Pressan - 02.04.1992, Blaðsíða 27

Pressan - 02.04.1992, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR PRESSAN 2. APRÍL 1992 27 FLÝTA FERMINGU VEGNA LANGFERÐA I tilskipun um aldur fermingarbama, frá 25. maí 1759 er svo kveðið að orði: „Það skal vera aðalregla, að prestar megi eigi taka böm til ferm- ingar, þau er fermast eiga, fyrr en þau era orðin fullra 14 eða 15 ára, með því að böm, sem yngri eru, kunna sjaldan að meta rétt, eða hafa hugsun á að færa sér í nyt það er kennarar þeirra leiða þeim fyrir sjónir og brýna fyrir þeim, og skynja eigi hve Þýðingarmikill sá sáttmáli er, er þau í fermingunni endumýja og staðfesta. Þó er þess að að gæta um tíma ákvörðun þessa, að böm sem eiga að fara í langferðir, svo sem til Indlands eða Vesturheimseyja, má taka til fermingar, þó að hálft ár eða nokkuð meira skorti til þess að þau hafi náð greindum aldri...“ GÁFNAFAR ferming- ARBARNA Ennfremur segir í þessari ágætu til- skipun frá 1759: „En þótt Vér viljum þannig allra mildilegast setja þá reglu, að böm eigi ekki yfir höfuð að ferma fyrr en þau eru 14—15 ára göm- ul, þá viljum Vér þó eigi, að hlutað- eigendur skilji þetta svo sem prestar með því séu skyldaðir til að taka böm til fermingar fyrir það, að þau era svo gömul orðin, hvort sem þau hafa næga þekkingu til þess eður eigi; en það skal vera komið undir áliti hlut- aðeigandi fræðara og ábyrgð, hvort slík böm era nægilega uppfrædd og hæf til að takast til fermingar." AÐ GANGA TIL SPURNINGA Á 17. öld voru Fræði Lúthers hin minni það sem fermingarböm áttu að kunna til fermingarinnar. Kver þetta var hvorki erfitt né flókið fyrir böm- in. Farið var í gegnum boðorðin, trú- arjátninguna, faðirvorið og fleira. Spurt var um þessi atriði öll og svör- in jafnframt gefin upp. Fræðin minni vora ekki einu sinni til prentuð fyrst í stað, heldur var einungis spurt úr þeim og bömunum gefin upp svörin sem læra skyldi. Þannig er til komin málvenjan að ganga til spurninga, sem enn er við lýði í tungu okkar. Það var ekki fyrr en á 18. öld að fyrst var gefið út kver fyrir fermingarböm. Höfundur þess var Daninn Erik Pon- toppidan og kverið fékk viðumefnið Ponti eftir honum. KIRKJA KOMID ÚR GRÍSKU Kirkjur eru auðvitað margar og margvíslegar. Á síðari árum hafa ris- ið margar kirkjur sem eru býsna ókirkjulegar í útliti. Að minnsta kosti ef miðað er við þessar — sem maður kallar — venjulegu kirkjur. Sumir hafa ekki verið par hrifnir af þessu og viljað hafa gamla lagið, en öðrum fundist þetta allt hið besta mál. Og þá erum við komin að því sem átti að vera aðalatriðið í þessum mola. Orð- ið kirkja er komið úr grísku og merk- ir; söfnuður þeirra er trúa á Jesúm Krist sem Drottin sinn. IV aui JJE ^viEGGJA GR^^ÍÍÍ U/KUR E»NN '-■■■......................■:;::,.■ Vaxtalínan er f jármálaþjónusta fyrir unglinga 13-18 ára. ^ VAXTALl N AN 5S UFI 51 N(j v/i,XTALIH0 Þegar þú skráir þig í Vaxtalínuna opnast þér ýmsir möguleikar: Félagar fá Vaxtalínubol um leið og þeir skrá sig — þeim að kostnaðarlausu. flHSÍ HRAÐKORT veitir aðgang að 25 hraðbönkum. Hægt er að millifæra af Gullbókarreikningi yfir á hrað- bankareikning*. Þeir foreldrar sem láta unglinga fá vasapeninga geta samið við bankann um að láta millifæra af sínum reikningi yfir á reikninga barna sinna. AFSLÁTTARKORT veitir þér afslátt á ýmsum matsölustöðum, sólbaðs- stofum, myndbandaleigum, tískuverslunum o.fl. um land allt. Hm FJÁRMÁLABÓK er hentug til að fylgjast með stöðu á banka- reikningnum og færa inn útgjöld og gera áætlanir. SKÓLADAGBÓK fyrir félaga í byrjun skólaárs. | FJÁRMÁLANÁMSKEIÐ veitir innsýn í hinn flókna heim fjármálanna. 1 VAXTALÍNUVÖRUR Búnaðarbankans á afsláttarverði fyrir félaga. Iþróttatöskur, bolir o.fl. BÍLPRÓFSSTYRKIR eru veittir fjórum sinnum á ári fyrir hluta af bílprófs- kostnaði. Hugmyndasamkeppni í samvinnu við Umferðarráð. LÁNAMÖGULEIKI fyrir félaga sem orðnir eru 18 ára. 'Unglingar undir 16 ára aldri sem stofna Hraðbankareikning þurfa samþykki foreldra. 4,\ BUNAÐARBANKI ÍSLANDS HVÍTA HÚSID / SÍA

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.