Pressan - 02.04.1992, Blaðsíða 45

Pressan - 02.04.1992, Blaðsíða 45
FIMMTUDAGUR PRESSAN 2. APRÍL 1992 45 Þetta er ekki á Mokkakaffi, þaö hefur verið eins i áratugi. Maskínan á skenknum viröist hins vegar ekki síöur flókin aö gerö en kaffivélin þar inni. CAMLAR MYNDIR Á MOKKAKAFFI Myndimar á veggjum Mokka- ana þau rúmu þrjátíu ár sem staö- kaffis hafa svosem verið allaveg- urinn hefur verið við lýði. Stund- ÁSTALÍF FI5KA l' MÁLI 06 MYNDUM Það er ekki allt sem sýnist þegar ftskar eru annars vegar. Séð með augum Karls Gunnars- sonar og Hrefnu Sigurjónsdóttur í þættinum „Bleikjan í Þing- vallavatni“, sem sjónvarpið sýn- ir á sunnudag, verður kalt blóð að heitu og fiskurinn er klæddur í „mannlegan" búning. Þar „beij- ast“ hængar um kvonfang, glefsa í sporð og ugga, elta hver annan og snúast í ótal hringi réttsælis sem og rangsælis. Það er þröng á þingi í vatninu, því hrygningar em mjög staðbundnar, og minnir fiskaheimurinn fremur á eril stórborgar en friðsælt náttúm- undur. ,JÉg er viss um að þessi mynd kemur á óvart,“ segir Hrefna. „Það er til dæmis heilmikil keppni milli hænga um hrygn- ingar og þeir hegða sér afar mis- munandi eftir stærð. Myndatök- ur stóðu yfir í tvö sumur, en Karl á heiðurinn af þeim. Þær vom ÓKEYPIS • Edith Södergran náði bráöum þroska og dó ung, ekki nema 31 árs. En eins og oft er um skáld sem hafa fengið ríkulega af gáfum guðanna orti hún fagurlegar, betur og frumlegar á stuttri ævi en flestir gera þótt þeir sitji mögulegar þar sem vatnið var tært, birtan góð og fiskurinn var nálægt bakkanum. Við emm bara nokkuð ánægð með útkom- una.“ Baráttan um athygli kven- kynsins er hörð, því fleiri hæng- ar em á sveimi en hrygnur. Það er því til mikils að vinna meðal karlpeningsirts, að komast að til að sprauta svilunum yfir hrogn- in. Þeir stóm hafa yfirleitt bemr en þeir minni, sem reyna þó að skjótast óséðir að. Arangur erfið- isins er ekki alltaf ljós, en sumir þeirra yngri leiðast út í hrogna- rán og hrella þá sem náð hafa settu marki. Öll æxlunarhegðun fiska er afar misjöfn, að sögn Hrefnu, og það sama má segja um foreldra- umönnun. í fiskaheiminum er föðummhyggja til að mynda mun algengari en móðumm- hyggja, ef hún á annað borð er til staðar. um hafa komið þangað konur of- an úr sveit sem stunda þá íþrótt að raða saman skeljum, vatns- litadútlarar hafa þar viðkomu, en stundum líka stærri kanónur í listinni. Allt er það harla gott, því séu myndimar ljótar er hægðar- leikur að horfa framhjá skileríinu ofan í kaffibolla eða framan í kaffihúsaliðið. Og það sakar heldur ekki að vita af því að maður er staddur á virðulegasta, rótgrónasta og kannski besta kaffihúsi í bænum. Þessa dagana em það reyndar ljósmyndir sem skreyta veggina á Mokka. Þær eru komnar úr Ljósmyndasafni Reykjavíkur sem undanfarin ár hefur dregið fram í dagsljósið fjölda ljós- mynda úr borgarlífinu í bænum. Þama má sjá Reykvíkinga sem flestir hafa líklega safnast til feðra sinna sinna ýmsum dagleg- um störfum, strauja þvott, binda bækur, greiða hár, gera við skó og ráða í lífsgátuna í skólabók- um. Og þama em líka svipmynd- ir úr kaffihúsalífinu — þetta er svosem engin sjoppa sem getur að líta þama á einni ljósmynd- inni af sýningunni. Ætli þama hafi nokkuð verið hægt að fá, Jce cream soda“ eins og í Tívolí? SAKT- MOÐIC