Pressan - 07.05.1992, Blaðsíða 14

Pressan - 07.05.1992, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. MAÍ1992 Skipulögð glæpastarfsemi ðllllM BRÍGBUM BEITTHLM BATAFÉAF SKKUIiaiM PRESSAN hefur að undanförnu fjallað um svik og fjárglæfra sem geta ekki kallast annað en skipulögð glæpastarfsemi. í þessum tilvikum hefur fé verið haft af fólki með allskyns svikum í bíla- og fasteignaviðskiptum. Greitt hefur verið fyrir eignirnar með verðlausum pappírum. Fyrir viðskiptunum hefur verið skráður kaupandi sem aldrei er ætlunin að standi í skilum. Að undanfömu hefur PRESS- AN fjallað um það sem mætti kalla „skipulega glæpastarf- semi“; fjársvik hvers konar þar sem búnar eru til svikamyllur sem hafa það eina hlutverk að pretta fólk. Fjöldi manna virðist hafa þetta að atvinnu og einskis svífast til að ná markmiðum sín- um. Oft em þessir menn að eiga hver við annan og kalla þá við- skiptasvæðið „gráa markaðinn“ en þess á milli lendir saklaust fólk í svikunum. Kveikjan að þessum skrifum blaðsins em fjölmargar og alvar- legar ábendingar fólks sem hefur lent í hremmingum vegna við- skipta við menn sem gefa sig í þetta. Eins og komið hefur fram er fólk ákaflega vamarlaust gagn- vart svikunum, því braskaramir hafa oftar en ekki fundið leiðir framhjá hefðbundnum öryggis- þáttum eins og vanskilaskrám banka. Þá bætir ekki úr skák að fjársvikadeild rannsóknarlög- reglunnar á í mestu erfiðleikum með að sinna öllum þessum mál- um vegna fjölda þeirra og fá- mennis. STOFNA HVERT FYRIR- TÆKID OFANIANNAD TIL AÐ ÞURRKA OT SPORIN Eins og kom fram í PRESS- UNNI í síðustu viku em görnul fyrirtæki með enga starfsemi tal- in hinir mestu „gullmolar". „Flögubergsmálið" er einmitt slíkt tilfelli þar sem tekið var fyr- irtæki sem hafði enga starfsemi haft um langt skeið — ný stjóm skipuð og skuldabréf og víxlar gefm út. Fyrirtækið sjálft er þá vanalega útgefandi en síðan er leitað að „heppilegum" skuldur- um á bréftn. Oftar en ekki er leit- að eftir ungu óreglufólki sem ekki á bót fyrir rassinn á sér en hefur kannski ekki enn komist á vanskilaskrá — hefur „hreint nafn“. Stundum em bréfin enn lakari, en þá em jafnvel tíndir upp göturónar eða eiturlyfjasjúk- lingar til að skrifa á bréftn. Þegar slík útgáfa hefur staðið í ákveðinn tíma er að koma fyrir- tækinu frá sér. Furðulegasta dæmið um slíkar myllur má sjá í tilfellinu með Rúmið/bílaleiguna Rúmið/bílaleiguna Höfða/- Drang. Þar var hópur fólks feng- inn til að selja bíla út á bréf sem aldrei var ætlunin að borga. Fæstir gáfu sér tíma til að taka veð í bílunum fyrir eftirstöðvun- um og misstu því eign sína — nánast um leið og þeir réttu fram bíllyklana. Bílar voru fljótlega seldir áfram bæði til einstaklinga og fyrirtækja sem tengdust bröskur- ununt. Þannig vom þeir „þvegn- ir“ í burtu frá þeim sem stóðu fyrir svikunum. Þegar síðan

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.