Pressan - 07.05.1992, Blaðsíða 32

Pressan - 07.05.1992, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. MAÍ 1992 Hefð skemmtunar í íslensku samfélagi erað finna íbóklestri og sagnaþulum. Hnífakastarar, eldgleypar og ofurhugar eiga sér enga sögu'en erlendir skemmtimeistarar hafa bætt úr þeim skorti. PRESSAN lítur á skemmtanahald íslendinga síðustu áratugi. Hæfileikamiklir spaugarar hafa ekki veriö margir og ekki nema fyrir menn eins og Ladda aö halda dampi til langs tíma. I grámuggu veðursins og ís- lenskra staðhátta hefur oftsinnsis þurft að auðga andann og létta mönnum lundina. f eina tíð nægði að spila á langspilið og raula lagstúf, en aukin sam- keppni kallaði á skemmtimeist- ara af ýmsu tagi sem aðstoð veittu við upphafningu andans. Að hluta til gátu innlendir kraftar fullnægt þessari þörf en erlendir sinntu því sem upp á vantaði. Skemmtanahaldi fslendinga var á öldum áður haldið niðri af kirkjunnar mönnum og öðrum valdafiklum. Ekki þótti við hæfi að dansa og hljóðfærasláttur var litinn homauga — hugmynd byggð á trúarlegum forsendum. Skemmtanahefð þróaðist því á annan máta hér en í Evrópu, þar sem dans, gleði, glaumur og töfrar ýmiss konar fylgdu jafnt konungbomum sem alþýðu- fólki. Islenskt skemmtanahald fólst hins vegar í lestri bóka og þulu sagna. Slík hefð gat af sér stolta bókmenntaþjóð. Mönnum ber þó flestum sam- an um að hér hafi verið glaðst í laumi, þótt ekki finnist um það skrifaður bókstafur. Sumir halda því jafnvel fram að álfasögumar séu til komnar vegna þessarar leyndar og álfamir hafi á engan hátt tengst yfimáttúrulegum öfl- um heldur í raun verið glaðir og reifir bændur að leyna yfirvaldið athöfnum sínum. Þannig hefti hið kristilega hugmyndasamfé- lag alls kyns hugmyndir skemmtunar, en álitamál er hversu mikil áhrif þetta hafði og hvort það var yfir- höfuð virt. Gleðimeistarar stríðsáranna Eftir því sem markaðurinn stækkaði og góðæri jókst til sjáv- ar og sveita hafði fólk meiri möguleika til að tengja líf sitt öðm en lífsbaráttu og nauðþurft- um. Bera fór í auknum mæli á að höfðað væri til almennings með skemmtunum ýmiss konar. Lausari taumar erlends yfirvalds gerðu einnig að verkum að ýmis- legt varð mögulegt sem ekki hafði verið það áður og menn fóru að verja peningum sínum öðruvísi. Á fyrstu áratugum tutt- ugustu aldarinnar var skemmtanahald fá- tæklegt en á stríðs- árunum fóru að vakna til lífsins gleðimeistarar sem tóku sér til fyrirmyndar er- lenda krafta er komu á vegum hersins. Stríðsárin mynda því ákveðinn gmnn, því ekki höfðu komið til landsins margir útlend- ingar fram að því. Agndofa í Tívolí Tívolíið flutti inn heilmikið af erlendu liði sem skemmti og vakti mikla athygli. Tívolíið var stóra málið í skemmtanahaldi fram undir 1960. Engir íslenskir loftfimleikamenn, fakírar eða hnífakastarar vom tif en í okkar augum voru þessir skemmti- kraftar sérkennilegir og óhefð- bundnir. „Áhorfendur stóðu agndofa og trúðu ekki sín- um eigin augum,“ sagði einn viðmæl- a n d i PRESS- UNNAR. „Hingað kom dan- skættaður fakír, málaður sem Indverji, upp úr 19 5 0. Hann Baldur Georgs er eini íslenski búk- talarinn sem geröi list sína að skefnmtun. Konni er njú kominn ofan 4 tösku og oröinn lélegurtil gleöi- lagðist á naglabretti, setti yfir sig jámplötu og fékk nokkra stæði- lega karlmenn úr dolföllnum áhorfendahópnum til að ganga ofan á plötunni, svo hann