Pressan - 02.04.1992, Blaðsíða 23

Pressan - 02.04.1992, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR PRESSAN 2. APRÍL 1992 23 STJÓRNMÁL BIRGIR ÁRNASON Hvar eru vörslumenn eignarréttarins? í Sjálfstæðisflokknum er djúpstæður ágreiningur um hvort og með hvaða hætti eigi að breyta tilhögun fiskveiðistjómar við Island. Þessi ágreiningur endurspegl- ast skýrast í rimmu þeirri sem geisað hef- ur milli Þorsteins Pálssonar sjávarútvegs- ráðherra og Morgunblaðsins um nokkurt skeið. Nýjasta innleggið í þessa rimmu er langt viðtal sem Morgunblaðið átti við sjávarútvegsráðherra íyrir skömmu. Við- talið er athyglisvert fyrir margra hluta sakir en þó einkum íyrir að opinbera að svo virðist sem sjávarútvegsráðherra verði sífellt þvergirðingslegri í afstöðu sinni til nýrra hugmynda um stjóm fisk- veiðanna, sérílagi hugmynda um gjald íyrir veiðileyfi. í umræddu viðtali ítrekar Þorsteinn þá skoðun sína að vandi íslenskra sjávarút- vegsfyrirtækja stafi af því að um langt árabil hafi of mikið fjánriagn verið dregið út úr sjávarútvegi með rangri skráningu á gengi krónunnar. Þessu til sönnunar bendir hann á viðvarandi halla á viðskipt- um íslendinga við útlönd. Þessi skoðun er öll á misskilningi byggð og er það í sjálfú sér alvarlegt mál að sjávarútvegsráðherra skuli haldinn slíkum ranghugmyndum. Fyrst skal á það bent að viðskiptahalli síðustu ára á sér ekki sömu skýringar og viðskiptahalli á ámm áður. Viðskiptahalli sfðustu ára stafar að stómm eða jafnvel langstærstum hluta af vaxtagreiðslum af erlendum lánum. Hann má því rekja til langvarandi erlendrar skuldasöfnunar, einkum á áttunda áratugnum og framan af þeim níunda. Núverandi viðskiptahalli gefur því ekki vísbendingu um að gengið sé rangt skráð og er alls ekki tilefni til gengisfellingar. Aðalatriðið er þó að fiskveiðar byggj- ast á nýtingu sameiginlegrar auðlindar sem ævinlega býður þeirri hættu heim að gengið sé of langt í nýtingu auðlindarinn- ar nema aðgangur að henni sé takmarkað- ur. Fiskveiðar án aflatakmarkana leiða óhjákvæmilega til offjárfestingar í útgerð og of mikillar sóknar í fiskstofna. Þetta var ástandið sem ríkti áður en kvótakerfið var tekið upp á síðasta áratug. Það var hins vegar gert til muna of seint og á kerf- inu vom í upphafi agnúar sem stuðluðu að áframhaldandi offjárfestingu. Breytingar á fýrirkomulagi fískveiði- stjómar eiga að miða að tvennu. Annars vegar að aukinni hagkvæmni, minni til- kostnaði við að afla sömu verðmæta. Hins vegar að réttlátari skiptingu á arðinum af fiskstofnunum, helstu auðlind þjóðarinn- ar, sem lögum samkvæmt og í vitund allra Islendinga er sameign okkar. Úthlutun kvóta ásamt frjálsu framsali hans milli aðila getur tryggt aukna hag- Þessi skoðun er öll á misskilningi byggð og er það í sjálfu sér al- varlegt mál að sjávar- útvegsráðherra skuli haldinn slíkum rang- hugmyndum. kvæmni jafht og gjaldtaka fyrir veiðileyfi. Endurgjaldslaus úthlutun ajflakvóta felur aftur á móti í sér eignatilfærslu ffá stærst- um meirihluta þjóðarinnar til minnihlut- ans án þess að bætur komi fyrir. Slíkt stenst ekki réttlætisskoðun. Allir íslendingar eiga tilkall til fisk- stofhanna í sjónum. Það er ábyrgðarhluti að svipta meginþorra þeirra þessu tilkalli og umhugsunarefni að sjávarútvegsráð- herra úr röðum sjálfstæðismanna skuli vilja standa að slíkri eignaupptöku í þágu lítils minnihluta. Hvar eru vörslumenn eignarréttarins nú? Höfundur er hagfræöingur hjá EFTA í Genf. STJÓRNMÁL Ríkisvernduð einokun HREINN LOFTSSON