Pressan - 07.05.1992, Blaðsíða 16

Pressan - 07.05.1992, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. MAÍ 1992 Víðirvarsexárí skiptum Þrotabú trésmiðjunnar Víðis í Kópavogi hefur loksins verið gert upp eftir sex ára gjaldþrota- meðferð. Trésmiðjan var tekin til gjaldþrotaskipta í janúar 1986 og lauk skiptum í mars. Lýstar kröfur í búið námu alls tæplega 51 milljón króna. For- gangskröfur upp á 6,5 milljónir greiddust að fullu. Almennar kröfur hljóðuðu upp á 44,5 millj- ónir og tókst að greiða upp í þær liðlega 29 milljónir. Sparisjóðurinn í Keflavík kom út á sléttu Sparisjóðurinn í Keílavík var á síðasta ári rekinn með aðeins þriggja milljóna króna hagnaði, samanborið við nær 18 milljón krónahagnað 1990. Þessi hógværi hagnaður á síð- asta ári samsvarar aðeins 0,3 prósentum af heildartekjum sparisjóðsins, en hlutfallið fyrir skatta er 0,8 prósent. Til saman- burðar má nefna að allir spari- sjóður landsins skiluðu hagnaði sem nemur níu prósentum fyrir skatta, en 5,4 prósentum eftir skatta. T.d. skilaði SPRON 50,5 milljóna króna hagnaði og Spari- sjóður vélstjóra 56,5 milljónum. Málverk af bæj- arsQöranum sampykkt á heimili hans I síðasta mánuði var haldinn allsérkennilegur fundur stjómar Lista- og menningarsjóðs Sel- tjamamess, en mættir á fundinn voru Sigríður Gyða Sigurðar- dóttir, Sigurður Þ. Guðmunds- son, Sverrir Sigurðsson og Anna Kristín Jónsdóttir, en Jón Hákon Magnússon boðaði forföll. Fundurinn var haldinn á Mið- braut 29. Svo vill til að það er heimili Sigríðar Gyðu og eigin- manns hennar, Sigurgeirs Sig- urðssonar, bæjarstjóra Seltjam- amess. Og á heimili bæjarstjór- ans samþykkti sjóðstjómin að lýsa yfir stuðningi við þá hug- mynd að láta mála andlitsmynd af bæjarstjóranum til að hengja upp á bæjarskrifstofunum. Það á að gera í tilefni þess að bæjar- stjórinn hefur á þessu ári starfað í þrjátíu ár í sveitar- og bæjar- stjóminni. Þrotabú tölvu- fyrirtækis Ávöxt- unarmanna gert upp Þrotabú hlutafélagsins Hug- hönnunar hefur verið gert upp eftir ríflega þriggja ára gjald- þrotameðferð. Hlutafélag þetta var í eigu Avöxtunar sf. og nokk- urra einstaklinga, þeirra á meðal Ármanns Reynissonar og Péturs Björnssonar. Hughönnun var tekin til gjald- þrotaskipta í desember 1988, í kjölfar jress að Ávöxtunarmálið kom upp þegar tveir verðbréfa- sjóðir fyrirtækisins fóm á haus- inn. Fyrir skömmu lauk skiptum í þrotabúi Hughönnunar og er ljóst að þar var ekki á ferðinni með stærstu hvellunum í kring- um þá Ánnann og Pétur. Kröfur á upphafsdegi skipta hljóðuðu alls upp á 9,4 milljónir eða um 13,3 milljónir að núvirði. For- gangskröfur greiddust að mestu, en ekkert fékkst upp í almennar kröfur upp á 11,5 milljónir að núvirði. Borgarfulltrúastörf Davíðs Oddssonar Davíð hefur setið áfram sem borgarfulltrúi þrátt fyr- ir erilsöm störf við landstjórnina. Hann hefur hins vegar aðeins setið 18 prósent af fundartíma borgar- stjórnar. Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, þingmaður og formaður Sjálfstæðisflokks, hefur þegið 52.505 krónur á mánuði sem óbreyttur borgarfulltrúi frá því hann hætti sem borgarstjóri. Viðvera hans á fundum borgar- stjómar er þó ekki mikil — vegna anna annars staðar — eða tæplega 18 prósent af fundartíma borgarstjómar. Sé miðað við þann takmarkaða tíma sem hann hefur getað setið jressa fundi hef- ur hann fengið sem nemur rúm- lega 30 þúsund krónum á tím- ann. Davíð stýrði síðasta borgar- stjómarfundi sínum sem borgar- stjóri 4. júlí sl„ en frá og með 16. júlí var hann orðinn óbreyttur borgarfulltrúi, án setu í borgar- ráði. Þá var borgarstjóm komin í sumarleyft og Markús Örn Ant- onsson orðinn borgarstjóri. HÁLF MILLJÓN FYRIR TÆPAR 16 KLUKKU- STUNDIR Fyrsti fundur borgarstjómar eftir sumarhlé var haldinn 19. september og ffá og með honum hafa verið haldnir 15 fundir, að meðtöldum stuttum hátíðarfundi vegna opnunar ráðhússins. Þess- ir 15 fundir hafa staðið í alls 88 klukkustundir og 39 mínútur eða 5.319 mínútur. Davíð Oddsson hefur mætt alls 7 sinnum, en iðulega aðeins setið hluta fundartímans. Tvisvar hefur hann setið heilan fund, sem stað- ið hefur innan við klukkustund. Hann hefur með öðmm orðum setið fundi í alls 15 klukkustundir og 43 mínútur eða 943 mínútur alls. Þetta gerir um það bil 17,7 prósent af heildartímanum. Óbreyttur borgarfulltrúi fær 30 prósent af þingfararkaupi (175.018).