Pressan - 07.05.1992, Blaðsíða 13

Pressan - 07.05.1992, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. MAÍ 1992 13 Sameining Glettines oe Hraðfrystihúss Stokkseyrar VBBIREYNSLA Á UlHWVIinHSH MHINA2S0 MIILJÍIIR Óánægðir Stokkseyringar telja að þeir og Hlutafjársjóður hafi borið skarðan hlut frá borði við sameininguna og fyrir því hafi staðið fulltrúi Hlutafjársjóðs, þ.e. ríkisins, Sigfús Jónsson. Fyrirtæki hans, Nýsir, sá um að meta veiðireynslu á utankvótafiski, sem taldist rúmlega sex sinnum verðmætari hjá Glettingi. Við sameiningu Glettings í Þorlákshöfn og Hraðfrystihúss Stokkseyrar (HS) var m.a. tekið mið af veiðireynslu fyrirtækj- anna á tegundum utan kvóta. Þetta hækkaði eignir Glettings um 216 milljónir króna og eign- ir HS um 34 milljónir. Þessar „eignir" voru ekki bókfærðar, en höfðu talsverð áhrif á eigna- skiptinguna eftir sameiningu; Hlutur Glettings varð 64 prósent en að mati Stokkseyringa hefði hlutfallið 57,4 prósent verið eðlilegra. Ráðgjafarfyrirtækið Nýsir í Reykjavík lagði mat á þessa veiðireynslu, en þar er starfsmaður Sigfús Jónsson. Sigfús var um leið stjómarfor- maður HS, annar fulltrúa Hluta- fjársjóðs í stjóminni, en sjóður- inn átti 77 prósent hlut í HS. Sameiningin í Ames hf. hefur komið til kasta Alþingis vegna fyrirspurnar Margrétar Frí- mannsdóttur og til kasta Ríkis- endurskoðunar að fmmkvæði Arna Johnsen. Fyrirspurnir þeirra lúta að því hvort veiði- reynsla á fiski utan kvóta hafi verið eignfærð við sameining- una. Að baki liggur sú sannfær- ing að með því að taka slíka veiðireynslu með í dæmið hafi eignarhlutur Glettings orðið of stór á kostnað aðila á Stokkseyri og ríkisins, þ.e. Hlutafjársjóðs. SKIP Á HAFSBOTNI, SKATTAHAGRÆÐING OG KVÓTALAUSTOGARI Þegar sameina átti Gletting og Meitilinn á sínum tíma var Nýsir fenginn til að meta fyrir- tækin og kom þá inn í umræð- una mat á „veiðireynslu á teg- undum utan kvóta“. Sigfús Jónsson er starfsmaður Nýsis, en matið var í höndum annars starfsmanns, Stefáns Þórarins- sonar. Síðar kom HS í þríhliða viðræður um sameiningu þess- ara fýrirtækja. Sameiningin fór út um þúfur. Var þá tekið til við að sameina Gletting og HS. HS var að 77,2 prósenta hluta í eigu Hlutafjár- sjóðs, sem átti tvo fulltrúa í stjóm, þar af formanninn sem stýrði viðræðunum fyrir hönd HS, Sigfús Jónsson. Sigfús Jónsson. Starfsmað- ur Nýsis og stjórnarformað- ur HS. Nýsir mat utankvóta- veiöireynslu Glettings á 216 milljónir en HS á 34 milljónir. I viðræðunum var ekki ein- göngu miðað við bókfæranleg verðmæti, heldur lögð áhersla á að meta virði fyrirtækjanna í „frjálsum samningum". Fyrir ut- an að veiðireynslan á utankvóta- fiski var metin á samtals 250 milljónir má nefna að úrelding- arréttur á skipi HS á hafsbotni var metinn á 10 milljónir og skattalegt tap sama fyrirtækis á 28 milljónir. Þá var kvótalaus togari Glettings nretinn á 249 milljónir, en almennt em skip talin lítils virði án kvóta. I íyrstu atrennu vom heildar- eignir Glettings metnar á 1.081 milljón en HS á 594 milljónir. Miðað við þetta hefði skiptingin verið 64,5 prósent á móti 35,5 prósentum. En þegar búið var að draga