Pressan - 02.04.1992, Blaðsíða 10

Pressan - 02.04.1992, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR PRESSAN 2. APRÍL 1992 UNDIR ÖXINNI Jón Hákon Magnússon FORMAÐUR FULLTRÚARAÐS SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS A SELTJARNARNESI Mikil teygja í Sjálstæðisflokknum Jón Hákon hefur, ásamt tveimur fyrr- verandi forsetum bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi, skrifað Sigurgeiri Sig- urðssyni bæjarstjóra bréf, þar sem segir að ef hann hætti ekki við fyrir- hugaðar framkvæmdir á viðkvæm- um svæðum í bæjarfélaginu geti far- ið svo að fjöldi sjáifstæðisfólks segi skilið við meirihluta bæjarstjórnar, það er að segja bæjarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokks. Er þetta ekki bara sérviska ykkar þriggja? ,J>að hefur engin ein kynslóð leyfi til að byggja heilt bæjarfélag þannig að þeir sem á eftir koma hafi enga möguleika á að setja sitt mark á byggðina." Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn hreinan meirihluta. Hcfur þeim sem sitja í bæjarstjórn ekki verið falið að fara með þetta mál sem önnur? „Það er misskilningur að við höfúm hótað klofningi. Við höfum sagt að það sé hætta á að fólki fari.“ Er það ekki hótun um klofning? „Við erum að vara við. Það er tvennt ólíkt að hóta og vara við. Þegar menn hrófla við náttúrunni eins og Sigurgeir er að gera — byggja hólma úti í tjömum án þess að tala við kóng eða prest og annað eftir því — þá vörum við við. Viðhorf fólks til þessara mála hefúr breyst. Fólk er umhverfisvænna en áður.“ Er það ekki staðreynd að Sigurgeir og félagar hans í bæj- arstjórnarflokknum hafa stuðning rnikils meirihluta bæjar- búa og er þetta þá ekki um leið bara tuð í ykkur? „Ég held að það sjáist ekki nema í kosningum. Ég hef ekki trú á að hann hafi meirihluta að baki sér og ef eitthvað er þá fer því fjarri. Eitt af kosningaloforðum Sjálfstæðisflokksins var að ekki yrði byggt vestan Nesstofu." Fari svo að þið hafið betur í þessari deilu, og hætt verði við þessi áform, verður þá nokkuð aftur snúið? Er ekki kominn klofningur milli ykkar og Sigurgeirs bæjarstjóra? ,JVei, nei. Það er svo mikil teygja í Sjálfstæðisflokknum, það er þess vegna sem hann er svona stór. Pólitík er svona; þegar þessu máli lýkur verður allt með góðu. Það verður að hafa í huga að það er verið að tala um framkvæmdir á náttúruperlu. Það er ekki hægt að bjarga neinu með því að rífa hús árið 2030. Við megum ekki heldur hugsa bara um Seltiminga, við verðum að hugsa um alla þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er svæði okkar allra þótt við búum ekki í sama sveitarfélaginu." Sennilega er einhver undanfari að þessu bréfi ykkar? „Það hefur verið þessi vakning. Ekki bara hér, heldur alls staðar. Fólk vill bjarga því sem bjargað verður. Það var orðin ástæða til að skrifa. Það er gott að eiga hluti á prenti og á skrá.