Pressan - 07.05.1992, Blaðsíða 18

Pressan - 07.05.1992, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR PRESSAN FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. MAÍ 1992 M E N N Ragnheiður Davíðsdóttir, stjórn- armaður í Menningarsjóði Varúð til hœgri; í menningu og umferð Fólk hefði svo sem getað sagt sér það sjálft að það mundi ekkj ganga hávaðalaust fyrir sig þeg- ar Ragnheiður Davíðsdóttir léti sér ekki lengur nægja að bjarga umferðarmenningunni heldur sneri sér að hinni æðri menn- ingu. Það sem kom hins vegar á óvart var að hún skyldi finna hana inni í Menningarsjóði. Hér á árum áður, þegar Ragn- heiður var að kenna okkur hin- Ragnheiður Dav- íðsdóttir lét sér ekki lengur nœgja að bjarga umferð- armenningunni heldur sneri sér að hinni œðri menningu. Það sem kom hins vegar á óvart var að hún skyldi finna hana inni í Menningarsjóði. um hvemig við ættum að hegða okkur í umferðinni, var nóg að opna fyrir útvarpstækið til að fá ftá henni ráð. Það var sama hvort fólk vissi ekki hvort það ætti að fara inn á aðrein eða ftárein alltaf kom Ragnheiður með svar — svo ftámarlega sem fólk kveikti á útvarpstækinu sínu. Og nú er íúveg það sama upp á teningnum. í hvert sinn sem fólk kveikir á útvarpstækinu sínu er Ragnheiður mætt. Hún segist hafa komið í veg fyrir hægri- beygju í Menningarsjóði. Varúð til hægri, þar eins og í umferð- inni. Hún segist hafa staðið upp til vamar sjóðnum og menning- unni sjálfri. Og hún er úlbúin að ganga úr Alþýðuflokknum ef það getur orðið úl þess að halda lífi í menningunni. (Þetta síðasttalda ættu kannski fleiri að taka úl athugunar.) Það sorglega er að komið hef- ur í ljós að Alþýðuflokknum er hjartanlega sama um menning- una og baráttu Ragnheiðar inni í Menningarsjóði. Þetta á að minnsta kosti við um þá Össur og Jón Baldvin. Þeim er annara um heiður Bessíar Jóhannsdóttur og Ólafs G. en menninguna. Og ef þeir hefðu getað unnið fleiri krata á sitt band hefðu þeir sparkað Ragnheiði út úr bæði Menningarsjóði og flokknum. Og það er reyndar líklegasta niðurstaðan í þessu máli; að krat- ar tilnefni annan aðalmann í stjórn og Ragnheiður gangi til liðs við Kvennalistann. Sá flokk- ur hefur nefnilega komið auga á um hvað þetta mál snýst. Það er ekki bara menningin sem er í hættu heldur kvenkynið sjálft. Eða að minnsta kosú allar konur nema Bessí Jóhannsdótúr. Það vom nefnilega þijár konur sem gerðu uppreisn gegn körlunum í Menningarsjóði. Ekki gegn körl- unum í stjóm sjóðsins, því þar er bara einn, heldur körlunum sem em ekki í stjóminni en vilja táðg- ast með sjóðinn. Það þarf því ekki mikinn spá- mann úl að sjá Ragnheiði fyrir sér í Kvennalistanum eftir að Össur og Jón Baldvin hafa end- urreist Bessí í Menningarsjóði. Það sjá allir hversu frekleg árás á konur það verður og Ragnheiður og aðrar konur munu því flykkj- ast úl liðs við Kvennalistann og heQa þar batáttu úl vamar kon- unni og menningunni. 2s EES o^stjórnarskráin Jón Baldvin pantaði álit fjögurra lögfræðinga. Þing- ið segist ekki taka mark á þeim og ætlar að ráða sína LIF EESIHONDUM LÖGFIUBINGA í umræðunni um EES og stjórnarskrána er enginn skortur á skoðunum en því minna um afdráttarlausar niðurstöður. Stjórnmálamenn kjósa að leggja málið í hendurnar á nokkrum lögfræðingum í von um að þeir finni lausn — einhverja lausn. Þegar deilan um EES-samn- inginn og stjómarskrána er skoð- uð skýtur sama spumingin upp kollinum aftur og aftur: hvað þurfa margir lögfræðingar að vera sammála til að ríkisstjómin losni við að breyta stjómar- skránni með úlheyrandi þingrofi og pólitískri óvissu? Líf samn- ingsins virðist nefnilega undir því komið hversu margir og hversu virúr lögfræðingar raða sér sitt hvomm megin við víglín- una í deilunni um