Pressan - 07.05.1992, Blaðsíða 21

Pressan - 07.05.1992, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. MAÍ 1992 21 ÓLAFUR HANNtBALSSON Eitt klúður enn STJÓRNMÁL Á sínum tíma gerðum við þó nokkra lukku með „Eitt lag enn“ í Júró- visjónkeppninni. Nú ættum við að hafa möguleika á svipuðum árangri í Júróklúðursamkeppninni, ef og þegar hún verður haldin, með framlagi okkar : „Niðurfelling bókaútgáfu Menningar- sjóðs“. Vinningsllkur okkar verða þó að teljast hæpnar. Hafi einhvem tíma að okkur hvarflað að klúður embættis- og stjómmálamanna væri sénslenskt fyrir- bæri, eitthvað sem skipaði okkur sérstak- lega á bekk með bananalýðveldum, ætti okkur að vera ljóst af reynslunni af EES- samningunum að því fer víðs fjarri. Og auðvitað gætum við ekki svo mikið sem látið okkur dreyma um að keppa við amerískt klúður eins og það að ákveða að flytja mál lögreglumannanna, sem gengu í skrokk á Rodney King, íyrir kviðdóm í alhvítu hverfi, þar sem lögreglumenn eru fjölmennirmeðal íbúa. Þetta klúður okkar er sennilega bara svona miðlungs á alþjóðlegan mæli- kvarða, en hefur óneitanlega sínar skemmtilegu hliðar fyrir þá sem eru í mátulegri fjarlægð frá þessu góða gamni. Þrátt fyrir allan fréttaflutninginn er í rauninni óljóst hvað gerðist á hinum fræga fundi Menntamálaráðs. Eftir því sem ég hef komist næst var það eitthvað í líkingu við þetta: Formaður ráðsins, Bessí Jóhannsdóttir, flytur tillögu um vantraust á ritara ráðsins, Helgu Kress, og aðra tillögu um að leggja bókaútgáfuna niður. Bessí hefur ekki fyrir því að kanna áður, hvort hún hafi meirihluta fyrir þessum tillögum. Tilfögur hennar eru felldar og málin snúast við. Samþykkt er vantraust á Bessí og Helga Kress kosin formaður. Ólafur G. Einarsson lýsir því yfir í sjónvarpi að framkoma Ragnheiðar Dav- íðsdóttur sé óþolandi og hann hafi fyrir því loforð frá formanni Alþýðuflokksins og þingflokksformanni að þetta verði leiðrétt. Ragnheiður Davíðsdóttir lýsir því yfir á móti, að hún sé farin úr flokknum, ef hún hafi ekki lengur traust hans til að taka afstöðu í Menntamálaráði eftir því sem samviskan býður henni. Aðeins eru nokkrar vikur til flokksþings Alþýðu- flokksins og vægast sagt óþægilegt að fá mál af þessu tagi inn á borð þingfulltrúa. Auðvitað hefði verið eðlilegast að Al- þingi réði málefnum bókaútgáfu Menn- ingarsjóðs til lykta með lögum. Af hverju yfirleitt var verið að álykta eitthvað um það efni í Menntamálaráði er hulin ráð- gáta. Sá kostur er sennilega of seint fram kominn að Alþingi skeri úr í þessu máli með lagasetningu. Þá er hinn kosturinn fyrir hendi að Alþýðuflokkurinn fái að kjósa nýjan aðalmann í Menntamáfaráð. Mér finnst óneitanlega spennandi að sjá hvemig sú manneskja verður í laginu. Hennar hlutskipti mundi nefhilega verða það að: Bera ffarn vantraust á Helgu Kress. Standa að tillögu um endurkjör Bessíar sem formanns. Standa að tillögu um að leggja niður bókaútgáfu Menning- arsjóðs. X*XJ iW'J Mér finnst óneitanlega spennandi aÖ sjá hvernig sú manneskja verður í lag- inu. Hennar hlutskipti mundi nefnilega veröa það að: Bera fram vantraust á Helgu Kress. Standa að tillögu um endurkjör Bessíar sem formanns. Standa að tillögu um að leggja niður bókaútgáfu Menningarsjóðs. Þegar ég bar þessa stöðu undir kunn- ingja minn, sjálfstæðismann, sagði hann: Þeir finna aldrei manneskju í þetta hér á landi. Þeir mundu verða að fara í London Zoo til að finna dýrategund, sem tæki þetta að sér fyrir flokkinn." Reynist hann sannspár? Við bíðum spennt. Höfundur er blaöamaöur VIÐSKIPTI Þegar ríkið er tekið t nefið Þeir eru sniðugir og snöggir á Stöð 2, eins og íþróttafréttamenn ríkisútvarpsins þekkja best af biturri reynslu. Einkafram- taksmennimir eru ferskari og fljótari að hugsa en ríkisstarfsmennimir. Ástæðan er einfold: Framtíð og atvinna starfsmanna Stöðvar 2 er undir því komin hvemig jreir standa sig, ólíkt því sem gildir um ríkis- starfsmenn, sem virðast hafa