Pressan - 07.05.1992, Blaðsíða 23

Pressan - 07.05.1992, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. MAÍ 1992 23 N X ” ú um mánaðamótin fengu íbúar í verkamannabústöðum heldur óvæntan glaðning inn um lúguna hjá sér. Það er nefni- lega búið að hækka vextina úr 1 % upp í 4,9%. Mun hafa gripið um sig mikil skelfing meðal margra íbúðareig- enda, enda nánast um fimmföldun á vaxtakostnaði þeirra að ræða. Að vísu er gert ráð fyrir að þeir fái eitt- hvað til baka í gegnum vaxtabóta- kerfið en eigi að síður er um mikla hækkun að ræða, sérstaklega miðað við 1,7% launahækkun sem flest þetta fólk fékk á sama tíma. Mun síminn hjá Jóhönnu Sigurðardótt- ur félagsmálaráðherra varla hafa stoppað og sömu sögu má segja um verkalýðsfélögin... F A. lestir eru á einu máli um að leikmaður íslands- mótsins í hand- knattleik verði Sig- urður Sveinssott, stórskytta hjá Sel- fossi. Sá eini sem gæti ógnað honum í kjörinu er Hans Lausn á krossgátu á bls. 40 m fjlihu eiRiiaa a 3HÖHE3Í3 THTHTkVáTMA HEF3 mnxmfA HBHR faííia ÖUHFl HKiraan m EnHiíjra mæma n urmnr, nraoaa öeh mnmíd HHa wogíCíjiih rararj MHSISOaB KEIfHCSKiriJ a raisBii n riEiCjaaö Guðmundsson, stórskytta í FH. Þá er talið að efnilegasti leikmaður mótsins komi einnig frá Selfossi, en það er að sjálfsögðu stórskyttan unga Einar Gunnar Sigurðsson... s W—t ú ákvörðun Selfyssinga að kæra ekki tímavörsluna á fyrsta leiknum í úrslitakeppninni hefur mælst vel fyrir. í fyrstu voru þó margir á því að rétt væri að kæra, en það var hins vegar látið í hendumar á leikmönnunum sjálfum að ákveða þetta. Þeir ákváðu að ekki skyldi kært... A JL 3L vegum landlæknisembættis- ins er nú unnið að rannsókn á starfs- háttum tannlæknis á Akureyri. Viðkom- andi tannlæknir hef- ur margoft verið gagnrýndur fyrir vinnubrögð og verð- lagningu og að tii- hlutan Neytendafélags Akureyrar og reyndar Tannlæknafélags No/ður- lands var ákveðið að láta Ólaf Ólafs- son landlækni í málið... V ið sögðum frá því um daginn að Einar Karl Haraldsson hefði látið af störfúm hjá almenningstengslafyrirtæk- inu Athygli hf. til að gerast fram- kvæmdastjóri allaballa. Eftirmaður hans þar verður Valþór Hlöðversson, ritstjómarfulltrúi Fijálsrar verslunar og bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins í Kópavogi, en til við- bótar er kominn til starfa Ólafur Hauks- son, sem rekið hefur fyrirtækið íslensk al- mannatengsl. Það hef- ur nú verið sameinað Athygli hf. undir nafni þess síðamefnda. Enn sem fyrr starfa hjá Athygli gömlu fréttahundamir Ómar Valdimarsson og Guðjón Arn- grímsson, sem síðast vom fréttamenr hjá Stöð 2... Skattafsláttur, sjálfvirkur lánsréttur, öflugur lífeyrissjóður, lán til húsnæðismála og afburða ávöxtun fæst með þátttöku í RS. Réttu megin við sbikið með Regíubundnum sparnaði / Rpo'llllllíndillfl Re9lubundinn sparnaður - RS - er einfalt og sveigjanlegt sparnaðarkerfi snimaður t>Y9gt á n^Um 09 9Ömlum Þjónustuþáttum Landsbankans. RS hentar * —— öllum þeim sem hafa áhuga á aö vera réttu megin við strikið í fjármálum. Ávinningurinn er margfaldur: Þú eignast sparifé og ávaxtar það með öruggum og aröbærum hætti, átt greiðari aðgang að lánsfé, kemst í hóp bestu viðskiptavina bankans og næró betri tökum á fjármálum þínum en nokkru sinni fyrr. Allt sem til þarf er að semja við bankann um að millifæra ákveðna upphæð reglulega inn á Grunn, Landsbók, Kjörbók eða Spariveltu sem saman mynda RS. Viltu stofna þinn eigin lífeyrissjóð, spara fyrir ákveðnum útgjöldum, leggja grunn að þægilegri fjármögnun Við inngöngu í RS húsnæðis, tryggja þér skattafslátt, ávinna þér lánsrétt og tryggja þér örugga afburða ávöxtun færðu þægilega hvortsem þú viltspara í lengri eða skemmri tíma? fi‘r •• sá^tbiíi .- TaktuþáttíReglubundnumsparnaðiLands- jHy' LdDClSKDdnkÍ möppufyrir heimilið þankans og þú verður réttu megin viðstrikið. '■ / i íslðDClS og fjölskylduna. Bankl allra landsmanna Allar nánari upplýsingar fást í ítarlegum bæklingi sem liggur frammi í næstu afgreiðslu Landsbankans

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.