frá skuldir stóðu 357 milljónir eftir hjá Glettingi en 244 milljónir hjá HS, samtals 601 milljón og skiptingin 59,4/40,6. TELJA HLUT HS SKERT- AN UM 6,6 PRÓSENTU- STIG En þá kom til sögunnar spumingin um e.k. „viðskipta- vild“, sem mæla skyldi í „veiði- reynslu á tegundum utan kvóta“. Þessi reynsla var metin til þorskígilda og það verðlagt á 170 krónur kílóið. Útkoman hjá Nýsi var að slík reynsla færði Glettingi viðbótareignir upp á 216 milljónir, en HS 34 milljón- ir. Með því að taka jretta með í reikninginn urðu nettóeignir Glettings 573 milljónir en HS 278 milljónir og skiptingin orð- in 67,3/32,7. Þessu mótmæltu Stokkseyringar, en Glettings- menn héldu því fram á móti að ef litið væri á „sögulega rekstr- arniðurstöðu" fyrirtækjanna gæti skiptingin allt eins verið 72/28. Aðilamir urðu í fyrstu sam- mála um skiptinguna 66/34, en við endurskoðun síðar, vegna bættrar stöðu HS, var endanlega miðað við skiptinguna 64/36. Stokkseyringar telja að nær sanni hefði verið skiptingin 57,4/42,6. Með öðmm orðum að Stokkseyri vanti 6,6 prósent- ustig. Af jressum 6,6 prósentu- stigum ætti þá Hlutafjársjóður 5,1 prósentustig en Stokkseyr- ingar (hreppurinn, tvö hlutafé- lög og verkalýðsfélagið) ekki nema 1,5 prósentustig. FÆRÐUST EIGNIR UPP Á 26 TEL 48 MILLJÓNIR MILLI AÐILA? Sem fyrr segir voru nettó- eignir íyrirtækjanna í samning- unum taldar 601 milljón. En þegar samningar höfðu tekist var eigið fé Ámess bók- fært á 395 milljónir. Miðað við umsamda skiptingu taldist Glettingur þá vera eigandi að 252,8 milljónum, Hlutatjársjóð- ur að 109,8 milljónum en aðilar á Stokkseyri að 32,4 milljónum. Ef ekki hefði verið tekið tillit til utankvótare.ynslunnar hefði hlutur Hlutafjársjóðs talist lið- lega 20 milljónum króna hærri og hlutur Stokkseyringa tæplega 6 milljónum króna hærri. Þessar samtals 26 milljónir verða hins vegar að 48 milljónum miðað við að markaðsgengi hlutabréfa sé 1,85. Með öðrum orðum telja Stokkseyringar að hlutúr HS hafi verið vanmetinn um jjessar 26 eða 48 milljónir og að ,Jtags- munagæslumaður ríkisins" hafi um leið skert eignir ríkissjóðs. Þar fyrir utan er bent á að nýr togari Glettings, Jóhann Gísla- son, hafi verið metinn á 249 milljónir. Hann hafi vissulega kostað fyrirtækið 350 til 400 milljónir, en sé kvótalaus. Því sé raunvirði hans bara úreldinga- virðið, fáeinir tugir milljóna. „FJÖLSKYLDU BJÖRG- VINS FÆRT HS Á SILFUR- FATI“ Eftir að þessir samningar vom gerðir var efiit til hlutafjár- útboðs. Við það bættust við nýir eignaraðilar og hlutafé hækkaði úr 210 milljónum króna í 260 milljónir, en nýtt hlutafé var selt á genginu 1,85. Eftir þetta útboð er eignaskiptingin þannig að Glettingur er með 51,7 prósent, Árni Johnsen. Beiðni forseta Alþingis um skýrslu frá Rík- isendurskoðun er tii komin að frumkvæði Árna. Hlutafjársjóður með 22,5 pró- sent, Stokkseyringar með 6,6 prósent og nýir aðilar með 19,2 prósent. Finnst ýmsum Stokks- eyringum sem hlutur þeirra sé orðinn ári lítill, eftir rnikla upp- byggingu á síðasta áratug. Höfðu viðmælendur PRESS- UNNAR á orði að Glettingi, fjölskyldu Björgvins Jónssonar, hefðu verið færðar eignir HS