Pressan - 02.04.1992, Blaðsíða 46

Pressan - 02.04.1992, Blaðsíða 46
Vildi innleiða rokkdansa og ýta félaginu inn í 20. öldina Benedikt Finnsson, fyrrum formaöur Þjóödansafélagsins, segir afturhaldiö í félaginu hafa fariö meö sigur af hólmi. ÞJÓÐ- Garöar Erlingsson rukkari þurfti frá að hverfa þegar hann geröi tilraun til aö rukka á miöilsfundi. „Átti fótum fjöraö launa undan útfryminu," segir Garöar. UPPÞOT Á MIÐILSFUNDI Látnir áskrifendur Þjóðlífs birtust bálreiðir þegar rukkari mætti á fundinn ÞORSTEINN ÚTHLUTAÐI MORGUN- BLAÐINU KVÓTA Kvótinn átti að fara á vitaskipið Arvakur en ekki útgáfufélagið „Með þessu er kvótinn kominn á fleiri hendur og viö munum því ekki skila honum,“ segir Styrmir Gunnarsson ritstjóri. 13. TOLUBLAÐ. 3. ARGANGUR HAFA SKAL ÞAÐ ER BETUR HLJÓMAR FIMMTUDAGURINN 2. APRIL VIÐ MUN- UM BIÐJA FYRIR EYKONI Segir Gunnar í Krossin- um eftir að Eyjólfur Kon- ráð gekk í Jethro Tull HALLDÓR BLÖNDAL NUM- INN BROTT AF GEIMVERUM Krefst dagpeninga fyrir þann tíma sem hann var á valdi þeirra Reykjavík, 2. apríl „Auövitað var áfall að heyra þetta. Hingað til höf- um við talið Eyjólf Kon- ráð öruggan en þetta sýnir okkur að eng- inn er hólpinn þegar djöfullinn og þunga rokkið eru annars vegar,“ sagði Gunnar Þorsteinsson, forstöðumaður Krossins, í samtali við GULU PRESS- UNA, en eins og blaðið skýrði frá fyrir viku hefur Eyjólfur Konráð Jónsson þingmaður gengið í skosku hljómsveitina Jethro Tull í kjölfar samninga um kaup Ians Anderson, höf- uðpaurs sveitarinnar, á fisk- eldisfyrirtækinu ísnó. „Við báðum fyrir Eyjólfi í gær og við biðjum fyrir honum aftur í dag. í svona málum þýðir ekki annað en biðja dag eftir dag,“ sagði Gunnar. Eyjólfur Konráð vildi lítið um málið segja þegar GULA PRESSAN hafði samband við hann þar sem hann var við upp- tökur á hljómplötu í hljóðveri í Glasgow. „Þeir mega biðja eins og þá lystir. Ég er loksins búinn að finna mig og ætla að halda áffam að rokka,“ sagði Eyjólfur. Halldór kvaöst hafa veriö svo heppinn að hafa Kodak Instamatic- myndavél meðferöis og segirSoltan Gris, 3. stýrimann, hafa tekiö þessa mynd af sér í brúnni á geimskipinu. í baksýn sést Voltar, heimaveröld geimveranna. Reykjavík, 2. apríl Halldór Klöndal landbúnaðarráðherra var að eigin sögn num- inn brott af geimverum í síðustu viku, samkvæmt heimildum GULU PRESSUNNAR úr fjármálaráðuneytinu. í því ráðuneyti mun liggja krafa Halldórs um dagpeninga fyrir þann tíma sem hann var á valdi geimveranna. Halldór vildi lítið tjá sig um málið þegar GULA PRESSAN hafði samband við hann í gær. Hann vildi þó ekki neita þessu þegar blaðið bar þetta undir hann. „Ég var úti í garði þegar þetta gerðist," sagði Halldór. „Þetta var á föstudaginn og ég vissi ekki af mér fyrr en um hádegi á mánudag. Það eru fjórir dagar ef maður telur báða dagana með.“ Samkvæmt heimildum GULU PRESSUNNAR hefur fjármálaráðuneytinu reynst afar erfitt að vinna út frá upplýsing- um Halldórs. Eins og kunnugt er eru dagpeningar misháir eftir því hvert er farið. Þeir eru til dæmis allnokkru hærri ef farið er til Norðurlanda en ef farið er til Miðjarðarhafslanda. Engar reglur munu liggja fyrir um ferðalög milli sólkerfa. „Við í dagpeninganefnd erum að vinna að málinu. Það er ýmis- legt óljóst varðandi verðlag á þeim stöðuin sem Halldór var fluttur á. Meira get ég ekki sagt,“ sagði Bolli Þór Bollason, for- stöðumaður hagdeildar fjármála- ráðuneytis og einn nefndar- manna í dagpeninganefnd, í samtali við GULU PRESSUNA. APRÍLGABB HEFUR EKKERT LAGA- LEGT GILDI í STJÓRNSKIPUNARRÉTTI segir Sigurður Líndal prófessor, sem telur að ríkisstjórnin verði að fara frá Reykjavík, 2. apríl „Þetta er alveg fáránlegt. Það sjá allir að þetta var bara gert í gríni og menn verða bara að taka því þannig,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráð- herra í samtali við GULU PRESSUNA eftir að honum barst í hendur lögfræðilegt álit nokkurra lögfræðinga um af- sögn ríkisstjórnarinnar, sem Davíð skrifaði undir í gær, þann 1. apríl. Öll álitin voru samhljóða: Ríkisstjórnin hef- ur sagt af sér og boða skal til kosninga. ,,Ég bara skif ekki hvað geng- ur að þessum mönnum. Ef mað- ur má ekki gera smágrín á 1. apr- fi þá má nú ekki mikið,“ sagði forsætisráðherra. „Mér vitanlega kveður hvergi svo á í íslenskum lögum að stjómsvaldsaðgerðir eða ákvarð- anir sem undirritaðar eru 1. apríl hafi minna vægi en aðrar. Mér sýnist því sem það sé Davíð sem hefur hlaupið aprfi en ekki stjómarandstaðan, eins og mér skilst að hann hafi ætlast til,“ sagði Sigurður Lindal lagapró- fessor, þegar GULA PRESSAN leitaði álits hans í gær. ,AJer fannst þctta ekkert sér- lega fyndið í gær en mér finnst þetta rosalega fyndið í dag,“ sagði Ólafur Ragnar Grfmsson, formaður Alþýðubandalagsins, í samtali við GULU PRESSUNA. Brottför 15. apríl - 12 dagar Verðfrákr. 32.800. Beint fflug til Mallorca mlðvikudag ffyrir skírdag, komið heim sunnudagskvöldið 26. apríl. Aðeins 4 vinnudagar. — — VORFERÐ TIL MALLORCA 3ja vikna ferð. Frábær ibuðahótel á eftirsóttum stöðum, Magalluf og Santa Brottfor 27. apríl 4 vikur Verð frá kr fararstjór- og fjölbreyttar skemmtl- og skoö- unarferðir

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.