Pressan - 07.05.1992, Blaðsíða 10

Pressan - 07.05.1992, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. MAÍ 1992 U N D I R Ö X I N N I Magnús L. Sveinsson einn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Borgarráði Átak sem skapar atvinnu Borgarráð ákvað í fyrradag að veita íslenska heilsufélaginu hf. 4 milljóna króna styrk til hagkvæmniathugunar og frumhönnunar heilsumiðstöðvar í Reykjavík. Helstu aðstandendur fé- lagsins eru Máttur hf., Sjóvá-Al- mennar hf., Flugleiðir og Vífilfell hf. Af hverju fékk þetta fyrirtæki styrk frá borginni? „Vegna þess að hugmyndin er að stuðla að því að Island verði eít- irsóknarvert land fyrir útlendinga til að sækja heilsuræktaraðstöðu. Menn sem hafa verið að vinna að þessu vilja gera átak í þessu, aug- lýsa það upp og telja að með þessu megi skapa töluverða atvinnu og afla gjaldeyris. Þetta eru meginrökin til þess að borgarráð ákvað að styðja þetta framtak." Er það ekki stefna Sjálfstæðisfiokksins að einkafyrirtæki sjái um sig sjálf og þurfi ekki á opinberri aðstoð að halda? „Þess eru mörg dæmi að borgarstjóm hefur lagt ffam fé til að styðja átak af þessu tagi, sérstaklega þegar um nýmæli er að ræða sem er að hasla sér völl. Það er eðlilegt að opinberir aðilar veiti þá nokkurn stuðning. Við höfum hins vegar ekki viljað að borgin kæmi inn sem hluthafi. Fyrirtækin verða svo sjálf að standa fyrir sínu þegar þau eru komin á koppinn, ef svo má segja." En ef þetta er fyrirtæki sem á bjarta framtíð fyrir sér, hefði ekki mátt veita til dæmis lán í stað þess að gefa því peninga? „Við höfum ekki farið út í lánastarfsemi. Hagnaður borgar- innar felst í því að þetta skapar atvinnu, sem aftur skilar sér í skatttekjum, fyrir utan öll þau umsvif önnur sem þessu fylgja, gjaldeyristekjur og svo framvegis. Það var líka Iögð áhersla á það í nýliðnum kjarasamningum að opinberir aðilar skyldu stuðla að uppbyggingu atvinnu. Það er mjög mikilvægt." Flugleiðir. Sjóvá-Almennar. Vífilfell. Varla eru þetta fá- tæklingar sem þurfa á opinberri aðstoð að halda? „Nei, enda geri ég ekki ráð fyrir því að miklir fátæklingar hefðu farið af stað með þetta.“ Áttu þeir ekki fjórar milljónir sjálfir? „Elskan mín góða, það þarf nú lfldega drjúgt meira en fjórar milljónir í svona átak. Það segir sig sjálft.“ En það eru erfiðir tímar og borgin hlýtur að geta fundið verðugri móttakendur styrkja en helstu stórfyrirtæki lands- ins. „Við teljum að þessum peningum sé mjög vel varið ef tekst að auka atvinnutækifæri og á það er lögð áhersla núna. Við höf- um miklar áhyggjur af atvinnuleysi, sem er það versta sem yfir okkur getur gengið. Þeim peningum er vel varið sem veitt er til að stuðla að aukinni atvinnu. Það er hugsunin á bak við þetta." BLUESBARNUM OG PEI1IR8KLAUSTRI LOKAB VEBNA DEILNA Arnar H. Gestsson, eigandi húsnæðisins, höfðaði útburð- armál og lögbannsmál gegn Birni Baldurssyni, sem sætti sig ekki við hálfrar milljónar króna leigu á sama tíma og húsnæðið drabbaðist niður vegna viðhaldsleysis. • Veitingastöðunum Péturs- klaustri og Bluesbarnum við Laugaveg 73 hefur verið lokað. Eigandi staðanna, Björn Bald- ursson, ákvað að loka og hirða eigur sínar í kjölfar illvægrar deilu við Arnar H. Gestsson, eiganda húsnæðisins, um leigu. Þeir Bjöm og Arnar deildu um réttmæti leiguupphæðarinn- ar, sem var fyrir báða staðina 500 þúsund krónur á mánuði. Bjöm heldur því ffarn að leigan sé allt of há í ljósi þcss að hús- Bluesbarinn. Leigusamning- ur vegna hans var aldrei undirritaður og telur Björn sig geta tekiö þaðan allt sem hann hefur fjárfest sjálfur í. næðið hefur drabbast niður vegna viðhaldsleysis. Björn hætti því að greiða leigu í des- ember síðastliðnum til að árétta kröfúr sínar um viðgerðir, en í rigningum hefur lekið inn á Pét- ursklaustur. Arnar höfðaði þá útburðarmál og skyldi útburður koma til framkvæmda á næstu dögum. Bjöm brást við þessu með því að loka og síðustu daga hefur hann verið að taka innréttingar úr húsnæðinu á báðum hæðum. Arnar hefur ítrekað kallað til lögreglu vegna þessa og á mánudaginn höfðaði hann lög- bannsmál. Fógeti tekur afstöðu til lögbannsins í dag, fimmtu- dag. Varðandi efri hæðina, Blues- barinn, segir Björn að leigu- samningur vegna hans hafi aldrei verið undirritaður og telur hann sig geta tekið það sem hann vill þaðan af því sem hann hefur fjárfest. Varðandi neðri hæðina, Pétursklaustur, er ákvæði í leigusamningi um að Úr Pétursklaustri, þar sem lekið hefur í rigningum. Björn Baldursson, sem