tíu manna hópur sem tekur þátt í sýningunni undir stjóm Halldórs E. Laxness. Þetta em náttúrlega söngvarar, en líka hópur dansara úr Listdansskóla Þjóðleikhúss- ins. Og það kvað vera Guð- mundur Jónsson söngvari sem hefur þýtt og staðfært óperettuna á gamansamlegan hátt. Einhver gáskafyllsta og glettnasta óperetta í samanlögöum tónbókmenntunum • Sænsk bókavika. Norðurlanda- ráð hangir ennþá saman og enn kemur hingað í Norræna húsiö góð- gjarnt kúltúrfólk til að segja okkur allt af létta um menningu nánustu frændþjóðanna. Sænsk bókavika hefst á laugardag og þar verður sagt undan og ofan af nýjum bókum og gömlum bókum, bókum fyrir full- orðna og fyrir börn, þær sýndar, en BÓKIN KITTY KELLEY NANCY REAGAN THE UNAUTHORIZED BIOGRAPHY Kitty skrifar ekki um fólk til að afla sér vinsælda. Hún gerir það peninganna vegna og verður bara vel ágengt. Hún grefur vanalega upp fullt af hlut- um sem enginn vill kan- nast við og síðan er það lesendanna að ákveða hvort þeir vilja trúa. Nú er hún búin að snúa sér að bresku konungsfjölskyld- unni og um leið opinbera eigin trúlofun. Svona á lífið að vera - fullt af skáldskap. Fær 7 af 10 í ævintýraflokknum. VÍGHÖFÐI Cape Fear BÍÓBORGINNI/LAUGARÁSBÍÓI Robert de Niro er aö sjálfsögöu hryliilegur sem samviskulaus andskoti meö þrá- hyggju. En þaö þarf fleira til og þaö er til staöar. Mögnuö mynd og ógnvekjandi. ★★★★ KASTALI MOÐUR MINNAR Le Chateau de ma Mére REGNBOGANUM Afskaplega frönsk og dæmalaust hugguleg og mannleg sveitasælumynd, gerö eftir sögu Marcels Pagnol. Gott fyrir ungviöiö og lika til að gleyma snjó og slabbi litla stund. ★★★ líka spiluö tónlist og kvikmyndir. Viö mælum með Fanny & Alexander. SJÓNVARP • island-Holland. Þá byrjar hún að rúlla, þessi hringekja, bé-keppnin. Margir hafa náttúrlega miklar áhyggjur af íslenska handboltaliðinu og efast mjög um að við getum orðið heimsmeistarar í bé-fiokki eins og síðast. Handbolti er svosem ekkert tiltakanlega sjarmerandi iþrótt, en það er alltaf gaman að sjá landsliðið í alvöru keppni - svona þangað til það fer að tapa. Sjónvarpið fim. kl. 16.50. • Mishima. Ætli flestir séu ekki farn- ir aö gleyma Yukio Mishima, þess- um kolóða japanska þjóörembings- manni og rithöfundi, sem framdi kviðristu fyrir augum heimsbyggðar- innar 1970. Nógu var hann frægur þá. Hér er saga hans sögð af leik- stjóranum og handritshöfundinum Paul Schrader, sem einu sinni var mikill vonarpeningur en er þaö varla lengur. Hér moðar hann þó ágæt- lega úr erfiðum efnivið. Tónlist eftir stórkompónistann Philip Glass er til- efni til að sperra eyrun. Sjónvarpið lau. kl. 23.05. • Bad Influence. Gasalega straum- línulöguð spennumynd, þriller, um dæmigerðan uppa sem lendir í klón- um á verulega útspekúleruðu ill- menni, en sá reynist um síðir alvar- lega snargeggjaður. Öll er myndin snyrtilega gerð og leikin, en ein- hvern veginn