Pressan - 02.04.1992, Blaðsíða 42

Pressan - 02.04.1992, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR PRESSAN 2.APRÍL1992 smáa letrið Þá er hinni einu, sönnu heimsmeistarakeppni lokiö. ís- lendingar eru nefnilega eina þjóöin í heiminum sem hefur endurskoöaö stafrófið og lætur þaö byrja á b-i. Þannig var þaö meiriháttar sigur aö merja Svisslendinga og fá brons í Austurríki í annarri deild hins al- þjóðlega handbolta. Strákarnir okkar stóöu fyrir sínu þegar upp var staöiö, og íþróttafréttaritar- amir voru fljótir að éta ofan í sig fullyröingar eins og: „Það er greinilegt aö íslenska landsliöiö er í öldudal hér í Austurríki" og ,And- og viljaleysi leikmanna fs- lands var meö eindæmum. Ef ég væri landsliðsþjálfari heföu margir leikmenn mínir fengið fengið farseðilinn aöeins aöra leiöina—beint út úr landsliðinu." En þaö er sem sagt búiö aö telja okkur trú um aö B-keppnin sé það sem allt snýst um. Þess vegna verður þaö allt í lagi þótt strákarnir okkar veröi skotnir á bólakaf í A- keppninni. Síöustu tvær vikur hefur ekki linnt aug- lýsingum á myndböndum frá slöustu B-keppni, en eins og þjóöin veit þá unnum viö gullið þar. En árangurinn núna er enn- þá betri af því liðið var svo af- spyrnuvont. Þaö þurfti alveg sér- staka flóöhesta svo viö kæm- umst áfram. Og auövitaö óbug- andi bjartsýni. Geir Sveinsson, nýi fyrirliðinn, var til dæmis alveg ódrepandi. „Þaö er bjart fram- undan," sagöi hann eftir tap á móti frændum vorum Norö- mönnum. En fyrir leikinn haföi hann sagt: „Norömenn fá aö glíma viö leynivopn okkar." Leynivopnin, já. Þessi sem viö notuöum ekki á móti Belg- um og Hollendingum. Þá unn- um viö risastóra sigra. Getur verið að íslendingar séu ekki alveg þeir allra bestu í öllum heiminum? Ha? Sko: Þjálfarinn okkar var upptekinn viö aö snfkja peninga hjá fyrir- tækjum og hafði eiginlega engan tíma til þess aö sinna landsliðinu. Hann þurfti aö vera meö allan hugann viö aö skrapa saman fyrir farseölun- um til Austurríkis og þess vegna gat hann lítið veriö aö pæla í hvernig ætti að vlnna farseðil í A-keppnina í Sví- þjóö. Og sumir af strákunum voru í vondum málum. Liðið hans Júlla var til dæmis meö alls konar skepnuskap og heimtaði aö hann legöi sitt af mörkum svo þaö kæmist áfram í spænsku bikarkeppn- inni. Og dómararnir voru greinilega á móti Héöni Gils- syni: Drengurinn mátti ekki hreyfa sig án þess aö vera dæmdur fyrir ruöning og helst vísað út af. Svo var Kristján Arason náttúrlega meira og minna meiddur og einhvern veginn náöi Valdimar Gríms- son sér ekki á strik og af því einhver var nýbúinn aö fjár- festa í húsnæöi þá varö árang- urinn verri en búist var viö. En hvaö? Viö náöum þeim hræðilega árangri aö komast í A-keppn- ina sem auðvitaö er bara ann- ars flokks keppni, miöaö við okkar ástkæru B-keppni. Og íþróttafréttaritararnir okkar féllu í sömu gryfju og franskir blaðamenn fyrir hartnær 200 árum þegar þeir greindu frá heimkomu Napóleons. Svona var þetta líka í B- keppninni. Liðiö sem allir út- húöuöu í fyrstu snýr heim sem (nokkurn veginn) heimsmeist- ari í handbolta. Þeir eru bestir, frábærastir, stórkostlegastir, æöislegastir. Þeir eru STRÁK- ARNIR OKKAR — alveg þangaö til Þorbergur etur þeim út á foraöiö í Waterloo... Eins og fyrstu mánuðirnir eftir að þú kynn- ist kærastanum þínum geta verið skemmti- legir geta árin sem á eftir fylgja verið hreint helvíti. Þótt þér sé orðið alveg sama um manninn geturðu ekki fengið það af þér að segja honum að fara. Ekki beint út. Það er því auðveldast að láta hann taka það upp hjá sjálfum sér. Og hér eru... aðferðir til að losna við kærastann 1. Fáðu þér betur launaða vinnu en hann. 2. Kynntu hann fynr yngri syst- ur þinni. 3. Sofðu með græna næturmask- ann. 4. Segðu honum að fara með þvottinn heim til mömmu sinn- ar. 5. Taktu vinkonu þína með hvert sem þið farið; í bíó, út að borða... 6. Farðu út með vinkonum þín- um minnst þrisvar í viku. 7. Talaðu látlaust um hvað fyrr- verandi elskhugar þínir voru nærgætnir. 