Pressan - 02.04.1992, Blaðsíða 9

Pressan - 02.04.1992, Blaðsíða 9
9 _________FIMMTU^^R PRESSAN 2. APRIL 1992_ IÆSTIRETTIR VmRDÚNURA FYRR SLÚMSKAP Finnbogi Alexandersson, dómari í Hafnarfirði, hefur fengið harðar vítur frá Hæstarétti vegna starfa sinna sem héraðsdómari. Finn- bogi tekur við nýju dómarastarfi í sumar þegar hann verður dóm- ari við hinn nýja héraðsdóm Reykjaness. Þær vítur sem hann hef- ur orðið að þola á þessu ári eru alls ekki þær fyrstu sem hann fær á starfsferli sínum. Hæstiréttur sendi Finnboga Alexanderssyni, dómara í Haín- arfirði, harðar skammir í tveimur nýlegum dómum. í báðum til- fellum var Finnboga gert að taka málin upp að nýju þar sem hann hafði dregið lengur að ljúka þeim en nokkur lög heimila hon- um að gera. Hæstiréttur ómerkti þá dóma sem Finnbogi hafði kveðið upp og vísaði málunum aftur til meðferðar hjá Finnboga. Þetta er ekki í fýrsta sinn sem Finnbogi þarf að þola harðar að- fmnslur Hæstaréttar, í öll skiptin hefur það verið vegna þess að Finnbogi hefur frestað því að kveða upp dóma. I þessum tveimur tilfellum er ekki unt alvarleg sakamál að ræða, heldur einkamál. Áður hefur Finnboga orðið á í alvar- legri málum. Árið 1987 fékk hann til meðferðar alvarlegt fjár- svikamál. Hann hefur ekkert gert í málinu og nú er veruleg hætta á að það sé ónýtt, það er að sök í því sé fýmd. HÆSTIRÉTTUR VÍTIR FINNBOGA Þótt aðeins einn fjórði þessa árs sé að baki hefur Hæstiréttur, æðsti dómstóll landsins, tvisvar séð ástæðu til að finna verulega að vinnubrögðum Finnboga Al- exanderssonar. í dómi Hæsta- réttar frá 16. janúar segir orðrétt um störf Finnboga: „Víta ber héraðsdómara fyrir þá stórvægilegu galla á máls- meðferð." Þetta eru þung orð og eflaust þætti flestum nóg að fá þannig afgreiðslu ffá Hæstarétti einu sinni á ævinni, en eins og áður sagði hefur Finnbogi Alex- andersson fengið svona skammir tvisvar það sem af er árinu og oft áður. Dómsmálaráðherra, Þorstein Pálsson, hefur skipað Finnboga dómara við nýjan héraðsdóm Reykjaness, en dómstóllinn tek- ur til starfa 1. júlí í sumar. Finn- bogi nýtti sér forgangsrétt sinn að hinu nýja embætti, en forgang höfðu allir starfandi dómarar. Greinilegt er samkvæmt þessu að allir dómarar hafa fengið störf við nýju dómstólana, burtséð frá hvemig starfsmenn þeir hafa verið. „Það er alveg ótrúlegt að allir dómarar sem vilja skuli fá emb- ætti við þessa nýju dómstóla. Það virðist ekkert vera litið til þess hvort þeir eru hæfir eða ekki,“ sagði embættismaður sem PRESSAN ræddi við. HÆTl’A Á AÐ MÁLIÐ SÉ FYRNT Það var á árinu 1987 að fýrr- um framkvæmdastjóri Blindra- félagsins, Oskar Guönason, var ákærður fýrir að hafa dregið sér verulegt fé frá Blindrafélaginu árið 1985. Eftir að ríkissaksólotari gaf út ákæruna á hendur Oskari var Finnboga Alexanderssyni falið málið. Þrátt fyrir eftirgangsmuni allra þeirra sem tengjast málinu hefur Finnbogi lítið sem ekkert aðhafst og nú er veruleg hætta á að sök Oskars, hafi hún verið til staðar, sé fymd. Reynist það rétt er það enn einn áfellisdómurinn yfir dóm- arastörfum Finnboga Alexand- erssonar. Bragi Steinarsson vararríkis- saksóknari segir þennan frest á málinu hörmulegan og óskiljan- legan. RÁÐUNEYTIÐ SKOÐAR FINNBOGA Innan dómsmálaráðuneytisins em embættisstörf Finnboga Al- exanderssonar til sérstakrar skoðunar. Þetta hefur PRESS- AN eftir öruggum heimildum. Það munu sérstaklega vera tafir Finnboga á málum sem eru til skoðunar og þá hvemig hann eyðileggur málsmeðferð ítrekað. ,Ég get ekki tjáð mig um störf einstakra embættismanna,“ sagði Þorsteinn Geirsson, ráðu- neytisstjóri í dómsmálaráðu- neytinu, þegar hann var spurður hvort verið væri að vinna í mál- um sem snúa að Finnboga Alex- anderssyni. I þessum tveimur dómum Hæstaréttar er kveðið fast að orði um störf Finnboga. Hér á eftir fara sýnishom: , JHunnlegur málflumingur fór fram í máli þessu hinn 1. desem- ber 1987 og var málið þá dóm- tekið. Það var síðan endumpp- tekið og endurflutt 10. maí 1988 án nokkurra skýringa og án þess að ný gögn væm lögð ffam eða leitað væri nýrra upplýsinga í málinu, er réttlætt gætu drátt þennan...“ „Þessi dráttur á dómsuppsögu er lfeklegt brot á ákvæðum..." og síðan kemur númer á þeirri lagagrein sem vitnað er til. Þá segir einnig að lögmaður annars málsaðilans hafí ítrekað óskað eftir því skrif- lega að fá í hendur endurrit af dóminum án árangurs lengi vel. Um þetta segir Hæstiréttur: „Víta ber héraðsdómara fýrir þá stórvægilegu galla á málsmeð- ferð, sem hér að framan greinir." „HEFTEYGTMIGOF LANGT“ „Ég hef teygt mig of langt,“ sagði Finnbogi Alexandersson dómari þegar PRESSAN leitaði til hans vegna þessara mála. En er það ekki alvarlegt þegar Hæstiréttur vísar dómum heim og vítir viðkomandi dómara? „Þetta er óskemmtilegt en hvetur menn til dáða, það er að segja ef þeir taka mark á þessu. Þetta er áminning að því leyti.“ Nú er þetta ekki í fyrsta sinn sem Hæstiréttur finnur að störf- um þínum. „Það hefur aldrei áður verið heimvísað en það hefur áður ver- ið fundið að því hversu langan tíma ég hef tekið. Það eru þröng- ir frestir í réttarfarslögunum. I þessum tilfellum er ekki orðaður sérstakur vikufjöldi. Hæstiréttur hefur litið þannig á að málflum- ingurinn hafi ekki verið í nógu fersku minni og því sé nauðsyn- legt að endurflytja málin.“ Hæstiréttur fer mjög þungurn orðum um þig í þessum málum. „Já, þetta er til að ýta við mönnum og halda þeim við efh- ið. Allt á þetta einhverjar orsakir. Það vill verða mikið undir í einu,“ sagði Finnbogi Alexand- ersson dómari. Sigurjón Magnús hgilsson H

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.