Pressan - 11.06.1992, Blaðsíða 30

Pressan - 11.06.1992, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR PRESSAN 11.JÚNI1992 S J Ó M E N N H vað dettur pér \ hug þegar þú höyrír minnöt á... þorek? Rögnvaldur Sigurjónsson píanóleikari „Karfi... byrja að veiða hann á fullu.“ Drífa Árnadóttir verkakona á Sauöárkróki „Matur.“ Eyþór Björgvinsson sjómaöur „Meiri kvóti.“ Elín Árnadóttir bankastartsmaöur á Akureyri „Hringormar.“ Ragnar Sigurðsson sjómaöur „Misvitrir sjávarútvegsráð- herrar og fiskifræðingar." Dóra Bjarnadóttir afgreiöslumaöur í KB í Borgarnesi „Að nú má ekki veiða eins og áður.“ Hlöðver Guðnason útgeröartæknir „Síðasti þorskurinn í hafinu.“ Jackie Eyþórsson myndlistarmaöur og eldhúsambátt „Sem bam bjó ég í Banda- ríkjunum og þá kom þorsk- urinn upp úr kassa og við bjuggum til litlar kökur úr fiskinum. Það var ekki fyrr en ég flutti til íslands að ég áttaði mig á því að þorskur- inn kemur úr sjónum en ekki upp úr kössum.“ ÓLAFUR BJÖRNSSON SKIPSTJÓRI SJÖMEIUIUSKAN NAUT MEIRIVIRD- INGAR HÉR ÁÐUR ÞRÖSTUR LEÓ GUNNARSSON, LEIKARIOG SJÓARI SKREFIFRÁ ÁREKSTRI Þeir sem alist hafa upp í sjávarplássi úti á landi þekkja betur en flestir hversu trillumar, togaramir og slorlyktin úr frysti- húsinu em mikilvægur þáttur í lífi bæjarbúa. Þeir sem frá slík- um þorpum koma hafa líka fengið smjörþefinn af fiskeríi við dorg niðri á bryggju. Margir flytja burt. Flestir í stórborgina fyrir sunnan þar sem sýslað er með þjóðartekjumar og slorlykt- in er víðs fjairi og fiskur þykir ekki fínn pappír. Sumir flengjast og snúa aldrei aftur en aðrir gleyma ekki uppruna sínum. Þannig er það með leikarann og sumarvertíðarmanninn Þröst Leó Gunnarson, sem ólst upp á Bíldudal. Hann sameinar leik- listina og sjómennskuna, stend- ur á sviði á veturna og úti á dekki á sumrin. „Ég hef voðalega gaman af þessu, það er gott að hella sér út í þetta við og við og gleyma leiklistinni, jafnvel sjálfum sér.“ Hvað er sjarmerandi við að draga illa þefjandi fisk úr sjó? „Þetta er annar heimur. Menn em aleinir á nokkmm fermetr- SÆMUNDUR NORÐFJÖRÐ, HEIMSPEKINEMI OG SKÚTUÁHUGA- MAÐUR SJÓMENN LÁTA SÉR FÁTT FYRIR RRJÓSTI RRENNA Talað er um að ungir menn í dag hafi lítinn áhuga á sjó- mennsku og líti jafnvel niður á sjómenn og alit sem hefur sporð og andar með tálknum. Sjó- mönnum, mörgum hverjum, finnst á gagnkvæman hátt lítið til námsmanna koma, sem mat- aðir em á alis kyns lánum, fjár- mögnuðum með peningum sem sjómennirnir afla. Sæmundur Norðfjörð er þó lifandi dæmi um ungan mann sem ber virð- ingu fyrir sjómennsku og stund- ar nám sitt í heimspeki án lána ffá ríkinu. Hann fór af sjálfsdáð- um til Vestmannaeyja á sex- tánda vetri og fékk pláss á tog- ara. Sæmundur stundaði togara- sjómennsku eitt sumar, en fjór- um árum seinna fékk hann brennandi skútuáhuga eftir að hafa húkkað sér far með breskri skútu yfir til Evrópu. um úti í ballarhafi og komast ekkert. Mórallinn verður að vera góður, annars er þetta djöfull leiðinlegt. Það er puðað, en eitt- hvað er það sem dregur mig allt- af aftur. Það getur ofit verið mjög fjör- ugt um borð ef maður er hepp- inn með áhöfn. Við lendum í ýmsu. Við vorum einhverju sinni að sigla út og hver og einn þurfti að sitja tveggja tíma vakt uppi í brú með skipstjóranum eða stýrimanninum. Þetta var fjögurra daga ferð og undir lok- in vorum við orðnir nokkuð leiðir á þessu. Ég tók tvær vaktir í einu, aðra fyrir vin minn. Þegar farið var að líða á seinni vaktina rölti ég niður til að fá mér kaffi á meðan skipstjórinn og stýrimað- urinn