Pressan - 07.05.1992, Blaðsíða 11

Pressan - 07.05.1992, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. MAÍ 1992 11 L /andslið karla í fótbolta og svo landslið skipað leikmönnum 21 árs og yngri halda til Grikklands á laugardag, en liðin eiga að leika í Grikklandi eftir helgi. Alls fara tíu fararstjórar, þjálfarar og aðstoðarmenn með hópnum. Þeir sem fara til annars en að spila fótbolta eru; Eggert Magnússon, formaður KSÍ, Guðmundur Péturs- son varaformaður, Jón Gunnlaugsson stjómarmaður, Ásgeir Elíasson þjálf- ari, Gústaf Björnsson aðstoðarþjálfari, Sigurjón Sigurðsson læknir, Þor- steinn Geirharðsson, Þór Símon Ragnarsson, stjórnarmaður í KSÍ, Viðar Halldórsson, fynum landsliðs- fyrirliði, og Sveinbjörn Sveinbjörns- son... T ^æknirinn sem var dæmdur fyrir að falsa erfðaskrá heitir Sæmundur Kjartansson og er húðsjúkdómalæknir í Reykjavík. Það hefur komið fram að Sæmundur var dæmdur í tólf mánaða fangelsi og þar af eru níu mánuðir skil- orðsbundnir, sem þýðir að Sæmundur þarf ekki að sitja þann tíma af sér, bijóti hann ekki frekar af sér... Þ, að dylst engum að íþróttadeild ríkissjónvarpsins hefur orðið illa úti í samkeppninni á síð- ustu vikum. Það hefur verið broslegt að skipta yfír á íþrótta- þætti RÚV á sama tíma og Stöð 2 hefúr verið með beinar út- sendingar frá leikjum FH og Selfoss. í gær var RÚV með beina útsendingu frá Lissabon þar sem Logi Bergmann Eiðsson lýsti leik Werder Bremen og Mónakó. Það merkilega er að Logi Bergmann er nú í Lissabon. Það kom mörgum á óvart, þar sem Ingólfur Hannesson hefur verið að kvarta yfir hversu litla peninga hann hefur til umráða. Ingólfur hafði efni á að senda Loga til Lissabon en enginn verður sendur til að lýsa leik ís- lendinga og Grikkja í heimsmeistara- mótinu sem háður verður í Aþenu... S i íþróttablaðinu, sem er nýkomið út, er spá um hver lokastaða íyrstu og ann- arrar deildar í fótboltanum verður í sumar. Samkvæmt þeirri spá verður Fram Íslandsmeistari, ÍA í öðru sæti, Valur í þriðja og núverandi Islands- meisturum í Víkingi er spáð fjórða sæti. Vesturbæingunum í KR er spáð fimmta sæti. ÍBK og Stjömunni er spáð efstu sætum annarrar deildar og Fylki er spáð þriðja sæti annarrar deildar... frESH NATURAL H.AVC VACUUM f'ACHtO NPT ........... AC.A Skútuvogi 10a - Sími 686700 aVTTAL SJAMPO OG 1992 1992 ESCORT/ORION Nýr Ford á aðeiras 899.000 Þú verður að koma og prófa nýju Ford Escort og Ford Orion bílana hjá Globus, þvi annars sérðu þessa kraftmiklu þýsku gæðagripi fljúga framhjá þér, með einhvern annan undir stýri. betta eru ótrúlega kraftmiklir bílar og aksturseiginleikarnir eru slíkir að þú hefur tæpast kynnst öðru eins. Nýju Ford Escort og Ford Orion eru fjölskyldubílar nútímans, rúmgóðír, vandaðir, öflugir og sparneytnir. Og þú færð þá á aðeins frá 899 þúsund krónum með ryðvörn og skráningu. Hefur þú ekið Ford.....ný!ega? G/obusH -heimur gceda! Lágmúla 5, sími 91- 68 15 55

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.