PULSA STILLIR UPP STEYPU „Þetta er oftast kallað pönk, það er einfaldast. Við höfum stundum skilgreint tónlistina sem kjamakraðak en það kallar á útskýringar. Munurinn er kannski að það er meiri kraftur í kjamakraðaki en pönki,“ segir Davíð Ólafsson, bassaleikari í hljómsveitinni Saktmóðigur. Svona til fróðleiks er rétt að segja ífá því að orðið saktmóð- igur telst góð og gild íslenska og þýðir hógvær. Hógvæm dreng- imir. í Saktmóðigur em fimm. Davíð og þeir Svavar Njarðar- son, Karl Pétursson, Þorvaldur Guðmundsson og Ragnar Rík- harðsson. Þeir hafa spilað sam- an í rúmt ár og hvarvetna komið fram af einstakri kurteisi. Davíö Ólafsson er hógvær piltur sem spilar pönk. Annað kvöld, föstudags- kvöld, halda þeir tónleika í Þróttheimum og verður húsið opnað klukkan 21. Asamt þeim koma fram hljómsveitin Pulsan, en í þeirri sveit munu vera einir tveir meðlima Sororicide, og hljómsveit með því furðulega nafni Still upp steypa, væntan- lega skammstafað SUS. Hvort þar er um að ræða pönkhreyf- ingu Sambands ungra sjálfstæð- ismanna vitum við ekkert um, en mikið lifandi skelfingar gam- an væri nú ef svo væri. Og rétt í lokin: Það er fh'tt inn! FRANKIE & JOHNNY HÁSKÓLABÍÓI Lítil mynd um ástir einmanna fólks. í sjálfu sér hugljúf og stundum jafnvel fyndin en aldrei neitt sérlega áhugaverö. Og vegna þess aö myndin á aö vera um venjulegt fólk er Mich- elle Pfeiffer látin vera ótilhöfö og dálítiö sveitt. Peir sem ætla í bíó aö horfa á hana geta því orðið fyrir vonbrigðum. Al Pacino leikur eins og í Sea of Love, er ýtinn, frekur og sítalandi um eigin sorgir. ★★ BÓKIN P.J. O’Rourke Parliament of Whores Höfundurinn er einn beittasti penni Rolling Stone og fjallar þar mest um erlend málefhi (næturlífið í Beirút, rokksenuna í Kabúl og svo framvegis). í þessari bók fjallar hann um bandaríska stjómkerfið og hvað er að því. Gagnrýnin á í raun við um öll vestræn lýðræðisríki í sjálfheldu skriffinnskunnar. O’Rourke er brjálæðislega fyndinn, eins og þegar hann útskýrir hvers vegna Guð er repúblikani en jólasveinninn demókrati. Þessi bók ætti að vera skyldulesning fyrir alla með greindarvísitölu yfir stofuhita og fær 10 af 10 mögulegum bæði í pólitíska flokknum og gamanbóka- viö í næstum öld. 4. apríl verða liðin hundrað ár frá fæöingu Edith Söder- gran og þann dag klukkan 16 verður dagskrá helguð henni í Norræna hús- inu. Um hana verður flutt erindi, lesin eftir hana Ijóð, spilað á slaghörpu og sýnd um hana kvikmynd. Og, kannski þarf ekki heldur að árétta þetta — það er ekkert lögmál að norrænar bók- menntir séu leiðinlegar. SJÓNVARP • Gettu betur. Þá er komið að úrslita- keppninni, Akureyrarslagnum mikla þar sem eigast við sigun/egararnir frá því í fyrra, strákarnir úr Menntaskólan- um á Akureyri, og gáfnaljósin úr Verk- menntaskólanum. Við gerum ekki upp á milli liðanna, en höfum grun um að þorri áhorfenda haldi með Verk- menntaskólanum, enda er það svolítið minni máttar skóli. Þetta er fjarska skemmtilegra og kannski veröur enn- þá skemmtilegra ef staðið verður við gefið fyrirheit og Ragnheiður Erla keppir við sigurliðiö í útvarpinu. Sjón- varpiö fös. kl. 21.10. • LJós og skuggi - Sven Nykvist. Nykvist vann ekki Óskarsverölaunin þetta árið fremur en Friðrik Þór Frið- riksson. En Nykvist þarf kannski ekki á slíkum vegtyllum