Pressan - 11.06.1992, Blaðsíða 27

Pressan - 11.06.1992, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR PRESSAN 11.JÚNI1992 27 S I Ó M E N N fslands Hrafnistumenn hetjnr hafsins, alvöru naglar eða óhreyfandi gieðimenn í gegnum tíðina hefur sjómaðurinn, dáðadrengurinn og hafsins hetja verið yrkisefni margra skálda sem keppst hafa við að lofa og skrá líf sjómannsins. Það er svo önnur saga hversu vel textarnir end- urspegla nútímasjómennsku þegar fiskikvóti gengur kaupum og sölum og „veiðináttúran hefur minnkað í mönnum“ eins og sjómaður orðaði það. „Sjómennskan hefur versnað með núverandi fisk- veiðistefnu, það er leiðinlegra og erfiðara að vinna við þetta.“ Sjómannslíf, sjómannslíf, ástir og œvintýr, kvótasprengd stórsjógnýr, ólgandi útgerð dýr... Varla verður þessi neyðarlega skrumskæling á annars vel þekktum og margsungnum dægurlagatexta sungin á Sjó- mannadaginn, heldur vafalaust upprunaleg mynd í fullri lengd. Sjósókn hefur frá öndverðu ver- ið veruleiki landsmanna sem hafa átt hálft lífið undir hafinu og fyrir það hafa sjómennimir verið lofaðir. Rómantík sjómennskunnar í ljóðlistinni felst í hættum hafs- ins og ástinni sem í landi bíður. Sjómaðurinn „treystir á skip og trúir fast á tilgang í srnu starfi", hann er „öruggur í stjóm og augað hvasst“, „býst við árás, en brosir þó — að beijast er lífsins saga“. Sjórinn brotnar á breiðum herðum þar sem víkingar mið- anna verja fjöregg lýðsins — ffelsið fyrir sjálfstæða þjóð. En eftir stutta dvöl í landi „þá skai kissa kærustuna, kveðja og þakka liðinn dag! Úti á sjónum aftur stíga annað þyngra göngu- lag“. ÍSLANDS HRAFNISTUMENN ERU HAFSÆKNIR ENN Fyrir Sjómannadaginn árið 1940 voru gefnir út sjómanna- söngvar sem hvatning og dægradvöl fyrir íslenska sjó- menn. Þar orti Magnús Stefáns- son: , Islands Hrafnistumenn eru hafsœknir enn, ganga hiklaust á orustuvöll, út í stormviðrin höst, móti straumþungri röst, yfir stórsjó og holskefluföll, flytja þjóðinni auð sœkja barninu brauð, fœra björgin í grunn undir framtíðarhöll. ímynd sjómannsins íslenska er ekki fyllilega laus við róman- tík liðinna áratuga þó svo karl- mennskan hafi um margt tekið á sig grófari mynd. Goðsögnin um sjómanninn, alvöm naglann sem drekkur mikið í landi, á Zippo-kveikjara, reykir Camel og mikill völlur er á er velflest- um kunnug. Þeir viðmælendur PRESSUNNAR sem ekki höfðu „migið í saltan sjó“ töldu flestir að sjómannastéttinni fylgdi harka, nokkurt óhóf, að sjómenn lifðu hratt og hátt í landi og væm grófir í tali. Það sem gleymist og fólki er síður kunnugt um er hvemig heimur hins raunvemlega sjó- manns er, álagið í litlu sambýli við áhöfh stundum í lengri tíma, í hvaða veðri sem er, í hvaða skapi sem er. Að ekki sé talað um langar fjarverur frá fjöl- skyldu og vinum í landi. SJÓMENN EKKI DRYKKFELLDARI EN LANDKRABBAR Brennivínsdrykkja er yfirleitt eitt af því fyrsta sem borgarböm nefna til sögunnar þegar sjó- menn berast í tal og sámar þá mörgum. „Sjómenn em yfirleitt ekki drykkfelldari en aðrir en drekka aðeins á öðmm tímum en landkrabbar," segir Gretar Mar Jónsson, skipstjóri á rækju- togara frá Sandgerði. „Skipin em úti í viku til hálfan mánuð og koma til dæmis að landi á mánudegi í