Pressan - 07.05.1992, Blaðsíða 28

Pressan - 07.05.1992, Blaðsíða 28
PENINGAR Það er erfiðast að eignast Wmm í fyrstu milljónin Það er tvennt ólíkt að spara og eiga sparifé. Þeir sem eru að byrja núna að spara fyrir utan- landsferð í haust niunu ekki sjá mikinn árangur af spamaðinum í formi vaxta. En þeir sem hafa náð að spara saman einni millj- ón eða svo hafa alla möguleika til að láta milljónina vaxa og dafna á auðveldan hátt. Fyrr á öldinni sagði okurlánari einn eilthvað á þessa leið: Það er erf- iðast að eignast fyrstu milljónina en síðan er hún fljót að hlaða ut- an á sig. Þessi orð em enn í fullu gildi. Gamalreyndur bankamaður sem PRESSAN ræddi við sagði það fráleitt að fólk hefði einhverjar vaxtatekjur af sparnaði á al- mennum sparisjóðsbókum í bönkum og sparisjóðum. Þessar stofnanir hefðu lítinn áhuga á spamaði litla mannsins og mætti raunar segja að eigendur pen- inga á almennum bókum væm arðrændir. „Vextir af innstæðu á al- mennum sparisjóðsbókum em örlítið mismunandi, en að jafn- aði em vextimir ekki nema 1%. Hér er því frekar verið að geyma peninga fyrir fólk á ör- uggum stað en ávaxta þá. En það em ekki allir sem átta sig á þessu og sérstaklega virðist sumt gamalt fólk fastheldið á þessar sparisjóðsbækur sínar sem gefa engan arð. Því finnst kannski gott að geta gengið að innstæðunni hvenær sem er, en það er nöturlegt að sjá jafnvel hundruð þúsunda standa óhreyfð á svona bók ámm sam- an. Þetta fólk er að tapa háum vaxtatekjum sem það gæti feng- ið með því að ávaxta spariféð á réttan hátt án áhættu. En margir treysta sínum gamla banka og em ekkert að velta fyrir sér öðm sparnaðarformi. Eigendur al- mennra bóka hafa ekki sinn einkaþjón eða fulltrúa í bönkun- um til að gæta hagsmuna sinna,“ sagði þessi bankamaður. Hvar skal ávaxta spariféð? Þótt eigendur almennra spari- sjóðsbóka fái lítinn sem engan arð af innstæðunni er hún þó geymd á ömggum stað. En til að láta peningana ávaxta sig eru aðrar leiðir vænlegri. Þær em bara orðnar svo margar að fólk veit ekki sitt rjúkandi ráð og sumar ávöxtunarleiðir em ekki án áhættu. Auk almennra bóka bjóða bankar og sparisjóðir upp á ým- iss konar sparisjóðsreikninga, verðtryggða og óverðtryggða, þar og er góð ávöxtun í boði á sumum þessara reikninga. En sá böggull fylgir skammrifi að þessum reikningum fylgir oftast krafa um töluvert langan bindi- tíma innstæðu. Því vilja margir sparendur frekar ávaxta fé sitt í verðbréfum. En hvar skal ávaxta? Lítum á hluta þess sem er í boði á þeim markaði: Skyndibréf Markbréf Öndvegisbréf Þingbréf Reiðubréf Valbréf íslandsbréf Launabréf Skammtímabréf Tekjubréf Kjarabréf Fjórðungsbréf Sýslubréf Heimsbréf Einingabréf 1,2 og 3 Vaxtabréf Sjóðsbréf 1,2,3,4 og 5 Húsbréf Ríkisbréf Þessu til viðbótar em svo alls konar skuldabréf og hlutabréf og hver veit hvað. Þegar tekin er ákvörðun um að hefja spamað er sjálfsagt að leita ráða hjá bönkum, sparisjóðum eða öðr- um þeim fyrirtækjum sem taka að sér að „ávaxta sparifé á vin- sælan og ömggan hátt“ eins og okurlánari orðaði það jafnan í blaðaauglýsingum í eina tíð. En að fengnum öllum upplýsingum verður hver og einn að ákveða hvaða leiðir hann fer í að spara og ávaxta sparifé sitt. Að eignast sjö milljónir Af og til fáum við fréttir af ævintýralegum gróða og það skattfrjálsum sem rennur í vasa manna sem gera sér það helst til dundurs að sýsla með verðbréf og hlutabréf. Við skulum ekki láta slíkar fjársjóðsfréttir mgla okkur í ríminum. Þeir em néfni- lega flestir sem þurfa að vinna fyrir sínu áður en þeir geta farið að láta peningana vinna fyrir sig. Raunhæfur spamaður hins venjulega borgara á ekkert skylt við happdrættisvinning eða pen- ingaleik þeirra sem hafa fésýslu að atvinnu. Vextir breyttust 15-20 sinn- um á síðasta ári og em enn á hreyfingu. Það er því varhuga- vert að fara úl í mikinn vaxtaút- reikning til að sýna ávöxtun sparifjár. Þótt hvert prósentustig skipti máli er það ekki síður tím- inn sem ræður því hver árangur verður af reglubundnum