Pressan - 30.04.1992, Blaðsíða 20

Pressan - 30.04.1992, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. APRÍL 1992 L PRESSAN Útgefandi Blaðhf. Ritstjórí Gunnar Smári Egilsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Hverfisgötu 8-10, sími 62 13 13 Faxnúmer: 627019 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjóm 62 13 91, dreifmg 62 13 95 (60 10 54), tæknideild 62 00 55, slúðurlína 62 13 73. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði ef greitt er með VISA/EURO/SAMKORT en 750 kr. á mánuði annars. Ríkisstjórnin eins árs Ríkisstjóm Davíðs Oddssonar er eins árs í dag. Ef ein- hverjir hafa bundið vonir við breytta tíð undir hennar stjóm hlýtur að hafa slaknað á þeim væntingum. Jafnvel þeir, sem hafa beðið í tuttugu ár eftir því að geta lifað hér og starfað án þess að Framsóknarflokkurinn væri í stjóm, eiga sjálfsagt erfitt með að greina muninn. Þrátt fyrir háværar kvartanir stjómarandstöðunnar á þingi og ýmissa hagsmunahópa liggja fá stór verk eftir þetta fyrsta ár stjómarinnar. Ástæðan íyrir fyrirferð nokk- urra mála ríkisstjómarinnar í almennri umræðu liggur ffemur í því að stjómin hefur látið hjá líða að kynna þau fyrirffam eða vinna þeim fylgi heldur dembir þeim ffam eins og sá sem vill láta aðra taka eftir valdi sínu. Með þessu verklagi er ríkisstjóminni einkar lagið að fá þingið og þjóðina upp á móti sér. Fæst þessara mála, sem mestur hávaðinn hefur verið út af, bera þess hins vegar merki að kúrsinum hafi verið snú- ið. Ríkisstjómin hefur staðið fyrir nokkrum niðurskurði hjá ríkinu, enda var henni nauðugur einn kostur. Hún hef- ur líka gefið út yfirlýsingar um að búið sé að loka nokkr- um styrktarsjóðum ríkisins. Það telst varla stóraffek, þar sem rekstri þessara sjóða var sjálfhætt. Þeir vom einfald- lega uppumir. Eins og fyrri ríkisstjómir hefur þessi látið nokkur af stærstu málum þjóðarinnar danka án þess að gera tilraun til að vinna eftir ákveðinni stefnu. Þannig er um kvóta- og sjávarútvegsmál. Þannig er um byggða- og landbúnaðar- mál. Þannig er um flest mál sem skipta þjóðina raunveru- lega máli. Sumir ráðherranna hafa klárar skoðanir á þessum mál- um. Þeir virðast hins vegar hvorki hafa í sér dug né nennu til að vinna þessum skoðunum sínum það fylgi sem þarf til að hrinda þeim í framkvæmd. Þeir skreyta sig með þeim í viðtölum en semja sig svo í gegnum hagsmunagæsluna niðri á þingi. Niðurstaðan verður sem fyrr einhver óskapn- aður sem flestir geta sætt sig við en gagnast engum. Þannig virðast ráðherramir ffekar líta á stjómmálin sem lífsstíl en starf. Þótt þeir hafi örlitlu meira vald en óbreyttir þingmenn stjómarandstöðunnar eru þeir í raun í sama leiknum og endanlega hefur gengið fram af þjóðinni í vet- ur. Sú vitleysaöll sem hefur viðgengist íþinghúsinu hlýtur að skrifast að stómm hluta á reikning ríkisstjómarinnar. Á meðan ráðherrar stjómarinnar nota helst vald sitt til að koma félögum og vinum í betri störf er eins árs affnæli hennar