Pressan - 11.06.1992, Blaðsíða 2

Pressan - 11.06.1992, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR PRESSAN ll.JÚNf 1992 ÞRÁINN BERTELSSON. Samningsharka leikara stöðvaði himin- fleyið. BILLE AUGUST. Stöðva leikarar líka verðlaunahafann frá Cannes? HIMINFLEY SIGLA I STRAND Hætt hefur verið við vinnslu samnorræna sjónvarpsverkefn- isins Sigla himinfley sem Þrá- inn Bcrtelsson samdi handrit að og hugðist Ieikstýra. Fjárveiting- in er hins vegar enn til og gæti mögulega orðið úr tökum á næsta ári. Meginástæða fyrir því að samningar sigldu í strand milli Sjónvarpsins og Félags íslenskra leikara (FÍL) um kjör var sú að Sjónvarpinu voru sett ákveðin skilyrði af Norræna sjónvarps- sjóðnum og gat boðið leikurum þrjátíu prósenta álag á laun, en Ieikarar vildu ekki ganga að lægri upphæð en sem næmi fjörutíu prósentum. Ekki eru til samningar milli þessara aðila um myndir sem framleiddar em sem samvinnuverkefni. Þeir leikarar sem talað hafði verið við um hlutverk vildu ganga að samningunum sem Sjónvarpið lagði fram, en fengu ekki sam- þykki stéttarfélags síns. Sjón- varpið vildi ekki vinna í blóra við FIL. Upphæðin sem um ræð- ir er aðeins eitt til tvö prósent af heildarkostnaði við gerð mynd- arinnar. Norðmenn standa í svip- uðum spomm, en hyggjast halda áfram með vinnslu verkefhisins og borga brúsann sjálfir ef vandamál koma upp. Þeir sem þrýstu mest á FÍL vom starfs- bræður þeirra í Danmörku, en á fundi nefndarmanna sjóðsins og norrænna sjónvarpsstöðva fyrir tæpri viku var ákveðin fjárveit- ing til danska sjónvarpsins. Verkið gengur undir nafninu „Bmggarinn" og er ekki um ómerkari mann en Carlsberg. Hinn þekkti leikstjóri Bille Aug- ust á að leikstýra myndinni og verður fróðlegt að fylgjast með hvort danskir leikarar standa jafn fast í kjarabaráttunni og þeir ráð- lögðu íslenskum starfssystkin- um sínum eða hvort þeir finna aðra leið í samningum. SIGURÐUR VERÐUR RÍKISENDURSKOÐ- ANDI Forsæúsnefnd Alþingis ákvað á fundi sínum í gær að ráða Sig- urð Þórðarson í stöðu ríkisend- urskoðanda frá og með 1. júlí næstkomandi. Sigurður tekur við starfinu af Halldóri Sig- urðssyni, sem tekur við starfi endurskoðanda hjá NATÓ í Bmssel. Ríkisendurskoðandi er ráðinn til sex ára í senn. Sigurður hefur verið vararíkisendurskoð- andi um nokkurra ára skeið, en var áður skrifstofustjóri í fjár- málaráðuneytinu. Auk Sigurðar sótti um stöðuna Sveinn Ara- son, skrifstofustjóri hjá Ríkis- endurskoðun. BRYNDÍS TEKUR SÆTI í DÓMNEFND Eins og áður hefur verið greint frá hér í PRESSUNNI verður keppnin Ungfrú alheims- þokki haldin á skemmtistaðnum Moulin Rouge á laugardags- kvöldið. Samkvæmt kynningu koma þar meðal annars fram keppendur frá Suður-Afríku, Júpíter og íslandi — mann gmn- ar þó að sé nær sanni að aðallega komi fram íslenskir strákar í stelpufötum. Það kemur kannski ekki svo mjög á óvart, líklega miklu fremur þeir sem hafa tekið að sér að sitja í dómnefnd keppninnar. Formaður hennar verður Hend- rikka Waagc frá Icelandic Models, en aðrir nefndarmenn em til að mynda Simbi og Biggi hárgreiðslumeistarar, skáldið Sjón og Bryndís Schram. BJarni heldur (kannski) ekki með Dönum Þá er hafin fótboltaveislan í sjónvarpinu. Loksins segja sjálfsagt sumir en aðrir fjargviðr- ast út af þessu tuðmsparki öllu saman. En það er víst að áhuginn á keppninni er mikill og margir hafa meira að segja lagað sumarleyfistímann sinn að Evrópukeppninni. * Bjami Felixson íþróttafréttamaður er ekki í vafa um að margir muni fylgjast grannt með keppninni. ,,Það horfa býsna margir á þetta, það er ég viss um. Það em einhveijar konur kannski sem em á móti því að þurfa að horfa á karlinn horfa á sjónvarpið þegar hann ætti að vera að