EES. Fróðir menn um lög og stjóm- skipan em mjög ósammála um hvaða atriði EES-samningsins, ef þá nokkur, kunni að brjóta í bága við stjómarskrána. í besta falli segja þeir um að ræða hefð- bundnar skuldbindingar sem hver þjóð gengst undir með al- þjóðasamningum, sem sagt ekk- ert fullveldisafsal með stórum staf. I versta falli þýði þau fram- sal á löggjafar-, framkvæmda- og dómsvaldi sem gangi harka- Iega á sveig við 2. grein stjómar- skrárinnar. I henni em þijár ein- faldar en mikilvægar seúiingar: „Alþingi og forseti Islands fara saman með löggjaf- arvaldið. Forseti og önnur stjómvöld [...] fara með fram- k væmdavaldið. Dómendur fara með dómsvaldið." ÍSLENSK LÖG VÍKJA Stóm ágreinings- atriðin virðast vera þijú. Hið fyrsúi felst í því að ef íslensk lög stangast á við ákvæði EES-samningsins er kveðið svo á að lögin skuli víkja og samn- ingsákvæðin hafa forgang. Komi upp ágreiningur í framú'ð- inni um hvort últeknar ákvarð- anir íslenskra stjómvalda stang- ist á við samninginn mun EFTA-dómstóllinn skera úr um hann. A yfirborðinu em þetta ekki ósvipaðar skuldbindingar og Is- lendingar hafa gengist undir í öðmm alþjóðasamningum, til dæmis varðandi mannréttinda- mál eða í samningnum sem fylgdi EFTA-aðild. EES-samn- ingurinn er hins vegar mun víð- tækari og tekur úl ýmissa atriða í innanlandsviðskiptum og efna- hagslífi sem hingað úl hefur ver- ið skipað með innlendri laga- setningu og innlendir dómstólar hafa fjallað um. Þetta em vissar kvaðir, en ekkert ffamsal á löggjafar- eða dómsvaldi, segja lögskýrendur á öðmm kanú þessarar umræðu. íslendingar munu eiga sinn full- trúa í EFTA-dómstólnum og auk þess em þetta ákvæði sem Alþingi, löggjafinn, samþykkir, rammi sem það samþykkir sjálfl að setja sér. Andmælendur bera fyrir sig að úrskurðir EFTA-dómstólsins séu bindandi að landsrétú og ís- lenskum stjómvöldum beri skylda til að framfylgja þeim. Það geti falið í sér framsal á dóms- og framkvæmdavaldi. Jafnvel þótt þessi ákvæði séu samþykkt vitandi vits, þá jafn- gildi það stjómarskrárbreytingu og stjórnarskránni verði ekki breytt með einfaldri löggjöf. Til þess þurfi að koma frumvarp úl stjómskipunarlaga sem sam- þykkt sé á tveimur þingum, með kosningum á milli. LAGASKÝRINGAR EB GELDA Annað vafamál lýtur einnig að úrskurðum EFTA-dómstóIs- ins. í bókun með samningnum er gert ráð fyrir að í úrskurðum sín- þykkir að þessum reglum skuli beitt í úrskurðum EFTA-dóm- stólsins. EB FÆR FRUMKVÆÐI Þriðja deiluefnið snýr að því hvað gerist þegar EB ákveður einhliða að breyta hjá sér úlskip- unum eða lagasetningu sem breytir ákvæðum í samningnum. Þær breyúngar taka ekki gildi í EFTA-löndunum fyrr en við- komandi þjóðþing hafa sam- þykkt þær. Fyrst fara þær fyrir sameiginlega EES-nefnd og þurfa EFTA-ríkin þar að sam- þykkja þær samhljóða, þ.e. hvert ríki hefur neitunarvald. Að því búnu eru þær sendar til þjóð- um skuli EFTA-dómstóllinn beita þeim túlkunum og reglum sem EB-dómstóllinn hefur beitt í sambærilegum málum eða við- víkjandi sambærilegum reglum. Þetta er augljóst hagræðingar- mál. Það kynni ekki góðri lukku að stýra ef dómstólamir færu að beita mismunandi lagareglum og túlkunum í úrskurðum í sam- bærilegum eða sams konar mál- um. Og þetta þýðir ekki annað, segja þeir sem telja þetta ekki framsal á dómsvaldi. Þetta er að- eins samkomulag um að beita tilteknum lögskýringarreglum en ekki öðrum. Það er engin leið að segja fyrir um nákvæmlega hvaða áhrif þetta hefúr, einfald- lega af því að við vitum ekki hvaða mál kunna að koma úl úr- skurðar. Aðrir telja meiri vafa leika á. Þeir segja að EB-dómstóllinn hafi á ferli sínum lagt línumar í ýmsum grundvallaratriðum og á endanum geú þetta þýtt að úr- skurðir EB-dómstólsins hafi lagagildi