Pressan - 30.04.1992, Blaðsíða 4

Pressan - 30.04.1992, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR PRESSAN 30.APRÍL1992 Á L I T Eins ans alnwnnt nam við Haskolaim Páll Skúlason prófessor, sem jafnframt situr í kennslumálanefnd HÍ, hefur kynnt tillögur sínar um eins árs aðfaramám þar sem nemendum yrði m.a. kennd gagnrýnin hugsun, lestur fræðibóka og enska. ÁSTA KRISTÍN RAGNARS- DÓTTIR, forstöðumaður Námsráðgjafar Háskólans: „Málið snýst um það að hér er verið að koma. með millikafla í námi upp á það að gera fólki betur grein fyrir því hvað háskólanám gengur út á. Það lenda mjög margir f ógöngum í sambandi við námsval og námsframvindu. Eg tel að þetta námstilboð geti dregið úr skakkaföllum fólks því þama gefst því ráðrúm til að átta sig betur á hvað það vill. Hér er verið að opna hugann fyrir því hvað akademískt nám er. Við í námsráðgjöfinni finnum lyrir því að margir sækja nám í Háskólanum sem aðgöngumiða að einhverju starfi en ekki vegna sér- stakrar námsánægju og þekkingarleitar. Ef fólk nær árangri eftir eins árs nám þá er ábyrgð Háskólans önnur.“ ÖRNÓLFUR THORLACIUS, rektor í Hamrahlíð: „Mér sýnist að ef á að fara að auka inngangsífæðslu við Háskóla Islands þá hlýtur það að tengjast því að framhaldsskólinn verði styttur. Það er kvartað undan því nú þegar að við séum með fólk sem kemur ári seinna inn í háskóla en gerist í nágrannalöndum okkar. Ef við eigum svo að fara að bæta við það einu ári í viðbót í aðfaramámi við Háskólann emm við komin með ansi hreint mikla almenna menntun. Hins vegar er það framkvæmdaratriði hvort þetta er unnið við framhaldsskóla eða í þeim skólum sem taka við. Þó get ég ekki litið á þetta sem áfellisdóm yfir framhaldsskóla- kerfinu." OLAFUR ARNARSON, aðstoð- | £ armaður menntamálaráðherra: Tj' r*,Tfj|| „Ég stend nú alveg við það að í ' v■" ; ;í fljótu bragði lítur þetta út fyrir að vera einhvers “ konar ífamlenging á framhaldsskólanum. Eg hélt að Háskólinn hefði forgangsröð sína öðmvísi. Ég sé ekki alveg rökfestuna í því að nám með þeim hætti sem Páll Skúlason lýsir eigi að vera hagnýtur undirbúningur fyr- ir fólk í tæknivæddu upplýsingaþjóðfélagi. Fljótt á litið virðist sem megináherslan sé á heimspeki og fommenntir. Ef þessi hugmynd nær fram að ganga er Háskólinn að færa sig niður á framhaldsskólastig. Ef marka má ummæli rektors er það þveröfugt við það sem Háskólinn vill stefna." PÉTUR Þ. ÓSKARSSON, for-l maður Stúdentaráðs: „Það er ákveðið vandamál fyrir hendi í Háskólanum sem þessari hugmynd er ætlað að leysa. Skýringanna er fyrst og fremst að leita í framhaldsskólunum, sem undirbúa nemendur ekki nógu vel fyrir háskólanám. Það er mjög gott að menn skuli vera famir að ræða það af einhverri alvöm hvemig við ætlum að leysa þetta vandamál. Mér sýnist hér vera á ferðinni ein- hvers konar almenn aðferðafræði og ég get ekki séð annað en slík fræði nýtist öllum þorra fólks í daglegu lífi.“ SVEINBJORN BJORNSSON, rektor Háskóla íslands: „Kosturinn við tillögu Páls er sá að það em margir hér í námi sem ekki em nægilega vel undir- búnir. Að stunda háskólanám kallar á ný vinnu- brögð og hugsunarhátt og ég gæti vel trúað að þessi nýja tillaga gæti hjálpað nemendum að finna sig í náminu. Sá ókostur sem menn hafa bent á, ef allir hefja nám með þessum hætti, er að hætta yrði á því að námið lengdist í námsgreinum sem krefjast mikillar starfsþjálfunar. í ýmsum greinum heimspekj- deildar og félagsvísindadeildar er vel hugsanlegt að viðurkenna þetta sem hluta af þriggja ára námi, en þá er hætta á að á það verði litið