Pressan - 02.04.1992, Blaðsíða 18

Pressan - 02.04.1992, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR PRESSAN 2. APRÍL 1992 M E N N Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambands Islands Þingmaðurinn sem kjósendur höfnuðu Tillögur til bjargar loðdýrabændum RÍMB GREIR11,3 MILLJðNIR IHVBIT LOSDÝRARU Nefnd landbúnaðarráðherra leggur til að ríkið greiði af- borganir og vexti af lánum sem ríkisábyrgðarsjóður hef- ur gengist í ábyrgð fyrir — á sama tíma og Ríkisendur- skoðun geldur varhug við slíku. Níels Árni Lund, formaður nefndar um vanda loödýrarækt- arinnar: Ríkiö taki á sig aö greiöa afborganir og vexti loödýrabænda. Það tók því fyrir Alþýðu- bandalagsfólk í Reykjavík að hafna Asmundi Stefánssyni í efstu sæti listans. Eða fyrir Reykvíkinga að passa sig á því að kjósa ekki flokkinn til að hann slysaðist inn á þing. Ég sé ekki betur en maðurinn sé kom- inn á kaf í að greiða atkvæði með einhverjum málum sem fóru í gegnum þingið stuttu eftir jól. Hann fellir þau öll. Og sam- „Við eigum ekki nema tvo kosti; að sætta okkur við þetta tvo mánuði á ári eða kjósa manninn á þing. Og við mun- um taka fyrri kostinn. Því þótt þessi Ásmundur fari þá kemur bara einhver annar Asmundur í hans stað. Það er það sorglega fyrir Ásmund og okkur.“ kvæmt fféttum er þungt í honum hljóðið af því að hann fékk ekki að greiða atkvæði í fleiri málum. Ég er viss um að ef allaballar hefðu leyft honum að vera ofar á lista, og ef Reykvíkingar hefðu viljað hann á þing, þá væri hann núna á fullu við að semja um kaup og kjör. Og sjálfsagt væri hann löngu búinn að því. Ef hann fengi að taka til máls niðri á Alþingi og gera grein fyr- ir atkvæði sínu þyrfti hann ekki að gera það í lok hvers fféttatíma þessa dagana. Þá hefði hann bara gert það í þingsjá í janúar eins og hinir. Og þá væri hann fyrir löngu búinn að skrifa upp á þetta eina og hálfa prósent sem er til skiptanna í samningunum. Og þá gætu fféttamennimir sagt okkur frá þungu hljóði í einhverjum allt öðrum mönnum en samninga- mönnum. Kannski fiskvinnslu- mönnum, loðnusjómönnum eða handboltamönnum. Það væri til- breyting. Én allaballar höfðu ekki vit á að velja Asmund og Reykvík- ingar ekki vit á því að kjósa hann. Þess vegna eiga þeir það skilið að hlusta á Ásmund kvöld eftir kvöld. Og Ásmundur mun ekki gefa sig fyrr en þetta fólk sér að sér. Hann mun mæta ár eftir ár og greiða atkvæði í mál- um sem aldrei hafa verið borin undir hann. Hann mun ekki hætta því fyrr en hann fær að fara niður á þing. Og það mun enginn geta kom- ið í veg fyrir það. Ekki allaball- arnir, ekki Reykvíkingar og ekki fólkið úti á landi. Eins lengi og Ásmundur vill mun hann sitja á kontómum hjá Alþýðusamband- inu. Hann er einn af hinum ósnertanlegu í verkalýðshreyf- ingunni. Þótt hann sé löngu hætt- ur að hugsa um launaumslög verkalýðsins þá rekur hann eng- inn. Þess vegna mun Ásmundur halda áfram að halda vöku fyrir sáttasemjara með löngum tölum um álit sitt á vöxtum og ríkisfjár- málum og flytja okkur hinum út- drátt í ellefúfféttum. Við eigum ekki nema tvo kosti; að sætta okkur við þetta tvo mánuði á ári eða kjósa mann- inn á þing. Og við munum taka fyrri kostinn. Því þótt þessi Ás- mundur fari þá kemur bara ein- hver annar Ásmundur í hans stað. Það er það sorglega fyrir Ásmund og okkur.______________ Ás Fari ríkisstjómin að tillögum nefndar landbúnaðairáðherra um vanda loðdýraræktar þarf ríkis- sjóður að taka að sér að greiða afborganir og vexti af lánum loð- dýrabænda upp á 30 til 40 millj- ónir króna á ári næstu árin, alls 460 milljónir. Þá verður ríkis- sjóði og Framleiðnisjóði gert að greiða niður fóður upp á 75 milljónir á ári í tvö ár og greiða afurðalánavexti bændanna upp á 22 milljónir til viðbótar. Hreinn viðbótarstyrkur til greinarinnar yrði þá um 130 milljónir á ári næstu árin. Auk þess er lagt til að afúrða- lán verði hækkuð, vextir þeirra hins vegar Iækkaðir og að sveit- arfélög aflétti