það nokkuð huggulegt og náðugt. Stöð 2 býr við þann aga sem fylgir því að eigendumir em sýnilegir og eiga vem- lega undir því fjárhagslega að starfsmenn- imir standi sig. Ríkið hefur á hinn bóginn ekkert andlit, engan sérstakan aga eða metnað. Munurinn á ríkisrekinni og einkarekinni fréttamiðlun kom vel fram þegar Stöð 2 tryggði sér einkarétt í sjón- varpi á úrslitum í handbolta. Raunar er nær daglega minnt á þennan mun þegar fféttir Stöðvar 2 og nídssjónvarpsins em bornar saman. Eg er einn þeirra sem hafa fylgst spenntir með beinum útsendingum Stöðvar 2 á úrslitaleikjum FH og Selfoss í handbolta (og er ég þó enginn sérstakur áhugamaður um handbolta — kýs ffemur körfubolta). Þar hafa íþróttafréttamenn einkaffamtaksins staðið sig með miklum ágætum, ekki aðeins með líflegri lýsing- um en ég hef átt að venjast frá ríkinu, heldur verður einnig að óska þeim sér- staklega til hamingju með að hafa skotið ríkinu ref fyrir rass og náð einkarétti á út- sendingunum. Eg gleðst alltaf þegar framsæknir einkaaðilar sýna fram á hversu ffáleitt það er að tugir eða hundmð manna skuli vera á launum hjá mér og öðmm skattgreiðendum (fyrir utan skatt- skyldu í formi skylduáskriftar), við það að sinna því sem einstaklingar geta gert. Sumir kalla það að taka ríkið í nefið. Það er kominn U'mi til að ganga hreint til verks og selja ríkisútvarpið og nýta höllina í Efstaleiti með öðmm hætti en gert er. (Svíki minnið mig ekki þá hefur Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður ekki séð aðra leið en nýta höllina sem kartöflugeymslu). Við kjósendur emm því miður oft fljót- ir að gleyma, enda má á stundum halda því fram að fortíðin skipti litlu svo ffemi sem dreginn sé réttur lærdómur af reynsl- unni. Það em ekki mörg ár síðan mörgum þótti það ganga öfgum næst að tala um nauðsyn þess að afnema einkarétt ríkisút- varpsins í útvarps- og sjónvarpsrekstri. Nú dettur engum í hug að snúa aftur til þess tíma [tegar gamla gufan var eina út- varpsstöðin og sjónvarp í ffíi á fimmtu- dögum (þá fylltust bíóhúsin þótt sýndar væm margra ára gamlar myndir), og í heilan mánuð á sumrin. Stöð 2 og aðrir einkaaðilar í útvarps- rekstri em á góðri leið með að sanna hversu fáránlegt það er að ríkið skuli enn vera að vasast í að reka útvarp og sjón- varp. Haldi svo áfram sem horfir verða ekki mörg ár þangað til mikill meirihluti Islendinga verður hlynntur því að selja ríkisútvarpið og -sjónvarp. Það yrði stórt ffamfaraskref í fjölmiðlun. Lærdómurinn frá Stöð 2 er einfaldur. Einstaklingar geta sinnt mörgum verkefh- um betur og ódýrar, sem margir töldu og/eða telja að aðeins ríkið geti haft með höndum. Og það em fleiri dæmi fyrir hendi. Einkaskólar, þeir fáu sem hafa átt þess kost að bjóða þjónustu sína, hafa breytt hugmyndum margra um skipulag í skólamálum og eytt þeim ranghugmynd- um sem stjómmálamenn hafa sumir hald- ið ffam um jöfnuð og jafnrétti. ÓLI BJÖRN KÁRASON Ég gleðst alltafþegar fram- sœknir einkaaðilar sýna fram á hversu fráleitt það er að tugir eða hundruð manna skuli vera á laun- um hjá mér og öðrum skattgreiðendum (fyrir ut- an skattskyldu í formi skylduáskriftar), við það að sinna því sem einstak- lingargeta gert. Hugmyndir frjálshyggjunnar em þann- ig smám saman að vinna yfir hugmynda- baráttuna hér á landi eins og í öðmm löndum. Hægt og bítandi vinnst sigur yfir ofstjóm og óstjóm, vegna þess að hug- myndir ffjálshyggjunnar eiga djúpar ræt- ur í íslensku þjóðfélagi. Og falli mönnum ekki við orðið frjálshyggja geta þeir notað orðið einstaklingshyggja eða ffjálslyndi í góðum og gömlum skilningi þess orðs (þ.e. áður en ffamsókn vildi eigna sér orð- ið) eða: Einstaklingurinn fyrst — ríkið svo. Höfundur er framkvæmdastjóri Almenna bókafélagsins FJÖLMIÐLAR Siðanefnd úrskurðar barnaverndarmál út úr blöðunum Dómur siðanefndar Blaðamannafé- lags íslands yfir DV og Bylgjunni vegna kæm Bamavemdanráðs er skrítinn. Ekki bara vegna þess að nefndin