Pressan - 02.04.1992, Blaðsíða 30

Pressan - 02.04.1992, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR PRESSAN 2. APRÍL 1992 Skoðanakönnun Skáís fyrir PRESSUNA SKéMMmwn, HEIMmQASlt OQ QÁfAmit wami&m Þátttakendur í skoðanakönnun Skáís fyrir PRESSUNA voru beðnir að tilnefna gáfaðasta þingmanninn, þann heiðarlegasta og þann skemmtilegasta. Samkvæmt niður- stöðunum er skemmtileg- heitum, heiðarleika og gáfum nokkuð misskipt milli þingflokka og kjördæma. Óhætt er að segja að Davíð Oddsson hafi sigrað í þessari samkeppni. Hann þykir bæði gáfaðasti og skemmtilegasti þingmaðurinn og auk þess sá næstheiðarlegasti. Enginn þing- maður komst með tæmar þar sem Davíð hafði hælana í sam- anlögðu. Jón Baldvin Hannibalsson þótti til dæmis næstgáfaðastur og næstskemmtilegastur, en hann þótti hins vegar alls ekki heiðarlegur. Enginn tilnefndi hann til þess titils. Steingrímur Hermannsson þótti heiðarlegastur allra. Hann lenti hins vegar í sjöunda sæti í gáfunum og í því áttunda í skemmtilegheitunum. Olafiir Ragnar Grímsson komst í þriðja sæti á gáfu- mannalistanum og í fjórða sæti á lista yfir skemmtilegheit, en rétt skreið inn á lista yfir heið- arleika. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varð fimmta á gáfumannalist- anum og níunda á lista yfir skemmtanagildi og heiðar- leika. Ef til vill er ekki furða þótt þetta fólk skæri sig dálítið úr varðandi heildarárangur. Hvert um sig er mest áberandi í sín- um flokki. En skoðum árangur þing- mannanna betur. FLESTIR KRATAR GÁF- AÐIR EN FÆSTAR KVENNALISTAKONUR Ef við byrjum á gáfunum þá var Davíð Oddsson talinn gáfað- asti þingmaðurinn. Síðan komu þeir félagar Jón Baldvin Hanni- balsson og Ólafur Ragnar Grímsson í silfur- og bronssæt- unum. Nánar má sjá niðurröðun- ina á gáfumannalistanum hér á opnunni. Ef reynt er að rýna í listann kemur í ljós að gáfiinum virðist nokkuð misskipt milli þing- flokka. Þannig var helmingur kratanna nefndur til sögunnar eða 50 prósent þingflokksins. Tæpur helmingur framsóknar- manna kom við sögu. Hins vegar var ekki nema þriðjungur alla- balla nefndur og rúmur fjórð- ungur sjálfstæðismanna. Verst komu konumar út. Aðeins Ingi- björg Sólrún fékk atkvæði en engin hinna fimm kvennalista- kvennanna. Öll kjördæmi fengu að minnsta kosti einn gáfumann inn á lista. Reykvíkingar fengu átta og Reyknesingar fimm. Norður- landskjördæmin tvo menn hvort og Sunnlendingar tvo en Vest- lendingar, Vestfirðingar og Austfirðingar aðeins einn mann hvert. ÞEIR SEM EKKITÖLDUST GÁFAÐIR Hér á opnunni má sjá hverjir voru taldir gáfaðir. Það er því eðlilegt að skoða nánar hverjir voru ekki nefndir meðal gáfu- mannanna. Af krötunum þóttu þau Karl Steinar Gunnlaugsson, Rann- veig Guðmundsdóttir, Sighvatur Björgvinsson, Sigbjörn Gunn- arsson og Gunnlaugur Stefáns- son ekki það gáfuð að nokkur nefndi þau. Hjá framsóknarmönnum var svipað ástatt um Finn Ingólfs- son, Ingibjörgu Pálmadóttur, Stefán Guðmundsson, Valgerði Sverrisdóttur, Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Jón Kristjánsson og Guðna Agústsson. Sjálfstæðismenn sem ekki vom nefndir til sögunnar vegna gáfna voru: Eyjólfur Konráð Jónsson, Ingi Björn Albertsson, Sólveig Pétursdóttir, GeirHaar- de, Lára Margrét Ragnarsdóttir, Guðmundur Hallvarðsson, Sal- ome Þorkelsdóttir, Arni R.Arna- son, Sigríður A. Þórðaraóttir, Sturla Böðvarsson, Guðjón Guðmundsson, Matthías Bjarnason, Ejtlar K. Guðfmns- son, Pálmi Jórjsson, Vilhjálmur Egilsson, Tómas Ingi Olrich, Egill Jónsson, Eggert Haukdal og Arni Johnsen. Dágóður hópur það — og hefði sjálfsagt verið auðveldara