aö halda, hann er löngu orðinn einhver frægasti kvik- myndatökumaður í sögunni. Afrekin eru fleiri en maður hefur tölu á, flest unnin í samstarfi viö Ingmar Bergman. Þessi mynd sem byggir á viötölum við Nykvist er islensk framleiðsla, komin ofan úr Mosfellssveit. Sjónvarpiö sun. kl. 22.25. • A Dry White Season. Forvitnileg og spennandi kvikmynd um hvítan Suöur-Afrikubúa sem með erfiðismun- um þarf að gera upp hug sinn gagn- vart aðskilnaðarstefnunni. Donald Sut- herland leikur af vanalegri íþrótt, en þó eru þeir enn öflugri Marlon Brando, sem þarna lék í fyrstu bíómyndinni siðan Superman, og Þjóðverjinn Júrgen Prochnow i hlutverki um- hyggjusams lögregluþjóns sem siðar reynist fúlmenni. Stöö 2 fim. kl. 23.25. VINSÆLU5TU MYNDBÖNDIN 1 Terminator 2 2 Teen Agent 3 Backdraft 4 Arachnophobia 5 Quigley Down Under 6 Hard Way 7 Hrói höttur 8 Two Jakes 9 Till I kissed ya 10 Relentless 2 • Richard Nixon. Ýmsir vilja meina að Nixon hafi veriö gáfaðasti forseti Bandaríkjanna í marga áratugi, þótt náttúrlega hafi hann hvorki verið sá heiðarlegasti eða farsælasti. Hann er annars furöulega samsettur náungi, gerði margt vel og annað hörmulega, og komst undarlega langt miðað viö hvað hann var í raun lítið við alþýðu- skap. Svo skildi hann embættið eftir í slíkum sárum aö uppfrá því vilja Bandaríkjamenn frekar vitgranna og ráðvanda forseta en þá sem eru orð- lagðir fyrir gáfur. Stöö2. sun. kl. 12.30. LÍKA í BÍÓ • BÍÓBORGIN: Víghöfði**** Mister Johnson*** JFK** Sföasti skátinn** BlÓHÖLLIN: Faöir brúöarinnar** Óþokkinn*** Síöasti skátinn** Thelma & Louise*** Pétur Pan*** Kroppaskipti** Svikráð** HÁ- SKOLABlÓ: Frankie & Johnny** Há- ir hælar** Til endaloka heimsins** Dauöur aftur** Tvöfalt líf Verón- iku*** LAUGARÁSBÍÓ: Víghöföi**** Barnaleikur 3* Hundaheppni** Bar- ton Fink*** REGNBOGINN: Föður- hefnd* Kastali móöur minnar*** Léttlynda Rósa*** Ekki segja mömmu* Homo Faber**** Hrói Hött- ur*** SÖGUBIÓ: Kuffs** JFK** STJÖRNUBÍÓ: Stúlkan mfn*** Bin- gó** Ingaló* Börn náttúrunnar*** Bilun f beinni útsendingu*** .. .fœr Friðrik Þór Friðriksson. (Hann hefði líka fengið hrós þótt hann hefðifengið s Oskarinn.) VI55IRÞÚ ... að Ruby, 18 ára gömul fíl- skýr í dýragarðinum í Phoenix, hefur búið til og selt um 100 abstraktmálverk fyrir um 250.000 dollara (15 milljónir króna). Það hefur nægt til að greiða fyrir allar sæðingar hennar, auk jress sem söluverð myndanna hefur borgað fyrir æxlunarútbúnað fyrir minka og refi í dýragarðinum. ... að í Guizhou-sýslu í Kína fær fólk greiddar 1.200 krónur íslenskar fyrir að benda yfirvöld- um á holdsveika einstaklinga. Þessi upphæð jafngildir nærri hálfsárs launum verkamanns í héraðinu. ... að klappstýrurnar hjá Dallas Cowboys skemmtu á 10 heimaleikjum í fyrra og fengu 15 dollara (900 krónur íslenskar) fyrir hvem leik. Meðallaun leik- manna Dallas Cowboy í fyrra voru 426.400 dollarar (25.584.000 krónur íslenskar). — ..M* PIZZAHUSID takt ana heim! FRÍAR HEIMSENDINGAR ALLAN SÓLARHRINGINN 7 DAGA VIKUNNAR PÖNTUNARSÍMI: 679333 PIZZAHÚSIÐ - þjónar þér allan sólartiringlnn BORGARVIRKIÐ Kántrýbandið AMIGOS seni eru þeir PAT TENNIS, VIÐAR JÓNSSON OG ÞÓRIR ÚLFARSSON Mætið ineð hattana Aldurstakinark 23 ár BORGARVIRKIÐ e ÞINGHOLTSSTRÆTI 2 f S: 13737

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.