þrýstist hressilega niður. Að því loknu reis hann upp, steig niður af svið- inu, gekk um á meðal áhorfenda og leyfði þeim að skoða sig. Undmnarsvipurinn var þá áber- andi, sérstaklega á strákpjökkum sem vom svo hissa að jDetta var greinilega nokkuð sem þeir höfðu aldrei áður séð eða upplif- að. Atriði sem þetta vom yfir- gengileg á sínum tíma og þótt þau séu í raun afar einföld fyrir okkur vom þau ofboðslega stór í augum þeirra sem á horfðu." Það vom þó ekki allir jafn- spermtir og pollamir. „Ég vann þama staniaust í 17 ár,“ segir Baldur Georgs. „Mér fannst þetta nú alltaf ffekar hall- ærislegur staður þótt margir sjái hann í draumavímu. En það kemur nú kannski til af því að fyrir mér var þetta vinnustaður en ekki skemmtun “ Fyrsti alvöru sirkusinn Ljón, apar, fílar, dvergar, loft- fimleikamenn og guð má vita hvað komu hingað með Sirkus Zoo árið 1951. Það þurfti að bíða lengi eftir leyfi til að flytja inn öll dýrin en það tókst á síðustu stundu. „Þetta var í fyrsta sinn sem hingað kom alvöru sirkus,“ SiPkusmaður í sipkuslausu landi Baldur Georgs með Konna sinn skemmti landsmönnum í eina þrjá áratugi. „Ég byrjaði í þessu 1940 og var sjálflærður og fór eftir bókum," segir Bald- ur. g ákvað sem bam að ég ætlaði að verða töffamaður og búktalari og stóð við það.“ Baldur fór með Konna og töfrana um allt og var mjög áberandi skemmtikraftur. „Ég var nú eini íslenski búktalarinn, þó að nokkrir hafi sýnt töfra- brögð á eftir mér, og hef alltaf verið hálfgerður „lóner“ í starfi mínu. Þess vegna þótti mér gíf- urlega gaman að vera innan um erlenda starfsbræður mína þeg- ar sjómannakabarettamir vom í gangi. Þeir voru mjög skemmtilegir og á þeim tíma stórviðburðir, því ekkert annað var að hafa og ferðalög til út- landa ekki eins algeng. Það var alltaf gífurleg stemmning og eitt af því skemmtilegasta sem ég hef upplifað. Þetta var eitt- hvað sérstakt og fólk beið eftir þessu, en nú em skemmtanir daglegt brauð og þykir ekkert til þeirra koma. Ég er í raun eini ekta sirkus- maðurinn á Islandi og eitt sinn sagði Erlingur Gíslason við mig: „Baldur, þú ert sirkus- maður í sirkuslausu landi.“„ Striðsárin mynduöu ákveö- inn grunn og menn fóru aö læra af erlendum skemmti- kröftum sem hingaö komu. Þaö hermdu þó ekki margir eftir Marlene Dietrich, sem hingaö kom og skemmti her- mönnum. segir Geir Þormar, sem fékk það óvænta verkefni að vera ljósa- meistari. „Ljósin voru mjög þung og við vomm fjórir strákar alveg kófsveittir við að Iýsa sýn- ingaratriðin. Þetta var þræla- vinna því þetta var langt pró- gramm, en mikil upplifun. Loftfimleikamennimir vom mjög hugaðir og fóm marga hringi í loftinu án þess að vera með öryggisnet undir sér. Þeir vom að þessu alveg upp í rjáfur, sem vom tæpir tólf metrar, og mistök þýddu að þeir fæm í gólf- ið og þá hefði dauðinn einn beð- ið þeirra.“ Stemmningin var mikil og jafnt fullorðnir sem böm komu til að skoða dýrðina. Sjómannakabarettar mið- punkturinn Sjómannakabarettamir í Aust- urbæjarbíói vom miðpunktur ís- lensks skemmtanalífs til fjölda ára. Þeir höfðu byijað rétt fyrir stríð, lögðust þá niður, en vom teknir upp aftur og stóðu þá yfir ffá 1952-57. „Þama var geysilega mikil stemmning," segir Kristján Kristjánsson, tónlistarmaður og hinn uppmnalegi KK. „Þetta vom bæði innlendir og útlendir skemmtikraftar — hálfgerður sirkus og hálfgerður kabarett. Einar heitinn Jónsson í SPRON var mjög vandlátur á krafta og valdi aðeins þá bestu. Almenn- ingur flykktist að og það var mjög gaman að spila þama.