að telja upp þá gáf- uðu. Tveir þriðju hlutar þingflokks Alþýðubandalags náðu ekki inn á gáfumannalistann. Þau voru; Svavar Gestsson, Jóhann Ar- sœlsson, Kristinn G. Gunnars- son, Steingrímur J. Sigfússon, Hjörleifur Guttormsson og Margrét Frímannsdóttir. Og eins og áður sagði náði bara ein kvennalistakona inn á listann. Hinar sátu eftirj Kristín Einarsdóttir, Kristín Astgeirs- dóttir, Anna Olafsdóttir Björns- son og Jóna Valgerður Krist- jánsdóttir. MARGIR ALLABALLAR HEIÐARLEGIR Steingrímur Hermannsson var valinn heiðarlegastur allra þing- manna. Á eftir honum fylgdu þeir félagar og vinir; Davíð Oddsson og Þorsteinn Pálsson. Nánari útlistun á heiðarleikalist- anum má sjá hér á opnunni. Flestir listar fengu fleiri þing- menn tilnefnda sem heiðarlega en gáfaða. Eina undantekningin er framsóknarmenn, sem áttu sex á gáfaða listanum en aðeins fimm á þeim heiðarlega. Og Ingibjörg Sólrún er enn sem fyrr eina kvennalistakonan sem nefnd var. Alþýðubandalagið fékk hvorki meira né minna en tvo þriðju af þingflokknum inn á heiðarleikalistann og kratamir 60 prósent þingflokksins. Sjálf- stæðismenn fengu 9 af sínum 26 þingmönnum orðaða við heiðar- leika. Og heiðarleikinn dreifist um öll kjördæmi. Verst kom þó Norðurland vestra út, sem á að- eins einn á lista yfir heiðarlega þingmenn; Ragnar Arnalds. OG ÞEIR SEM EKKITÖLD- UST HEIÐARLEGIR Og fyrst við höfðum fyrir því áðan að telja upp þá sem komust ekki á lista yfir gáfur þá skulu þeir sem ekki töldust heiðarlegir jafnframt taldir upp: Kratar: Jón Baldvin Hanni- balsson, Ossur Skarphéðinsson, Eiður Guðnason og Sigbjöm Gunnarsson. Framsóknarmenn: Finnur Ingólfsson, Ingibjörg Pálmadótt- ur, Páll Pétursson, Stefán Guð- mundsson, Valgérður Sverris- dóttur, Jóhannes Geir Sigur- ■ geirsson, Jón Kristjánsson og Guðni Ágústsson. Sjálfstæðismenn: Eyjólfur Konráð Jónsson, Sólveig Péturs- dóttir, Lára Margrét Ragnars- dóttir, Guðmundur Hallvarðs- son, Olafur G. Einarsson, Arni Mathiesen, Ámi R. Ámason, Sigríður A. Þórðardóttir, Guðjón Guðmundsson, Einar K. Guð- finnsson, Pálmi Jónsson, Vil- hjálmur Egilsson, Halldór Blön- dal, Tómas Ingi Olrich, Egill Jónsson, Eggert Haukdal og Ami Johnsen. Allaballar: Svavar Gestsson, Kristinn G. Gunnarsson og Hjör- leifur Guttormsson. Kvennalistakonur: Kristín Einarsdóttir, Kristín Ástgeirs- dóttir, Anna Ólafsdóttir Bjöms- son og Jóna Valgerður Kristjáns- dóttir. SKEMMTTLEGUSTU ÞINGMENNIRNIR Á VEST- OGAUSTFJÖRÐUM Davíð Oddsson var valinn sá skemmtilegasti eins og sá gáfað- asti. Jón Baldvin var sá næst- skemmtilegasti og rétt marði Matthías Bjarnason sem telst þriðji skemmtilegasti þingmað- urinn. Lesendur geta síðan rakið sig niður listann hér á opnunni. Allir flokkamir eiga meira af skemmtilegum þingmönnum en bæði heiðarlegum og gáfuðum. Að minnsta kosti fengu þeir fleiri þingmenn tilnefhda fyrir skemmtilegheit en gáfur og heiðarleika. Hins vegar virðast skemmti- legheitin ekki dreifast jafnt um landið. Þingmenn Vestfjarða em til dæmis sérdeilis skemmtilegir en þingmenn Vesturlands að sama skapi leiðinlegir. Á meðan fjórir Vestfjarðaþingmenn kom- ust á lista náði aðeins Sturla Böðvarsson inn af þingmönnum Vesturlands og skoraði ekki mikið. jklNWKNNIRNIR að mati svarenda. Rauði borðinn sýnir hlutföllin á milli þeirra, þannig að efsti maður hefur fullan kvarða og aðrir í hlutfalli við það. Davíð Oddsson Ólafur Ragnar Grímsson Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Steingrímur Hermannsson Halldór Ásgrímsson Jón Helgason ___________PKISSAHM

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.