“ Myndbandaleiga kvikmyndahúsanna BLÍMfl VM 6JA1D- ÞROTOG REYNfl Afl RUKKA FRIORIK Friörik Gíslason: Starfsemi Myndbandaleigu kvikmyndahús- anna hefur hin seinni ár nánast eingöngu snúist um aö rukka hann. Forráðamenn Myndbanda- leigu kvikmyndahúsanna hf. em enn að reyna að innheimta greiðslur vegna sölu á rekstri fyrirtækisins til FriÖriks Gísla- sonar fyrir fimm ámm. Það var árið 1987 sem Friðrik keypti rekstur fyrirtækisins, sem þá hafði verið rekið af nokkrum helstu bíórisum borgarinnar; Háskólabíói, Laugarásbíói og Regnboganum. Pappíramir sem Friðrik borgaði með hafa ekki enn innheimst þrátt fyrir marg- vísleg málaferli. Friðrik hefúr þegar tapað inn- heimtumáli vegna þessara papp- íra tyrir undirrétti en hefur átíýj- að til Hæstaréttar. Lögmaður hans, Grétar Haraldsson, fékk hins vegar frest á málinu í gær. álið snýst um það að þeg- ar ég kaupi af bíóunum kaupi ég ákveðið magn af spólum. Síðan kom í ljós að spólumar inni á leigunum vom ekki allar eign bíóanna. Ég þurfti því að gefa út skuldabréf til Skífunnar, Berg- víkur og Teflis. Þannig varð þetta mál til,“ sagði Friðrik, sem segir að jretta hafi snúist um að honum hafi nánast verið gert að tvígreiða spólumar. Hann rekur nú Vídeóhomið í Engihjalla í Kópavogi og hefur þar að auki haft með höndum rekstur ann- arrar myndbandaleigu á Selja- braut 54 í Reykjavík. PRESSAN hefur áður greint frá málum Friðriks í tengslum við gjaldþrot Reykjakaupa. Það fyrirtæki setti hann á stofri til að reka matvöruverslanimar Kosta- kaup og Garðakaup. Hann fór út í það ævintýri eftir að hafa keypt rekstur Myndbandaleigu kvikmyndahúsanna en þegar gjaldþrot Reykjakaupa hafði verið gert upp, í september 1991, vom skuldimar um 170 milljónir króna. Engar eignir fundust. Þessi viðskipti við Friðrik hafa reynst Myndbandaleigu kvikmyndahúsanna þungbær. Fyrirtækið hefur ekki haft neinn rekstur síðan þetta var og sú litla starfsemi sem fram fer hefur .snúist um að mkka Friðrik, en skuldin var upp á 2,5 milljónir króna á sínum tíma. Út á það gekk dómurinn í undirrétti. 28. ágúst 1991 kom gjald- þrotaskiptabeiðni frá Gjald- heimtunni í Reykjavík á hendur Myndbandaleigu kvikmynda- húsanna vegna vanskila á opin- bemm gjöldum. Að sögn Grét- ars Hjartarsonar, stjómarfor- manns fyrirtækisins, verður því bjargað frá gjaldþroti. Til þess þurfa eigendurnir að greiða gjaldheimtunni um 700.000 krónur. Heilsuhælið í Hveragerði Deilup vegna ráðningar yfirlæknis Stjóm heilsuhælisins í Hvera- gerði hefur ákveðið að ráða Guðmund S. Björnsson sem yfirlækni hælisins. Guðmundur er einn fjölmargra sem sóttu um stöðuna en meðal þeirra var einnig Jakob Ulfarsson, sem gegndi yfirlæknisstöðunni eftir að „læknamálið" kom upp. Samkvæmt heimildum PRESSUNNAR er mikil óánægja meðal manna í Nátt- úrulækningafélagi íslands, en þar vildu menn gjama að Jakob fengi stöðuna. Margir hjá NLFÍ töldu að Jakob ætti stöðuna skil- ið vegna trúfestu sinnar við fé- lagið. Eftir því sem komist verð- ur næst íhugar Jakob uppsögn vegna þessa, en ekki tókst að ná í hann sjálfan vegna málsins. Reyndar mun hafa verið ljóst í nokkum tíma að Jakob fengi ekki stöðuna vegna þess að sér- staklega var sóst eftir yfirlækni með sérfræðimenntun á sviði endurhæfingar, en þar er einmitt sérfræðimenntun Guðmundar. Jakob er hins vegar giktarlækn- ir. Þessi krafa um endurhæfing- arlækni kemur frá heilbrigðis- ráðuneytinu og tengist breyttu hlutverki hælisins, sem er nú fyrst og fremst endurhæftngar- stofriun. Einnig er fyrirhugað að ráða nýjan hjúkmnarforstjóra.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.