Pressan - 11.06.1992, Blaðsíða 18

Pressan - 11.06.1992, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR PRESSAN ll.JÚNI 1992 Þrotabú Enteks á Islandi RIKID OGOPINBERIR SJQRIR HAFA1APAÐ GÍFURLEGUMljjjÉ UPPHÆBUM Innan skamms er gert ráð fyrir að ljúki skiptum í fyrirtækinu Entek á íslandi hf. sem sett var á stofn í Hveragerði á miðjum síðasta ára- tug. Ljóst er að saga fyrirtækisins er hálfgerð harmsaga þar sem op- inberar lánastofnanir og nokkrir einstaklingar tapa verulegum upphæðum. Iðnþróunarsjóður leysti verksmiðjuhús og aðra framleiðslulínu Enteks í Hveragerði til sín í október 1990. Síðan hefur ekkert verið unnið í verksmiðjunni. nokkuð af framleiðslu fyrirtæk- isins, en síðan fór allt í hnút. Að sögn Jóns Gunnars hættu arab- amir að kaupa nánast fyrirvara- laust og virðist félagið ekki hafa haft að öðrum mörkuðum að hverfa. Áffam var þó haldið að ffamleiða í von um að úr rættist. Inn í þetta blönduðust erfíð- leikar vegna endaloka Útvegs- bankans sem verið hafði helsti viðskiptabanki fyrirtækisins. EFTIR AÐ AISKRIFA 100 MII.IJÓMK ÚR SKÚFFU ÚTVEGSBANKANS Erfitt hefur reynst að grafa upp nákvæmlega hvernig að viðskiptunum við Útvegsbank- ann var staðið. Ljóst er þó að ár- ið 1986 eða 1987 voru gerðar miklar skuldbreytingar við bankann sem meðal annars tengdust breytingu hans yfir í hlutafélag og síðan sölu til ís- landsbanka. Þegar áðurnefndar skuld- breytingar áttu sér stað urðu for- ráðamenn fyrirtækisins að gang- ast í verulegar ábyrgðir fyrir skuldum Enteks. Vom það þeir Jón Gunnar Zoega og Ingvar J. Karlsson sem þá gengust í per- sónulegar ábyrðir fyrir hluta af skuldunum. Sagði Ingvar að með því hefði þeim verið ffek- lega mismunað. Vom það með- al annar hlaupareikningsskuldir, sem var nauðsynlegt að koma á hreint til að halda fyrirtækinu áfram. Um leið höfðu hlaðist upp verulegar skuldir vegna rekstrar- og afurðalána en bank- anum tókst ekki að fá tryggari veð fyrir þeim. Þegar Islandsbanki tók sfðan við Utvegsbankanum fékk hann þær skuldir, sem þeir Jón Gunn- ar og Ingvar höfðu verið skrif- aðir fyrir. Hinar skuldirnar fylgdu hins vegar með inn í skilanefnd Útvegsbankans, sem haldið hefur sérstakan biðreikn- ing á meðan þau mál, sem nefndin hélt efdr, em að komast á hreint. Þar á meðal er Haf- skipsmálið, en skilanefndin bíð- ur enn úthlutunar skiptaráðanda. Kröfumar sem skilanefndin hélt efitir vom upp á 960 millj- ónir króna árið 1987. Enn munu kröfur að andvirði á milli 300 og 400 milljóna króna vera eftir og óljóst um andvirði þeirra. Upphæðin sem skilanefhdin hélt effir vegna Enteks nam á milli 30 og 50 milljónum króna á sín- um tíma samkvæmt heimildum PRESSUNNAR. Sú upphæð stæði því í um 100 milljónum nú. Þar sem enginn hefur lýst kröfu vegna þessarar skuldar í þrotabú Enteks er ljóst að fátt annað er eftir en að afskrifa hana ofan í skúffu skilanefndar Útvegsbankans. B Y GGÐASTOFNUN OG IÐNLÁNASJÓÐUR TÖP- UÐU YFIR 50 MILIJÓNUM KRÓNA En Útvegsbankinn gamli er ekki eini aðilinn sem tapaði peningum á Entek. Iðnlánasjóð- ur mun hafa tapað hátt í 30 milljónum króna, en hann lán- aði meðal annars úl tækjakaupa. Þá lét Byggðastofnun þama inn peninga þó að það væri að mestu leyú á seinni hlutanum, þegar flestir gátu séð að lítið ætlaði að verða úr rekstrinum. 