Pressan - 30.04.1992, Blaðsíða 26

Pressan - 30.04.1992, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. APRIL 1992 E R L E N T Hvað er Manila? Áður óbirt rit- gerð háðfugls- ins Marks Twain um bandaríska heimsvalda- stefnu og land- vinninga Banda- ríkjamanna á Filippseyjum í upphafi aldar- innar. Það var kannski heppilegt fyrir bandaríska rithöfundinn Mark Twain að ekki skyldi vera búið að finna kommúnismann almennilega upp þegar hann var upp á sitt besta. I áður óbirtri ritgerð hans, sem birtist í aprílhefti tímaritsins The Atlantic, lýsir hann skoðunum sínum á landvinningum Bandaríkjamanna á Filippseyjum um síðustu aldamót. Margt af því sem þar er sagt er eins og uppkastið af andófi vinstri manna gegn bandarískri heimsvaldastefhu síð- ustu hálfa öld. Nema hvað Twain var náttúrlega fyndnari og meinhæðnari en þeim hefði nokkum tíma tekist. GEGN HEIMSVALDASTEFNU Þótt Twain sé þekktastur íyrir skáld- sögur sínar beindi hann á sínum tíma pennanum ekki síður í blaðaskrifum gegn því sem honum þóttu ógæfuspor bandarískra stjómvalda. Meðal þeirra var hin nýja heimsvaldastefna sem Bandaríkjamenn tóku upp á síðasta ára- tug aldarinnar og var eiginlega gælu- verkefni og einkaframtak nokkurra stjómmálamanna, manna á borð við Theodore Roosevelt, Henry Cabot Lodge og John Hay. Hún gekk gegn öllum meginstraumum í pólitískri hugsun Bandaríkjamanna fram að þeim tíma og olli miklum deilum. Mark Twain var meðal helstu gagnrýnenda hennar og einn af foiystumönnum The Anti-Imperialist League, samtaka sem stofnuð voru í kjölfar átakanna á Fil- ippseyjum. Það var nefnilega á Filippseyjum sem Bandaríkjamenn misstu meydóm- inn í utanríkismálum. Þeir voru sjálfir tiltölulega nýsloppnir úr klóm breska heimsveldisins, voru yfirlýstir stuðn- ingsmenn lýðræðis og þjóðfrelsis og höfðu marglýst yfir að þeir ætluðu ekki að fylgja sömu utanríkisstefnu og gömlu evrópsku heimsveldin. Þetta gekk lengi vel ágætlega og að undanskildum litlum ævintýrum í Mexlkó og Mið-Ameríku voru Banda- ríkjamenn yfirleitt trúir þessari róttæku stefinu. Þegar Kúbanir gerðu uppreisn gegn Spánveijum 1898 studdu Banda- ríkjamenn þá dyggilega og háðu það sem Hay kallaði indælt stríð — „a splendid little war“. En Spánveijar áttu lflca Filippseyjar og þar var freistingin of mikil til að Bandaríkjamenn stæðust hana. Filippseyjar urðu fyrsta banda- ríska nýlendan. í STRÍÐ VIÐ FRELSISHETJUNA Greinin eftir Twain er skrifuð árið 1901 og er að stofni til ritdómur um þá nýútkomna ævisögu Emilios Aguin- aldo, sem leiddi uppreisn Filippseyinga gegn Spánveijum á síðasta áratug ald- arinnar. Hann tók við stjóm filipp- eyskra uppreisnarmanna árið 1896, að- eins 26 ára, og knúði ffam loforð um verulegar breytingar á stjómarháttum Spánveija í landinu. Þegar Spánverjar sviku greip Aguinaldo aftur til vopna og naut þess nú að Bandaríkin höfðu nýhafið styijöld við Spánveija á Kúbu og vildu gjama losna við þá frá Filipps- eyjum líka. I samvinnu við Bandaríkja- menn var Spánveijum steypt og hann tók við stjóm landsins. Ekki lengi þó. I fnðarsamningum við Spán fengu Bandarfldn yfirráð yfir eyj- unum og í kjölfarið fylgdi stríð við her- sveitir Aguinaldos frá 1899 til 1902. Það er þetta stríð og landvinningastefha Bandaríkjanna á Filippseyjum sem Twain gerir að umfjöllunarefni í ritgerð sinni. Sérstaklega staldrar hann við töl- ur um mannfall og þá niðurstöðu höf- undarins að ein milljón Filippseyinga hafi fallið fyrir þrjátíu þúsund manna sveitum Bandaríkjanna: „Þetta er 85 prósent meira mannfall en dæmi em um úr sögunni, jafnvel þótt flóð og hungursneyð og fjöldamorð hafi hjálp- að til. Þrjátíu þúsund drápu milljón. Það er leiðinlegt að höfúndurinn skuli láta þetta fféttast; þetta er einkar vand- ræðalegt afspumar." Andstaða Twains við stríðið á Fil- ippseyjum var hugmyndafræðileg og svipaði að