Pressan - 07.05.1992, Blaðsíða 20

Pressan - 07.05.1992, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. MAÍ 1992 PRESSAN Útgefandi Blaðhf. Ritstjóri Gunnar Smári Egilsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Hverfisgötu 8-10, sími 62 13 13 Faxnúmer: 62 70 19 Eftir lokun skiptiborös: Ritstjóm 62 13 91, dreifmg 62 13 95 (60 10 54), tæknideild 62 00 55, slúðurlína 62 13 73. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði ef greitt er með VISA/EURO/SAMKORT en 750 kr. á mánuði annars. Skipulögð glæpastarfsemi í PRESSUNNI í dag er fjallað um skipulagða glæpastarf- semi á Islandi. Þar kemur fram að nokkur hópur manna hefur lengi stundað það að hafa fé og eignir af fólki með skipulögð- um svikum í viðskiptum. Sú aðferð sem hefur reynst þeim einna best er að spila með lítið eftirlit með hlutafélögum í landinu. Þeir sem lesið hafa PRESSUNA hafa sjálfsagt áttað sig á að lög og reglur um hlutafélög virðast fremur sniðin að þeim sem vilja nota þau sem tæki til að svindla í viðskiptum en að þau miði að því að veita þeim aðhald og verja þá sem þeir eiga viðskipti við. PRESSAN hefur margsinnis greint frá hlutafélögum sem hafa verið rekin gjaldþrota árum saman án þess að nokkur op- inber aðili skipti sér af því. Hlutafélög eru sem kunnugt er rek- in á takmarkaða ábyrgð eigendanna og því em í lögum gerðar þær kröfur að þau eigi fyrir skuldum. Stjómvöld hafa hins vegar ekki haft í frammi minnstu tilburði til að fylgja því eftir. Eigendur hlutafélaga komast upp með að gefa engar upplýs- ingar um stöðu félaganna og í raun hafa viðskiptamenn þeirra engin ráð til að komast að henni. Þeir geta því lánað gjald- þrota hlutafélagi stórar fjárhæðir án þess að hafa minnstu möguleika til að komast að raunvemlegri stöðu þess. PRESSAN hefur sömuleiðis greint frá því hvemig hlutafé- lagaskráning hefúr tekið við pappímm þar sem böm em skráð stjómarmenn þrátt fyrir að skýrt sé tekið ffarn í lögum að stjómarmenn hlutafélaga verði að vera fjárráða. Blaðið hefur sömuleiðis greint frá dæmum þess að forráðamenn hlutafé- laga hafi lagt inn til hlutafélagaskráningar falskar yfirlýsingar um aukið hlutafé í félögunum. Og PRESSAN hefur líka greint ffá því hvemig menn sem ætla sér að hafa fé og eignir af fólki hafa getað fengið aðstoð kerftsins við að láta hlutafé- lögin sín líta betur út á pappímnum með því að fá þeim eldri og virðulegri kennitölu. Hingað til virðist það hafa verið álit stjómvalda að ekki megi setja hlutafélögum það strangar reglur eða undir svo ná- kvæmt eftirlit að það geti aftrað peningalausum mönnum ffá því að koma sér upp og reka hlutafélög með takmarkaðri ábyrgð. Þau virðast meta það sem svo að betra sé að hundrað óheiðarlegir menn fái að misnota hlutafélagaformið en einn blankur en heiðarlegur maður fái að stofria sitt hlutafélag. Það er kominn tími til að stjómvöld endurskoði þetta „rétt- læti“ sitt og hafi fjölmörg fómarlömb fjárglæframanna í huga við þá endurskoðun. V I K A N FRAMBJÓÐANDI VIK- UNNAR, Það er líklega Jón Asgeirsson. Ekki fyrir að