Pressan - 07.05.1992, Blaðsíða 31

Pressan - 07.05.1992, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. MAÍ 1992 31 T A alsvert var pundað á tímaritið Heimsmynd og ritstjóra þess, Herdísi Þorgeirsdóttur, á rás tvö í gær, mið- vikudag, vegna frá- sagnar af klæðskipt- ingum og fleiru í síð- asta tölublaði. Við- mælendur rásarinnar héldu þvf fram að Herdís stundaði „ódýr sölutrikk". Sjálf hafði Herdís nýverið mikið út á ummæli um sig á Bylgjunni að setja. í morgunþætti fyrir skömmu leysti Bjarni Dagur Jónsson af Eirík Jónsson — sem er náfrændi Herdísar. Bjami Dagur hélt því fram í þættinum að heilsíðuauglýsingum hefði fækkað um helming í Heims- mynd og velti fyrir sér hvort ekki mætti vænta þess að á næstu forsíðu yrði „glennumynd“ af Herdísi sjálfri í agn- arsmáu bikiníi... arins. Eftir því sem við heyrum voru sérstakar athugasemdir gerðar við loft- ræstinguna á staðnum og teppin... A J- Xnna nars staðar í blaðinu er sagt frá lokun Bluesbarsins og Pémrsklausturs við Laugaveg, en þessa staði hefúr átt og rekið Björn Baldursson. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Bjöm lendir í vandræðum vegna veitingarekstrar. Hann er einn þeirra sem tóku að sér að reka Tunglið við Lækjargötu og heyr- um við að það hafí ekki gengið betur en svo að Bjöm missti hús sitt vegna taps- ins á því ævintýri... / A i \rlegur fúndur stærstu styrktarað- ila Sjálfstæðisflokksins var haldinn fyr- ir réttri viku eða á afmæli ríkisstjómar- innar. Þar voru mættir þeir sem lagt hafa mest til flokksstarfs- ins á umliðnu ári. í tilefni af afmæli stjórnarinnar lagði Davíð Oddsson til að sá dagur, 30. apríl, yrði framvegis frídag- ur Framsóknar til að minnast þess að þann dag fór Framsókn úr ríkisstjóm eftir áratuga setu... u JL JLeilbrigðiseftirlitið hefur gert al- varlegar athugasemdir vegna veitinga- hússins Casablanca við Skúlagöm. Eft- irlitið hefur gert Vilhjálmi Astráðs- syni það ljóst að ef aðbúnaðurinn verði ekki bættur megi búast við lokun stað- F X rétt PRESSUNNAR í síðustu viku af talnaleikjum Svavars Egilsson- ar, fyrrum eiganda Veraldar, vakti at- hygli. Þar kom fram það álit Brynjólfs Kjartanssonar, bústjóra Veraldar, að eignir fyrirtækisins hefðu verið stórlega ofmetnar og Hótel Höfði verið metið inn sem hlutafé þótt það væri margveð- sett. Það er því eðlilegt að menn velti fyrir sér hver hafi verið endurskoðandi Veraldar. Sá var Haukur P. Gunnars- son... A J. \_uglýsingastofan Hvíta húsið hélt árlega auglýsingahátíð sína í síðustu viku, sem er svo sem ekki í frásögur færandi. Ræða Halldórs Guðmunds- sonar vakti hins vegar athygli þar sem hann sagði að aulýsingastofan hafði ekki farið varhluta af slæmri stöðu þjóðarbúsins. í hléi mátti glöggt sjá að þetta voru orð að sönnu, því í stað bjórs og kampavíns, sem veitt hafði verið síðustu ár, var boðið upp á pilsner og gosdrykki... -1- að eiga margir eftir að bítast um plássið í Iðnó og eru menn þegar famir að vinna írnálunum. í þeim tilgangi er Magnús Ólafsson kominn á kreik og hyggst vinna með leikhús af léttara tag- inu. Með honum verða einhvetjir félag- ar úr Garðaleikhúsinu, sem nú notast við Kópavogsbíó undir leiksýningar sínar... TOSHIBA örbylgjuofn ? Þeir sem eiga TOSHIBA örbylgjuofn segja að það sé tækið, sem þeir vildu síst vera án. TOSHIBA eru mest seldu örbylgjuofnarnir á Islandi og þeim fylgir ókeypis kvöldnámskeið hjá Dröfn H. Farestveit hússtjórnarkennara. Hvernig væri að láta drauminn rætast og fá sér slíkan kostagrip ? Við bjóðum yfir 10 gerðir af TOSHIBA örbylgjuofnum á verði og kjörum, sem allir ráða við! ///' Eínar Farestveit & Co.hf. Borgartum 28 S 622901 og 622900

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.