vinna í garðinum," sagði Bjami í stuttu samtali við PRESSUNA. Bjami segir að sér finnist sjálfsagt að sýna beint frá sem flestum leikjum keppninnar. Ahuginn sé það mikill, leikimir séu á góðum U'ma og eins gott að sýna beint og að sýna leik- ina í heild sinni einhveijum klukkutímum eftir að þeim lýkur. Bjami, Amar Bjömsson, sem okkur er tjáð að sé heitur stuðningsmaður Eng- lendinga, Logi Bergmann Eiðsson og Jón Óskar Sólnes, sem mun halda með Þjóðveijum, skipt- ast á um að lýsa leikjunum. Jón Óskar er staddur í Svíþjóð og verður þar meðan keppnin stendur yfir. Bjarni hefur Iengi haldið með Dönum í keppnum sem þessari og segist hafa verið mikill aðdáandi danska liðsins sem gerði garðinn fræg- an á ámnum 1984 til 1986. Danska liðið keppir í Svíþjóð en Bjami segist hafa blendnar tilfinn- ingar í garð liðsins núna. Það sé ekki nándar nærri eins skemmtilegt og það var fyrir nokkr- um ámm og þá er hann ekki ánægður með fram- komu liðsmanna danska liðsins eftir að þeir komust í keppnina í kjölfar samskiptabanns Sameinuðu þjóðanna á Júgóslavíu. Það fyrsta sem leikmennimir gerðu var að krefja danska knattspymusambandið um þóknunina sem þeim hafði verið lofað kæmust þeir til Svíþjóðar. Hann er á því að þeir hefðu átt að láta það vera með tilliti úl kringumstæðna. Núna hallast Bjami helst að því að Hollend- ingar vinni og vonar það hálfparúnn. „Ég held að Hollendingar séu með það lið sem getur sýnt okkur bestu og skemmúlegustu knattspymuna," segir hann. BALDUR KONNI Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá neinum hversu sam- mála þeir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra og Krist- ján Ragnarsson, framkvæmda- stjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, em í öllum mál- um er snerta sjávarútveginn. Af þessum sökum hafa einhverjir tekið upp á því að kalla þá félag- ana Baldur og Konna. Það fylgir sögunni að sjálfstæðis- menn vildu gjaman að Þorsteinn væri Baldur en ekki Konni í þessu sambandi þeirra Kristjáns. ERINDISLEYSA TIL RÚÐUBORGAR? Asamt kvikmyndahátíð í Lúbeck er kvikmyndahátíðin í Rúðuborg í Frakklandi sú eina þar sem norrænar myndir em í öndvegi. Hún var haldin í fimmta skipú snemma í vor og var sýndur fjöldi íslenskra mynda. Meðal íslenskra gesta í Rúðuborg að þessu sinni var Guðbjörg Guðmundsdóttir blaðamaður. I grein sem Guðbjörg skrifar í tímaritið Skýjum ofar finnur hún háúðinni sitthvað til foráttu. Hún fúrðar sig á vali mynda á hátíð- ina, en annar framkvæmdastjóri hennar, Isabelle Duault, telst vera einráð um það. Hún kvartar yfir því að Frakkamir hafi mgl- ast á þeim Ágústi Guðmunds- syni og Hrafni Gunnlaugssyni, en líka á Ágúsú og Ásdísi Thor- oddsen. Veigamestu aðfinnslur Guð- bjargar lúta þó að því hvert er- indi íslendingar hafi á hátíðina í Rúðuborg. Hún segir að hátíðin hafi hvorki dreifingar- né sölu- gildi nema að mjög takmörkuðu leyti og að hún efist um gildi hennar fyrir íslenska kvik- myndagerð. Máli sínu til stuðn- ings vitnar hún í Friðrik Þór Friðriksson sem fékk tvenn verðlaun á hátíðinni. Þetta hefur hún eftir Friðriki: „Eg hef ekkert að gera aftur úl Rúðuborgar. Það var meiri ferskleiki yfir hátíðinni þegar hún var að byija 1988. Núna er hún einhæf, engin mynd frum- sýnd, þama er bara safnað sam- an einhverjum myndum frá Norðurlöndunum og búin til sýningarskrá. Myndirnar sem sýndar em hafa þvælst um á há- tíðum í Evrópu. Venjulega á kvikmynd ekki möguleika á að keppa úl verðlauna einu sinni og ekki eftir að hún er orðin göm- ul.