Pressan - 02.04.1992, Blaðsíða 21

Pressan - 02.04.1992, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR PRESSAN 2. APRÍL 1992 21 LESENDUR Harmleikurinn á Sandskeiði Hin hliðin á málinu Tilefni þess að ég ákvað að taka mér penna í hönd er blaðagrein, skrifuð af Hrafni Jökulssyni í viku- blaðið PRESSUNA fimmtudaginn 19. mars sl. þar sem sagt er frá aldeil- is makalausum atburðum. Greinin nefnist harmleikurinn á Sandskeiði og fjallar um umferðarslys sem þar varð sunnudaginn 16. september 1990. Ekki er það ætlun mín að bera á nokkum hátt í bætifláka fyrir þá aðila sem slysinu ollu og ekki ætla ég, að á nokkurn hátt séu orðum aukin sá harmur og sú kvöl, sem þolendur þessa slyss hafa mátt ganga í gegn- um. Vil ég hér með votta öllum hlut- aðeigandi mína dýpstu samúð og mæli ég þar fyrir munn allrar minnar fjölskyldu, sem reyndar er fjölskylda ákærða í umræddu máli, Finnboga, bróður míns. Já, ég sagði hér í upphafi „hina dæmalausu grein“ og þarfnast það orðalag að sjálfsögðu nánari skýr- inga. Þar sem ég þekki nokkuð for- sögu umrædds máls varð mér fyrst fyrir að lesa framburð mannanna tveggja sem voru í bifreiðinni sem slysinu olli. Þar virðist inntakið vera að Finnbogi hafi ekið bifreiðinni er slysið varð, að hans eigin sögn, og svo aftur síðar að hann sé ekki viss um hvort hann hafi ekið eða ekki. Hins vegar segir þar að farþeginn Már, sem þar er nefndur þeirri ein- stöku nafnbót „vitnið", hafi verið far- þegi í bifreiðinni, en að eigin sögn haldinn slíku óminni af völdum áfengisdrykkju, að hann rnuni ekkert eftir umræddri ökuferð annað en það að kviknað haft glæta í hug hans f þá mund er áreksturinn varð. Líkast til er þetta allt sannleikanum sam- kvæmt. Samt er það nú svo, að mér þykir þetta mál dæmalaust, fyrst og fremst vegna þess að allan rannsókn- arferil málsins var það þeim aðilum, er með það fóru, þyngst í skauti að finna út hvor þeirra Finnboga og Más ók bifreiðinni er slysið varð. Jafn- framt hlýtur það að vekja manni furðu að handhafar ákæruvaldsins í þessu landi skuli velja einmitt þetta hræðilega mál handa PRESSUNNI til að velta sér upp úr, ekki síst með tilliti til þess að vart geta málsgögn þessa máls talist óyggjandi, að minnsta kosti verður að teljast að sést hafi þau haldbetri og mun ég nú rök- styðja það álit mitt nánar. Fram kemur að Jóhann Pétur Sveinsson hdl., skipaður verjandi Finnboga, hafi óskað eftir að frant færu nauðsynlegar rannsóknir á Finnboga, þar sem ástæða væri til að ætla að hann væri treggáfaður. Jafnframt kemur fram að þær rann- sóknir hafi framkvæmt Högni Ósk- arsson geðlæknir. I niðurstöðum hans segir að Finnbogi hafi mælst mjög hár á lygakvarða og jafnframt að svör hans virðist gefin af ósk- hyggju og barnslegri einfeldni. Þá kemur fram í áliti Högna að gagnvart kunningjum sínum sé hann áhrifa- gjarn og leiðitamur og einnig segir þar að hann eigi við áfengisvandamál að stríða og hafi það haft slævandi áhrif á dómgreind hans. Þá segir að hann mælist með greindarvísitöluna 66 og teljist því vangefinn. Já, ég sagði að sést hefðu haldbetri málsgögn í sakamáli en þau sem hér um ræðir. T.d. segir að þeir hafi ákveðið að Finnbogi æki bifreiðinni þar sem Már væri ölvaðri. Ég spyr: Hver ákvað að Finnbogi æki bifreið- inni? Það vita allir sem þekkja Finn- boga, að hver sem er gæti sagt hon- um að aka sér í bifreið hvert á land sem er og er það í fullu samræmi við niðurstöðu Högna Óskarssonar um að Finnbogi sé leiðitamur og áhrifa- gjam. Um það atriði er óhætt að full- yrða að Már var fyllilega meðvitað- ur, af löngum kynnum við Finnboga. Með tilliti til þessara atriða spyr ég: Hver er ábyrgð eiganda/umráða- manns ökutækis í þessu tilfelli? Er manni, sem telst heill á geðsmunum, það að meinalausu að bjóða andlega vanheilum manni heim til sín til áfengisdrykkju í ómældu magni, af- henda honum síðan lykla að bifreið þeirri sem hann hefur umráð yfir og setjast svo í farþegasætið og óska eft- ir að hinn vanheili aki sér út á land? Það verður að teljast til tíðinda, að túlkun ákæruvaldsins á þeim gjöm- ingi, sem Már fremur með því að af- henda og samþykkja að Finnbogi aki bifreiðinni umrætt kvöld, er ekki ámælisverðari en svo að ekki er um ákæru að ræða á hendur Má, og þar með þarf ekki heldur að birta honum sýknu. Eitt orð um þetta: „Furðu- legt.