Pressan - 30.04.1992, Blaðsíða 16

Pressan - 30.04.1992, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. APRÍL 1992 Greiðslustöðvunarráðgjafar á lögmannsstofu Tryggva Agnarssonar KfflHR FYHR RBMIMM Lögmannafélag íslands hef- ur nú til meðferðar kærumál vegna reikninga frá lögmannsstofu Tryggva Agnarssonar héraðsdómslögmanns. Er annars vegar kvartað yfir launa- og kostnaðar- Karl Steinar hætturhjá Verkalýðs- félagi Keflavíkur Aðalfundur Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur verður haldinn í dag og gerast þar þau tíðindi að Karl Steinar Guðnason þingmaður hættir sem formaður. Karl Steinar hef- ur gegnt formennsku í VSFK í 21 ár. Við starfi Karls Steinars tekur Krístján Gunnarsson, formaður sjómannadeildar félagsins. VSFK hefur vaxið mjög að um- fangi á undanfömum árum og hefur nú alls um 2.500 félags- menn innanborðs. Félagið á 60 ára afmæli síðar á árinu. „Sviplausar“ efnahaos- horfura næstu árum Þjóðhagsstoínun spáir stöðn- un í efnahagsmálum þjóðarinnar á ámnum 1993 til 1995 og er þá ekki gert ráð fyrir að úr álvers- málum rætist. Gert er ráð fyrir lélegri þorsk- veiði en góðum horfum með loðnuveiði og bættri nýtingu vannýttra fiskstofna, að jám- blendiverksmiðjan auki fram- leiðslu sína og álverksmiðjan sömuleiðis lítillega. Reiknað er með að tekjur af ferðamanna- þjónustu aukist nokkuð hratt eða um 6,5 prósent á ári. Þá er reikn- að með aðhaldssamri stefnu í ríkisfjármálum og peningamál- um með minnkandi viðskipta- halla og erlendum skuldum. Þannig megi reikna með 1 prósents aukningu landsfram- leiðslu og þjóðartekna að meðal- tali á tímabilinu, að þjóðarút- gjöld standi í stað, útÖutningur aukist um 1,5 prósent á ári, at- vinnuleysi minnki lítillega og kaupmáttur ráðstöfunartekna standi í stað. Bankamenn unnu málið gagnvart Islandsbanka Dómur er fallinn í félags- dómsmáli Islandsbanka gegn Sambandi íslenskra banka- manna, sem PRESSAN sagði frá í febrúar síðastliðnum. Dómur- inn féll SÍB í vil. Islandsbanki vísaði deilu aðil- anna til Félagsdóms til að fá því hnekkt að starfsmenn bankans njóti sömu lífeyrisréttinda og starfsmenn ríkisbankanna. Bankinn hélt því fram að ákvæði í kjarasamningi ætti aðeins við að einkabankar tryggðu sam- bærilega verðtryggingu á lífeyri og hjá ríkisbankamönnum, en ekki að það tryggði sömu réttindi og í eftirlaunasjóðum starfs- manna ríkisbankanna. SIB taldi að bankinn vildi með þessu svipta starfsmenn einka- bankanna umtalsverðum lífeyr- isréttindum. Þá þótti málið enn mikilvægara þar sem til stendur að einkavæða ríkisbankana. í því samhengi er ljóst að tekist er á um tuga ef ekki hundraða millj- óna króna útgjöld bankakerfisins á næstu áratugum. Lögmannafélagi íslands hefúr borist kæra frá forráðamönnum Prentsmiðju Guðjóns Ó. og Við- eyjar hf. á hendur Tryggva Agn- arssyni héraðsdómslögmanni. Fjallar kæran annars vegar um launa- og kostnaðarreikninga frá Tryggva og hins vegar um með- ferð á skilafé. Kæran hefur tvisv- ar verið tekin fyrir á fundi Lög- mannafélagsins, en þar sem Tryggvi hefur ekki skilað inn greinargerð hefur niðurstaða ekki fengist. Á fundi 22. apríl síðastliðinn var Tryggva gefinn frestur til 30. apríl að gera slíkt. í