voru uppi í brú. Eftir að ég var farinn fóru þeir inn í korta- klefa að spá í spilin og héldu að ég væri kominn aftur upp í brúna. Ég gleymdi mér hins vegar á kjaftatöm þar til skip- perinn kom æðandi til mín, þrút- inn af reiði, og öskraði eftir vaktmanni. Síðan dró hann mig upp og benti mér á olíuskip sem „Þrátt fyrir að vinnan á sjó geti oft verið erfið og lífið á tíð- um kaldranalegt, þá heillaði þetta mig samt að mörgu leyti. Þá á ég við kyrrðina yfir sjónum og tímaleysið. Menn vinna dag og nótt og klukkan skiptir engu. Eftir togarareynsluna langaði mig oft aftur á sjó. Það var svo fyrir um það bil fjórum árum að ég kynntist annars konar sjó- mennsku. Þá kom hingað til lands stór skúta, fimmtíu og eins fets kútter. Ég frétti að það vant- aði mann um borð. Ég var ein- mitt á leið til Evrópu, og skútan á leið til Noregs, svo ég greip tækifærið og fékk pláss. Þetta var sjö daga sigling og hvergi sá land á leiðinni. Vinátta tókst með mér og eigendum skútunn- ar, sem varð til þess að ég sigldi var í þá mund að sneiða framhjá okkur. Það skildi svona eitt skref á miili. Við máttum þakka fyrir að vera heilir á húfi.“ Hvemig er að vera nýliði um borð, er það ekki bágt? „Það tíðkast að gera at í mönnum. Fyrst þegar ég fór um borð örlaði nokkuð á sjóveiki. Maður var því oft seinn á fætur vegna sljóleika og þreytu. Vél- stjórinn sem ræsti okkur vissi af þessu. Hann vakti okkur alltaf með þokulúðri en lék sér oft að því að binda hnút á buxna- skálmar okkar nýliðanna. Ef það var bræla þá vomm við að velt- ast um klefana okkar, hálfmeð- vitundarlausir og grútsyfjaðir, á meðan aðrir vom úti að beita! Það getur því oft verið erfitt fyr- ir mann að koma inn í áhöfn sem hefúr verið saman í langan tíma, sérstaklega ef hann hefur ekki verið til sjós fyrr. Það em dæmi um að menn hafi farið í land eftir fyrsta túrinn. Menn geta þénað vel á sjómennsku ef vel fiskast, en þetta er geysileg vinna. Það er ljóst.“ með þeim næsta sumar um Miðjarðarhafið, frá Suður-Spáni yfir til Sikileyjar. Það var ógleymanlegt að fara höfn úr höfn og vera frjáls að því að sigla hvert sem var. í kjölfarið á þessum ferðum fékk ég skútu- bakteríu og tók skútupróf. Stefnan er sú að eignast skútu og sigla um heimsins höf.“ Það er öðmvísi að sigla skútu en vera á togara, ekki satt? ,Jú, munurinn felst að miklu leyti í því að á skútu ertu í miklu meiri snertingu við náttúmöflin og hagar ferðinni eftir veðmm og vindum. Það er auðvelt að berast af leið. Togarasjó- mennskan er þó mun erfiðari. Þar er unnið nær sleitulaust, en hvíldartímarnir eru góðir og marrið í vélunum fyllir lífið um Ólafur Bjömsson, skipstjóri í Keflavík, byrjaði ungur að sækja sjóinn eða rétt við ferm- ingaraldur eins og svo margir af hans kynslóð. í þá tíð var ekki um mörg önnur störf að velja, enda lífið meiri fiskur en nú er. Það var lenska þá á Suðumesj- um að strákar fæm tveir saman upp á einn hlut og væru þá í landi í beitingunni mest og reyndar í aðgerð líka eftir því sem á þurfti að halda. Væm þeir duglegir komust þeir gjaman á bestu bátana. Seinna breyttist þetta þannig að enginn mátti fara á bát nema upp á fullan hlut og þá fóru viðvaningarnir á verstu bátana, nema væri fyrir klíku. Ólafur fékk ungur þá flugu í höfuðið að allir yrðu milljóna- mæringar á því að fara á sjó. „Ég smitaðist af sjómannabakt- eríunni af mági pabba míns, sem var frægur togarakarl hér og sá eini sem vitað var um á þessum slóðum. Ég hændist að honum og lærði að sjómennsk- an væri göfugt starf. I ffamhaldi af þvf lánaðist mér að komast á togara, þá rétt rúmlega 17 ára. Það var þegar Venus kom hér inn og vantaði hjálparkokk. Seinna varð ég svo stýrimaður og stundaði togaramennsku í sex ár.