Pressan - 30.04.1992, Blaðsíða 38

Pressan - 30.04.1992, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. APRÍL 1992 smáa letrið Fyrir atbeina Visindasjóös Háskóla íslands má reikna með að bráöum verði komið á fót sýnasafni af íslenskri gjósku. Að minnsta kosti fékk Guðrún Þ. Larsen 200 þúsund króna styrk úr sjóön- um vegna verkefnis með þessu nafni. Ef Guðrúnu tekst að koma safninu upp getur hið svokallaða rútu- dagsfólk flykkst á safnið og skoðað gjóskuna hennar. Þið getið rétt imyndað ykk- ur fjörið. „Nei, mikið rosalega er hún svört þessi þarna." „Já, þetta er bara eins og sandur.“ „Mikið rosalega er ein- kennilegt að þetta skuli bara koma upp úr jöröinni. Þetta er næstum þvi alveg eins og sandurinn sem fór í gólfiö á bílskúrnum." Þannig munu 12 þúsund manns skoða sýnlssafn Is- lenskrar gjósku, dást aö henni, fá sér ís og vera komnir heim mátulega fyrir barnatímann og eldamennsk- una. Þessir sömu 12 þúsund manns skoðuöu ráðhúsið um páskahelgina og tóku í hönd- ina á Markúsi Erni Antons- syni. Samkvæmt opinberum tölum komu 40 þúsund gestir í ráöhúsið þannig að hver rútudagsmaöur og hver rútu- dagskona hefur komið aö meöaltali 3,33 sinnum í ráð- húsið og heilsaö Markúsi Erni í hvert sinn. Það er skiljan- legt að hann skuli ekki hafa áttað sig á að hann var búinn að heilsa sumum oftar en einu sinni. Þegar maður er búinn að heilsa um þrjú hundruö manns hættir mað- ur að greina eina hönd frá annarri. Sönnunin fyrir því að rútu- dagsfólkið er 12 þúsund en ekki 40 þúsund kom á rútu- daginn fyrir fimm árum eða svo — en þaö er einmitt dagurinn sem þetta fólk er nefnt eftir. Þá var sem sagt haldinn rútudagur. Rúta var hífð upp á Umferðarmiðstöðina og fólki boðið að aka í rútu um götur Reykjavíkur. Þó að fyrir flestum hljómi það líkt og að sitja í strætó mættu 12 þús- und manns. Og þá rann upp Ijós fyrir þeim sem aldrei höfðu skilið hvers vegna Eden í Hvera- gerði var fullt um hverja helgi. Eða hvers vegna 12 þúsund manns mættu á gæludýra- sýningu. Eöa Heimiliö '79. Eöa sjávarútvegssýninguna. Eöa Cirkus Arena. Eöa tor- færukeppni í Þjórsárdal. Eöa bara hvað sem var svo fram- arlega sem hægt var að kaupa miða við innganginn og fá keyptan ís. Þetta er fólkiö sem fyllti Periuna á opnunardaginn og lokaðist inni í lyftunni. Það var mætt út í Viðey á sínum tima. Þetta er fólkið sem gengur niður Laugaveginn á morgun í tilefni baráttudags verkalýðsins þótt sú barátta hafi þetta áriö ekki skilið eftir sig nóg fyrir ís handa fjögurra manna fjölskyldu. Þetta er fólkið sem sendir inn umsókn um aö fá sæti i dómnefndinni fyrir Júróvisjón. Og þaö fær fiöring þegar það ekur framhjá Þjóöarbók- hlöðunni og hlakkar til opnun- ardagsins. Það greiðir jafnvel sérstakan eignarskatt með glöðu geði. Það veit að það fær eitthvað fyrir peninginn þótt síðar veröi. ERTU FORFALLIN „Ég var svo stjórnlaus fyrst efitir að krítarkortin komu að ég mátti ekki heyra minnst á útsölu, afslátt eða raðgreiðslur án þess að ég yrði að kynna mér málin betur, það var alveg sama hvað um var að ræða. Krítarkortin eru öflugasta dóp sem ég hef komist í kynni við,“ segir þrjátíu og fjögurra ára maður sem ekki bara rústaði eigin fjárhag heldur kom aldraðri nióður sinni á kaldan klaka vegna stjómlausrar eyðslu í óþarfa drasl sem hann keypti að jjví er hann segir til að slá á sársauka og leiðindi. Sagt hefúr verið að innra með hverjum þeim sem á við