sólarhringsfrí. Þá gera menn sér glaðan dag á öðr- um tíma en hefðbundinn land- krabbi gerir. Auðvitað er það svo að hér er aðallega um yngri sjómennina að ræða, því í stétt- inni er fullt af fjölskyldurnönn- um. Er sjómannarómantíkin þá bara gömul saga, sem ratað hef- ur í ógöngur í órafjarlægð frá raunveruleikanum? Sjómanna- og skemmtivísur Asa í Bæ og Oddgeirs Kristjánssonar í Eyj- um em löngu orðnar ómissandi á mannamótum þar sem allir kyrja og mgga í takt. ,Á vissan hátt þá vissi þetta á gott, en við eigum bæði ljúfar og leiðar end- urminningar um þessi kvæði," segir Hilmar Sigurbjömsson, skipstjóri á trillubáti frá Vest- mannaeyjum, sem er búinn að sækja sjóinn „eiginlega frá því ég fór að ganga og örugglega búinn að vera jafhmikið á sjó og í landi". ORÐLJÓTIR DRABBARAR Um sjómannasöngvana segir Hilmar að í gegnum tíðina hafi ungu fólki í landi verið inn- prentað að í Eyjum væri enginn maður með mönnum nema hann væri búinn að drekka brennivín í heila vertíð, „dansa og drabba og leika sér, og út úr þessu fengum við fólk sem varð að alkahólistum. ímyndin var sú að þú varst enginn sjómaður nema þú værir drabbari líka, bæði orðljótur og drykkfelldur og allt þar fram eftir götunum. Þessi ímynd er enn til. Fram efitir öllu vom sjómenn álitnir heimskir, að það væri ekkert annað að gera við þessa menn en setja þá á sjóinn. Við vitum núna að sjómenn þurfa menntum til að stunda at- vinnu sína, það gengur ekkert hjá þeim nema þeir mennti sig“, segir Hilmar. Það er því varla nóg að gefa einn, tvo, þijá kossa og stökkva svo um borð? „Ungur maður fullur af lífsfjöri hugsar með sér að það hljóti að vera fullt af fjör- ugum stelpum hér í Eyjum og hægt sé að detta í það að vild. Það er ekki verið að hugsa um skyldumar sem kalla í vinnunni. Sumir sem koma úr landi halda að þetta sé sjómannslíf. Þannig fólk stoppar stutt við í sjó- mennskunni," segir Hilmar. SJÓMENNSKA ERFWARI ENÞEIRHALDA „Ég hef verið með unga stráka og þeim finnst sjó- mennskan oft erfiðari en þeir áttu von á, einmitt út af þeim ævintýraljóma sem birtist í sönglagatextum," sagði Gretar Mar Jónsson, sem hefur verið á sjó í það heila í 22 ár og skip- stjóri í 15 ár. Gamalreyndir sjómenn eru sagðir hafa gaman af að gera at í nýliðum og fer miklum sögum af hrakförum ungu sjóaranna. Eitt það allra klassískasta er að senda nýliðann að sækja damp í fötu og gefa kjölsvíninu. Þá var einum talin trú um að skipstjór- inn hefði það að sið að prjóna peysur á mannskapinn og var nýliðanum bent á, um miðja nótt, að nú væri einmitt rétti tím- inn til að banka upp á hjá stjóra og minna hann á peysuna því hann sæti hvort eð er við pijóna. Haft var á orði að viðtökumar hefðu ekki verið í blíðari kantin- um þegar ungi sjómaðurinn vakti skipstjórann. Á SJÓNUM ERU MARGIR SÉRSTAKIR KARAKTERAR Sjómannasögur eru sjó- mennskunni jafnómissandi og nýjustu kjaftasögurnar eru saumaklúbbunum var haft á orbt við tíðindamann PRESSUNN- AR. ,Á sjónum em margir sér- stakir karakterar sem skemmti- legar sögur fara af og gefa krydd í tilveruna," sagði sjómaður. Menn velta líka vöngum yfir því hvað gerir einn sjómann feng- sælli en annan — heppni, næmi

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.