Pressan - 30.04.1992, Blaðsíða 27

Pressan - 30.04.1992, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. APRÍL 1992 27 H E I M I L I Ð Katrín Sigurðardóttir söngvari notar heimili sitt á margvíslegan hátt og má eiginlega segja að það sé bæði vinnu-, sam- komu- og hvfldarstaður. „Þetta fer ákaflega vel saman og hentar okkur hjónum ágætlega, því eiginmaðurinn er líka mikið vinnudýr. Ég vinn mikið heima, æfi mikið, sem útheimtir það um leið að ég þarf stöðugt að vera syngjandi og spil- andi. Ég kenni lflca héma heima en reyni að hafa það ekki allt of mikið, ná- grannanna vegna. Ég hef mörg áhugamál önnur, get stundum ekki beðið eftir að komast heim úr vinnunni og á það þá til að segja: „Of- salega er ég fegin að vera komin heim, nú get ég loksins farið að gera eitt- hvað.“ Þá kemst ég í drullugallann og get farið að byrja á einhverju, en ég á voðalega erfitt með að sitja kyrr og gera ekki neitt. Stundum hugsa ég um það að ég þyrfti af og til að slappa af heima hjá mér. Það sem ég tek mér fyrir hendur héma heima er yfirleitt skemmtiefni fyrir mig nema þá helst þegar ég laga til og vinn mikið með höndunum. Sú skoðun hentar mér vel að heimilið eigi ekki endilega að vera sýning- argluggi heldur staður þar sem fólki líður vel.“ Guðrún Bjarnadóttir er flugfreyja og húsmóð- ir, diplómat heimilisins. Hún þarf að sameina marga þætti og dreifa orkunni. Hún hefur húsið til þess, viljann til verks- ins og fjölskylduna með sér. „Ég nýti heimili mitt til fulls, það er mjög opið, hátt til lofts og vítt til veggja. Bömin em af þeim sökum mjög mikið inni á mínu svæði og það taka eiginlega allir þátt í heimilishaldinu. Heimilið er opið fyrir öllum, líka vinum og kunningjum, og er því eitt stórt heimili. Mitt uppáhaldssvæði er í raun eldhúsið og ég er mikið fyrir að elda. Mað- urinn minn spilar jafnvel þegar ég er að elda og strákamir eru í fótbolta eða körfubolta fyrir fram- an mig. Styttumar eru ekki fyrir hendi svo það er þá ekkert til að bijóta. Heimilið er því einn stór leikur. Það er allt svo nátengt í húsinu að ég næ í alla að- ila, næ sambandi við alla og þannig tel ég að heim- ili eigi að vera. Oft er ef til vill ekki hægt að tala um heimilisffið, en okkar heimilisfriður felst í borð- haldi þar sem farið er með bæn en þetta hefur verið siður frá því við hjónin kynntumst. Þá blessum við heimilið og alla sem em í því og þá er hlýja og væntumþykja innan veggja þess. Fjöl- skyldan notar heimilið eins mikið og hún getur, elskar það og við berum öll virðingu fyrir því.“ „Ég er stöðugt að verða meira skotinn í heimilinu mínu og það vonandi í mér,“ segir Þorgrímur Þráinsson, blaðamaður, rithöfúndur og fótboltahetja. „Fyrir nokkmm árum og jafnvel mánuðum var maður ým- ist að fara eða koma — heimilið var eins og stoppistöð. Núorðið eru tengslin að styrkjast og það verður stöðugt nota- legra að knúsa andann og konuna til skiptis í íbúð- inni. Það er ávallt verið að ásaka okkur hjónin um að vera aldrei heima en með tilkomu frumburðar- ins nú um mánaðamótin breytist það örugglega og ég hlakka til þess. Þegar ég er á heimilinu mínu mæni ég oft á bókahill- umar og velti fyrir mér i"le.imilið i. i kki hvort ég eigi að taka bækumar framyfir sjón- varpsgláp. Hingað til hef- ur sjónvarpið orðið ofan á en það skal og mun breytast. Reyndar er ég búinn að koma mér upp huggu- legri „grænni" vinnuað- stöðu heima og þar er ný unglingabók að fæðast, en meðganga hennar er búin að vera lengri en frumburðarins. Bamið mun