8. Gættu þess að ísskápurinn þinn sé alltaf tómur. 9. Láttu þig hverfa áður en ballið er búið. 10. Talaðu um hvað vinir hans hafi góðar tekjur. 11. Sofðu í náttfötunum hans pabba þíns og helst líka í peysu. 12. Notaðu rakvélina hans. 13. Fræddu hann um leyndar- dóma tíðahringsins. 14. Segðu skemmtisögur af hon- um þegar þú hittir fólk. 15. Reyndu við yfirmann hans. 16. Fáðu bflinn hans lánaðan og gleymdu að slökkva ljósin. 17. Lánaðu frænda þínum frá Súðavík veiðistöngina hans. 18. Bjóddu mömmu þinni að búa hjá ykkur í nokkrar vikur. 19. Segðu að þú hafir gleymt trú- lofunarhringnum á vaskinum hjá vinkonu þinni kvöldið sem þú fórst með henni út og komst ekki heim fyrr en undir morgun. 20. Ryksjúgðu þegar enska knatt- spyman er í sjónvarpinu. 21. Vertu alltaf of sein. 22. Bannaðu honum að reykja í rúminu. 23. Gleymdu að árshátíðin hjá honum, sem hann sagði þér frá fyrir mánuði, er í kvöld og segðu honum að þú eigir ekkert tíl að vera í. 24. Passaðu upp á að vinkona þín sé alltaf á undan honum heim tíl ykkar og fari aldrei fyrr en hann er sofnaður. Bjóddu henni að gista annað slagið. 25. Taktu vasadiskóið þitt með upp í rúm. 26. Byrjaðu daginn á að kvarta og haltu því áfram á meðan hann borðar morgunmatinn. 27. Talaðu um gjafimar sem vin- konur þínar hafa fengið frá eig- inmönnum sínum þegar þið eruð komin upp í rúm. 28. Haltu fyrirlestra um hvað all- ur matur sem honurn þykir vondur sé hollur. Notaðu hann í alla rétti þegar þú eldar. 29. Talaðu um hvað nágranni ykkar sé duglegur í garðinum og laginn við að dytta að ýmsum hlutum. 30. Passaðu fyrir systkini þín fimm kvöld í viku. 31. Segðu að þú getir ekki hugsað þér að giftast eða eignast böm. 32. Láttu taka myndir af þér með auðkýfingi frá Texas á sundlaugabarmi einhvers staðar við Miðjarðarhafið. Veldu tímann rétt. Best er að gera þetta á meðan kærastinn er að sinna skyldu- störfum í allt annarri heimsálfu. 33. Segðu að þig langi til að eign- ast sjö böm. 34. Afmáðu öll merki sem hann setur á heimilið; taktu niður myndimar hans, raðaðu í skáp- ana hans eftir þínu höfði og settu plötumar ha^nifiur í geymslu. Opnaðu bréfin sem hann fær og lestu dagbókina hans. 36. Brostu til allra karlmanna sem þið mætið á götu. 37. Biddu hann að þvo upp áður en þið farið saman í rúmið. 38. Vertu í netsokkabuxum þegar þið heimsækið ömmu hans. 39. Hentu uppáhaldspeysunni hans. 40. Talaðu oft og mikið um hversu vel kærastanum sem þú áttir í gaggó hafi gengið í lífinu. 41. Segðu að þú viljir fara ein í sólarlandaferð til að hitta skemmtilegt fólk. 42. Hringdu í hann í vinnuna fimm sinnum á dag og heim- sæktu hann þangað eins oft og þú getur. 43. Talaðu ítölsku upp úr svefni næst þegar ítalskt skólaskip ligg- ur við bryggju. 44. Skammaðu hann fyrir framan foreldra þína. 45. Gakktu í trúarsamtök sem banna gemaðarvamir. 46. Láttu krúnuraka þig. 47. Segðu honum að það sé göm- ul vitleysa að stœrðin skipti ekki máli. 48. Klagaðu í mömmu hans í hvert skipti sem hann fær sér í glas. 49. Vertu sjúklega afbrýðisöm og nfstu við hann á veitingahúsum. 50. Segðu honum að þú sért eina konan sem hann á séns í. 51. Segðu honum að hann eigi séns í allar konur. 52. Fáðu áhuga á evrópska eíha- hagssvæðinu og talaðu stans- laust um það. Lika í rúminu. 53. Borðaðu að minnsta kosti einn hvítlauk á dag. 54. Gakktu í Hjálpræðisherinn og seldu Herópið á Lækjartorgi. 55. Hringdu í yfirmann hans og spurðu hvort kærastinn hafi mætt fullur í vinnuna þegar hann boðar veikindaforfoll. 56. Segðu honum að þér finnist mamma hans vera subba og vondur kokkur. 57. Segðu mömmu hans að þér finnist hún vera subba og vondur kokkur. 58. Segðu honum að þú þurfir að leita að sjálfri þér og farðu í fisk- vinnu út á Iand í nokkrar vikur. 59. Leggðu heimilið undir slátur- gerð. 60. Opnaðu þig allt í einu og trúðu honum fyrir því að þú haf- ir gert þér upp fullnægingu allan tímann.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.