Pressan - 11.06.1992, Blaðsíða 12

Pressan - 11.06.1992, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR PRESSAN ll.JÚNÍ 1992 Asiaco hf. Greiðslustöðvunin framlengd og enn beðið eftir peningum frá Páli Skiptaráðandi í Reykjavík hefur samþykkt að framlengja greiðslustöðvun Asiaco hf. um mánuð. Greiðslustöðvunin átti að renna út um síðustu mán- aðamót, en þar sem hún var aðeins veitt í tvo mánuði í upphafi þótti eðlilegt að fram- lengja hana enn frekar. Reynd- ar báðu Asiaco-menn um þrjá mánuði til viðbótar, en því var hafnað. Kröfuhafar hafa ekki hreyft andmælum, en þeir eru helstir ýmsar bankastofnanir og vömbyrgi. Þegar Páll Þorgeirsson sett- ist í stól framkvæmdastjóra ætlaði hann að hleypa erlendu fjármagni inn í fyrirtækið. Bið hefur hins vegar orðið á þessu fjármagni, sem er eina ástæðan fyrir framlengingu greiðslu- stöðvunarinnar. Skuldir Asiaco, sem lengi hefur verið eitt af stærstu þjón- ustufyrirtækjunum í sjávarút- vegi, eru gífurlegar. A móti koma að nokkru miklar úti- standandi kröfur. Eignir Asi- aco voru bókfærðar 190 millj- ónir árið 1990, en það ár var velta íyrirtækisins 450 milljón- ir. Síðan hefur það misst ýmis umboð, meðal annars fyrir Tork-vömr. Páll Þorgeírsson: Hefur nú fengiö lokafrest til að koma með það erlenda fjármagn sem hann sagðist ætla að út- vega Asiaco. . ; HH'SV .Vi m 1 * -1 * Olöglegur innflutningur og sala á fölsuðum merkjum PANKÓNGURINN MEÐ LACOSTE 0G BOSS Um nokkurt skeið hefur verið í umferð fatnaður merktur fræg- um vörumerkjum, einkunt þó Lacoste-sportvörumerkinu. Þetta er í annað skipti á skömm- um tíma sem upp kemst um inn- flutning á þessum flíkum, sem em seldar eins og um uppmna- lega vöm sé að ræða. Síðasta vetur urðu umboðsað- ilar Lacoste varir við sölu á fatn- aði með því merki í Reykjavík, á Suðumesjum og á Akureyri. Var salan kærð til rannsóknar- lögreglunnar, sem rakti málið til fyrirtækisins Hauks á Berg- staðastræti og fundust þar tölu- verðar birgðir af slíkum famaði. Fyrirtækið er í eigu Hauks Har- aldssonar, sem hafði á sínum tíma hinn fræga Pan-hóp á sín- um snærum og var kallaður Pan- kóngurinn fyrir vikið. Fatnaðurinn reyndist fluttur inn frá SA-Asíu, einkum Tæ- landi, en þar tíðkast mjög að setja ýmis fræg merki á flíkur án tillits til höfundarréttar. Lacoste er reyndar ekki eina merkið sem hefur verið í umferð á fölskum forsendum undanfar- ið. Haukur mun til dæmis hafa verið staddur í Kolaportinu ekki alls fyrir löngu og selt þar famað undir merkjum Boss og Yves Saint-Laurent. Þá má geta þess að á síðasta ári kom upp mál tengt innflutn- ingi á Levi’s-gallabuxum. Rík- issaksóknaraembættið hefur ákveðið að fella málið niður en áður hafði rannsóknarlögreglan rannsakað það. Samkvæmt heimildum PRESSUNNAR byggist niðurfellingin meðal annars á því að viðkomandi inn- flutningsaðilar báru við að þeir hefðu ekki vitað að Levi’s-bux- umar væru falsaðar. Bréf Wiesenthal-stofnunar til Davíðs Oddssonar Rannsókn verði hraðað Efraim Zuroff sendir frekari gögn í máli Evalds Miksons og bið- ur Davíð að hraða framgangi réttlætis í málinu inga út fyrir bæinn, þeir látnir knékrjúpa á skurðarbarmi og skotnir í bakið. Samkvæmt heimildum blaðs- ríska dómsmálaráðuneytið að setja Evald Mikson á sérstakan lista yfir þá sem tóku virkan þátt í stríðsglæpum nasista. Forstjóri Simon Wiesenthal- stofnunarinnar í Jerúsalem, Efr- aim Zuroff, hefur sent Davíð Oddssyni forsætisráðherra bréf þar sem hann fer fram á að ís- lensk stjómvöld hraði söfnun gagna í málinu og leiti sam- vinnu við eistnesk stjómvöld um að fá afhent frekari gögn sem er að finna í Eistlandi. í bréfi Zuroffs segir að síðan Davíð var í heimsókn í ísrael hafi Wiesenthal-stofnunin kont- ist yfir frekari gögn í Eistlandi sem „sanna virka þátttöku Mik- sons í ofsóknum á hendur óbreyttum borgumm sem sam- starfsmenn nasista í Eistlandi myrtu. Við álítum að þessi gögn séu mjög mikils virði fyrir málið og íslensk stjómvöld verði að meta þau mjög vandlega. Um leið höfum við ástæðu til að ætla að fleiri gögn um glæpi Miksons séu til í Eistlandi, en okkur hef- ur hingað til ekki tekist að fá þau afhent. Við hvetjum þig því til að fara þess formlega á leit við eistnesk stjómvöld að þau láti gögnin af hendi. Hver dagur sem líður án þess að aðhafst sé gagnast engum nema glæpamanninum. Við knýjum því á um að gripið verði til nauðsynlegra ráðstafana til að safna saman gögnum þeim, sem máli skipta, svo og framburði vitna, svo að réttlætið nái loks fram að ganga“, segir í bréfinu. FJÖLDIGAGNA FYLGIR Með bréfi Zuroffs fylgir listi yfir gögn þau sem hann hefur einnig sent Davíð. Þar á meðal em handtökuskipanir og fyrir- skipanir um flutning gyðinga í Aðalfangelsið í Tallinn, sem Mikson undirritaði, og listi yfir eistneska gyðinga sem teknir vom af lífi og tengir Mikson við dauða hinnar fjórtán ára gömlu Ruth Rubin. Þá em meðal gagn- anna skjöl sem sýna að Mikson var einn af foringjum Omak- aitse (vopnaðra sveita þjóðemis- sinna) og tilkynning um refs- ingu vegna agabrota Miksons. Nöfnin, sem koma fyrir í skjöl- unum, eru lesendum PRESS- UNNAR kunnug: Ruth Rubin, Alexander Rubin, Salomon Katz, Rachel Rubinstein og Jenny Katsev. Þau létu öll lífið. Þá er meðal skjalanna afrit af skýrslu finnska lögreglumanns- ins Olavi Viherluoto, þar sem Mikson stærir sig af því hversu áhrifaríkar pyntingarnar séu, sem hann stjómar, og lýsir því þegar farið var með áttatíu gyð- ins em þessi gögn að uppistöðu hin sömu og bandarísk stjóm- völd hafa undir höndum, en íyr- ir tveimur vikum ákvað banda- Gogrtin sem Davíð fékk sýna meðai annars að Mikson var einji af foringj- um voprtaðra sveita þjóðernis- sinna. IVlikson er lengst til vinstri á i* h ■ ' ' myndinni.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.