fasteignagjöldum og annarri skattheimtu af loð- dýrabændum og fóðurstöðvum næstu 5 árin. Einhver viðamesta tillaga nefndarinnar er að Ríkisábyrgð- arsjóður aflétti veðtryggingum vegna skuldbreytingarlána loð- dýrabænda og ríkissjóður taki jafnframt að sér að greiða af- borganir og vexti af lánunum. Þessi tillaga er athyglisverð í ljósi þess að ríkisábyrgðin var hluti af björgunaraðgerðum, er náðu til 60 prósenta lána greinar- innar. Samkvæmt þessum tillögum á ríkið að taka þetta alfarið á sig. í greinargerð nefndarinnar kem- ur skýrt fram að bændur hafi kappkostað að greiða af þeim 40 prósenta hluta lánanna sem þeir ábyrgðust sjálfír eða vinir og vandamenn. Þeir hafa hins vegar Samkvæmt nýjustu kostnaðar- tölum er reiknað með að Ráðhús Reykjavfkur muni hafa kostað 3.200 milljónir króna þegar húsið verður vígt eftir tvær vikur. Ráð- húsið átti samkvæmt fyrstu áætl- unum, frá því um haustið 1987, að kosta 1.400 milljónir króna á núverandi verðlagi. I janúar 1988 var talan lag- færð upp í liðlega 1.900 milljón- ir. Ári síðar var talan komin upp í 2.350 milljónir króna, hún fór upp í 2.950 milljónir í september 1991. í janúar sl. var tölunni 3.090 milljónum slegið fram. Heildarkostnaðurinn stefnir nú í 3,2 milljarða. Er það 1,8 milljarða eða tæplega 130 pró- senta hækkun frá upprunalegri áætlun. Jafnvel þótt miðað væri við endurskoðaða áætlun frá júlí 1988 er bakreikningurinn gríðar- legur: 1,3 milljarðar og 70 pró- senta umframkeyrsla. í minnisblaði sem Stefán Her- mannsson aðstoðarborgarverk- ekki greitt það sem ríkisábyrgð er fyrir, enda „hafa loðdýra- bændur aUtaf litið svo á að með ríkisábyrgðinni væri ríkið að yfirtaka þann hluta skulda ffæðingur hefur lagt fyrir borgar- ráð kemur fram að kostnaðar- aukningin ffá áætlunum síðla á þeirra“. Nefndin leggur til að þetta verði í raun viðurkennt og ríkið greiði aUs 460 núlljónir króna til árs 2005, að jafnaði 30 til 40 síðasta ári stafi fýrst og ffemst af því að magntölur hafi þá ekki legið fyrir, en að aukakostnaður milljónir króna á ári. Tillagan er athyglisverð fyrir þær sakir að Ríkisendurskoðun geldur var- hug við því að þetta verði gert, slíkt sé óheimilt nema á grund- veUi ítrekaðra og árangurslausra innheimtutilrauna. Um leið leggur nefndin til að Stofnlánadeild landbúnaðarins afskrifi samsvarandi upphæð eða 460 milljónir króna, en deildin á útistandandi um 1.700 milljónir vegna greinarinnar. Sé horft ffamhjá afskrifitum deUdar- innar fela tillögur nefhdarinnar í sér útgjöld ríkissjóðs og Fram- leiðnisjóðs upp á um 130 millj- ónir króna á ári næstu tvö árin að minnsta kosti. í landinu eru nú um 39 þúsund læður og nemur styrkur þessi því um 3.300 krón- um á læðu. Hins vegar er 101 loðdýrabú starfrækt og nemur styrkurinn því um 1,3 mUljónum króna á hvert bú. Auk lána og styrkja ffá ríkis- sjóði, Stofnlánadeild og Fram- leiðnisjóði má geta þess að Byggðastofnun gaf loðdýra- bændum og fóðurstöðvum 110 milljónir króna á síðasta ári og Bjargráðasjóður veitti loðdýra- bændum beint og í gegnum ríkið aðrar 100 milljónir 1988 til 1991. Meginniðurstöður nefndar- innar em annars að loðdýrarækt sé komin í þrot og geti ekki stað- ið undir afborgunum og vöxtum af þeim að óbreyttu. Varðandi skuldbreytingarlán með ábyrgð Ríkisábyrgðarsjóðs em veð ófullnægjandi og lidar sem engar líkur á að lánin fáist greidd. Varðandi björgunaraðgerðir er almennt vísað tU hinnar opmbem hvatningar um nýsköpun og nauðsyn samdráttar í hefð- bundnum greinum landbúnaðar. Fríörík Þór Guömundsson vegna hraða verksins hafi verið óvemlegur,__________________ Friörík Þór Guömundsson Enn hækkar kostnaðurinn við Ráðhúsið Bakreiningurinn kominní 1.800 milljónir Árið 1987 var áætlað út frá kostnaðinum við hvern fermetra í framhaldsskólabyggingum og sagt að Ráðhúsið myndi kosta 1.400 milljónir á núverandi verölagi. Talan er nú komin upp í 3.200 milljónir.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.