sem tossanám. Það er út af fyrir sig eðlileg gagnrýni þegar menn benda á að framhaldsskólamir eigi að skila nemendum tilbúnum til náms, en undirbúningsnám í háskólum er vel þekkt fyrirbæri víða erlendis." LUKKUHUSID GRAFARVOG er eitt frægasta hús á íslandi á seinni tímum. Það komst í fréttirnar 1989 er það varð aðalvinningur í skafmiðahappdrætti Hjálparsveita skáta; Lukkutríói. Fljótlega spunnust miklar sögur um húsið. Hjálparsveitirnar voru sakaðar um að leyna fólk því að húsið hefði gengið út á fyrstu vikunum. Þegar svo enginn gaf sig fram með vinningsmiðann voru þær sakaðar um að hafa aldrei gefið út miðann góða. . - ' . " i ' ;• • ' ___l___ ■ _;.. ■ ■ m I .':■■ ■ m BBh i.m i Lukkuhúsið til sölu „í dag bendir allt til þess að við seljum húsið,“ sagði Björn Hermannsson hjá Landsbjörg í samtali við PRESSUNA. „Við emm reyndar að skoða tilboð í það þessa dagana.“ Það varð uppi fótur og fit meðal íslendinga er Landssam- band hjálparsveita skáta hratt af stað skafmiðahappdrætti sínu, Lukkutnói, 20. október 1989. í fyrsta vinning var fullbúið glæsi- legt einbýlishús í Fannafold 209, sem þá var metið á fimmtán milljónir króna, eða vel á ní- tjándu milljón í dag. Bjöm segir að allt hafi verið reynt til að finna réttan eiganda. „Við auglýstum eftir vinning- smiðum á löglegan hátt og gerð- um allt sem við gátum til að finna réttan eiganda." Hann segir að þeir hjá sveitunum hafi reynt til þrautar og eina líklega skýr- ingin sé sú að einhver hafi gleymt sér í ákafanum við að skafa og hreinlega hent miðan- um dýrmæta. Miklar kjaftasögur fóru af stað er salan hófst; húsið átti að hafa farið strax fyrstu vikumar en sveitimar leynt því til að salan stoppaði ekki. Ekki batnaði ástandið þegar ekkert bólaði á vinningsmiðanum og vom Bjöm og félagar bomir þeim sökum að enginn vinningsmiði væri til. Svo langt gekk að rannsóknar- lögreglan gekk í máhð til að at- BÆTIFLÁKAR BANNAÐ AÐ VERA EDRÚ „... að lögreglan í Reykjavík heföi tekið þijá útigangsmenn í vörslu sína, þegar þeir heföu ætlað að sækja veislu við formlega opnun Ráðhúss Reykjavíkur. Úti- gangsmennimir hefðu verið stöðvaðir í Vonarstræti á leið til veislunnar. Þeir hefðu verið uppábúnir og ódmkknir, sam- kvæmt upplýsingum lögregl- unnar, en úrþví síðamefnda vom þeir sagðir hafa ætlað að bæta þegar í ráðhúsið kæmi. Víkverja finnst miður að lög- reglan skuli hafa verið með svona fyrirbyggjandi ráðstafan- ir og telur viðbrögð hennar við því að hitta þrjá prúðbúna róna í Vonarstræti alltof sterk.“ Víkverji Morgunblaösins. Omar Smári Ármannsson yfirlögregluþjónn: „Það er öllum sem tjá sig opinberlega frjálst að hafa skoðanir og þetta er skoðun Víkverja. Hún er góð og gild svo langt sem hún nær en ekki er þar með sagt að við séum sammála henni.“ ÓHEILLAPOLLUR „Við norðurenda nýja ráðhússins er kominn til- búinn pollur sem virðist flísalagður í bominn og allur hinn sakleysislegasti ásýndar. Þegar maður kemur nær pollin- um sér maður hins vegar og gerir sér grein fyrir því að þetta getur átt eftir að verða hinn mesti óheillapollur ef ekki er vel að gætt. Það væri til dæmis ekkert skrítið þótt ung böm sem slíta sig laus frá foreldri eða em þama á vappi gætu ráfað út í pollinn og hrasað með slæmum afleiðingum." Helga Þorsteinsdóttir í lesendabréfi IDV. Ólafur Jónsson, upplýs- ingafulltrúi Reykjavíkur- borgar: „Ég hef nú meiri áhyggjur af Tjöminni sjálfri. Pollurinn er fimmtíu sentímetra djúpur og aflíðandi og ég held að það sé voðalega erfitt að fara sér að voða þar, en þó er náttúr- lega allt hægt.