hafa kjark til að bjóða sig fram sem formann Handknattleikssambandsins þrátt fyrir bága stöðu þess. Og ekki fýrir að hafa þegið tilboð uppstillinganefndar eftir að það hafði gengið manna á milli í nokkra mánuði. Heldur fyrir að koma auga á kjarna málsins. Jón segist neíriilega vera fulltriii lýðræðisaflanna í HSÍ. Hvað það fyrirbrigði er vita sjálfsagt fáir. Hugsanlega vilja þessi öfl afnema einveldi dómarans á vellinum og taka upp lýðræðis- legra stjómarfar. Hugsanlega. ÓFRÉTT VIKUNNAR Það er lýsandi fyrir hversu Is- lendingar eru uppteknir af titt- lingaskít að á meðan þeir höfðu tækifæri til að beina sjónum að stórfrétt vikunnar og jafnvel stækka hana með gerðum sínum kusu þeir heldur að rífast um EES, Menningarsjóð og annað smálegt. Úti í Los Angeles voru nokkrar löggur sýknaðar af því að hafa barið á ökumanni. Kviðdómur hafði ekki fyrr kom- ist að þessari niðurstöðu en það varð allt vitlaust; fólk kveikti í hús- um, Clinton þaut upp í skoðana- könnunum, fólk stöðvaði hvað annað á gatnamótum og barði í hel. Hér heima felldi ríkissaksókn- ari niður rannsókn í máli lög- reglumanna sem sakaðir vom um að beija á ökumanni í Mosfellsbæ. Ékkert gerðist. Ekkert hús var brennt, enginn stjómarandstæðingur jók fylgi sitt og enginn barði annan. Kannski er munurinn á við- HVERS VEGNA Þarfað taka tillit til stjórnarskrár- innar nú, þegar hún hefur oft verið sniðgengin fram að þessu? JÓN STEINAR GUNNLAUGSSON LÖGFRÆÐINGUR SVARAR „Það á alltaf að taka tillit til ákvæða stjómarskrárinnar. Þess vegna er það alveg sjálfsagt að nú sé skoðað hvort samnings- gerðir við önnur ríki standist gagnvart stjómarskrá. Það felast að mínum dómi mikil mistök í því þegar menn horfa ekki nægi- lega til ákvæða í stjómarskránni. Einkum er það alvarlegt þegar dómstólar eiga í hlut, eins og ég hef látið í Ijós af öðmm tilefrium. I því em mistökin fólgin, ekki í því að kanna málið nú. Þegar við segjum að stjómar- skráin hafi verið sniðgengin ber að taka fram að í þeim tilfellum sem ég hef í huga telja þeir er málið varðar, það er að segja dómstólar og Hæstiréttur, sig sjálfir hafa tekið fullt tillit til hennar. Eg get nefnt dæmi um dóms- mál sem rekin hafa verið og stjómarskrárreglur að mínu áliti þynntar langt út yfir allt sem leyfilegt er samkvæmt venjuleg- um lögskýringaraðferðum. Þetta em til að mynda dómar Hæsta- réttar í skattamálum, hvort skatt- ar standast gagnvart stjómar- skrá. Til dæmis var kveðinn upp dómur árið 1987 í svokölluðu gengismunamáli, sem er að mínu áliti mjög gróft dæmi um þetta. Annað dæmi þar sem stjómarskráin var sniðgengin varðar hina frjálsu útvarpsstöð sem var rekin í verkfalli BSRB í október 1984, áður en einkarétt- ur ríkisins á útvarpsrekstri var afhuminn. Einnig má nefna dóm í svo- kölluðu Spegilsmáli, þar sem talið var heimilt að senda lög- reglu án dómsúrskurðar til að gera blaðið upptækt. Það sem ég gagniýndi út af því er það að í stjómarskránni er prentfrelsi vemdað og ritskoðun og aðrar hömlur má ekki lögleiða. Speg- ilsmálið gekk út á það að út kom blað