á mánuði eða 52.505. Aðalfulltrúi fær þessa upphæð óháð viðveru á borgarstjómar- fundum og í sumarhléi. Frá ágúst til og með apríl hefur Davíð því fengið 9 mánaða laun sem óbreyttur borgarfulltrúi, eða 472.545 krónur. 16,5 PRÓSENTA BÚBÓT OFAN Á RÁÐHERRA- OG ÞINGMENNSKULAUNIN Óbreyttur borgarfulltrúi sem mætt hefur á alla fundina og set- ið allan tímann, ef nokkur, fær sömu upphæð og hefur þá jregið sem nemur 5.330 krónum að meðaltali á tímann. Að sjálf- sögðu er reiknað með því að borgarfulltrúar leggi fram meiri vinnu fýrir jressi laun en setuna á borgarstjórnarfundum, nokkur tími fer í undirbúning íyrir fund- ina, þeir taka að sér viðtöl við borgarbúa og fleira mætti nefna. Davíð hefur verið upptekinn af öðmm störfum, en hefiar setið nokkra fundi borgar stjómarhóps flokksins. Sé miðað við borgarstjómar- fundina einvörðungu hefur Dav- íð Oddsson fengið 30.066 krón- ur að meðaltali fyrir þá tíma sem hann hefur setið. Davíð fær 142.684 krónur á mánuði sem forsætisráðherra og 175.018 krónur sem þingmaður, alls 317.702. Borgarfulltrúalaun- in hækka heildarlaun hans í 370.207 eða um 16,53 prósent. Þá em ekki meðtalin laun fyrir önnur störf, svo sem setu í stjóm Landsvirkjunar. Friðrik Þór Guömundsson Davíð Oddsson hefur setið borg- arstjórnarfundi í 15 klukkustundir og 43 mínútur frá því hann varö óbreyttur borgar- fulltrúi. Borgar- stjórn hefur á sama tíma fundaö í 88 klukkustundir og 39 mínútur. Davíð Oddsson „Hef setið allnokkra fundi" ,JÉg hef merkilegt nokk get- að sótt allnokkra fundi borgar- stjómar og jxitt ég hafi ekki set- ið frameftir nóttu hef ég ákveðnar efasemdir um taln- inguna hjá þér,“ sagði Davíð Oddsson, forsætisráðherra og óbreyttur borgarfulltrúi, í sam- tali við PRESSUNA um við- vem sína á fundum borgar- stjómar frá því hann hætti sem borgarstjóri. Davíð staðfesti að hann hefði ffá fteim tíma fengið laun eins og aðrir borgarfulltrúar. Hann lýsti því yfir í sjónvarpi á vígsludegi ráðhússins að hann velti fyrir sér hversu lengi hann myndi sitja áfram sem borgar- fulltrúi, en í samtali við blaðið sagði hann að hann hefði enn ekki tekið ákvörðun um það. „Ég hef verið upptekinn við annað,“ sagði Davíð. Lögskýringar Siguröar Líndal á lögmætri áframhaldandi setu Ragnheiðar Davíðsdóttur sem aöalfulltrúa i menntamálaráöi féllu ekki í kramið hjá menntamálaráöherra. Sigurður Líndal lagaprófessor „Sigurður er fyrirmyndarsamverkamaður í allri umgengni og fjandanum klárari. Hann er líka stór- skemmtilegur,“ segir Markús Sigurbjörnsson, lagaprófessor og samstarfsmaður. „Sigurður er afar skemmtilegur, víðlesinn og fróður. Það er alltaf unun að vera í félagsskap hans og tala við hann um alla mögulega hluti. Enda er samræðulistin ein af þeim listum sem hann er meistari í,“ segir Garðar Gísla- son hæstaréttardómari. „Mér líkar afskaplega vel að starfa með Sigurði. Hann er einstakur áhugamaður um allt sem lýtur að menningu okkar og er til dæmis ávallt reiðubúinn að fóma tíma sínum í hennar þágu. Hann er ætíð reiðubúinn að standa við sannfæringu sína og styðja þau sjónamúð opinberlega sem hann telur ein rétt. Þá er Sigurður gæddur afskaplega góðri kímnigáfu," segir Sverrir Kristinsson, fasteignasali og vinur. „Ég var nemandi hans í lagadeild fyrir átján ár- um, þegar hann kenndi mér á fyrsta ári. Mér staf- aði ógn af honum sem kennara, var auðvitað hæfi- lega hræddur við hann, en þannig eiga hlutirnir vafalaust að vera,“ segir Markús Sigurbjömsson. „Nú, eins og allir duglegir og hæfir menntamenn tekur hann að sér svo mörg verkefni að það er nánast kraftaverk hvernig honum tekst að Ijúka þeim,“ segir Garðar Gíslason. „Vegna góðrar menntunar og þekkingar í lögfræði og fleiri grein- um er mjög oft leitað til Sigurðar með margvísleg- ustu mál. Þar sem hann er mjög bóngóður maður hef ég á tilfinningunni að stundum hlaðist býsna mikil störf á hann," segir Sverrir Kristinsson.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.