“ I dómnum sem Finnbogi fékk á sig sem ökumaður bifreiðarinnar umrætt kvöld segir: „Finnbogi er dæmdur í þriggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi samkvæmt 215. grein laga sem kveður á um, að ef mannsbani hlýst af gáleysi annars manns, þá varðar það sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að 6 árum.“ — í þessari lagagrein segir „ef mannsbani hlýst af gáleysi annars manns". Því spyr ég: Hver sýndi óábyrgðina, kæru- leysið og gáleysið? Kannski var það ekki Finnbogi. Nú má ekki líta svo á að undirritaður sé að firra Finnboga allri ábyrgð, síður en svo, sekt hans er þung, en því miður er ég hræddur um að fangelsisdómur á hendur hon- unt hafi næsta lítið gildi. í vitnisburði Más kemur fram að hann hafi verið haldinn algeru óminni um atburðinn og má lesa út úr því að það stafi af nokkurra daga fýlleríi. Þessi framburður Más er það sem á góðri íslensku er nefnt rakin lygi. Um það hefði verið unnt að leiða fram fjölda vitna, þar sem Már var austur í Mýrdal frá þriðjudegin- um áður en slysið varð fram á laugar- dagskvöldið 15. sept., þ.e. daginn áð- ur en slysið varð, og get ur fjöldi manns vitnað um að hann var ekki drukkinn þann tíma er hann dvaldist þar. Það niá til tíðinda teljast, að slíkur og þvílíkur framburður skuli ná inn á borð dóntsvalda sem sann- leikurinn og ekkert annað en sannleikur- inn, og er svona nokk- uð ekki hægt að telja traustvekjandi. Það verður að teljast með ólíkindum að rannsóknaraðilar í jafnalvarlegu máli skuli ekki staðreyna betur fram- burð eins og þama kemur fram. Þá verður það að teljast mikil heppni fyrir Finnboga sem ökumann bif- reiðarinnar að hann skyldi sleppa nánast óskaddaður úr jafnhörðum árekstri og þama varð, en vitnið Már brotnaði á báðum ökklum, augntótt- arbrotnaði og brotnaði vinstra megin á enni. Þama er a.m.k. ekki um al- genga farþegaáverka að ræða. Þetta sem hér á undan er upptalið em mín rök, þegar ég segi að máls- gögn í þessu máli séu ekki óyggj- andi, og lái mér hver sem vill. Að lokum vil ég segja þetta: Hefði ekki verið eðlilegra við rannsókn og dóm þessa máls að skýrt hefði verið greinilegar af hverju Finnbogi er al- farið talinn valdandi og gerandi í málinu, - - eða er það virkilega svo að þeir, sem minna mega sín í þessu þjóðfélagi, séu notaðir sem stuðpúð- ar manna sem eiga að heita með fullu ráði og ábyrgir gerða sinna. Ég reyni hvorki né ætla að draga dul á sekt Finnboga í þessu máli, þar sem ég veit að hans sekt er þung. En lokaorð mín verða þessi: Tvisvar verður gamall maður bam — Finn- bogi hefur aldrei orðið nema bam. Viggó Rúnar Iíinarsson, Úthaga 13, Selfossi. Hefði ekki verið eðlilegra við rannsókn og dóm þessa máls að skýrt hefði verið greinilegar af hverju Finnbogi er alfarið talinn valdandi oggerandi í málinu, - - eða erþað virkilega svo að þeir, sem minna mega sín í þessu þjóðfélagi, séu notaðir sem stuðpúðar manna sem eiga að heita með fullu ráði og ábyrgirgerða sinna. Tölvudisklingar á heildsöluverði I Ijósi nokkuð hárrar smásöluálagningar á tölvudisk- lingum almennt á íslandi, þá höfum við ákveðið að selja aðeins beint til notenda á HEILDSÖLUVERÐI, í verslun okkar að Skipholti 31, Reykjavík. Notendur á lands- byggðinni geta pantað án póstkröfukostnaðar nil . ísíma 91-680450. Okkarverðer semhérsegir: MD2D 5 14” MD2HD 5 14' MF2DD 3 1/2” MF2HD 3 1/2” MeðVSK kr. 56,- stk. kr. 88,- stk. kr. 89,- stk. kr. 149,- stk. Venjul. smásala 86,- stk. 136,- stk. 139,- stk. 233,- stk. FUJI tölvudisklingar er hágæðavara, sem býðst nú á miklu betra verði, en disklingar í lægri gæðaflokkum. Nýttu þér HEILDSÖLUVERÐ okkar! Skipholti 31 Fax: 91-680455 AFMÆLIS TILBOÐ SÉRSTAKUR 5% AFMÆLIS- AFSLÁTTUR AF FLESTUM VÖRUM VERSLUNARINNAR 10% EF STAÐGREITT ER. R I P P E N • SAMICK* HYUnDFll PÍANO OG FLYGLAR • DINO BAFFETTI HARMONIKUR • SAMICK GÍTARAR • OFL. TILBOÐIÐ STENDUR FRÁ OG MEÐ 27.MARS TIL 5.APRÍL NK. ivu Drtrrc i 11 MOá.ra VERIÐ VELKOMIN LEIFS H. A/IAGNÚSSONAR GULLTEIGI6 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI91 - 688611

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.