Pressan - 11.06.1992, Blaðsíða 13

Pressan - 11.06.1992, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR PRESSAN ll.JÚNÍ 1992 13 u JL JL lutabréf í bifreiðaumboðinu Jöfii hf. hafa undanfarið verið boðin til sölu í lokuðu útboði. Mun ætlunin vera að selja fyrir um 100 milljónir og þegar hafa um 20 milljónir selst. Ef tilboð berst er fyrirtækið allt falt. Undanfarið hafa miklar breytingar og niðurskurður verið í gangi hjá Jöfii og hefur einn eig- enda, Eyjólfur Brynjólfsson, gengið úr starfi hjá fyrirtækinu og opnað eigin endurskoðunarskrifstofu í Kópavogi. Hann er þó enn í stjóm Jöfúrs... s VJ jónvarpsþáttur, fullur af eftirsjá eftir gömlum og glæstum tíma þegar menn sigldu í makindum milli landa, er á dagskrá Stöðvar 2 17. júní, lýðveldis- daginn. Hann er byggður á myndum sem Gísli Gestsson kvikmyndagerðar- maður tók um borð í Gullfossi, flaggskipi íslendinga, á ámnum 1960 til 1970. Þetta eru myndir af mannlífinu um borð, ffá viðkomustöðum skipsins hér á íslandi og í útlöndum, og hafa þær aldrei áður verið sýndar opinberlega. Það er Guðjón Amgrímsson sem hef- ur umsjón með þættinum, sem Nýja bíó ffamleiðir... A X \.ðsókn að Listahátíð hefúr verið með dauflegra móti. Gestír á hátíðinni hafa tekið eftir því að sjaldnast hefur verið uppselt á leiksýningar og tónleika á hátíðinni, enda mun ekki hafa verið mjög fjörlegt í miðasölunni. Stundum hafa húsin verið hálftóm eða full að tveimur þriðju hlutum, þótt atriði hafi verið fullboðleg og vel það, eins og tíl dæmis á tónleikum söngvarans Gösta Winbergh og píanóleikarans Shura Cherkassky. Hins vegar hefur aðsókn á myndlistarsýningar á Kjarvalsstöðum og í Listasafninu verið góð. Svo geta menn velt því fyrir sér hver skýringin kunni að vera á þessu áhugaleysi: Að það vanti kannski stór og fræg atriði sem fólk vilji flykkjast á, að kynning á hátíðinni hafi ekki skilað sér, eða hvort íslendingar séu einfaldlega svo blankir að þeir hafi ekki efni á að fara á Lista- hátíð... s W—J íðastliðið haust kannaði Verðlags- stofnun álagningu á unnum kjötvörum. Niðurstaðan varð sú að smásöluálagn- ing hefði hækkað frá því ákvæði um hámarksálagningu voru afnumin. Þetta þótti stofnuninni ekki góð tíðindi, sér- staklega í ljósi þess að það eru kjö- tvinnslustöðvamar sem pakka inn vör- unni og sjá um að verðmerkja hana fyrir smásöluverslanimar. Alls staðar er sem- sagt sama verð á sömu vöm (nema þar sem er veittur ákveðinn afsláttur af unn- um kjötvömm, eins og til dæmis í Bón- us) sem náttúrlega brýtur í bága við meginregluna að ekki eigi að vera sam- ráð um verð. Telur Verðlagsstofnun að álagningin hafi farið hækkandi vegna þrýstings frá kaupmönnum og stór- mörkuðum, sem með þessu móti vilji greiða niður stríðskostnaðinn við aukna samkeppni. Málið hefur verið til athug- unar í verðlagsráði og hefur verið beint tilmælum til kjötvinnslustöðvanna um að þessi „leiðbeinandi" álagning verði lækkuð. Það hefur ekki borið árangur... m Miðskólinn Grunnskóli jyrir 9-12 ára börn Upplýsingar um skólann verða veittar í síma (91) 62-97-95. Umsóknir um skólavist ber að senda til: skólanefndar Miðskólans, pósthólf 234, 121 Reykjavík. Skólanefnd Miðskólans HóteC JSordurCjós fLauf arhöf n Viö bjóöum gistingu og góöar veitingar. Uppbúin rúm eöa svefpokapláss í þægilegum herbergjum. Komiö og njótið sumarsins í hinni nóttlausu voraldar veröld. Hóteí JSoröuríjós Simí 96-51233 Þokkadís íslands Þokkadís Færeyja Þokkadís Eistlands Þokkadís S-Afriku Þokkadís Júgóslavíu

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.