þarna er að tala í símann, hætti að greiða leigu í desember síðastliðnum. húseigandi eignist fastar innrétt- ingar að leigutíma loknum. „Ég hef ekkert tekið á neðri hæðinni, nema loftræstikerfi sem hékk úr loítinu og var því ekki naglfast. Ég hef tekið ýmis- legt úr efri hæðinni og teí mig hafa rétt á því. Staðreyndimar í þessu máli eru þær að leigan var allt of há, 500 þúsund á mánuði, Sápugerðin Frigg í Garðabæ MOTIN SEM FOGETISKIPADI ÞEIM AD SKILA FINNAST EKKI Forráðamönnum Sápugerðarinnar Friggjar hefur verið skipað að skila flöskumótum. í ljósi þess að hann hefur neitað að framkvæma nauðsynlegar lagfæringar. Það kom að því að ég vildi bæði fá þessar lagfær- ingar og lækkun leigunnar í 380 þúsund. Ég greiddi ekki leigu fyrir desember, en leiga var greidd fyrir janúar og febrúar á lægri leigunni. Amar hætti við það og vildi fá 500 þúsund aftur og mismuninn fyrir hina mán- uðina. Ég neitaði og ákvað að loka og taka allt mitt drasl. Ég ætla ekki að greiða þessa leigu,“ segir Bjöm. Bjöm leitar nú að húsnæði til að geta opnað Bluesbarinn og Pétursklaustur að nýju. Friðrik Þór (iuðmundsson Vefst fyrir Þrátt fyrir að langt sé um liðið síðan fógetinn í Garðabæ skip- aði forráðamönnum Sápugerð- arinnar Friggjar að skila mótum sem þeir höfðu af fyrirtækinu Sigurplasti hf. bólar ekkert á Jteim. Mótin sem hér um ræðir eru notuð til að steypa plast- flöskur og er um að ræða 15 slík mót. Eftir að forráðamenn Friggjar tóku mótin var rekið innsemingarmál gegn þeim fyrir fógetarétti í Garðabæ þar sem úrskurður fékkst 21. febrúar. Þrátt fyrir það hefur mótunum ekki verið skilað og reyndar áhöld um hvar þau séu niður- komin. Sápugerðin Frigg er nú rekin af Besta, dótturfyrirtæki Bursta- gerðarinnar hf. Besta keypti sápugerðina eftir að fyrirtæki Werners Rasmussonar, Delta hf., hafði átt hana í fjóra mán- uði. Málavextir eru þeir að Sigur- plast hefur haft þessi mót og önnur mót fyrir efhaframleiðslu- fyrirtæki undir höndum. Sigur- plast steypir síðan glös fyrir hvert og eitt þessara fyrirtækja, þó að viðkomandi fyrirtæki eigi mótin. í desember síðastliðnum varð síðan að samkomulagi á milli Sigurplasts og Friggjar- manna að senda mótin til Hol- lendingsins Jan J. Smith, sem átti að færa á þau erlenda áletr- un. Er hér meðal annars urn að ræða Dofra-, Þvol-, Bón- og Úða-flöskur. Skotið hefúr verið á að andvirði mótanna sé um fimm milljónir króna. SÖGÐUST HAFA FARIL) MEÐ MÓTIN ÚR LANDI í FERÐATÖSKU Svo virðist hins vegar sem þau hafi verið keyið til Friggjar og talið að þau hafi aldrei farið út fyrir landsteinana. Fyrir rétti báru forráðamenn Friggjar því við að mótin hefðu verið nánast ónýt og þeir því ákveðið að senda þau til Danmerkur. Þegar á þá var gengið með hvernig þeir hefðu sent mótin — sem vega á milli 40 og 60 kg — úr landi sagðist einn forráðamann- anna hafa flutt þau í ferðatösku. Þegar hann var áminntur um sannsögli fyrir réttinum dró hann þann ffamburð til baka. Þrátt fyrir að fógeti kvæði upp úr með að enginn efaðist um eignarrétt Friggjar á mótun- um felldi hann þann úrskurð að þau hefðu verið svo lengi í notk- un hjá Siguiplasti að ekki væri hægt að taka þau með þessum hætti úr vörslu fyrirtækisins. Taldi fógeti að ekkert hefði komið ffam sem réttlætti ffam- ferði Friggjarmanna og að þeir hefðu ekki haft neinar riftunar- ástæður á hendur fyrirtækinu Sigurplasti. Þess vegna var þeim skipað að skila mótunum 21. febrúar, en eins og áður sagði hefur það ekki verið gert. Úr- skurðinn kvað upp Rúnar S. Gíslason fógetafulltrúi. Vefst fyrir bæjarstjórn að taka lægra tilboðinu Bæjarstjóm Dalvíkur hefur til meðferðar tvö tilboð í leigu á félagsheimilinu Vík- urröst. Annað tilboðið hljóð- ar upp á 600 þúsund króna ársleigu en hitt upp á 300 þúsund króna ársleigu. Sá sem á hærra tilboðið heitir Viðar Valdimarsson, en hann rekur veitingastaðinn Lúbarinn. Sá með lægra til- boðið heitir Júlíus Snorra- son, en hann á og rekur veit- ingastaðinn Sæluhúsið. Hverju sem um er að kenna hefúr meirihluti bæjar- stjómar ekki tekið afstöðu til tilboðanna, það er hvort til- boði Viðars verður tekið eða ekki. Afgreiðslu málsins hef- ur ítrekað verið ffestað. í meirihluta bæjarstjómar sitja sjálfstæðismenn og jafn- aðarmenn en í minnihluta óháðir og framsóknarmenn. Viðar er varamaður fyrir óháða en Júlíus margreyndur sveitarstjórnarmaður, hann var lengi í bæjarstjóm Dal- víkur sem fulltrúi Sjálfstæð- isflokks.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.