Pressan - 30.04.1992, Blaðsíða 32

Pressan - 30.04.1992, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. APRÍL 1992 Handboltaspútnikkarnir á Selfossi Sá sem hefði spáð því í haust að Selfyssingar ættu eftir að leika til úrslita um Islandsmeist- aratitilinn í handknattleik hefði í senn verið álitinn vel ruglaðurog ákaflega lítill spámaður. En æv- intýrin gerast enn og piltamir úr mjólkurbænum eru nú komnir með annað augað á Islands- meistaratitilinn. Bærinn, sem að- allega hefur verið þekktur fyrir það að allir keyra í gegnum hann en fáir stoppa, er kominn á landakort handknattleiksmanna og í kvöld mæta heimamenn FH-ingum, sem eru „aristókrat- amif' á meðal handboltamanna með handboltahefð sem nær aft- ur til fomaldar. Það er stutt síðan Selfyssingar lærðu að halda á handbolta af nokkm viti og það er eiginlega ekki fyrr en með tilkomu nýs fþróttahúss upp úr 1980 sem al- varlegar tilraunir til slíks eru gerðar. Framan af var liðið að veltast í neðri deildunum en með líflegt unglingastarf. Já, meira að segja gerðu konumar meira en að baka, komust í 1. deild, féllu og hættu svo! En það er útúrdúr og í kjölfar þess að piltarnir komust upp í 1. deild 1990 var farið að leggja meiri alvöru í hlutina. Síðasta vetur var síðan héraðs- dómarinn Þorgeir Ingi Njálsson kosinn formaður handknattleiks- deildarinnar. Þorgeir er óforbetr- anlegt félagsmálatröll, sem sést best á því að hann var í eina tíð í stjóm handknattleiksdeildar FH. Hann er þar að auki mágur Krist- jáns Arasonar en Hólmari að uppruna. Þorgeir réð Einar Þor- varðarson, margreyndan lands- liðsmarkvörð, sem þjálfara. Öll- um á óvart nældu þeir sér í Sig- urð Sveinsson, vinstrihandar- skyttuna af Völundarættinni, sem að eigin sögn situr vanalega lengst til vinstri á varamanna- bekk landsliðsins. SIRKUSMAÐURINN Siggi Sveins er „fenómen" í íslenskum handknattleik — sirk- usmaður sem gerir hið ómögu- lega og hlær bara að því. Fær áhorfendur til að rísa upp úr sæt- unum í hrifningarvímu í einni sókninni og klúðrar svo öllu í næstu — saga íslensks hand- knattleiks íhnotskum. Og Siggi Sveins getureitt öðr- um handboltamönnum ffemur; hann skorar og skorar og skorar. Þess á milli gefur hann línusend- ingar og nú er meira að segja verið að telja fólki trú um að hann geti leikið í vöm. Það síð- asttalda er kannski í stíl við húmoristann sem gaf Selfosslið- inu heitið „mjaltavélirí' og hefur fært ungæðislegu liði sveita- mannanna veraldarvanari svip. En í liðinu eru fleiri karakterar og sportvöruafgreiðslumenn. í markinu er Gísli Felix Bjama- son, „betri en enginrí1 eins og faðir hans, Bjami Fel., orðar það. Þegar aðdáendur liðsins em ekki að fýlgjast með holdafari Gísla spá þeir í meiðsli hans. Nú er Gísli hins vegar „grannur" og ómeiddur og ver eins og berserk- ur. UNDRABÖRN OG GAML- IR KNATTSPYRNUMENN Nú, ekki má gleyma „undra- baminu“ Einari Gunnari Sig- urðssyni — tveggja metra slána sem var efnilegur í körfuknatt- leik og hástökki áður en hann ákvað að leggja þjóðaríþróttina fyrir sig. I homunum leynast síð- an tveir knattspymumenn, Jón Þórir Jónsson og Stefán Hall- dórsson. Stefán náði meira að segja að vera atvinnumaður í Belgíu en Jón Þórir var bara Bliki. Kylfingurinn Kjartan Gunnarsson fær það hlutverk að halda saman vöminni. Bræðumir Gústaf og Sigurjón Bjamasynirefla síðan tryllinginn í liðinu á meðan leikstjómtuidinn Einar Guðmundsson glímir við að halda öllu saman. Ut úr þessu hefur sprottið fram það spútnikklið sem gæti orðið til þess, fyrst allra liða, að flytja Is- landsbikarinn út á landsbyggð- ina — og það án aðstoðar frá Byggðastofrmn. Sigurður Már Jónsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.