á íslandi. Það er lág- mark, bæta þeir við, að Alþingi kanni ofan í kjölinn hvað í þessu felst, hvaða grundvallarstefnu- mörkun felst í úrskurðum dóm- stólsins, áður en þingið sam- EES er að taka af okkur löggjafarvaldið, dóms- valdið líka og jafnvel framkvæmdavaldið, segja efasemdarmenn meðal lögspekinga. þinganna til samþykktar eða synjunar. Endanlegt ákvörðun- arvald er því í höndum þjóðþing- anna. Ergo: ekkert framsal á lög- gjafarvaldi úl erlendra stofnana. Þetta er ekki endilega svo ein- falt, segja efasemdarmenn. I þessu felst í það minnsta ffamsal á fiumkvæði til EB, þar sem ein- stakt EFTA-ríki getur ekki gert slíkar einhliða breytingar með sama hætú. Öll nýsköpun í lög- gjöf í viðkomandi málum færi því fram hjá EB. Þetta kann að vera framsal á „efnislegu lög- gjafarvaldi" úl stofnana EB. Is- lendingar hefðu bara „neikvætt" löggjafarvald með neitunarvaldi sínu. Að auki, halda andmælendur áftám, má líta svo á að þetta sé framsal á löggjafarvaldi í reynd, þótt bókstafurinn segi annað. Það sé úl að mynda ólíklegt að einstök EFTA-ríki fari að setja sig upp á móti mikilvægum breyúngum sem aðrir hafa sam- þykkt. Ef það gerist geú EB grip- ið til viðeigandi gagnaðgerða gagnvart því ríki, sem hugsan- lega geti endað með uppsögn samningsins alls. Það sé Damók- lesarsverð sem muni draga úr öllum úlburðum til andmæla af hálfú EFTA-ríkja. LÖGFRÆÐINGARNIR EIGA LEIK Það er engin tilviljun hversu oft orð á borð við „hugsanlega" og „líklega" koma fyrir hér að ofan. Það er vegna þess að þessi lögffæði er ekki vísindi frekar en önnur lögfræði og skoðanir á því, hvað tiltekinn texti þýðir, eru næstum jafnmargar þeim sem lesa hann. Sú staðreynd að efasemdimar eru margar og óvissan mikil er nóg til að gera þetta að snúnu vandamáli, sem ekki verður hjá komist að fá niðurstöðu í. Þeir em of margir — og ekki einung- is andstæðingar samningsins — sem hafa lýst efasemdum um að samningurinn standist gagnvart stjómarskránni. Utanríkisráðherra hefúr skip- að nefnd úl þess ama, sem út af fyrir sig er viðurkenning á vandamálinu. Stjómarandstaðan segist ekki munu taka mark á jxúm og vill láta „hlutlausa" lög- fræðinga skera úr. Sömuleiðis formaður utanríkismálanefndar þingsins, sem ekki verður geng- ið framhjá í mál- inu. Vandinn er sá að það getur eng- inn almennilega skorið úr um mál- ið. Hér á landi er engin stofnun sem hægt er að leita úl um endanlegan úr- skurð (í það minnsta ekki áður en samningurinn tekur gildi), heldur verður að leita álits ein- staklinga sem geta aðeins láúð í ljósi rökstuddar skoðanir. Vandinn verður minni ef svo ólíklega vill úl að íslenskir lög- spekingar verða almennt sam- mála um að ekki þurfi að breyta stjómarskránni úl að samþykkja samninginn. Eftir samtöl við þá er hins vegar fyllsta ástæða úl að draga það í efa. Ef skoðanir verða margar og skiptar getur þinginu varla talist stætt á því að samþykkja samn- inginn án ffekari málalenginga. Stjómarskrá er nú einu sinni stjómarsktá og varla hægt að tala um nein „gtá svæði“ hvað hana snertir. Þjóðaratkvæðagreiðsla um samninginn sjálfan væri eng- in breyúng á stjómarsktánni og leysú því ekki þann vanda. Þeirri hugmynd hefúr verið fleygt að krafist verði aukins meirihluúi á Alþingi úl að sam- þykkja samninginn, úl dæmis tveggja þriðjuhluta, úr því ein- hver vafi leikur á um gildi hans gagnvart stjómarskra. Þetta telja stjómspekingar frekar subbulega aðferð; annaðhvort þurfi að breyta stjómarsktá eða ekki og það sé ekki verjandi að fara neinn milliveg í því. Og úl að breyta stjómarskrí er ekki nema ein leið: ffumvarp úl stjómskip- unarlaga samþykkt á tveimur þingum með kosningum á milli. Kart Th. Birgisson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.