Pressan - 07.05.1992, Blaðsíða 42

Pressan - 07.05.1992, Blaðsíða 42
Ráðherrarnir hætta viö stólaskiptin ÁKVÁÐU AÐ SKIPTAST FREKARÁ KONUM Vona að ég þurfi ekki að skipta við Jóhönnu, — segir Halldór Blöndal Mikiö er nú rætt um makaskipt- in í ríkisstjórninni og einkum um hvaöa ráöherra þarf aö skipta viö Jóhönnu Siguröardóttur. Alþingi ADIDAS GERIR SAMNING VIÐ ALÞINGI Allir þingmennirnir klæðast Adidas-skóm á sumarþinginu Salome Þorkelsdóttir segir aö gjöfin frá Adidas komi sér vel, enda séu þingmenn frekar lágt launaöir Sala á uppskriftum ÁTVR MÖRG TILBOÐ BORIST í UPPSKRIFTINA AÐ MERKUR- DÖGG Ungverskur verksmiðjueig- andi vill nota hana í fægilög Höskuldur Jónsson segir áhuga útlendinga á Merkurdögg sýna aö ákvöröun um framleiðslu hennar hafi veriö rétt á sínum tíma. 17. TOLUBLAÐ. 3. ARGANGUR HAFA SKAL ÞAÐ ER BETUR HLJÓMAR FIMMTUDAGURINN 7. MAI Jón Sigurðsson VILLEKKI SJÁ UTAN- RÍKISRÁÐU NEYTIÐ Segir að allar almennilegar ferðir séu búnar og þetta tilboð sé eins og að bjóða manni sjávarút- vegsráðuneytið þegar allur kvóti er búinn. Jón Sigurösson hætti viö aö fara í utanríkisráðuneytiö þegar hann áttaöi sig á aö engar feröir væru á dagskrá í framtíöinni. Reykjavík, 7. maí. „Mér leist vel á þetta fyrst þegar Jón Baidvin minntist á það. En svo áttaði ég mig á að það er búið að semja um EES og því allar almennilegar ferð- ir uppurnar. Þetta er því lásí tilboð hjá Jóni,“ sagði Jón Sig- urðsson viðskiptaráðherra. Honum hefur snúist hugur og vill nú ekki taka við utanríkis- ráðuneytinu. „Þetta er orðið svipað og bjóða manni sjávarútvegsráðu- neytið án kvótans eða iðnaðar- ráðuneytið án álvers," bætti hann við. Samkvæmt útreikningum Jóns hefur Jón Baldvin verið um 150 daga erlendis á síðustu tólf mánuðum. ,3g hélt að hann væri að tala um eitthvað svipað handa mér. En svo var ekki. Hann virðist halda að ég sé tilbúinn að sitja sem utanríkisráðherra á Hverfis- götunni. Það er sjálfsagt álíka og að vera íslenskur atvinnumaður í ensku knattspymunni. Maður fær ekki að fara inn á,“ sagði Jón að lokum. HANDBOLTAMAÐUR KÆRIR MÓTHERJA SINN FYRIR KYNFERÐIS- LEGA ÁREITNI Ég hef áður verið tekinn föstum tökum á línunni en aldrei eins og þarna, — segir Úlfar Erlingsson, línu- maður hjá Fjölni. Reykjavík, 7. maí. „Þetta var ógeðsleg reynsla. Um leið og ég kom mér fyrir á línunni komu þeir og héldu í mig. Stundum fannst mér að ég gæti mig hvergi hreyfí. Þeir toguðu í peysuna mína, héldu um handlegginn á mér og einu sinni greip einn þeirra meira að segja utan um lærið á mér,“ segir Ulfar Erlingsson, línu- maður með handboltaliði Opinber heimsókn sjávarútvegsráðherra Omans stendur enn HÉLT AÐ MAÐURINN YRÐI BARA í FJÓRA DAGA segir Þorsteinn Pálsson, en ráðherrann hefur verið hér síðan í ágúst í fyrra. Höfn í Hornafirði, 7. maí. „Eg veit ekki hvort ég má segja það, en ég er orðinn langþreyttur á þessum