Auglýsingar mjólkursamsölunnar um 50 prósent afslátt á brauðum hafa vakið mikla athygli. Koma þessar auglýsingar í kjölfar deilna sem forráðamenn fýrirtæk- isins hafa átt í fjölmiðlum við eigendur Baulu sem halda því fram að fyrirtæki þeirra hafi mátt þola hvers kyns bola- brögð á markaðinum af hálfu MS. Um langan tíma hafa borist fregnir að MS haldi verði á jógúrt niðri með því að hækka verð á annarri framleiðslu sinni. Sams konar ásakanir hafa komið frá ís- gerðum og framleiðendum ávaxtasafa sem eru í samkeppni við Mjólkursamsöl- una. Nú virðist sem röðin sé komin að brauðinu og mega því brauðgerðimar fara að vara sig. Þessar fréttir leiða athyglina að því að ekki er allt sem sýnist í samkeppnismál- um okkar. Mér virðist sem menn einblýni um of á tiltekin fýrirtæki sem þó þurfa að beijast í samkeppni en snúa blinda aug- anu að fýrirtækjum á borð við MS sem búa við ríkisvemdaða einokun. Fyrirtæki nálægt landbúnaðinum sem getur í skjóli svæðisbundinnar einokunnar á afurðasölu nýtt gróða sinn og aðstöðu til að drepa niður samkeppni á alls óskyldum sviðum. Svo virðist sem eftirlit og aðhald af hálfu Verðlagsstofnunnar sé ekkert og er þar hugsanlega um að kenna ófullkominni samkeppnislöggjöf. MS er raunar svo ör- uggt um sig að fýrirtækið fer í nýtt við- skiptastríð á sama tíma og það er kært til „Launþegar í landinu greiða með sköttum sín- um þann helming brauðsins sem Mjólkursam- salan þykist geta gefið ókeypis í auglýsingum sínum.“ verðlagsyfirvalda fyrir ólögmæta við- skiptahætti í allt annarri grein. A sama tíma og þessi þróun á sér stað ganga menn fram fýrir skjöldu og gan- rýna hinn svokallaða „kolkrabba" og draga upp dökka mynd af ofurveldi fjár- magnseigenda í kringum Eimskipafélag íslands. Jafhvel Morgunblaðið hefur tekið undir þennan kór en virðist ekki gera sér sömu áhyggjur af fýrirtækjum á borð við MS. í tilviki Eimskipafélagsins er þó að- eins um það að ræða að menn hafa rekið fýrirtæki vel og hagnast af því. Fyrirtæki sem ekki býr við einokunarvemd ríkisins og nýtur ekki vélræns styrkjakerfis á kostnað skattgreiðenda með niðurgreiðsl- um. Hagnaður Eimskipafélagsins á sr'ð- asta ári var ekki fenginn með undirboðum sem óbeint komu úr vasa skattgreiðenda. Launþegar í landinu greiða hins vegar með sköttum sínum þann helming brauðsins sem Mjólkursamsalan þykist geta gefið ókeypis í auglýsingum sínum. Viðskiptaráðherra hefur lagt fram frumvarp að nýjum samkepnislögum og er það vel. En þar verða menn að hafa hugfast að einokun er verst þegar hún fær þrifist í skjóli ríkisvemdar eins og í dæmi Mjókursamsölunnar. Af þeim sökum er því einnig pauðsynlegt að breyta lögun- um sem veita einokunarfyrirtækjum á borð við MS þau forréttindi sem þau njóta. Lögin voru upphaflega sett til að drepa niður hið fijálsa framtak og það er löngu tímabært að heimila samkeppni í framleiðslu mjólkurafurða. í öllu falli er nauðsynlegt að koma í veg fýrir að slrk fýrirtæki geti notað einokunargróða sinn til að færa út kvíamar á öðrum sviðum ffamleiðslu og viðskipta. Höfundur er aöstoöarmaöur forsætisráöherra. „ Við lögðum upp dœmið í leikhléi og ákváðum að gera ákveðna hluti, þar á meðal fara út í slagsmál og tapa með sœmd. “ Þorbergur Aðalsteinsson þjálfari J—^ cv ev þcdb kcrryucc) ,Úg vil ekki segja það að ég sé hættur í landsliðinu eða hvort ég ætla að halda áfram að spila með liðinu.