“ Kannski má í þessu sambandi benda á að ofangreind orð em raunar nokkuð nákvæm lýsing á kvikmyndahátíðinni sem haldin er í Reykjavík annað hvert ár. Þar situr Friðrik oftar en ekki í stjórn, en fyrir þá sem eiga myndir á hátíðinni hefur hún ekki nokkurt gildi, enda ekki að verðlaunum að keppa, sölu né dreifingu. SIGURÐUR ÞÓRÐARSON. Ráðinn, að minnsta kosti í sex ár. BRYNDÍS SCHRAM. Dæmir í frekar óhefðbundinni fegurðarsamkeppni. KRISTJÁN RAGNARSSON. „Baldur." ÞORSTEINN PÁLSSON. „Konni.“ ÁGÚST GUÐMUNDSSON. Frakkar rugluðust á honum, Hrafni og Ásdísi Thoroddsen. FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON. „Ég hef ekkert að gera afturtil Rúðuborgar." Er þetta ekki bannað, Guðmundur? „ Við höfum ekki lögsögu yf- ir Filippseyingum, það eru hreinar línur með það. “ Filippeyskur fánaberi íslenska ólympíuliðsins í skák var handtek- inn við setningu skákmótsins fyrir að hóta að reka Aquino, fyrn/erandi forseta, á hol með fánastönginni prýddri íslenska fánanum. Guð- mundur Benediktsson er í fána- nefnd. L í T I L R Æ Ð I af heimilishjálp Það er ákaflega bjart yfir mér þessa dagana þegar nóttin er að verða eins björt og hún getur björtust orðið. Ég hef gefið konunni minni það í sumargjöf að bjóðast úl að hjálpa henni við heimilisstörfin, svo hún geti, einsog hinar nú- tímakonumar, verið að vingsa sér út og suður í tíma og ótíma. Heimilishjálpin sem ég veiti er fólgin í því að ég „hjálpa mér sjálfur", og sýni með því að ég vil vera, einsog hinir ungu og mjúku mennirnir, góður við konuna mína. I þessum efnum er víða pott- ur brotinn og skelfilegt til þess að vita hvað menn eru, margir hverjir, einstaklega vondir við konumar sínar og víst er oft úl þess ærin ástæða en þó ekki al- veg alltaf, því oft em þetta ei- gulegustu konur. Á mínu heimili emm við tvö í heimili og auðvitað er ljóst að slíkt sambúðarform getur orðið afar flókið ef heimilisfólkið verður afhuga skyldum sínum við makann. Því er ég að hafa orð á þessu hér að ég kann því illa að hádeg- isverður sé ekki borinn fram kl. 12 og kvöldverður kl. 7. I gær kom konan ekki með hádegismatinn fyrr en útvarps- fréttimar vom byrjaðar og kvöldmaturinn kom það seint að ég náði sjónvarpsfréttunum með naumindum. Mér sámaði þetta, en ákvað að erfa það ekki við konuna og hætti við að sofa í húsbóndaher- berginu í nótt. Og þar sem ég er bæði svona sáttfús og hef alla tíð borið gæfú til þess að vera afar Ijúfur og sveigjanlegur í sambúð og ákaf- lega opinn fyrir stefnum og straumum í samskiptum kynj- anna hef ég afráðið að semja mig að því fijálsræði í heimilis- háttum sem nú virðist ríkjandi meðal hinna yngri og mýkri. Eitt af því sem nútímakarl- maðurinn verður að geta er að „- hjálpa sér sjálfúr". Þó að ég segi sjálfúr frá er ég snillingur í að „hjálpa mér sjálf- ur“. Þetta getur komið sér afar vel þegar konan þarf að bregða sér af bæ í lengri eða skemmri tíma. Þá verður maður að „hjálpa sér sjálfúr". Um daginn fór hún í söng- ferðalag norður í land og var rúman sólarhring í ferðinni. Og takið nú vel efúr. Allan tímann sem hún var að heiman hjálpaði ég mér sjálfur. Það er alveg undursamlegt hvað það er einfalt að fá sér komfleks með sykri og mjólk útá að morgni dags — sjálfur— þegar maður er bara kominn uppá lag með það. Kaffi hafði hún lagað áður en hún fór og sett á hitabrúsa sem ég gat svo dmkkið úr, eftir hendinni — sjálfur. Þá hafði hún steikt litla ket- bita, sett þá í brúna sósu og soð- ið kartöflur svo ég gæú — sjálf- ur — fengið mér gúllas á mat- málsú'mum á meðan hún væri í burtu og svo hafði hún lagt kaffimeðlæúð snyrúlega á disk og plastpoka yfir. Og það get ég sagt ykkur, góðir hálsar, að þennan hálfa annan sólarhring sem konan mín var í söngferðalaginu lenú ég ekki í neinum ógöngum með húsmóðurskyldustörfin, ein- faldlega vegna þess að: ÉG HJÁLPAÐI MÉR SJÁLFUR.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.