Pressan - 02.04.1992, Blaðsíða 25

Pressan - 02.04.1992, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR PRESSAN 2. APRIL 1992 FERMINGIN 25 Tónlistarfrömuðurinn Hilmar Orn Hilmarsson kraup við aitar- ið í Bústaðakirkju hjá séra Olafi Skúlasyni á fermingardaginn, en Ólafur kvartaði undan sérlega slælegri kirkjusókn Hilmars. „Sterkustu minningamar í kringum fermingamar em þær að ég hafði almennilega afkristn- ast tveimur ámm áður og var á ægilegri sálarlegri gandreið. Ég skipti um trúarbrögð eins og sokka. Síðan tók ég nú kristna trú en ég held það hafí eitthvað haft með það að gera að ég sá hvemig fermingargjafír gátu lát- ið drauma rætast. Ég hafði ágimd á trommusetti sem var til sölu og gerði samning við eig- anda verslunarinnar um að geyma það ffamyfir fermingu. Ég mætti illa í spumingar og annan fermingamndirbúning og séra Ólafur Skúlason gerði at- hugasemdir við slælega kirkju- sókn mína. Þá kom ég með þá athugasemd að Guð væri andi sem maður tilbæði í anda og sannleika og væri nóg að iðka stíft í einkalífinu, að kirkjusókn væri þar ekki nauðsynieg. Mað- ur var nú búinn að standa sig illa í undirbúningnum og áttaði sig á því að ekki gekk að þjóna tveim- ur hermm, Guði og Mammon, sem var í formi trommusetts sem ég sá í hillingum. VALDI TVÍRÆTT RITNINÚARVERS Við áttum að finna fermingar- vers sem við fómm með og ég hafði valið frekar tvírætt vers. Hvort það var samviskubitið eða réttlát refsing þá tæmdist hugur- inn þegar ég átti að fara með versið. Ólafur Skúlason þurfti að hvísla því að mér, sem hann og gerði mjög vel. Hann yrði ör- ugglega góður hvíslari í leikhúsi. Þar að auki held ég hann hafi hvíslað annað vers og auðveld- ara. Þegar í veisluna kom fór ég að efast um að þetta hefði nú allt verið þess virði. Þá kom að þeim skelfilega hlut — sem voru kannski samantekin ráð fjöl- skyldunnar — að ég fékk að mig minnir ekki eina einustu pen- ingagjöf. Aftur á móti fékk ég þennan stóra áfanga í lífinu. Gæfan fylgi þér. Jónas, Erla og börn. Við könnumst öll kortin. Tími eldra undirbýr vegleg veislu- hvernig ferming- arbörnum fortíð- arinnar leið á Heillaóskir á fermingardaginn. Fjölskyldan í Stórholti óskar þér innilega til hamingju með við kveðjuna, símskeytin og ferminga er runn- inn upp þetta ár- ið og fjöldi for- höld. Það er for- vitnilegt að vita ein þrjú eintök af Islenskum þjóðháttum og tíu af Sjálfstæðu fólki. Ég hef nú aldrei verið sér- staklega mikill útivistarmaður, og var ekki þá, en samt fékk ég næga svefnpoka og útilegubún- að til að halda uppi heilum skátaflokki. Þetta var hálfskelfi- legt. SKELFILEGUR TÍMI í ÍS- LENSKRI FATATÍSKU Annars var ég var dragfínn. Þetta var skelfilegur tími í ís- lenskri fatatísku. Ég var í fjólublá- um jakkafötum — sem var topp- urinn á öílu; nokkurs konar smækkuð ímynd af íslenska karl- manninum í jakkafötum. Mig minnir að ég hafi áttað mig á því að þetta var hálffá- ránlegt. Ég held að fermingin sé nauðsynleg vígsla inn í full- orðinsárin, þar „Ég var í raun ekkert annaö en kyrtill og skór í kirkjunni því þeir báru mig eiginlega ofurliði," segir Margrét Blöndal sem svaf meö rúllur nóttina fyrir fermingardaginn. sem unglingamir hafa náð ákveðnum þroska og vígjast inn í ákveðinn manndóm. Samt held ég að ekki sé alveg komið til móts við þær gífurlegu lífefna- fræðilegu breytingar sem eiga sér stað hjá krökkunum á þess- um tíma. Trúin í dag skiptir mig afskap- lega miklu máli, því ég er maður með sjúklega mikla trúarþörf. Kannski út af ákveðinni skömm íyrir það að ég snerist til krist- innar Ufiar lyrir trommusett. Ég hef svolítið undarlegar tilfinn- ingar gagnvart svoleiðis trúar- brögðum, en ég sé það í hendi mér að ákaflega margir tilheyra þeirri trú. Mér þykir nú samt mjög vænt um þessa reynslu, sem sýnir mig í besta og versta ljósi. Ég held að fermingin hafi verið sterkur punktur í lífi mínu.“ Ætli það séu ekki fæstir haldnir sjúklegri trúarþörf eins og Hilmar Öm og feti frekar meðalveginn upp að altari með temmilega mikla bamstrú upp á vasann. Nokkmm árum á eftir Hilmari Emi gekk Guðrún Möll- er, módel og flugfreyja, eftir ganginum upp að altari Bústaða- kirkju og fannst hún einna helst líkjast prinsessu. „Mér fannst ég vera hreint ofsalega fín,“ sagði Guðrún um sjálfa sig þrettán ára á fermingar- daginn. „Ég var stíf á því sem ég vildi vera í — það varð að vera þessi ákveðni kjóll — og við mamma vomm búnar að þramma út um alla Reykjavíkur- borg í leit að honum. Hárgreiðsl- an var sömuleiðis ákveðin löngu fyrirfram og var hin svokallaða vængjagreiðsla þar sem allt hár- ið var tekið frá. Hún var svo flott. Sterkasta minningin er sú að móðir mín átti hvað úr hverju að fermingardaginn. Voru þau ánægð með fínu fötin, hárgreiðsluna og veisluna? Klippti mamma of mikið af hárinu, sást nefið nokkuð of mikið, voru jakkafötin alveg eins og þau áttu að vera, réttur litur, rétt snið?

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.