sem ríkissaksóknari taldi að hefði inni að halda efrii sem bryti í bága við lög, þama væri um að ræða klám, guðlast og fleira. Hann óskaði eftir því að lögregl- an legði hald á allt upplag blaðs- ins, sem hann hefur vald til að gera, en gerði það án þess að leita úrskurðar dóms fyrirfram um heimild aðgerðarinnar. Þetta taldi ég að væri aðgerð er aug- ljóslega jafngilti ritskoðun, að leyfa ekki útgáfu eða dreifmgu efriis sem stjómvöld telja fyrir- fram að ekki megi birtast, og taldi það brot á stjómarskránni. Auðvitað em menn ábyrgir fyrir því sem þeir birta en í prinsipp- inu fellur það á þá eftir á. í Hæstarétti var síðan dæmt að þetta hefði staðist. Ég man ekki eftir að hægt sé að nefria nein dæmi um dómsúr- lausnir þar sem reynt hefur á það sem nú er til athugunar varðandi EES-samninginn og get ekki bent á neina hliðstæðu við það. Dæmin sem ég hef nefrit em al- mennt um stjómarskrána." brögðum við þessum tveimur málum sá að Bandaríkjamenn hafa engan Menningarsjóð. En ef til vill er ástæðan sú að á með- an löggan í Los Angeles lamdi mann á myndbandi fóm slags- málin fyrst og fremst ffarn í huga ökumannsins í Mosfellsbæ. MAÐUR VIKUNNAR Það er dr. Sigurður Líndal. Hann er aðaldriffjöðrin í öllum málum. Hann segir Alþingi hafa brotið stjómarskrána á bændum og hann segir Ragnheiði Davíðs- dóttur hafa rétt á að greiða at- kvæði eftir eigin höfði í Menn- ingarsjóði. Össur sagði Líndal „lagabrekku" en Olafur G. sagði að ekki þyrfiti allt að vera rétt sem Líndal segði. Ólafur G. sagðist líka vera lögmaður, en_ eitthvað var hann smeykur við samanburðinn við Líndal því Ól- afur G. flýtti sér að hlæja á eftir og benti á að hann hefði einnig lagt málið fyrir aðra lögmenn. Þaö á alltafað taka tillit til ákvœða stjórnar- skrárinnar. Það felast að mínum dómi mikil mis- tök í því þegar menn horfa ekki nœgilega til ákvœða í stjórn- arskránni. Einkum er það alvarlegt þegar dómstólar eiga í hlut. Íþvíeru mistökin fólgin, ekki í því að kanna málið nú. « O O Vi€> EfatN MJMGA SE.F ? ( SVEiTAUAggAg EG ftör At> VKA ENN 'a TtíppíPí* KóMiD þgp. SfeLÍP-Hem ÞÓR, ÍCr HEY& vet, t' ÞÉR r Jð ... .SEOSfiST maiiK « EHS-iR 5Atkí)ÍR VEAA o6 < NPÍTA Aí> GAHffAST < tAHPi'p. AÉ6FRP 4 EM EiríS 06 JTENDWA r BÓKÍNHí GÓÞlA.. < \ GIEVÍIEOT KVriD BRÆ.LM.R 0G STsriAP-.' AÐUP. EN Vi'p Li'TtAfA A HÁTi'PAriPASSWÁNA | 0KFAP- f (CVÖLP fAiAtA Vip fgérrip AF HtA|cAiaHaR-StAP-Fi' r STÁiFBoÐATR^PþANH A :fyp-í£ MoÉbAfl»Mi"kít-| FÁFAÆÞi CP PÍWANril 06- 'ASATÆw.ARFÓlkIö ERAÞ 3AFWA S \G EFrifí sC&astA BLÍT OG H6AFÍP 'A kPfsrvWP.PÍ-E> l' SvEPPA Þ/HNKiahm í. - _0iS þ£TT7f EK _F<2o'fES5jÍAWL ÍSJÁípi HÁR- iGA&EÍUvM! 52 ‘ þÁ EfWN TÁWOlAk S AiAPW*- M£i/«A VÍAÞf EM HEiL HlöPi SEtA Aí-DPEf HffnR TýfJST/ EH HÁLFP'AU lAPt?: HEPAp. öACifJiLEOA FfNlS-ib- sén EiNlW oF Mi'Ki'Þ í o& é& setA hélt Ae> Allír. þestfR. gim»ík OG JoTMAP- 0& pVERGAR .06 SY&jtASL', l>R SHodHA EDDW, VÆA-w SAAA Ii'icVg-AR 0& TÁKHÍ £6 VÍSSÍ EKKf AP bíTTA V/gpf Atí-T 5APAN MtArJ'/EA*L£'6A T'L .• •

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.