Pressan - 02.04.1992, Blaðsíða 37

Pressan - 02.04.1992, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR PRCSSAN 2. APRÍL 1992 37 Tónlist Jnefur verið órofa hluti afmenn- ingu mannkynsins. Þróun hennar endur- speglar samtímann og flytjendur fara fremstir í oddaflugi tónanna. EyþórArn- alds er einn þeirra, klofinn milli klass- ískrar stefnu og nú- tíma popptónlistar. Með sellóið, í rifnum gallabuxum og með hár niður á bak er hann þekktastur í hlutverki popparans. En tónverk hans eiga sér líka aðra hlið og birtast í hljóðum og laglínum leikhús- anna. Þau skapa stemmningu og und- iröldu sem ekki allir taka eftir. y\.ð j-e. rð +i a PRESSAN/Jim Smart Það er ýmislegt í bígerð hjá honum núna. Todmobile er að leggja drög að tveimur stórum plötum og annarri lítilli. Eyþór er einnig að semja tónlist lyrir leik- hópinn Perluna, og byggir hana mest á klassískri hljóðfæraskip- an. Tónlistin virkar á UNDIRMEÐVITUNDINA Hvað hefur tónlist að segja fyrir lcvikmyndir og leikhús? „Hún hefur lengi verið van- metinn þáttur. Kvikmynda- og leikhústónlist er það sem virkar langmest á undirmeðvitundina. Þú horfir á myndina og hlustar á orðin, en tónlistin liggur yfirleitt dýpst. Hún er oft eins og ilm- vatn. Gott ilmvatn pirrar ekki fólk heldur er hluti af manneskj- unni og þannig á kvikmyndatón- list IQca að vera. Hún síast inn og gleymistjafnvel." Er hún þá mikilvœg til að gefa persónum líf og senum stemmningu? , Já og hjálpar atburðarásinni. Hún skiptir sköpum. Hollywood má segja það til hróss að þeir átta sig á því að þama em órofa tengsl, milli þess sem þú sérð og heyrir. Það er að segja tónar, tal- mál og effektar, umhverfi sem er skapað með hljóðum og tónlist, og þetta rennur allt saman. Fram að þessu hafa íslenskar kvikmyndir oft verið tómlegar að því er varðar tónlist, þar sem eina þrívíddin í kvikmynd er steríóið í tónlistinni. Hins vegar verður að taka til greina að það tekur tíma að þróa íslenska kvik- myndagerð hjá eins mikilli bók- menntaþjóð og við íslendingar emm. Leikhústónlist er einnig hlið sem oft gleymist í fjárhags- áætlunum vegna þess að menn sjá hana ekki í handritinu. Svo þegar upp er staðið og tónlistina vantar verður ansi mikið um dramatískar þagnir! Þegar unnið er að tónlist fyrir leikhús finnst mér gott að fá sem mest til að ganga út frá og reyna að bæta það sem upp á vantar frekar en að setja mínar sinfómur inn í verkið. Maður reynir að hafa eyrun og augun opin og vera ekki fullur af fordómum á þann hátt að maður sé búinn að ákveða hvernig hlutimir eiga að vera fyrirfram.“ Ætluðu ekki í poppið En svo er það Todmobile. I fyrstu virtust þið utangarðs en svo óx ykkur smám saman ás- megin. Eins og þið síuðust inn hcegt og rólega. „Það er örugglega rétt, því þetta átti aldrei að vera popp- músík. Við ætluðum bara að gera eina plötu til að eiga uppi á hillu, því það er svo gaman að eiga eina slíka eftir sjálfan sig. En við ætluðum ekki að verða neinir popparar og má segja að Todmobile hafi eyðilagt fram- haldsnámið fyrir mér og Þor- valdi, í bili að minnsta kosti. Við vorum alltaf á leiðinni út til að læra meira en þessi hljómsveit varð miklu viðameiri og endaði með því að verða vinsæl, sem var hið versta mál fýrir námsfer- ilinn.“ Oft virðist í poppinu sem menn séu bara að glamra eitt- hvað. Þú ert menntaður, er það mikilvœgt? ,Ég held það sé voðalega gott að hafa menntun en geta gleymt henni síðan. Það er að segja að festast ekki í því sem maður hef- ur lært heldur halda sér lifandi. Það er svolítið hættulegt með menntun að menn festist í bók- stafnum og geri bara það sem kennarinn segir. En ég held að það sé alveg jafnhættulegt að festast : því eins og að vera ómenntaður. Menntun er af því góða, að svo miklu leyti að hún er aðferð til að læra að fljúga en er ekki flugið sjálft." ÖRLÖG OG ÞRÁHYGGJA AÐ HUGSA BARA UM TÓNLIST Menn eru ekki fœddir með tónlistargáfuna heldur þurfa þeir að halda sérferskum? , J>að er nauðsynlegt að efast. Maður er alltaf að uppgötva sannleikann upp á nýtt, sannfær- ast og sjá „guðdóminn". Ég vona að þörfm fyrir efann og upplifun sé til staðar, en það em viss örlög og þráhyggja að lenda i að hugsa ekki um annað en tónlist. Þetta er eins og að vera geðsjúkur morð- ingi sem hugsar um það eitt að ná til fómarlambsins, nema hvað maður er með tónlist á heilanum en ekki fómarlambið." Tónlistin er því vinnan, áhugamálið og allt þar á milli? , Já, og hættir til að vera konan mín, mamma mín og bamið mitt.