spam- aði. Það má hins vegar nefna nokkur dæmi um hvað ávinnst með reglubundnum en varfæm- um spamaði og nota sennilegar tölur um vexti umfram verð- bólgu. Það er þó rétt að halda sér í lægri kantinum því aukin áhætta fylgir hærri ávöxtun til dæmis verðbréfa. Ef byrjað er á botninum þá er það svo að ein króna sem lögð er fyrir í dag verður orðin að rúmum 10 krónum eftir 40 ár ef reiknað er með 6% vöxtum um- fram verðbólgu allan tímann. Svo tekið sé stærra dæmi má hugsa sér fimmtugan mann sem byrjar að leggja fyrir 15 þúsund krónur á mán- uði þann 1. júní næst- komandi. Þessu heldur hann áfram næstu 20 árin og ef við höldum okkur við 6% vexti umfram verðbólgu allan tímann er uppsafnaður höfuðstóll orðinn um sjö millj- ónir króna þegar maðurinn er sjötugur. Hvað á að gera við pening- ana? Nú skulum við reikna með því að okkar maður sé hinn sprækasti enda á besta aldri. Hann ákveður því að taka þrjár milljónir af höfuðstólnum og fara í glæsilega heimsreisu í eitt ár eða svo. Verði einhver af- gangur ætlar hann að gefa bamabaminu hann gegn loforði um spamað og ráðdeildarsemi. Þær fjórar milljónir sem eftir eru af höfuðstólnum ákveður heimsreisarinn að nota hægt og rólega næstu 10 árin. Hann kaupir því verðbréf fyrir þessar fjórar milljónir á verðbréfa- markaði með þeim skilmálum að millifærð sé reglulega ákveð- in upphæð inn á tékkareikning. Með þessu móti fær okkar mað- ur greiddar um 44 þúsund krón- ur á mánuði næstu 10 árin ef miðað er við 6% vexti allan tím- ann. Þetta er dágóð viðbót við eftirlaunin. Því fyrr því betra Það er hægt að velta íyrir sér mörgum leiðum til að spara til elliáranna en hvaða leið sem valin er þá er staðreyndin sú að því fyrr sem byrjað er að spara þeim mun betra. Sérfræðingar reikna það út að tvítugur maður sem leggur fyrir 10 þúsund krónur á rnánuði í 10 ár eða þar til hann er þrítugur og lætur síð- an þetta uppsafnaða sparifé halda áfram að ávaxtast eigi tæpar 17 milljónir sjötugur. Ef hann byrjaði hins vegar ekki að safna fyrr en fer- lega og leggjast við höfuðstól í árslok. Eftir þijú ár nemur inn- borgunin samtals 360 þúsund- um. Vextir eru liðlega 38 þús- und og er þá innstæða með vöxtum rúmlega 398 þúsund. Síðan fær viðkomandi 90 þús- und króna skattafslátt sem er 25% af heildarinnleggi og nema þá vextir og skattafsláttur sam- tals 128 þúsundum króna sem þýðir 22,83% raunávöxtun. Rétt er að geta þess að spamaðartími á þessum reikningum getur ver- ið frá þremur upp í fimmtán ár og eigendur ávinna sér rétt til láns til húsnæðiskaupa eða end- urbóta. Sagan af Kolbrúnu og Hrafnhildi Bankar, sparisjóðir og ým- is fésýslufyrirtæki reka ýmiss konar áróður til að ná til sín sparifé landsmanna. 1 því sambandi eru oft búin til ein- föld dæmi sem sýna frarn á þann ávinning sem spamaður liefur í för með sér auk þess sem bent er á að það er ekki sania hvernig fólk sparar. Lítunt á dæmi úr upplýsinga- bæklingi: „Fyrir 10 árum fengu syst- umar Kolbrún og Hrafnhild- ur 1 .(XX3.000 kr. hvor að nú- virði í arf eftir frænku sína. Hrafnhildur setti sína upp- hæð á bók sem hefur að jafn- aði gefið 3% raunávöxtun. í dag er upphæðin 1.344.000 kr. Að ráðum ráðgjafa Verð- bréfantarkaðarins kcypti Kol- brún spiuiskírteini ríkissjóðs og síðan Kjarabréf. Meðal- raunávöxtun hennar hefur verið 8% og er heildarupp- hæðin nú 2.159.000 kr. Mismunurinn er því u.þ.b. 800.000 kr! Þrátt fyrir þetta eru þær systur miklar vinkonur og hlakkar Hrafnhildur mikið lil þess þegar Kolbrún kentur heim úr hnattreisunni eftir hálft ár.“ Þessi saga skýrir sig sjálf að mestu. Að vísu er þess ekki getið hvað varð frænk- unni að aldurtila en gera verður ráð fyrir að andlát hennar hafi borið að með eðlilegum hætti. Eyðslusegg- ir og sérhagsmunamenn em svo vafalaust þeirrar skoðun- ar að frænkan hefði átt að nota þessa peninga sér til ánægju meðan hún Iifði. Þetta er jfö ekki inntak dæmi- sögunntn heldur það að ekki er sama hvemig arfurinn var ávaxtaður.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.