mörgu leyti til andófsins sem seinna varð gegn stríðinu í Víet- nam. Hann taldi að Bandaríkjamenn ættu að vera talsmenn þjóðfrelsis og sjálfsákvörðunarréttar þjóða, en ekki taka upp á þeim gamla evrópska leik að leggja undir sig fjarlæg lönd. „Mér fannst að við ættum að vera vemdarar þeirra (Filippseyinga) — ekki reyna að kiemja þá undir hælum okkar. Við áttum að losa þá undan harðstjórn Spánverja og gera þeim kleift að stjóma sér sjálfir. Það átti ekki að vera rfldsstjóm eftir okkar uppskriff, heldur ríkisstjóm sem endurspeglaði viðhorf meirihluta Filippseyinga, rflds- stjóm eftir þeirra höfði. Það hefði verið verðugt verkefni fyrir Bandaríkin." HVAÐ ER MANILA? A öðmm stað lýsti Twain ríkisstjóm- arfundi sem William McKinley forseti hélt þegar fréttist að George Dewey aðmíráll hafði unnið sigur á Spánveij- um. Það lágu nokkur atriði fyrir fund- inum. Fyrsta. Hvað er Manila? Er það borg, meginland, eyjaklasi eða hvað? Þetta olli nokkrum erfiðleikum. Sumir ráðherrar héldu að það væri eitthvað af þessu, aðrir eitthvað ann- að. Forsetinn lét ekki í ljós skoðun á málinu. Annað. Hvar var Manila? Sumir ráðherrar héldu að hún væri einhvers staðar, aðrir héldu að hún væri ann- ars staðar og enn aðrir héldu ekki. Og aftur neitaði forsetinn að taka af- stöðu. Eftir harðar deilur var friðarsamn- ingurinn við Spánverja samþykktur og bandarískur almenningur gleymdi hvað og hvar Manila var. Þangað til í fyrra þegar ákvörðun var tekin um að bandaríski herinn yfirgæfi Filipps- eyjar, rúmlega níutíu árum eftir að Twain skrifaði ritgerð sína og spurði: „Eigum við að halda áfram að troða siðmenningu okkar upp á þessar þjóðir sem sitja í myrkrinu eða eig- um við að láta aumingja fólkið í firiði? Karl Th. Birgisson Félagsfundur Félag starfsfólks í veitingahúsum heldur félagsfund vegna nýgerðs kjarasamnings og sáttatillögu ríkissáttasemjara mánudaginn 4. maí 1992 kl. 17.00 í Baðstofunni Ingólfsstræti 5. Að fundi loknum geta félagsmenn tekið þátt í allsherjaratkvæðagreiðslu. Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta og taka þátt í atkvæöagreiöslunni Félagsfundur Vegna nýgerðs kjarasamnings og sáttatillögu ríkissáttasemjara fer fram allsherjaratkvæðagreiðsla í Ingólfsstræti 5 sem hér segir: Strax að loknum félagsfundi Félags starfsfólks í veitingahúsum mánudaginn 4. maí nk. og stendur til kl. 21.00 þriðjudaginn 5. maí frá kl. 8.00 - 20.00 miðvikudaginn 6. maí frá kl. 8.00-16.00 Félagsmenn eru hvattir til þess aö mæta og taka þátt í atkvæðagreiðslunni Þarftu að selja bílinn fljótt? Ef svo er, þá láttu skrá hann á forgangslista hjá okkur. Þú mátt reikna með aö bíllinn seljist mjög fljótt, líklega á 1-30 dögum. Forgangsbílar þurfa aö uppfylla eftirfarandi: • Standa hjá okkur alla daga. • Vera á raunhæfu verði. • Vera í lagi og hreinir, helst skoð. '93. Við munum auglýsa bílana uns þeir seljast. Fyrir kauþendur þýðir þetta, góðir bílar á hagstæðu verði. Bifreiöasala íslands, Bíldshöfða 8, sími 91 -675200. TONLEIKAR — Rouð óskrifforröð — í Hóskólabíói fimmrudaginn 30. apríl kl. 20.00 EFNISSKRÁ: Leevi Maderoja: Sinfónía nr. 1 Dohuslav Marrinu: Óbókonserr J. N. Hummel: Inrroducrion, Adiogo, Theme & Voriorions Igor Srrovinskíj: Eldfuglinn EINLEIKARI: Mourice Dourgue Dourgue er mennroður í Porís og skipri 1. verðlounum í olþjóðlegri blósoralseppni órið 1966 með Jomes Golwoy. Honn hefur einnig hlorið fleiri verðloun fyrir óbóleik. Dourgue er þekkrur og efrirsóiTur einleikori víðo um heim. HUÓMSVEITARSTJÓRI: Petri Sokori aðalhljómsveirarstjóri SÍ. Miðoponfonir og solo foro from á skrifstofu Sinfóníuhljómsveitorinnor í Háskólabíói ollo virka dogo frá kl. 9-17, sími 622255. Einnig eru seldir miðor í anddyri við upphof tónleikonno. SINFÓNÍUHUÓMSVEIT ÍSLANDS Hóskólobíói v/Hogotorg. Sími 622255.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.