á silfurfati og það hafi gert fulltrúi Hlutafjársjóðs, þ.e. ríkisins. Er fullyrt að þetta haft verið gert án samþykkis stjórnar Byggða- stofhunar, umsjónaraðila Hluta- fjársjóðs. „Eg vil undirstrika að ég er hlynnt sameiningunni og vona að allt gangi fyrirtækinu í hag- inn. Eg er hins vegar ósátt við aðferðimar sem notaðar vom og vil vita hvort þær standast lög,“ sagði Margrét Frímannsdóttir aðspurð um þetta mál. „Hluta- Ijársjóður á í ansi mörgum fýrir- tækjum, en það er opinber stefna að hagræða og að Hluta- fjársjóður selji þessa hluti sína. Það er því t.d. mikilvægt að vita hvort veiðireynslu megi bóka til eignar, og ef svo, hví þá ekki t.d. vinnslureynslu?" STOKKSEYRI: AUKIN AT- VINNA OG ÞREFÖLDUN Á UMSVIFUM Sigfús Jónsson sagði í samtali við PRESSUNA að fyrirspum Margrétar hefði verið byggð á misskilningi, veiðireynslan væri ekki og hefði aldrei verið bók- færð til eignar, hefði aðeins ver- ið ftjálst samningsatriði, eins og ýmislegt annað í viðræðunum. Menn hefðu reiknað dæmið fram og til baka út frá ýmsum forsendum og lendingin yfirleitt þannig að munaði 1 til 2 pró- sentustigum til eða frá. Hann vildi ekki tjá sig frekar um mál- ið, sem hann ítrekar að sé byggt á misskilningi. Annar viðntælandi blaðsins benti á að óánægja á Stokkseyri væri illskiljanleg í ljósi þess að sameining með þessum hætti hefði verið samþykkt samhljóða á hluthafafundi í HS og að full- trúi hreppsins, Jón Haraldsson, hefði tekið þátt í sameiningar- viðræðunum. Sami viðmælandi benti ennffemur á að Stokkseyr- ingar gætu varla kvartað mikið: „Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs er búið að frysta jafn- inikið á Stokkseyri og á öllu síð- asta ári, með tilheyrandi at- vinnuaukningu. Líklega þrefald- ast umsvifin í ár. Laun hafa að líkindum hækkað um 15 til 20 prósent frá því í fyrra. Þetta er að gerast hjá fyrirtæki sem var að komast í þrot, gekk í gegnum greiðslustöðvun og nauðungar- samninga og átti í bullandi tap- Margrét Frímannsdóttir. Ánægö meö sameininguna en óánægð meö aðferðirnar sem viðhaföar voru. rekstri.“ EIGNIR HLUTAFJÁR- SJÓÐS ÚR 0 í 108 MILLJ- ÓNIR? Annar viðmælandi dró enn- fremur í efa að hagsmuna Hlutafjársjóðs og þar með ríkis- ins hefði verið illa gætt. „Hluta- fjársjóður átti orðið 77 prósent í Hraðfrystihúsi Stokkseyrar og eins og staðan var orðin voru hlutabréfin lítils eða einskis virði. I september síðastliðnum gerði Grandi tilboð í þetta hluta- fé og bauð 79 milljónir. Og miðað við gengið í hlutafjárút- boðinu er markaðsvirði hluta- bréfa Hlutafjársjóðs í Ámesi nú 108 milljónir króna. Þetta er ekki slæm hagsmunagæsla." En Stokkseyringar eru ekki sannfærðir. Fyrir tólf árum brann hraðfrystihúsið hjá þeim og síðan fór fram mikil upp- bygging. íbúar Stokkseyrar hafa tekið á sig fómir, lagt fé í fýrir- tækið og starfsmenn hafa tekið á sig launalækkun. Að hlutur Stokkseyringa sjálfra sé orðinn hverfandi í hinu nýja fyrirtæki finnst þeim óviðunandi niður- staða. Og þeir spurja: Hverjir rnunu kaupa hlutabréf Hlutafjár- sjóðs? Verða það Glettings- menn? Friörik Þór Guömundsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.