“ SLÆMT FJÁRMÁLASIÐ- FERÐI í FLOKKUNUM „Mér er til efs að stjómmálasið- gæðið sé jafn bágborið og hér í nokkm siðmenntuðu landi en við gemm kröfu til að vera flokkuð til þeirra. Það verður ekki fyrr en flokkamir sjálfir beita sér fyrir breytingum á eig- in starfsreglum að von er til að íslensk stjómmál geti risið úr öskustónni og vænst þess að öðlast virðingu Valdimar H. Jóhannesson í grein um fjármál stjórnmálaflokka í DV Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokksins: „Ég hef ekki kynnst starf- semi annarra flokka jafn náið og Sjálfstæðisflokksins en ég hef enga ástæðu til að ætla að fjármál íslenskra stjómmála- flokka séu ekki með afskap- lega eðlilegum hætti. Ég tel ekki nauðsynlegt að það gildi neinar sérstakar bókhaldsregl- ur um stjórnmálaflokka um- fram önnur frjáls félagasam- tök. Og ég vara mjög við því að menn setji einhverjar strangar reglugerðir um það, því það opnar möguleikann á að slík kerfi séu misnotuð af þeim sem fara með stjómvald á hverjum tíma. Ég tel nauð- synlegt að stjórnmálaflokk- amir séu sem sjálfstæðastir og óháðastir slíkum hlutum. Ég sé ekki að siðferði í stjómmál- um hafi beðið hnekki, af því að hér eru ekki sérstakar regl- ur um starfsemi flokka og fjármál þeirra.“ PIPARSVEINA OG -MEYJ- ARBURTAFÞINGI „Ég vil reyndar taka enn dýpra í árinni og segja að engum ógift- um aðilum ætti að leyfast það aðstarfa inni á hæst- virtri lög- gjafarsamkomu Islendinga. Ég tel að það styrki ímynd hjóna- bandsins sem homsteins hverrar fjölskyldu og auki farsæld þjóð- félagsins í heild.“ Konráö Friöfinnsson, lesendabréf í DV. Kristín Ástgeirsdóttir, ógift alþingiskona: „Ég vil benda á að töluverð- ur hluti þjóðarinnar er ekki í lijónabandi, fólk á öllum aldri. Eg er fylgjandi því að fólk hafi frelsi til að lifa lífinu eins og það vill og tel að öll sjónar- mið og mismunandi reynsla eigi heima á Alþingi. Ég tel að það sé af hinu góða að þar sé fólk úr öllum stéttum, sem býr við mismunandi fjölskyldu- hagi og svo framvegis. Þannig að ég vísa þessu bara á bug.“ huga hvort allt væri með felldu með sölu miðanna eða hvort Hjálparsveitimar væm vísvit- andi að blekkja fólk. Ekkert kom fram sem benti til óeðlilegra við- skiptahátta. „Við fengum allskonar sögur á okkur og ég fékk rannsóknar- lögregluna í heimsókn. Þá var orðrómurinn um að húsið væri farið orðinn svo magnaður. Rannsóknarlögreglan var þá þegar búin að fara heim til kon- unnar sem átti að hafa fengið húsið. Sú kona var búin að fá heillaóskaskeyti og blóm frá alls konar fólki, því það gekk um allt að hún heföi fengið húsið,“ segir Bjöm. Sölu miðanna var hætt fyrir jfö nokkm og tími sá sem vinn- ingshafar höfðu til að nálgast vinninga sína er liðinn, rann út í nóvember síðastliðnum. Húsið er því í eigu Hjálparsveitanna og verður selt á næstunni. Bjöm segir að vissulega hafi þetta mál allt saman rýrt orðstír sveitanna og þeir hafi óskað þess að vinn- ingshafi kæmi fram. , J>að bendir allt til þess að ein- hverjum hafi yfirsést, en þó gerðist það almennt ekki í þess- um skafmiðabransa. Meðan hann stóð sem hæst skiluðu sér svo til allir vinningar en í þessu tilfelli virðist það ekki hafa gerst. Þetta var að vísu erfiður leikur og menn þurftu að einbeita sér svolítið. Það er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á en kannski heföi leikurinn átt að vera einfaldari. Þetta er búið að vera mikil trag- edía alveg frá fyrsta degi að við seldum fyrsta miðann,“ segir Bjöm Hermannsson, fram- kvæmdastjóri Lukkutríósins.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.