Pressan - 07.05.1992, Blaðsíða 27

Pressan - 07.05.1992, Blaðsíða 27
Samsetning sparifjár eftir aldri Þrítugur einstaklingur á að ávaxta sparifé á annan hátt en sá sem er fimm- tugur og sá sem er sjötugur þarf að velja þriðju leiðina. Svo segja sérffæð- ingar Verðbréfamarkaðar Islandsbanka. Á iyrsta spamaðarskeiðinu ífá upp- hafi vinnualdurs til fertugs er sparifé oftast lítill hluti af tekjum og á eftir að ávaxtast til langs tíma. Þá er óhætt að taka nokkra áhættu við ávöxtun því langur tími gefst til að vinna upp hugs- anlegt tap. Hlutabréf mættu þá vera 45% spamaðar, skuldabréf 30%, erlend hlutabréf 20% og 5% í reiðufé. Annað æviskeiðið er ffá fertugu til vinnuloka og þá er hyggilegt að lækka hlutfall hlutabréfa í sparifénu smám saman en auka hlut skuldabréfa í stað- inn. Skuldabréf gætu þá verið 40% af sparifénu, hlutabréf íslenskra iyrirtækja 35% og erlend hlutabiéf 20% en reiðu- fé 5%. Á þriðja æviskeiðinu, það er á eftirlaunaárinu, er ráðlegt að ávaxta að minnsta kosti tvo þriðju hluta sparifjár- ins í ömggum skuldabréfum til að taka sem minnsta áhættu. Þá væm 60% í skuldabréfum, hlutabréf íslenskra fyrir- tækja 15% og erlendra 20% en reiðufé óbreytt eða 5%. hveijum tíma. Hvað skattana varðar þá er það svo að enginn tekjuskattur er greiddur af vaxtatekjum skuldabréfa í eigu einstak- linga. Eignaskattur greiðist hins vegar af öllum öðmm skuldabréfum en ríkis- skuldabréfum, húsbréfum og skulda- bréfum verðbréfasjóða sem samsett em úr þeim. Ávöxtun sparifjár í hlutabréfum get- ur gefið skattalegt hagræði sem er mis- mikið effir tekjum og eignum manna. Kaup á hlutabréfum getur því lækkað tekjuskatt einstaklinga og hlutabréf geta verið eignaskattsfrjáls. Enginn eignaskattur greiðist af bankainnstæð- um að því marki sem eignir em um- fram skuldir og enginn tekjuskattur er greiddur af vaxtatekjum af þeim. Inn- legg á húsnæðisspamaðarreikninga bankanna er frádráttarbært frá tekju- skatti. Af fasteignatekjum þarf hins vegar að greiða tekjuskatt, eignaskatt og og fasteignagjöld. Fjármálaráðgjafar segja það nauð- synlegt að dreifa áhættunni þegar ávöxtun sparifjár er annars vegar. Þama koma líka til sögunnar skattaleg atriði sem geta skipt miklu máli Jiegar um er að ræða allmikið sparifé. Heppileg ráð- stöfun sparfjár ræðst fíka af því á hvaða aldri sparifjáreigandinn er. Almennt er talið einna hagstæðast að ávaxta eignir sínar í verðbréfum en mikilvægt er að kaupa fleiri en eina tegund verðbréfa. f boði em hlutabréf, skuldabréf, spariskírteini ríkissjóðs og verðbréfasjóðir, bæði innlendir og er- lendir. Fyrir þá sem eiga miklar eignir getur líka verið skynsamlegt að eiga eitthvað í banka og fasteignum. Verðbréf gefa oft hærri ávöxtun en aðrar spamaðarleiðir og em oftast auð- veld í sölu. Flest þeirra verðbréfa sem nú em á markaði em traust bréf en hafa ber í huga að hærri ávöxtun fylgir oft aukin áhætta. Hvað hlutabréf varðar felst áhættan einkum í því að ávöxtun þeirra getur verið sveiflukennd því hún fylgir afkomu fyrirtækja sem viðkom- andi kaupir hlut í. Hlutabréf em ekki verðtryggð, bera ekki vexti og hafa ekki ákveðna gjalddaga eins og flest skuldabréf. Hlutabréfin er hægt að selja á hlutabréfamarkaði og ræðst verð þeirra af framboði og eftirspurn á

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.