vanda að stríða vegna óhóflegrar eyðslusemi sé að finna lítið bam sem þekkir að besta leiðin til að öðlast ást og vináttu félaganna er fólgin í að stela smáaurum úr buddu mömmu sinnar og kaupa sælgæti fyrir vinina. Sumt fólk lendir í að stunda þessa iðju alla sína ævi og reynir viðstöðulaust að kaupa sér vináttu með gjöfum og lendir fyrir bragðið í að eyða meiru en það aflar með afleið- ingum sem allir geta séð fyrir. Svo em það hinir sem em svo nískir, eða sparsamir, að þeir líða vítiskvalir í hvert sinn sem þeir taka upp veskið. Og síðan er það manngerðin sem safhar öllu sem hönd verður á komið og elskar bækumar sín- ar eða vínkjallarann meira en allt annað. Allir þekkja þessi einkenni, ýmist hjá sjálfum sér eða úr fjöl- skyldu eða vinahópnum. I flest- um tilfellum er þetta ekki annað en eðlilegur hluti af persónuein- kennum manna og flestir láta sér fátt um finnast, hver hefur jú sinn djöful að draga. Allt, eða að minnsta kosti flest, er gott í hófi segja spakir menn. En það er alltaf ákveðinn hópur manna sem ekki kann sér hóf og lendir í vanda vegna stjómleysis á ólíklegustu svið- um. Eyðslusemi, sem kalla mætti ákveðna tegund hinna svo- nefndu menningarsjúkdóma, er þó fjarri því að vera fyrirbæri ar heilsu og hamingju fleiri en sjálfsagt flesta grunar. Vanda- málið sem eyðsluklóin glímir við er í eðli sínu ekki ólíkt of- neyslu t.d. áfengis, eða þá því að vera forfallinn bingó- eða spila- kassaspilari. Sá eða sú sem þjáist af eyðslusemi stefhir sjálfum sér og nánustu aðstandendum í raun og vem í sama vandann og of- drykkjumaðurinn og spilafíkill- inngera. Öll einkennin sem fylgja drykkjuskapnum koma fram hjá eyðsluklónni. Sá sem eytt hefur of miklu reynir fram í rauðan dauðann að verja sig með öllum ráðum, afsakanir og undansláttur verða daglegt brauð. Þegar af- sakanimar duga ekki lengur er gripið til lygi, sjálfsréttlætingar, hótana og svo framvegis. Svo er lofað að bæta ráð sitt og allt gengur bærilega um stund, en þegar minnst varir er allt komið á annan endann aftur. ENDALAUS VÍIA- HRINGUR “Ég hafði í mörg ár verið í stöðugum vandræðum með pen- inga. Ef einhver bauð upp á af- borgunarkjör, svo ekki sé talað um afslátt, var hins vegar eins og allar vamir gæfu sig.“ Það er þrjátíu og fjögurra ára karlmaður sem segir frá. „En þetta fór fyrst að verða að veru- legri martröð eftir að krítarkortin komu. Ég var fljótur að útvega mér bæði Visa og Eurocard. Auglýsingamar frá þessum fyr- irtækjum vom þannig að þeim tókst að telja mér trú um að ef maður ætlaði ekki að lenda í vandræðum í útlöndum þyrfti maður að hafa bæði kortin. Öldruð móðir mín, sem átti skuldlausa fasteign, skrifaði upp á háa tryggingarvíxla og mér fannst ég maður með mönnum að geta veifað þessum kortum. En það fór fljótlega að síga á ógæfuhliðina. Ég fór til útlanda og það var eins og allt vemleika- skyn roftiaði. Ég veifaði kortun- um á báða bóga og keypti hluti og gerði ýmislegt sem mér hefði aldrei dottið í hug að kaupa ef ég hefði þurft að borga fyrir það með beinhörðum peningum á staðnum. Með kortunum varð allt svo auðvelt og skuldaskilin virtust í órafjarlægð. Svo var byrjað að slá víxil til að borga Visa og annan til að borga Eurocard þangað til ekki varð lengra komist. Ég sé það núna hvað þetta ástand var sjúk-. legt, það sem ég var í raun og veru að gera var að reyna að kaupa mig stöðugt ffá einhverri tómleika- og einmanaleikatil- finningu sem hrjáði mig og kort- in em magnaðasta dóp sem ég hef kynnst. Þetta var eins og hjá drykkjumönnum: Þegar mér leiddist skrapp ég bara niður í bæ og í stað þess að fara inn á einhvem bar fór ég í fataverslun og keypti mér eitthvað sem ég hafði í raun og vem enga þörf fyrir, eða þá að ég keypti eitt- hvað til að geta farið í heimsókn og haft gjöf meðferðis án þess að nokkurt sérstakt tilefhi væri.