Pressan - 30.04.1992, Blaðsíða 9

Pressan - 30.04.1992, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 23. APRÍL 1992 9 Þrír fjárglæframenn eru nýsloppnir úr gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikilla ljársvikamála. Þrír lögmenn voru meðal þeirra sem rannsóknarlögreglan kallaði til yfirheyrslu vegna rannsóknarinnar. Þrír menn eru nýsloppnir úr gæsluvarðhaldi eftir að hafa ver- ið þar á aðra viku. Rannsóknar- lögregla ríkisins fékk þá setta inn vegna meintra fjársvika. Mennirnir eru: Jón Ellert Tryggvason, Orn Karlsson og Jón Magnússon. Allt bendir til að þeir tengist umfangsmiklum fjársvikum. Allir hafa þeir átt þátt í yfirgripsmiklum viðskipt- um þar sem blandast saman fasteignakaup, bflaviðskipti og víxla- og skuldabréfaútgáfttr. Rannsóknarlögregla ríkisins verst allra frétta af málinu. Vegna þessa máls hafa fjöl- margir aðilar verið kallaðir til yfirheyrslu, meðal annars þrír lögmenn sem tengjast málinu. Þeir eru: Olafur Thoroddsen, Skúli Sigurðsson og Haraldur Böðvarsson. Sem dæmi um umfang rann- sóknarinnar má nefna, að einn heimildarmanna PRESSUNNAR sagðist telja að bílaviðskipti þeirra félaga nái til um 100 bfla. FLÖGUBERGIÐ UPPHAF RANNSÓKNARINNAR Eins og áður hefur komið fram í PRESSUNNI þá voru viðskipti í kringum fyrirtækið Flöguberg hf. kærð til RLR. Stjóm þess var skipuð þeim Jóni Ellert, Jóhanni Valgarði Olafs- syni og Tryggva Jónssyni. Flögubcrg var pappírsfyrirtæki sem notað var markvisst til út- gáfu á verðlausum skuldabréf- um. Þegar fyrirtækið var úr- skurðað gjaldþrota á árinu 1991 vora skuldir þess 10 milljónir en eignir engar. Sömu menn áttu tvö önnur fyrirtæki sem fóru í eignarlaus gjaldþrot á svipuðum tíma, T.K. Vilhjálmsson, en kröfur í það vora 17 milljónir, og Sv. Jónsson en þar vora kröf- ur 4 milljónir. Samtals voru þetta kröfur upp á 30 milljónir en eignir vora engar. í þessum fyrirtækjum var leikinn sá leikur að fá gömul fyrirtæki með litla eða enga starfsemi og buna út skuldabréf- um með ábyrgðum þeirra. Slík- ar pappírsmyllur era orðnar al- gengar og þessir menn hafa átt þátt í mörgum slíkum. Með því að ná í gömul hlutafélög sem ekki hafa verið í rekstri fæst það sem kallað er hrein kennitala, það er að félagið er hreint á van- skilaskrám og því talið góður pappír. SKULDABRÉFAÚTGÁFA ÚT Á RÁNARGÖTUNA Viðskiptin með gistiheimilið á Ránargötu 10 eru einmitt dæmigerð íyrir þetta, en þau era hluti þeirrar umfangsmiklu rannsóknar sem nú er í gangi. Naustaborg var eigandi Ránar- götu 10. Um mitt síðasta ár keypti Jón Magnússon gamalt fjölskyldu- fyrirtæki, Plastvörur hf., sem hafði ekki verið í rekstri nokkuð lengi og því kjörið verkfæri til ffekari skuldabréfaútgáfu. Stjórn Plastvara er skipuð þeim Agúst Fylkissyni stjómar- formanni, Erni Karlssyni og Jóni Magnússyni. Naustaborg er í eigu Ólafs Thoroddsen og fól- ust kaupin að mestu í yfirtöku skulda. Fljótlega var farið að gefa út mikið af skuldabréfum og víxlum í nafhi Plastvara og með veði í Ránargötunni. Vora Plastvörar gjaman greiðandi og Naustaborg útgefandi og öfugt. Þessi bréf vora nánast verðlaus en þau vora samt mikið notuð í bflaviðskiptum. FENGU MATIÐ HÆKKAÐ OG GÁFU ÚT NÝ SKULDA- BRÉF Naustaborg keypti stórhýsið að Grensásvegi 14 af Sláturfé- lagi Suðurlands. Þá hófst nýr kafli í þessar skipulögðu starf- semi. Jón Magnússon og Ólafur Thoroddsen stjórnuðu þá Naustaborg og Jón átti Plastvör- ur hf. Mikil skuldabréfaviðskipti Ránargata 10. Þetta hús var notað til útgáfu „verðlausra" skulda- bréfa. voru milli þessara fyrirtækja, eins og áður sagði. Snemma eftir kaupin á Grensásvegi 14 tókst þeim með einhverjum hætti að fá nýtt og hærra mat á eigninni. Við svo búið voru gefnar út runur af skuldabréfum sem öll voru tryggð með veðum í Grensás- veginum. Samkvæmt heimild- um PRESSUNNAR nam útgáfan á Grensásveginn alls um 20 milljónum króna þannig að ljóst er að þeir sem að henni stóðu hafa hagnast verulega á þessu. Viðmælendur PRESSUNNAR vora allir á einu máli um það að aldrei hefði staðið til að greiða eina einustu krónu af þessum nýju skuldabréfum. Einhverra hluta vegna sáu Jón, Ólafur og félagar sér hag í að skipta um nafn á fyrirtækinu Naustaborg. Því var gefið nafn- ið Grensásvegur 14 hf. og þrátt fýrir nafnbreytinguna hélt fyrir- tækið sinni gömlu og „góðu“ kennitölu. Fyrir ókunnuga var því hér um að ræða gamalt og traust fyrirtæki. Fyrir voru miklar skuldir áhvflandi á eigninni. Telja verð- ur vonlaust að þeir sem nú eiga nýju bréfin fái þau nokkum tíma greidd. Þegar Sláturfélagið seldi húsið á sínum tíma hvfldu mikil lán á því, þar á meðal erlent lán. VÍSIR AÐ SKIPULAGÐRI GLÆPAST ARFSEMI “Viðskipti með svona pappíra eru orðin alvarlegt vandamál. Það má segja að þetta sé vísir að skipulagðri glæpastarfsemi, þar sem menn eru beittir þvingun- um og þeim jafnvel hótað lim- lestingum eða dauða“ sagði heimildarmaður innan rann- sóknarlögreglunnar. Fjársvikadeild rannsóknarlög- reglunnar er fáliðuð og vinnu- álagið er mikið. Þar á bæ berjast menn við að klóra í bakkann og eiga fullt í fangi með að hafa undan. Minni málin tefja rann- sóknir stærri og umfangsmeiri mála. „Það eru ákveðnir menn orðnir mjög umfangsmiklir í þessu. Þeir nota alls kyns fólk til uppáskrifta, allt niður í göturóna og aðra ámóta. Þetta fólk á það sameiginlegt að hafa ekki verið í bankaviðskiptum og er því ekki á vanskilaskrám bankanna.“ Siguröur Már Jónsson og Sigurjón Magnús Egilsson. Grensásvegur 14. Mat eignarinnar fékkst hækkað og samtímis voru gefin út bréf með veði í húsinu. Þau fást sennilega seint eða aldrei greidd.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.