“ Ellý Vilhjálms, Raggi Bjama og margir aðrir vom með KK en Baldur og Konni sýndu líka mik- ið. „Við spiluðum beint fyrir neðan senuna,“ segir Kristján. ,,Ég man að Baldur pirraði mig mikið því hann var í einu atrið- inu með vatnsglas, sem hann fyllti, setti pappír yfir og hvolfdi Danssýningar í amer- ískum skrautstíl uröu allt í einu vinsælar. Svo viröist sem þær séu aö fara úr móö. fu/o stimpillinn Þorvaldur Guðmundsson, forstjóri í Síld og fisk, setti nýjan stimpil á skemmtana- hald íslendinga á sjötta ára- tugnum með því að opna skemmtistaðinn Lídó. „Þetta féll allt í góðan jarðveg og þama var mikið líf og fjör,“ segir Þorvaldur. „Staðurinn var stór og það var mikil fjöl- breytni í skemmtiatriðum. Þama var mikið húllumhæ og þetta vom dýrlegir dagar.“ Konráð Guðmundsson, hótelstjóri Hótels Sögu, sá um útvegun skemmtikrafta á staðinn. „Þama var gríðarlega mikil stemmning og staður- inn sá stærsti í bænum. Við höfðum opið alla daga vik- unnar, þama sýndu margir er- lendir skemmtikraftar og þetta var vel sótt hús,“ segir Konráð. I þá daga var einungis leyft að hafa veitingastaði opna til klukkan hálftólf á kvöldin. „Það mátti hafa opið lengur ef félög stóðu að skemmtuninni og á stundum tókst okkur ágætlega að fá ýmsa til að standa með okkur í því — og slógum auðvitað í gegn.“ Konráð fór nokkrum sinnum á ári til að skoða erlend skemmtiatriði og þræddi þá næturklúbba stórborganna. „Víða vom kabarettar haldnir og umboðsmenn á staðnum aðstoðuðu mig við að ná í skemmtikrafita sem komu svo og vom hjá okkur nokkra mánuði í senn.“ Örlög Lídó urðu þau að húsinu var breytt í unglinga- skemmtistað sem síðar var kallaður Tónabær. „Þetta tókst nú ekki alveg sem skyldi, en var gaman og heið- arleg tilraun til að gera svona nokkuð." svo. Galdurinn var auðvitað sá að ekkert átti að gerast en ég beið alltaf eftir því að fá gusuna yfir mig.“ Olafur Gaukur aðstoðaði KK mikið. „Skemmtanalíf var allt annað á þessum tíma og það fóm fleiri þúsund manns á svona uppákomur. Það var reglulega gert í þessum málum og þetta vom heljarmiklir viðburðir," segir Ólafur. „Hingað komu til dæmis Delta Rhythm Boys og héldu 25 konserta í Austurbæjar- bíói fyrir fullu húsi. Til saman- burðar má geta þess að í hitteð- fyrra kom hingað söngkvartett sem var bara lítið mál.“ Hraðinn meiri, sjarminn minni „Gullöld“ skemmtanahaldsins leið undir lok þegar allt of margir vom famir að vasast í bransan- um. Upp spmttu töframenn og grínistar sem áttu sér mislanga lífdaga, hraðinn varð meiri og sjarminn minni. Kraftakarlar fóru að sýna vöðvana og draga bfla og náung- ar á borð við Gunnar „Ursus“ Salómonsson og Reyni Leósson urðu víðfrægir. Jóhannes Jósefs- son glímukappi þénaði svo mik- ið á sýningum að hann gat opnað Hótel Borg. Nýstárlegri gestir fóm að sjást hérlendis og var dávaldurinn Frisinette með þeim fyrstu og gerði áhorfendur að aðhláturs- efni á allan máta. Hann var danskur en hafði orðið innlyksa í Póllandi og var neyddur til að skemmta þýskum dátum. „Hann fyllti hvem samkomusalinn á fætur öðmm þegar hann kom hingað og var einstakt ljúf- menni,“ segir Jörundur Guð- mundsson. Jömndur er hins vegar sirkus- maður og hefur flutt inn Kín-

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.