samtali við PRESSUNA upplýsti Tryggvi að hann væri búinn að skila inn greinargerðinni. Tryggvi var ráðinn tilsjónar- maður með prentsmiðjunni á fimm mánaða greiðslustöðvun- artímabili sem fyrirtækið fékk 25. október. Áður en því tímabili lauk óskuðu forráðamenn fyrir- tækisins eftir því að Tryggvi hætti og lögðu til við borgarfóg- eta að skipt yrði um tilsjónar- mann og var nýr lögmaður, Bjarni Þór Óskarsson héraðs- dómslögmaður, ráðinn til verks- ins. Ekki tókst að forða fyrirtæk- inu frá þroti og er það nú í gjald- þrotameðferð og eru skuldir um- fram eignir taldar um 120 millj- ónir. SKULDAJAFNAÐIAF REIKNINGIFYRIR OPIN- BERGJÖLD Þegar Tryggvi hætti hjá fýrir- tækinu kom upp ágreiningur um uppgjör og að sögn Braga Bragasonar, fjármálastjóra Guðjóns Ó., varð það niðurstaða forráðamanna fyrirtækisins að vísa málinu til lögmannafélags- ins. Þar sem Tryggvi og félagar komu til skjalanna á óvenjuleg- um tíma er í raun erfitt að segja til um hvemig ber að meta vinnuframlag þeirra og hvaða reglum ber að beita. Samkvæmt heimildum PRESSUNNAR er einmitt togast á um hvemig eigi að nota gjaldskrá lögmanna í til- vikum sem þessu. En eins og áður sagði er þrátt- að um meðferð á skilafé, sem eru sýnu alvarlegri ásakanir. Eftir því sem komist verður næst vom öll launatengd gjöld íyrirtækis- ins, sem féllu til á meðan á greiðslustöðvuninni stóð, lögð inn á bankabók í umsjón Tryggva. Eftir að óvissa kom upp um greiðslur til Tryggva skuldajafhaði hann út af bókinni fýrir sínum reikningum. Um rétt- mæti þess þarf Lögmannafélagið að úrskurða. MEÐ MÖRG JÁRN í ELD- INUM Tryggvi hefur á undanfömum árum sérhæft sig í að aðstoða fyrirtæki í greiðsluerfiðleikum og hefur hann átt samstarf við tvo rekstrarhagffæðinga þar um. Það em þeir Jón Atli Kristjáns- son og Jónas Ingi Ketilsson sem unnið hafa með Tryggva. Þeir hafa ekki með sér formlegt félag en samstarf þeirra er náið. Þeir félagar hafa að undan- fömu verið með mörg stór og erfið fyrirtæki í meðferð og sagði einn viðmælenda PRESS- UNNAR, sem tengist þessum fyrirtækjum, að þeir væm með of mörg jám í eldinum. Bæjarstjóm Ólafsvíkur fékk þá til aðstoðar vegna kaupa og sölu bæjarsjóðs á bátum úr þrotabúi Hraðfrystihúss Ólafs- víkur. Var það sérstaklega Jón Atli sem sinnti því verki og fengu þeir greiddar fyrir það fimm milljónir króna. Var það fyrir vinnu frá ágúst í fyrra til áramóta. Á sama tíma aðstoðaði Tryggvi Fiskverkun Hildar hf. sem fékk greiðslustöðvun í haust en þá vom heildarskuldir fyrir- tækisins um 60 milljónir. Nýlega leitaði fyrirtækið eftir nauða- samningum og bauð kröfuhöf- um 10% af skuldum, en því hef- ur verið hafnað. Virðist ekkert nema gjaldþrot blasa við fyrir- tækinu í kjölfar þess. STÖRFUÐU SJÖ MÁNUÐI VIÐ NIÐURSUÐUVERK- SMIÐJUNA Eitt fyrirtækið sem þeir hafa aðstoðað á síðasta hálfa árinu er Niðursuðuverksmiðjan hf. á ísa- firði, en Tiyggvi og Jónas Ingi störfuðu við félagið á greiðslu- stöðvunartíma þess. Skuldir Niðursuðuverksmiðjunnar em gríðarlegar, um 900 milljónir. Að sögn Eiríks Böðvarssonar reikningum en hins vegar yfir meðferð á skilafé. hjá Niðursuðuverksmiðjunni var leitað eftir afslætti á þóknun til ráðgjafanna og fékkst sá