Pressan - 11.06.1992, Blaðsíða 21

Pressan - 11.06.1992, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR PRESSAN ll.JÚNI 1992 21 FJÖLMIÐLUN Afturgangan ÓLI BJÖRN KÁRASON og gömlu þreyttu klisjurnar Eitthvert furðulegasta blað sem gefið er út á Islandi er Þjóðviljinn afturgenginn. Einu sinni í viku kemur Helgarblaðið, lít- ill draugur Þjóðviljans, út og ekki kæmi mér á óvart þó boðið væri upp á baráttu- áskrift í anda gamalla tfrna þegar rautt var rautt. Afturgangan hefði ekki þótt fiirðu- leg fyrir tuttugu árum eða svo, þegar það þótti fínt að fara í vinnuferðir til Kúbu til að skera sykurreyr (mér skilst raunar að fáeinir fari enn í vinnubúðir Kastrós), og Maó var enn lesinn. En að enn skuli reynt að blása í kulnaðar glæður sósíalimans með sömu gömlu þreyttu klisjunum, vek- ur furðu, en þó jaftitframt nokkra aðdáun á hversu þrautseigir trúboðar fást við blaðamennsku. (Um leið fyllist maður vonleysi yfír hugmyndaleysinu). Eg skil mæta vel að Tímamenn reyni enn að halda út blaði og að kratar kjósi að senda fréttabréf til nokkurra flokksmanna og ríkisstofnana. En það er óskiljanlegt að nokkur hafi þrek til að vekja upp Þjóðvilj- ann einu sinni í viku, viku eftir viku með sömu greininni eftir Ama Bergmann. Tíminn er að vísu skrifaður að mestu í sama trúboðsstíl og Helgarblaðið, þó kenningin sé yfirleitt önnur. En tilgangur- inn með útgáfunni virðist augljós. Með einhveijum hætti verða framsóknarmenn að koma opinberu fé (blaðastyrk) í lóg. Mér vitanlega nýtur Þjóðvilja-draugurinn ekki opinberra styrkja. Þannig er mikill Igpg-— KUJim IrnTMson. Slmnri. HadurFInnadótór. MarjrttiTlw h»fí rignA ak trn únlítiu ui meirihluti landsmanna ekki áskrifandi að blaðinu, ólíkt því sem gerðist með Tím- ann og eldspýtnablað kratanna. I tilefni af umhverfisráðstefriunni í Ríó segir draugurinn: „Ef neysluvenjur ís- lendinga yrðu allsráðandi í heiminum yrði á nokkmm ámm svo gengið á forða jarð- arinnar að öllu lífi yrði hætt.“ (29. maí.) Þetta minnir á gamla og ómerkilega bók, Endimörk vaxtarins, sem höfundamir vilja lítið kannast við í dag. Og svo er bent á að ef „Kínverjar fæm að nota skeini- pappír í sama mæli og við íslendingar hyrfu regnskógamir á nokkmm ámm.. Þetta er líklega dæmi um neyslubijálæði okkar Islendinga, sem gömlu sósíalistam- Mérsýnist að Helgarblaðsmenn geti dregið verulega úr útgáfukostnaði með því að endur- birta hreinlega það sem áður birtist í Þjóðviljan- um sáluga eða öðrum helgiritum sósíalista. Ef marka má tvær síðustu ritstjórnargreinar blaðs- ins, hefég lesið klisjurnar áður. ir telja nauðsynlegt að stöðva. Þetta hef ég lesið áður. Væri ekki rétt að byrja heima fyrir og hætta óþarfa pappírsnotkun í út- gáfit? I tilefni af úrslitum í þjóðaratkvæða- greiðslu í Danmörku um Maastrich-sam- komulagið, segir Helgarblaðið fagnandi: „Danska þjóðin hefur þannig tekið völdin af valdaelítunni í samfélaginu, stjóm- málaleiðtogum, atvinnurekendum, verka- lýðsffömuðum, fjölmiðlum og fleirum og sagt einfaldlega — nei.“ (5. júm'.) Kann- ast ekki einhver við gömlu klisjumar? Það er engu líkara en gengið sé í smiðju hjá Fylkingunni, á meðan hún var og hét, eingöngu breytt nokkmm orðum. Ætli Helgarblaðið hefði haldið því fram að þjóðin hefði verið kúguð af fýrmefndum aðilum, ef samkomulagið hefði verið samþykkt? Það er auðvitað fagnaðarefni hve flóra íslenskra blaða og tímarita er fjölbreytt, þó ekki fari saman magn og gæði. Það verður kraftaverk ef það tekst að halda blaði sem þessu, úti í nokkur ár og eiga aðstandendur þess þá hrós skilið. Þeir em þá snjallari einkaframtaksmenn en ég hélt. Hafa aðeins séð tómarúm sem yrði að fylla og em eingöngu að uppfylla ákveðnar þarfir markaðarins, sem enginn annar kaupsýslumaður hefur séð. Þannig á að gera það. Og hefur ekki verið sagt að hörðustu „business-mennimir" komi úr röðum kommanna? Tökum Dagbjart á orðinu Ráðherrann á ekki að láta berja sig eins og salt- fisk með dylgjum afþessu tagi. Hann á að taka Dagbjart á orðinu. Hann á að taka sérleyfið af SÍF og hœtta að halda hlífiskildi ríkisverndaðrar einokunar yfir samtökunum. Á dögunum varð SIF sextugt. Eins og vera ber héldu menn miklar og skemmti- legar saltfiskhátíðir um landið. Spænskir matreiðslumeistarar fóm um hémð með leiftur af suðrænu ævintýri og matreiddu bakkalá af kúnst sem menn hafa stundað öldum saman suðrí Barcelónu. Meira að segja Rúnar Marvinsson kom skamma hríð aftur í sitt gamla konungsríki að Búð- um og framdi snæfellskan saltfiskseið við glóð af jöklinum. Ekki voru þó allir jafnkátir á afmælis- daginn. Á sjálfum aðalfundinum hélt stjómarformaður SÍF, Dagbjartur Einars- son af Suðumesjum, mikla ræðu og var skömmóttur í garð Jóns Baldvins Hanni- balssonar. Gleymdur var þá EES-samn- ingurinn sem færir Dagbjarti og SÍF meira í aðra hönd en nokkmm öðmm. Dagbjartur taldi ráðherrann hafa illa farið með svokallað „sérleyfi" SIF á út- flumingi á saltfiski til Evrópu, þar sem hann leyfði í vaxandi mæli óháðum út- flytjendum utan SIF að selja þangað. Þetta, segja forráðamenn SIF, leiðir bara til undirboða gagnvart SÍF og að lokum til verðlækkunar. Dagbjartur klykkti út með því að segja, að réttast væri að skila inn sérleyfinu og krefjast þess bara í staðinn að öllum væri gefinn frjáls útflumingur. Ja, guð láti gott á vita. Það verður að segjast, að málflutning forráðamanna SIF er erfitt að skilja öðm- vísi en dylgjur um að Jón Baldvin standi í því að lauma mikilvægum útflutnings- leyfum á saltfiski ffamhjá kerfinu til ein- hverra sérstakra vildarmanna sinna. Hvíslingar af þessu tagi heyri ég því mið- ur allt of oft frá mönnum innan SÍF. Og nú tel ég satt að segja að nóg sé komið. Ráðherrann á ekki að láta berja sig eins og saltfisk með dylgjum af þessu tagi. Hann á að taka Dagbjart á orðinu. Hann á að taka sérleyfið af SÍF og hætta að halda hlíftskild' ríkisvemdaðrar einokunar yfir samtökunum. Það yrði öllum til hagsbóta þegar fram í sækir, ekki síst gjaldeyris- hungraðri þjóð. Einkaleyfi SIF byggist á gömlu stjóm- valdsbréfi frá Ólafi Thors, sem á þeim tfrna taldi réttilega að það væri hyggileg- ast að láta SIF fá einkaleyfi á útflumingi saltfískjar. Leyfísveitingin var eftir sem áður í höndum ráðherra hverju sinni, og langflestir þeirra manna sem sátu í við- komandi ráðherrastóli veittu mönnum ut- an SIF slík leyfi. Félagi Jón Baldvin erþví fráleitt brautryðjandinn í því, — þótt hann verði vonandi sá fyrsti til að rjúfa einok- unina alveg. En þótt einokunarleyfið verði tekið af SIF er enginn að tala um að leggja sam- tökin niður. Þau geta sem best starfað áfram. Það eru fjölmargir mjög smáir framleiðendur í landinu, sumir með undir 20 tonnum á ári, og fýrir þá gæti SÍF verið mjög til hagsbóta. En samtökin þurfa frá- leitt ríkisvemdaða einokun til þess. Þeir fáu aðilar, sem enn hafa fengið leyfí framhjá SÍF, þurfa allir að sæta ströngum kröfum um gæði og ábyrgðir, og það er skilyrði að verðið þarf að vera jafhgott eða hærra en hjá SÍF. Það er því út í hött að halda því fram að aukið ffelsi leiði til verðlækkunar. Staðreyndin er sú, að þvert á móti mun frjáls útflutningur á saltfiski hafa í för með sér, að þrír til fjórir milliliðir hverfa á milli framleiðandans og neytandans. Þannig væri út af fyrir sig hægt í senn að halda jafngóðu eða hærra skilaverði og jafnframt að lækka verðið til neytandans. Um helgina átti Morgunblaðið viðtal við Sighvat Bjamason, fyrrum forstöðu- mann saltfiskverksmiðjunnar sem SIF á í Frakklandi. Þrátt fyrir erfiðleika og verð- lækkanir á fiskmarkaði kvað Sighvatur verksmiðjuna hafa getað haldið óbreyttu verði á stórum hluta af afurðum sínum. Ástæðan