“ Manískur á MARGAN HÁTT Þú hefur nú verið að fikta við að búa til tónlistarmynd- bönd? “Ég er mamskur á margan hátt og hef tekið nokkur slík köst í átt að myndlist. Farið í pílagríms- feiðir til ítahu og skoðað gamla myndlist. Tónlist getur haft ákveðinn tilgang, eins og til dæmis í leikhúsi og kvikmynd- um. Það er eðlilegt að ég hafi áhuga á vídeói, sem er ekkert annað en myndir sem hafa þann tilgang að þjóna tónlistinni. Það spillir heldur ekkert fyrir að hafa unnið í tónlist við gerð mynd- banda. Oft hefur viljað brenna við að þeir sem vinna myndbönd vita voðalega lítið um tónlist. Það var sérstaklega gaman að gera teiknimyndamyndbandið sem við Tómas Ponzí gerðum fyrir tveimur árum. Það var al- veg nýr heimur fyrir mér, enginn hafði gert þetta áður 'nér og var alveg nýtt. Við vöktum nánast í viku þegar við vorum að vinna að þessu og drukkum mikið kaffi. Myndbandið vakti ef til vill athygli af því það var enginn poppari í því, en það er oft ruddaleg innrás sem felst í því að ryðjast inn í stofú til fólks í gegn- um sjónvarpstækið og poppast. Mér fannst ágætt að sleppa popparanum þama og leyfa tón- listinni að leika lausum hala í teiknuðum myndum, en lagið var þó útgangspunktur svo og stemmningin í því. Það eru tvö aðalatriði varð- andi myndbönd. Þau verða að vera álitleg, sem sagt líta vel út og vera á einhvem hátt áhrifarík. Númer tvö þurfa þau að passa laginu og það er sjaldan sem tekst að gera hvom tveggja." Spádómar Andy war- HOLS AÐ RÆTAST Það liggur mikil vinna að baki. Er þetta einhver útrás sem þið þurfið að fá eða jafn- vel hugsjón? , J>etta er bara hluti af því að lifa. Sumum er nóg að eiga gott heimili en aðrir geta hreinlega ekki verið kyrrir og em alltaf að vesenast. Þetta em kannski ein- hvers konar öriög; eitthvað sem er stærra en lífið, guð eða rokk. Til að mynda em tónleikar nánast eins og töfrar. Það em töfrar að fólk geti farið þama upp, snert einhver hljóðfæri og búið til músík saman. Ef einhver tölva eða tæki framkallar tónana em það ekki sömu töframir. En það em líka áhorfendumir sem vinna með því að skapa stemmn- inguna." Hetjuímyndin í tónlistinni hefur breyst. Aður fyrr voru einungis nokkrar hetjur í gangi á hverjum tíma, nú ligg- ur við að það sé ein í hverri viku. „Einmitt, það em hræðilegir tímar í nánd. Andy Warhol var búinn að spá því að allir gætu verið stjömur eitt augnablik og nú er þetta allt saman að rætast. Því til sönnunar er hið hræði- lega fyrirbæri karaoke. Fólk er alltaf að fá fleiri og fleiri tæki í hendumar. Það em allir stjömur og nú er orðið best að vera efni- legur. Það er algengasta hrósið og hægt að vekja mesta athygli á sér fyrir það. Þótt standardinn sé alltaf að hækka „samkvæmt nýj- ustu tölum“ þá er ekkert gaman að meðalmennskunni. Það er eðli lífsins að berjast og þróast, —ekki bara ná góðu meðaltali. frumkvæðið hjá lista- mönnum eða Nintendo Svo það er spumingin um hver hefúr frumkvæðið; tónlist- armenn eða Nintendo og kara- oke. Verður framtíðin fólgin í einhverju skapandi sem lista- menn koma inn í eða verður Nintendo ráðandi? Hver ætlar að notfæra sér tæknina og hvemig? Það er hægt að gera ævintýri og nota sér tæknina til þess, en það er líka hægt að setja hana í neyt- endaumbúðir og þá fáum við aft- ur þessa meðalmennsku. Til dæmis er talað um leikhús framtíðarinnar sem „vntual rea- lity“. Það er fullkominn gervi- heimur sem verið er að fram- kalla með þróun þrívíddarsjón- varps, sem er eins og hjálmur með gleraugu sem þú setur á þig og ert í þínum eigin heimi. Þetta má kalla leikhús, bíó, sjónvarp eða dóp og verður ömgglega stór hluti af næstu öld. Kvikmyndaleikhús tuttug- ustuogfyrstu aldarinnar verður að veruleika þegar tölvan er orð- in fullorðin." feima L. fómasson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.