15 milljóna króna lán Byggða- stofnunar kom því ekki fyrr en árið 1989 og var þá merkt „vegna fjárhagslegrar endur- skipulagningar“. Þá liggur í augum uppi að Iðnþróunarsjóð- ur tapar vemlegum upphæðum vegna málsins, en hann hefúr átt verksmiðju og framleiðslulínu síðan í október 1990 án þess sjóðurinn hafi fengið neinn sjá- anlegan arð af því. Sú endurskipulagning sem þá átti sér stað fólst í því að hol- lenskir aðilar, Mentel and Partn- er Project Consultants, sýndu áhuga á að koma inn í fýrirtæk- ið. Að sögn Jóns Gunnars reyndust þeir aðilar ekki standa undir neinu og töpuðu Enteks- menn frekar á afskiptum þeirra en hitt. Taldi Jón að þeir hefðu tekið um átta milljónir út úr En- tek, sem mátti þó ekki við miklu. Enn er úl dæmis bústjór- inn, Jóhannes Sigurðsson hdl., að reyna að innheimta hálfrar milljónar dollara hiutafjárloforð, sem Hollendingamir veittu, en stóðu ekki við. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort mál- sókn er vænleg. BIRGÐIR HLÓÐUST UPP HJÁ EIMSKIP OG BÓK- HALDÓUÓST Margt í rekstri Enteks vekur athygli. Eins og áður sagði var sá tími stuttur sem tókst að selja ffamleiðsluna. Efúr það hlóðust upp birgðir víða, meðal annars í Hveragerði og hjá Eimskip. Lenú meðal annars Eimskipafé- lagið í því að flytja gáma með slöngum suður til arabaland- anna og koma með þá úl baka, þar sem kaupin höfðu gengið úl baka frá því slöngunum var skipað um borð. I skýrslu sinni segir bústjóri að bókhald félagsins hafi ekki verið fært upp á síðustu árum. Þá greinir hann ffá því að ekki sé hægt að fá aðgang að því nema gegn greiðslu, þar sem endurskoðendur fyrirtækisins Innan skamms er gert ráð fyr- ir að skiptum ljúki í þrotabúi fyrirtækisins Enteks á íslandi hf. Ljóst er að lítið kemur upp í kröfúr sem gerðar eru f búið en veðhafar eru fyrir löngu búnir að leysa úl sín eigur fyrirtækis- ins. Saga fyrirtækisins var hálf- gerð harmsaga og blasir við að hið opinbera og einstaklingar tapa verulegum fjármunum vegna þess. A sínum tíma lán- aði Útvegsbankinn miklar upp- hæðir til Enteks og sömuleiðis Iðnlánasjóður, Íðnþróunarsjóður og Byggðastofnun. Nú þegar hafa verið afskrifaðar miklar fjárhæðir vegna fyrirtækisins. Margt bendir til að enn eigi efitir að afskrifa verulegar upphæðir sem meðal annars falla á Ríkis- sjóð vegna óuppgerðra bið- reikninga Útvegsbankans gamla. 12. nóvember 1990 var bú Enteks á íslandi hf. tekið til gjaldþrotaskipta. Þá þegar lá ffamleiðsla niðri en einhver sala Jón Gunnar Zoéga lögfrœð- ingur: Glímir enn við að borga af ábyrgðum vegna Enteks. á birgðum var í gangi. Húseign fyrirtækisins í Hveragerði hafði verið slegin Iðnþróunarsjóði í októberlok 1990, en sjóðurinn átú 1. veðrétt. í búið hefur verið lýst for- gangskröfum að upphæð 4.469.462 krónur, kröfur utan skuldaraðar em tæpar 60 millj- ónir og almennar kröfur tæpar 36 milljónir. Samtals eru kröfúr í búið um 100 milljónir króna, en vitað er að ýmsum stórum kröfum var ekki lýst. Eignir em hins vegar nánast engar — yfirveðsett fram- leiðslulína, torseldar birgðir og einhver skrifstofu- og verkfæra- búnaður. LEKAR GUMMÍSLÖNGUR TIL ARABALANDA Entek á íslandi var stofnað ár- ið 1983 í Hveragerði og var úl- gangurinn að setja á stofn verk- smiðju sem ffamleiddi gúmmí- slöngur, sem vom hugsaðar fyr- ir markað í arabalöndunum. Slöngurnar eru þeirrar náttúru að þær leka eða tárast og áttu því að vera heppilegar við upp- græðsluúlraunir í eyðimörkum. Stofnendur fyrirtækisins vom Pétur Rafnsson, Ingvar J. Karlsson, Haukur Hjaltason, Þórdís Jónsdóttir, Guðríður Ingvar J. Karlsson læknir: „Var farið hrikalega með okk- ur.“ Friðriksdóttir, Ingigerður A. Guðmundsdóttir, Þorsteinn Pálsson og Jón Gunnar Zoéga. Pétur, Ingvar og Haukur áttu 26% hver en Jón Gunnar 18%. Hlutafé í upphafi var 4.050.000 krónur. Fyrsta árið tókst að selja

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.