var einföld að dómi hins vaska Vestmanneyings. Verksmiðjan seldi beint til stórmarkaða. Þetta er ekki hægt að skilja öðmvísi en svo, að Sighvatur telji að betra verð fáist með því að skera burtu milliliðina. Þannig koma bestu rökin gegn ríkisvemdaðri ein- okun SIF úr þeirra eigin herbúðum. FJÖLMIÐLA Gúrka Gúrkan í fréttum á sér margar ástæður. Ein er sú að það dofhar yfir fyrirtækj- um og stofnunum á sumrin. Aðaláhersl- an er lögð á að skipuleggja sumarfríin. Hjá ríkinu er það helst í fjármálaráðu- neytinu sem einhver vinna fer fram, en þar þurfa menn að undirbúa fjárlög á sumrin. í öðmm ráðuneytum, stofnunum og fyrirtækjum em flestir helstu yfir- menn ýmist í löngum sumarfríum eða löngum helgarfríum. Þótt venjubundin starfsemi þessara stofnana skaðist að sjálfsögðu ekki við að losna við yfir- mennina þá minnka lflcumar á að í þeim gerist frétmæmir atburðir. Það er ekki fyrr en á haustin, þegar yfirmennimir koma úr fríunum og fá sex og átta mán- aða uppgjörin í hendumar, að þeir átta sig á að fyrirtækin em gjaldþrota eða stofnanimar komnar margfalt fram úr R fjárlögum. Önnur ástæða er sú að á sumrin er stundum gott veður. Fréttir berast illa í góðu veðri. Þegar tveir menn hittast tala þeir að meðaltali saman í um fimm mín- útur. Ef veðrið er gott fyllir umræða um það akkúrat þennan tíma. Sökum þess berast fféttir ekki um þjóðfélagið. Svipað ástand varir þegar Islendingum gengur vel á íþróttasviðinu. Enn önnur ástæða er sú að menn hætta snemma í vinnunni á sumrin. Það er að segja þeir sem em ekki í fríi. Það er því erfiðara að afla ffétta og fá þær staðfest- ar. Og ein ástæðan er sú að gúrkan kemur á hverju ári. Blaða- og fréttamenn búast því við henni og þegar erfiðara verður að afla fféttanna segja þeir: Jæja, þá er gúrk- an byrjuð. Og það bregst ekki að hún byrjar með það sama. Gúrkan er því að nokkm leyti huglægt ástand blaðamann- anna sjálffa. Reyndar hefur gúrkan verið vægari undanfarin ár en á ámm áður. I raun hef- ur ekki verið teljandi gúrka síðan engin slík birtist sumarið 1988 þegar fjaraði undan ríkisstjóm Þorsteins Pálssonar uns hún sprakk snemma hausts. Síðasta sum- ar sáu Davíð Oddsson, fortíðarvandinn og Matti Bjama um að draga úr áhrifum gúrkunnar. I sumar verða það líklega Hafró, Steini Páls og talsmenn hags- munasamtakanna sem tala gúrkuna í hel með hugsanlegum aðgerðum til bjargar þjóðinni og atvinnuvegunum effir brott- hvarfþorsksins. ____________ Gunnar Smári Egilsson „Mun þá ráða úr- slitum að hœgt verði að sann- fœra bankana um að hallarekstri sé lokið og eignir beri arð í sam- rœmi við kostnað en verði annars seldar. “ Guöjón B. Ólafsson, forstjóri SÍS. Jt'yoe.lClCLe-tyicc- , íað verða aðrir að meta það hversu smekkleg þessi ummæli Davíðs em.“ Þorsteinn Pálsson leikbróöir. P ttóv Lcic 'ít&V Cx.Lcctcyjc’c e-(c(ci e-icvi (v’vcv-tí „Kvennaíþróttir hafa ekki sama sess og karlaíþróttir í fjölmiðlum og það getur dregið úr áhuga kvennanna sjálfra á að stunda íþróttir." Sigrún Stefánsdóttir heilsufrömuöur. „Þetta er náttúrulega verkefni eðlisfræðinga, verkfræðinga og margra tækniffæðinga.“ Guömundur Þóröarson framtíðarvetnisframleiðandi. ^-^ccycicce) i*ic) cLctLCttCc! , JVIér var ráðlagt að skoða graf- hýsi Leníns þar sem ekki var víst að hann yrði þar miklu lengur.“ Heiöar Ástvaldsson danskennari. '&rc (vercct) cyce.t) (\ L i\ crccýí „Við hugsum aldrei um okkur sem þríhyming." Margrét Örnólfsdóttir hljómborðsleikari Sykurmolanna. 'Gce ■j'ccvnvtcÍcVc- itcc’vj? , formennska í Alþýðuflokknum er ekki ævistarf.“ Gunnlaugur Stefánsson þingmaöur og bróöir. ae.i. (ecvr-vn. e,(c(ci e-iceu. iicccvi d-i (cve,i(cýc\. d- „Ég fæ aldrei að vita neitt fyrr en það er búið að kalla út allt liðið!“ Hrólfur Jónsson slökkviliösstjóri.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.