“ Kristján Arason vinstrivængur (^í&ZcxZ lctcxcu?Z „Fingurbrjótur er athugunar- leysi — þarf ekki að vera ásetn- ingssynd. Hann er þess vegna ekki vísbending um neitt annað en klaufsku." Jón Baldvin Hannibalsson utanrfkisráðherra J-^ cxc) crcxi- cýcrtí, cxiS JcxÍi \acaa, e-títíZ ■ftcccpcvcAittíÍuA, „Þctta er ekkert annað en titt- lingaskítur." Eiöur Guönason umhverfisráöherra J-3cxc) e-t- Jctícx a tíý&Lcxcvcx. . . ,Úg var alltaf að fást við aðra hluti en hinir strákamir.“ Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari dJJjvcvc) cive-c) txZcxcv 364? FJÖLMIÐLAR Er Morgunblaðið vandað blað? Stundum lætur fólk mig heyra ýmislegt misjafnt um PRESSUNA. Ég tek svona mátulega mikið mark á því eins og gefur að skilja. Ég tek nefni- lega mátulega mikið mark á fólki. A sumum tek ég mikið mark en ekkert á öðmm. Ég tek til dæmis ekkert mark á þeim sem segja að PRESSAN sé ekki nógu vönduð. Ekki vegna þess að ég telji að ekki megi vanda ftéttaflutning blaðs- ins betur eða myndimar, útlitið og málfarið. Síður en svo. Ég lít á það sem eilífðarverkefni. Þeir sem tala um að blaðið sé ekki nógu vandað eiga hins vegar sjaldnast við þetta. Þegar þeir tala um vönduð og óvönduð blöð eiga þeir vanalega við eitt- hvað í líkingu við virðuleika eða íhaldssemi blaða. Það sama fólk og segir PRESSUNA óvandaða er iðu- lega á því að Morgunblaðiö sé vandað blað. Að þar sé stunduð vandaðri blaðamennska. Ég get ekki verið sammála þessu. Ég sé ekki að vönduð blaða- mennska felist í því að tala við forstjóra og éta upp eftir honum gengi fýrirtækis hans og hversu vel hann og starfsfólkið stóðu sig á síðasta ári. Ekki frekar en það væri vönduð blaðamennska af okkur á PRESSUNNI að ræða við brottrekinn starfsmann forstjórans og éta upp eftir hon- um hvað fýrirtækið er illa rekið og afurðir þess slæmar. Hvort tveggja er dæmi um óvandaða blaðamennsku þar sem blaðamaðurinn er ekkert nema eym og hönd. Hann skrif- ar það sem hann heyrir án þess að kanna sannleiksgildi þess eða reyna að setja það í eitthvert vitrænt samhengi. Stærstur hluti frétta Morgun- blaðsins er þannig unninn af eymm og höndum blaðamann- anna. Þeir tala við svokallaða „aðila vinnumarkaðarins", fréttafulltrúa Flugleiða forystu- menn alls kyns hagsmunahópa og pólitíkusa. Yfirleitt alla; svo framarlega sem þeir eru með bindi og tilheyra fýrirfram við- urkenndum hópi „aðila frétta- markaðarins“. Þá sjaldan blaðamenn Morg- unblaðsins fá að nota heilann, sem er á milli eymanna og handanna, em fréttaskýringar þeirra settar einhvers staðar djúpt inn í blaðið. Á sjálfum fréttasíðunum fá „aðilar frétta- markaðarins" einir að ráða. En með því að láta fréttimar rúlla dag eftir dag frá þungu hljóði samningamannanna og nýjum farkostum Flugleiða yfir í álit Seðlabankans á vaxta- ákvörðun viðskiptabankanna hefur Morgunblaðinu tekist að búa til rhaldssaman og virðuleg- an blæ. Þótt auðveldara sé að gera það vel sem margoft hefur verið gert áður er það síður en svo einhlítt. Og þegar það hefur verið gert ógnarlengi fara þeir sem ffamkvæma verkið að tapa upphaflega tilganginum og af- raksturinn verður geldur. Þannig finnst mér Morgun- blaðið vera í dag. Ihaldssamt og í raun fjarskalega óvandað blað. Gunnar Smári Egilsson , J dag er ekki dagur stórra yfirlýsinga." Guömundur J. Guðmundsson verkalýösrekandi 'eZcvw&ZtiZ „Ég bjó í Rússlandi þegar ég fór út í geiminn og verð þar áfram.“ Sergej Krfkaljov geimfarl V?)Jcrtg.tCsCvtr'cCCCýc) „Svisslendingar em erfiðir við að eiga því þeir stefha að því að ljúka hverri sókn með marki." Bjarni Felixson sjónvarpsspekingur

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.