skoð- unarferðum,“ sagði Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra þegar GULA PRESSAN náði tali af honum þar sem hann var að skoða frystihús KASK á Höfn í fylgd með Hassan El Kirim, sjávarútvegsráðherra Ómans. E1 Kirim er búinn að vera hér í opinberri heimsókn síðan 13. ágúst í fyrra. Hann hefur nú þegar skoðað flestöll frystihús í Íandinu og sum hver oftar en einu sinni. „Það versta við þetta er að manninum virðist þykja þetta gaman. Hann er ekkert nema al- mennilegheitin og lætur alltaf eins og hann sé að sjá frystihús í fyrsta sinn. Ég hef því ekki kunnað við að spuija hann hvort hann ætli ekki að fara að drífa sig heim,“ sagði Þorsteinn. Hassan El Kirim, sjávarút- vegsróöherra Ómans, er bú- inn aö vera hér í tæplega níu mánaöa opinberri heim- sókn. Úlfar Erlingsson kæröi ÍR- inga fyrir kynferöislega áreitni á línunni. Fjölnis, um þá óskemmtilegu lífsrey nslu sem hann varð fyrir í leik viðÍRá dögunum. „Umræðan um kynferðislega misnotkun að undanfömu hefur opnað augu mín fyrir þessum vanda,“ segir Úlfar. ,Jin ég get sjálfsagt prísað mig sælan. Ég spila í þriðju deild en ég hef séð beinar útsendingar frá fyrstu deildinni. Þar fá línumennimir ekki stundlegan ftið.“ Svavar Egilsson ráðinn í sérstök verkefni í fjár- málaráðuneytinu FIMMTÁN MILLJARÐA AFGANGUR HJÁ RÍKIS- SJÓÐI Viðskiptavild ríkisins eignfærð og aðild að alþjóðastofnunum skráð inn sem hlutafé. Reykjavík, 7. maí. „Eg tel að menn hafi ver- ið allt of þröngsýnir hér í ráðuneytinu. Afkoma ríkis- sjóðs þarf alls ekki að líta jafnilla út og hún hefur gert á undanförnum árum. Með smálagfæringum má láta stöðuna líta miklu betur út,“ sagði Svavar Egilsson viðskiptajöfur, sem hefur verið ráðinn til sérverkefna hjá fjármálaráðueyti. Svavar hefur þegar bætt stöðu ríkissjóðs um 20 milljarða á pappírun- um. Þetta náðist með því að eign- færa við- skiptavild í s 1 e n s k a ríkisins og skrá aðild íslands að ýmsum al- þjóðastofh- unum sem hlutafé. Þetta var síðan tekjufært á árinu. „Svavar er kraftaverka- maður,“ sagði Friðrik Sop- husson. „Eftir að hann kom hingað inn hefur andinn í ráðuneytinu bamað mikið. Starfsfólkið er ekki jafhsvart- sýnt og áður. Mér líkar vel við Svavar." Svavar Egils- son hefur tekiö til í bók- haldi ríkis- sjóös. Utanlandsferðir á innanlands- fargjöldum Kaupmannahöfn alla þriðjudaga og föstudaga frá 1. mai til 30. september. London alla þriðjudaga og föstudaga frá 1. maí til 30. september. Verð frá 13. ETiTil Verð frá 15. mm | Verð frá 11. ETiTil Glasgow alla miðvikudaga frá 10. mai til 30. september. Amsterdam alla sunnudaga frá 20. maí til 27. september Verð frá 15.800 Alltaf með lægsta verðið — fii inpgania = SOLRRFLUG Vesturgötu 17, sími 620066 StaAgraiftsluvtrt mlAast við gngi 3.1.92. FlupallaigjöM og forfallagjaM akki inaHaliA i vtrAi.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.