marklítil. Stöð 2 lau. kl. 21.50. • Ted Turner & David Frost. Þarna ræðir útbrunninn sjónvarpsmaður við sjónvarpsmann sem undanfarið hefur verið að fljúga í átt til stjarn- anna. David Frost má muna sinn fífii fegri, hans tími var fyrir tveimur ára- VINSÆLUSTU MYNDBÖNDIN 1 Hudson Hawk 2 Arachnophobia 3 Fjörkálfar 4 Shattered 5 HardWay 6 Stranger Within 7 NewJackCity 8 Hrói höttur 9 Two Jakes 10 Russia House tugum, en tími Turners er hér og nú, eftir að CNN-sjónvarpsstööin hans lagði undir sig heiminn í Persaflóa- stríðinu og Time kaus hann mann ársins 1991. En ætli Frost spyrji Turner að því sem skiptir mestu máli - hvernig sé að vera eiginmaöur Jane Fonda? Stöð 2 fim. kl. 22.20. LÍKA í BI'Ó BÍÓBORGIN: Víghöfði**** JFK** Sfðasti skátinn** Pétur Pan*** BIÓHÖLLIN: Óþokkinn*** Síöasti skátinn** Thelma & Louise*** Pet- er Pan*** Flugásar** Læti í litlu Tókýó* Kroppaskipti** HÁSKÓLA- BfÓ: Léttgeggjuð ferð Billa og Tedda* Tll endaloka heimsins** Dauður aftur** Líkamshlutar* Ad- dams- fjölskyldan** Tvöfalt lif Ver- ónfku*** The Commitments**** LAUGARÁSBÍÓ: Víghöföi**** Barnaleikur 3* Hundaheppni** Barton Fink*** REGNBOGINN: Kastali móður minnar*** Létt- lynda Rósa*** Baráttan viö K2** Ekki segja mömmu* Fuglastrfð- ið*** Homo Faber**** SÖGUBÍÓ: JFK** Svikráð** STJÖRNUBIÓ: Stúlkan mfn*** Bingó** Ingaló* Börn náttúrunnar*** Bilun f beinni útsendingu*** ...færHeimir Steinsson, enn og aftur. Núna fyrir að flagga fyrir útvarps- ráði þegar það fundar í útvarpshúsinu. Ef Heimir vill hafa þetta alveg eins og hjá Betu drottningu verður hann líka að flagga heima hjá Halldóru Rafnar þegar hún er þar. VIS5IRÞÚ ... að skattgreiðendur í Kalifomíu hafa eytt um 200.000.000 dollurum (12 miUjörðum íslenskra króna) til að stemma stigu við flugum sem koma til fylkisins með útlendum ávöxtum og leggjast á ávax- talundi þeirra. Sekt við innflut- ningi á útlendum ávöxtum er á bilinu 50 til 100 dollarar (3.000 til 6.000 íslenskra króna). ... að flaska af Cristal-kam- pavíni kostar 200 dollara (12.000 krónur íslenskar) á Waldorf-Astoria- hótelinu í New York. Fjórum húsalengjum frá, í Schumer’s Wines and Liquors-vínbúðinni, kostar sama flaska 114 dollara og 95 sent (6.897 krónur íslenskar) og fylgir frí heimsending með í kaupunum. Á Beverly Wils- hire-hótelinu í Beverly Hills í Kalifomíu kostar sama flaska 195 dollara (11.700 krónur íslenskar). Neðar í sömu götu, hjá Beverly Hills Liquor Castle, kostar samskonar flaska 95 dollara (5.700 krónur íslenskar). FRÍAR HEIMSENDINGAR ALLAN SÓLARHRINGINN 7 DAGA VIKUNNAR PÖNTUNARSfMI: 679333 PIZZAHÚSIÐ Grensásvegl 10 - þjónar þér allan aólarhrínglnn BORGARVIRKIÐ Kántrýbandið AMIGOS sem eru þeir PAT TENNIS, VIÐAR JÓNSSON OG ÞÓRIR ÚLFARSSON Mœtið með hattana ^ Aldurstakmark 23 ár - \ / BORGARVIRKIÐ * ÞINGHOLTSSTRÆTI 2 ¥ S: 13737

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.