komst að því að DV hefði ffamið ámælisvert brot og Bylgjan alvarlegt brot í umfjöllun sinni heldur hvaða aðferðum nefndin beitir til að komast að þessum niðurstöðum. Kæran snerist um svokallað Sand- gerðismál. Bylgjan birti símaviðtal við húsráðanda í Sandgerði, sem lýsti at- burðum þegar bamavemdamefnd tók ellefu ára dreng með valdi frá móður sinni. DV birti mynd af bamavemdar- mönnum að teyma drenginn út í bíl. I siðareglum blaðamanna segir að fjöl- miðlar skuli haga umfjöllun sinni svo að hún valdi saklausu fólki ekki óþarfa sárs- auka. í þessu tilfelli er drengurinn hinn saklausi. Ekki skal hér spáð um hver nið- urstaða nefhdarinnar hefði orðið ef hún hefði metið hvort DV og Bylgjan hafi valdið honum óþarfa sársauka. I stað þess að gera það snýst dómur siðanefndar um hvort gætt hafi verið þess að svokallaðar „báðar hliðar máls- ins“ kæmu fram í umfjöllun DV og Bylgjunnar. Og þetta gerir nefndin þrátt fyrir margyfirlýsta afstöðu bamavemdar- ráðs og -nefnda að fjalla ekki um einstök mál opinberlega. Siðanefhd finnur meira að segja að því við Hauk Hólm, fréttamann á Bylgjunni, að hann hafi ekki gætt þess að báðar hlið- ar málsins kæmu fram í viðtalinu við húsráðandann í Sandgerði. Hvað átti Haukur að gera? Átti hann að biðja um samband við einhvem þeirra sem vom að fjarlægja drenginn? Átti hann að and- mæla því sem húsráðandinn sagði eða draga það í efa? Bæði í DV og á Bylgjunni var birt frá- sögn annars aðilans og hvomgur fjöl- miðillinn reyndi að draga fjöður yfir það. Ef siðanefhd finnst það ámælisvert og al- varlegt þá em það ný sannindi í blaða- mennsku. Auðvitað á að gera þá kröfu til fjölmiðla að þeir láti sem flest sjónarmið koma fram í málum sem þeir hafa til um- fjöllunar. Það bannar þeim hins vegar enginn að birta frásögur fólks eða viðtöl við það svo framarlega sem fjölmiðillinn lætur ekki í veðri vaka að þar séu allar hliðar málsins kynntar. Þegar ég heyrði umrætt viðtal á Bylgjunni vissi ég að þar var verið að ræða við málsaðila sem hafði ekki hag af því að haldið væri á loft málstað bamavemdamefndarinnar. Þannig held ég að hafi verið um aðra sem á hlýddu. En með úrskurði sínum, og þá sérstak- lega rökstuðningnum, hefur siðanefnd skrifað upp á það sjónarmið að þar sem bamavemdaryfirvöld vilja ekki ræða um einstök mál sem þau hafa til umfjöllunar eigi fjölmiðlar ekki að snerta þau, því þeir geti aldrei birt sjónatmið annars aðil- ans. Þessa niðurstöðu nefndarinnar ber að harma._____________________________ Gunnar Smári Egilsson Dœmi eru um það að nemar komi grátandi heim til sín úr vinnu vegna þess harð- rœðis sem þau eru beitt og síðan sofa þau ekki á nóttunni vegna kvíða fyrir að mœta í vinnuna nœsta dag. “ Klara Geirsdóttir þrælaforingi IvíÍA AVCr <7LÍl Ml! ,Tlún barði mig daglega eftir að ég fór að stækka. Þessum bar- smíðum linnti ekki fyrr en ég fór íháskóla.“ Patti Davis forsetabarn. „Ef verið er að tala um fimm milljarða niðurskurð fjárlaga 1993 þá tökum við á okkur svo sem eins og einn milljarð." Sighvatur Björgvinsson með Ijáinn. „Ef þingflokkurinn ákveður að lýsa yfir vantrausti á störf mín með því að kjósa nýjan aðal- mann í ráðið treystir hann mér greinilega ekki lengur til að gegna trúnaðarstörfum.“ Ragnheiður Davíösdóttir uppreisnarseggur. „Nú hætti ég í stelpunum og sný mér að strákunum." Gústaf Björnsson þjálfari. rwccp-! „Fjtírhagurinn er traustur hjá okkur.“ Guðni Þórðarson ferðafrömuður. ■J*e-ttcc <ycccccc>ct)ö crcccý Lc/ícc! .Ejárhagurinn er traustur hjá okkur.“ Halldór Sigurðsson flugfrömuöur. Q)t■cccccyccc'c &c)cc crccci.ti.0-c) „Ég hef vissulega leitt hugann að Ívf að bytja að skrifa að nýju en að er bara fjarlægur draumur." Snjólaug Bragadóttir rithöfundur. e-ci. e-icc Ló- v*ve<5 &0&/ „Þetta eru síður en svo björgun- araðgerðir. Það hefur ekkert neyðarkall borist firá Morgun- blaðinu." Markús Örn Antonsson borgarstjóri.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.