“ Björn E Hafberg eða ertu kannski einn þeirra sem safna öllu sem hönd á festir? Eða sá sem tímir varla að fæða sjálfan sig né klæða? E'iti* UirOyVMtcJ Fjármálavandræði um að mati margra helsta undirrót þeirra vandamála sem nútímamaðurinn glímir við. Fjármálavandræði kalla fram ýmsar þær tilfinningar og aðstæður sem leiða menn til hinnar mestu ógæfu. Skömmin, sektarkenndin og reiðin em fýlgifiskar peningaleysis. Verstu glæpir em oft ffamdir vegna fégræðgi. Sjálfsagt átt þú ntinni peninga en þú gætir hugsað þér að nota, þannig mun það vera um flesta. Og sjálfsagt getur þú ekki alltaf staðið í skilum á gjalddaga, en þar með er ekki sagt að þú eigir í peninga- vandræðum á þann hátt sem hér að ofan hefur verið rætt um. En ef þú svarar mörgum af þeim spum- ingum sem koma hér á eftir játandi er ekki ólíklegt að þú kunnir að eiga við það vandamál að stríða að vera eyðsluseggur vegna tilfmningafegrar brenglunar. 1. VANTAR UPP Á AÐ ENDAR NÁI SAMAN UM HVER MÁNAÐAMÓT? 2. SAFNARÐU hægt og örugglega og tekur þig svo til einn góðan veð- URDAG OG FERÐ Á EYÐSLUFYLLERÍ? 3 Hamstrarðu þegar þú þarft ekki á því að HALDA? 4. Hendirðu reikningunum þínum í ruslakörfuna? 5. Notarðu greiðslukort og ef þú gerir það, kemur þér þá ávallt á ÓVART UPPHÆÐIN SEM ÞÚ HEFUR EYTT MÁNUÐINN Á UNDAN? 6. KAUPIRÐU gjafir eða gefur fé þegar þú HEFUR ALLS ekki ráð á SLÍKU? 7. ÞJÁISTU af höfuðverk, magasári eða bakverkjum? 8. FÆRÐU KVÍÐAKÓST ÞEGAR STYTTIST í AÐ GREIÐSLUKORTAYFIRLITIÐ KOMI? 9. Eyðirðu peningum í þeirri von að það geti haldið við vináttusam- BANDI? 10. Tekurðu út fyrir að þurfa að verja peningum í nauðsynjar? sem bundið er við síðustu ár eða áratugi eins og sumir þessara menningarsjúkdóma óneitanlega eru. Eyðslusemi hefur fylgt mannkyninu frá upphafi vega og á sjálfsagt eftir að gera það svo lengi sem eitthvað verður til að eyða. EYDSLUÆDI, INNKAUPA- ÁRÁTTAEÐA KAUPÆDI Eyðslubrjálæði, innkaupaár- átta og kaupæði, svo fátt eitt sé nefnt, eru hugtök sem ber á góma í umræðum manna á milli. Sjálfsagt líta margir þannig á að peningaeyðsla framyftr það sem fólk hefur í raun og veru ráð á sé hjá flestum tímabundið ástand sem ekki sé ástæða til að hafa miklar áhyggjur af. Þetta sé eins og að fá sér í glas; menn fari stundum yfir strikið og ástæðu- laust að hafa áhyggjur af slfku. Og þannig er þetta vonandi hjá flestum; þeim verður stundum á að eyða örlitlu meira en góðu hófu gegnir og svo nær það ekki lengra. Ymislegt bendir því miður til að þessu sé annan veg farið hjá mörgum. Á íslandi má telja þá í þúsundum sem á hverju ári íenda í stórkostlegum vandræð- um vegna þess að þeir eyða langt um efni fram og þá er ver- ið að tala um eyðslu í annað en það sem kalla má brýnustu nauðsynjar. EYDSLUFÍKN Innkaupaárátta, óhófseyðsla eða hvaða nöfnum sem fólk kann að kalla þá hegðun fólks sem augljóslega ræður takmark- að við eyðslu sína er í nútíma- samfélögum vandamál sem ógn-

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.