afslátt- ur. Sagði Eiríkur að hér væri vissulega um dýra þjónustu að ræða, en ef hún gengi upp og fýr- irtækjunum yrði bjargað væri hún þess virði. Málin hefðu hins vegar þróast þannig að ráðgjaf- amir hefðu verið lengi að hjá Niðursuðuverksmiðjunni eða ffá október til apríl. Þess vegna hefðu hlaðist upp háir reikning- ar. Það var síðan ekki til að bæta stöðuna þegar fýrirtækið var inn- siglað í miðri greiðslustöðvun vegna vangoldinna opinberra gjalda. Viðmælendur PRESSUNNAR vom sammála um að þetta væri dýr þjónusta sem þama væri keypt. Þóknanir til ráðgjafanna miðast við heildarskuldir og veltufé fýrirtækjanna. Því er ljóst að miðað við fimm milljóna reikning vegna Hraðfrystihúss Ólafsvíkur hefur verið greitt eitt- hvað minna vegna Guðjóns Ó. en meira vegna Niðursuðuverk- smiðjunnar. Þóknanir til greiðslustöðvunarráðgjafanna vegna þessara þriggja fýrirtækja gætu því hafa verið á milli 10 og 15 milljónir króna. Það er kannski ekki mikið miðað við að „sjúklingamif ‘ vom á gjörgæslu, en spuming er hins vegar hvort þeir hafi lifað lækninguna af? Siguröur Már Jónsson K R E D I T „Það gustar stundum svolítið af honuni þegar það verður mikil spenna á sáttafundum og í samningaviðræðum, en það er nú kannski nokkuð sem er óhjákvæmilegt,“ segir Víglundur Þorsteinsson. „Hann mætti vera léttari. Hann er léttur í sinni en hann mætti vera grennri eins og ég og mínir líkar. Hann samsvarar sér vel í þjóðinni því við mættum öll vera grennri og þar með hann,“ segir Tómas Þorvaldsson. „Guðlaug- ur mætti vera hvassari. Ef það er einhver galli á honum þá er hann of miidur. Það myndi hjálpa honum í starfi að vera ákveðnari án þess að vera með læti,“ segir Einar Oddur Kristjánsson. „Þú sérð ekki mikið eftir hann á prenti. Reynsla hans, sem er mikil, hefur ekki komist á pappír og lítið hægt að lesa eftir hann,“ segir Sigurður Stefánsson. ogæskuvinur. Guölaugur Þorvaldsson Guðlaugur Þorvaldsson hefur gegnt starfi ríkissáttasemjara frá 1979. Fyrr í þessari viku var miölunartillaga Guölaugs lögö fram en hann stjórnaöi nýafstöönum átta mánaöa kjarasamningaviðræðum. D E B E T „Ég held að Guðlaugi hafi tekist mjög vel að gæta hlutlægni í sáttasemjarahlutverkinu og að klemmast ekki á milli fylkinga í starfi sínu, sem er ekki létt. Hann vfiar ekicert fyrir sér; allt frá því að hella upp á kaffið og yfir í að halda saman sáttafundi, hvort sem það er í löngum vökum eða á venjulegum dagfund- um,“ segir Víglundur Þorsteinsson, forstjóri B.M. Vallár hf. „Guðlaugur er drengur góður, eins og sagt var í gamla daga, og öllum velviljaður. Eg hef aldrei kynnst öðm,“ segir Tómas Þorvaldsson útgerðar- maður, forstjóri Þorbjarnar hf. og bróðir. „Guð- laugur er óskaplega ljúfur sómamaður og mjög sam- viskusamur að rnínu mati,“ segir Einar Oddur Kristjánsson, formaður Vinnuveitendasambands Islands. „Guðlaugur er góður maður, glaðlyndur og vinmargur. Hann var góður námsmaður og aldrei hrekkjóttur. Góður matur og gott vín eiga vel við hann.“ sppir SÍPiirftiir Sfpfánwnn pnrlnrsknðiinrli Forráöamenn prentsmiöjunnar GuöjónÓ hafa leitaö til Lög- mannafélagsins vegna reikninga frá Tryggva Agnarssyni.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.