ekki mikil tímamót. Ekki nema fyrir ráðherrana sjálfa, fjölskyldur þeirra og vini. V I K A N ÞETTA GÆTIORÐIÐ SPENNANDISUMAR Þegar ein vika er liðin af sumrí bendir allt til þess að þetta geti orðið eitt mest spenn- andi sumar sem okkur hefur verið boðið upp á hingað til. Það er ekki bara Júróvisjón í næsta mánuði og síðan Evrópumótið í fótbolta og síðan Ólympíuleik- arnir heldur fáum við líka sum- arþing og meira að segja líka flokksþing krata. Svo er víst enn einhver möguleiki á for- setakosningum — eða hvað? Og ef stjómarandstaðan á þingi mætti ráða fengjum við líka þjóðaratkvæðagreiðslu um EES-samninginn. Það hefur sannað sig á B-keppnum í hand- bolta að maður þarf ekki að hafa vit á þeirri íþróttagrein til að skemmta sér konunglega yfir keppninni. Það sama gæti orðið upp á teningnum varðandi EES. Þótt þjóðin hafi margsinn- is lýst því yfir að hún hafi ekki hugmynd um hvað þeir stafir tákna þá getur hún ábyggilega skemmt sér ef það verður keppt í þeim. Kosninganætur em alltaf skemmtilegar — svo framarlega sem Jón Oskar Sólnes, Guð- mundur Einarsson og Ólafur Harðarson em ekki með. VIÐSKIPTASKÚBB VIKUNNAR Heiðurinn af því á Ólafur Ragnarsspn, bókaútgefandi í Vöku-Helgafelli. Hann fékk nafna sinn G. Einarsson til að samþykkja að greiða vinnings- upphæðina í bókmenntaverð- launum Halldórs Laxness — sjálfsagt gegn því að Ólafur G. héldi ræðuna. Olafur í Vöku fær síðan útgáfuréttinn að bókinni sem vinnur og líklega öðmm bókum úr keppninni sem hann hefur lyst á að gefa út. í það minnsta fær hann að lesa þær á undan öðmm útgefendum. Og það er enn eitt sem er sniðugt hjá Ólafi í Vöku. Aðeins óút- gefnar bækur taka þátt og keppnin fer fram að hausti. Ef verðlaunin em vegleg munu sjáifsagt margir rithöfundar freista þess að senda stnar bækur í keppnina. Aðrir bókaútgefend- ur mega því búast við að fá þær bækur sem Ólafúr vill ekki ein- hvem tímann um mánaðamótin september/október. Ef þeim HVERS VEGNA Kemur aldrei góðœri þrátt fyrir allan stöðugleikann? Þórólfur Matthíasson lektor svarar „Svarið er mjög einfalt. Með stöðugleika hafa menn hér íyrst og fremst átt við stöðugleika í verðlags-, gengis- og kaup- gjaldamálum. Þetta em verð- stærðir. Góðæri á hins vegar við hvort raunvemleg framleiðsla sé að aukast, það er að segja hvort magn framleiðslunnar sé að auk- ast. Skortur á stöðugleika áður íyrr kom til af því að menn vom að skrökva að sjálfum sér hvað varðar magn þeirra gæða sem þeir héldu að yrði til skiptanna, það er að segja í kjarasamning- um. Til dæmis létu menn eins og framleiðsla þjóðarbúsins myndi ef til vill aukast um 10, 20 eða 30 prósent þegar raunin varð miklu minni. Nú hafa menn leitt rök að því að erfitt sé fyrir fyrirtæki og ein- staklinga að gera áætlanir ef verðlag er á fleygiferð. Slíkt ástand geti til dæmis kallað á fjárfestingarmistök. Menn segja því sem svo að það geti verið skaplegt fyrir hagvöxt, og þar með velmegunarþróun, ef búið er lengi við mikla og