örugglega auðga andann þótt ég hafi trú á að það komi til með að lengja meðgöngu bókar- innar til muna. Ég og heimili mitt munum lfldega búa sam- an í allt sumar eins og bestu vinir og ég er búinn að lofa því að skilja það aldrei eftir eitt heima! Andamir fá minni athygli en áður þegar vögguljóð- in verða sungin fyrir sak- lausa sál undir sænginni en þeir taka samt ömgg- lega þátt í gleðinni." CD O o z o > 7J m 7) O 7J > O > z z > 03 C' (/) H 0= 0 c Heimilið er griðastaður. Helgidómur manneskj- unnar og varið með blessun hennar fyrir ógnandi utanaðkomandi öflum. Þar finnur barnið öryggi, unglingurinn athvarf og gamalmennið hvíld... eða svona kjósum við helst að hafa það. í hraða nú- tímans er reyndin þó oft önnur; fólk hittist á hlaup- um, kastar kveðju hvað á annað og er svo rokið á næsta áfangastað — heimilið í mesta lagi fagur- lega útbúin stoppistöð. Það gildir einu hvort heim- ilið telst griðastaður eða stoppistöð; flestum er nauðsyn að eiga sér samastað. Að sögn Tryggva Tryggvasonar arkitekts er mikið af húsnæði til sem tala má um sem bygg- ingarmeistarahjalla, illa byggð hús, óhugsuð, teiknuð af vanefnum og druslað upp einhvern veginn þannig að þvottahúsið væri til dæmis aðal- útsýnishornið. Stærstu verkefni arkitekta væru að gera mannabústaði úr þessu. Ný hús og nýjar íbúðir geta líka falið lélegar lausnir og mikið þarf að gera við slíkan bústað til að gera hann aðlað- andi. Á hinn bóginn er til mikið af góðu, gömlu húsnæði sem lítið þarf að breyta. Það er vert að hafa í huga þegar fólk veltir fyrir sér að stofna heimili, vill stækka við sig eða breyta til. Markaðurinn er margslunginn og ekki auðvelt að velja sér heppilegt heimili. Það eru í raun mjög fá hús á hinum svokallaða fokheldismarkaði sem eitthvað er varið í samkvæmt Tryggva. Rýmið hefur mikið að segja til að fjölskyldan geti notið stunda saman, en sömu kröfur er þó ekki hægt að gera til íbúðar og raðhúss eða einbýlishúss. íbúð- ir fela meira í sér þessa hefðbundnu uppröðun herbergja. Svo virðist sem mikið sé af óseldum íbúðum á markaðnum en athuga ber að það eru lélegustu íbúðirnar sem ekki seljast. „Byggingar- meistarar hafa komist upp með það að byggja hvað sem er í áratugi og selja það á auglýsingum. Eitt sinn var þetta keypt af því þetta var stökkpall- ur upp í eitthvað stærra en nú skipta gæði íbúðar miklu máli því hún er varanleg lausn. Það er ágætt að nokkrir byggingarmeistarar brenni inni með nokkur hundruð íbúðir til að þeir sjái hvað fólk vill,“ segirTryggvi. En það tekur langan tíma að byggja hús þar sem allt kemst til skila og allt er eins og það á að vera. Hönnun þarf að hugsa út og fólk á að vera meðvitað um hvernig það vill hafa skipulag heim- ilisins. í dag er hægt að leita aðstoðar fagfólks sem getur veitt varanlegar og smekklegar lausnir. Fólk á hins vegar að nota hugarflugið sjálft og óraunhæfar hugmyndir má alltaf jarða strax með- an aðrar geta reynst afar snjallar. Aukin tækni og ný efnisnotkun gera að verkum að fólk getur verið frumlegra í hönnun heimilisins. Það skilar sér í innréttingum ýmiss konar, hús- gögnum og öðrum hlutum sem nauðsynlegir þykja til að skapa stíl heimilisins. Ferill hönnunar er endalaus og þó svo að sumir álíti sig hafa fund- ið lausn allra tíma getur það aldrei orðið svo, því hugmyndaflugi mannsins eru engin takmörk sett. Stöðug endurnýjun á sér stað en sígildur stíll, sem útfæra má í ótal afbrigðum, verður þó alltaf ofan á.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.