breytilega verðbólgu. Stöðugleiki í verð- lagsmálum er þannig ein af for- sendum hagvaxtar og góðæris segja menn. En þá kemur að því hvers vegna hagvöxturinn lætur bíða eftir sér. Stöðugleiki í verðlags- málum er aðeins ein forsendan fyrir bættum hagvexti. En marg- ar aðrar forsendur þarf að upp- fylla. Til dæmis þarf uppbygg- ing atvinnulífsins að vera með þeim hætti að hún örvi ijárfest- ingu í arðbærum verkefnum. Það hafa verið færð að því rök að staða sjávarútvegsins (ókeyp- is aðgangur að auðlindum hafs- ins) skekki stoðir atvinnulífsins og komi í veg fyrir eðlilega upp- byggingu iðnaðar- og þjónustu- greina. Landbúnaður býr við innflutningsvemd og í skjóli hennar er haldið uppi óarðbærri framleiðslu. Væru framleiðsu- fjármunir fluttir úr landbúnaði yfir í iðnaðar- og þjónustugrein- ar gæti það gefið aukna þjóðar- framleiðslu. Önnur forsenda sem við höfum ekki hugað nógu vel að er menntun og samseming hennar. Nýlega hafa verið settar fram tölur sem benda til þess að við séum að dragast nokkuð aft- tekst að koma þeim út fyrir jólin eru þeir góðir. Annars má búast við að þeir hjá Máli & menningu labbi nið- ur í menntamálaráðuneyti og heimti samskonar vinningsupp>- hæð í bókmenntakeppni Þór- bergs Þórðarsonar. Ölafur G. hefur að minnsta kosti gefið tón- inn um stuðning sinn við einka- fyrirtæki í bókaútgáfú. FJÖLSKYLDUR VIKUNNAR Þann titil bera Gunnar Kvar- an, forstöðumaður Kjaravals- staða, eiginkona og tvö böm. Af- steypa af þeim er á sýningu Yoko Ono í New York undir nafninu Tegund í útrýmingar- hættu. Og þennan titil bera líka IUugi, Elísabet, Unnur og_ Hrafn Jökulsbörn. Systkinin fengu öll styrk úr rithöfunda- sjóði. Hvert um sig rúmar 200 þúsund krónur. yy Stöðugleiki í verðlagsmálum er aðeins ein for- sendan fyrir bætt- um hagvexti. Margar aðrar for- sendur þarf að uppfylla. u ur úr nágrannaþjóðunt hvað menntun varðar. Þetta gæti orðið til jaess að slæva hagvöxt í fram- tíðinni. Það er afar brýnt að hugað sé að öllum þessu forsendum hag- vaxtar. Byggð á þessu skeri hlýt- ur að leggjast af ef þegnum landsins verða ekki sköpuð sam- bærileg lífsskilyrði og gildir um þegna nálægra landa.“ fhví£sml£sa y i4 us/\ e ^samvíR' I bbo ÉG OAÞÍON p. Á HiAPLÍFMiAÍ AÍ-Í.TAF ShN> BAkTjAíí urf HiHdrf JlóRA HöfJplAAÓ VÍD AÐ UGGÍ í& R.EDDAÐÍ ÞeF /Vú ?NN ' 't\ PgESSKfíA f DEM «r Mu VER&iAR Þút AÐ GeÞtft oKKuR PoTirfípw «Æt; f A6LTf Pí-AriCAN'NiA Í Þ£iR / SEGja AÐ Vie> Fé'FMM MVAiit) hépÝGflZft t*£öAR \!ÍÞ VíRMM ' SVrífrJ ■“ VApC f Ti/AÍP^ty—* ÍNfríVt BAMÞAiAGIÐ'' gMÞwRieRiSrAÍAíJA HFiMi cR haIaJÍRN'WíiaI íoRtSRA £í>‘mSÍM FPÁ HþFAi/aiu/a... ViÞ VafWv BAR/ A fKMpi f , FPfPfPlAÍ.A&NiNGAp.&saAMNl‘ 1 ÞA K&MI40. VeÁP FAÁ EiSTCMDÍ oo Vi-p ASAleA-Oip. AP V/ep-A- PeMÍNÓAijiÁh'E ÞxbFiAÞÝfQJlMR 06 Bt-iAlDFML/JR “ÍH í-ÍKA a rtflMSk HiAPUFiHiA! AUTftV sAfV BAkTjftíW MAKKiÐ o& SriltihJ&iN Sbr^iA fÍMlBRuDiA PiPÞÓMATAANiA AÞ RFFla UM /AFMWiMtrAA-TeMGSt.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.