“ Hvemig augum em sjómenn litnir í dag miðað við hér áður? „Það er ekkert litið á sjómenn í dag, en ég hef náttúrulega mína skoðun á því. Ég veit ekki hvað er litið á í dag. Þurfa menn ekki helst að vera góðir að sparka bolta, spila á gítar eða eitthvað svoleiðis? Slíkir strákar borð rómantískum blæ. Það er líka sérstakt að kynnast alvöm- sjómönnum. Þetta eru grófar týpur, söguglaðar, og láta sér fátt fyrir bijósti brenna. Ég man eftir atviki sem er lýsandi fyrir sjómenn. Við vor- um að toga og það þurfti að losa gilsinn og festa aftur. Þegar ég var að festa hann, þá slaknaði á vímum. Ég leit upp í brú og sá að skipstjórinn veitti mér enga athygli, svo ég fór að bogra við að draga stroffumar úr netinu. Allt í einu kipptist vírinn upp og slóst í mig. Ég kastaðist ffá og lá afvelta úti í lunningum. Þegar ég rankaði við mér heyrði ég rödd segja: „Ætlarðu ekki að ganga frá stroffunni, strákur?“„ em aðalhetjumar í dag. í gamla daga var rneiri virðing borin fyr- ir sjómennsku og menn metnir eftir því á hvaða skipi þeir vom og með hvaða skipstjóra." Hvað um starf sjómannsins, hefur það breyst? „Já, já, þetta er náttúrulega ekki sambærilegt að vinna undir lokuðu dekki eða lemja klakann eins og maður mátti gera. Það hefur allt breyst, ekki bara á tog- urum heldur á öllum skipum. Á gömlu gufutogumnum var það þannig, að það var vatnstankur ffamí sem þyngdi skipið aðeins að framan. Þess vegna var það kappsmál skipstjóra að tæma þann tank hið bráðasta. Þar með varð vatnslaust ffamí. Því fengu þeir pjöttuðustu oft með sér vatn í fötu hjá kokkinum til að þvo sér um hendumar. Nú fara menn í gufu og sturtu áður en þeir stinga sér í koju. Þetta er þó enn mikil vinna.“ Þessi vinna er ekki fyrir hvem semer? „I dag er eftirsóknarvert tekjulega að fara á sjó, en menn verða lflca að vinna fyrir tekjun- um sínum. Það halda það ekki margir út fram á elliár að vera á sjó. Þó em einhver dæmi um jaxla sem lifa það, en ekki mörg. Það er oft talað um að ævistarf flugstjóra sé svo stutt að þeir þurfi voða mikil laun. Menntun sjómanna gat verið einskis virði. Ef sprenglærðir menn fengu skipstjórapláss dugði menntunin lítið ef þeir fiskuðu ekki. Þá vom þeir látnir taka pokann sinn. Éf menn klikkuðu nokkra fyrstu túrana vom þeir hinir sömu afskrifaðir. Þannig er þetta enn í dag; menn fá ekki marga sénsa.“ Hvað er það sem heillar við sjómennsku, ekki er þetta hættu- laust starf? „Það er hættulegra að keyra eftir Reykjanesbrautinni en að sækja sjó. Annars er sjó- mennska baktería sem í okkur lifir, íslendingum. Ég held að flestir sem hafa prófað þetta að einhverju ráði kunni alltaf best við sig á sjó. Það er ömurlegt að vera sjómaður í mörg ár og fara svo að vinna tímavinnu. Á sjón- um em menn ekkert að hugsa um klukkuna, að dagurinn klár- ist. Menn hugsa bara um hvað þeir geti fiskað. Ég vorkenni þeim sem eru að bíða eftir klukkunni hálfa ævina. Opin- berir starfsmenn em þreyttustu starfsmenn sem dæmi em um.“ Er eitthvað til í goðsögninni um að sjómenn séu slagsmála- hundar og miklir drykkjumenn? „Þetta em kraftmiklir menn. Það gekk oft mikið á á sfldarár- unum á Siglufirði; ef einhver lá vel við höggi var hann sleginn. En þetta tal um fyllerí á sjó- mönnum er hið mesta rugl. Auðvitað drekka þeir ekkert á við þá sem eru alltaf í landi, meira og minna fúllir. Það þykir eðlilegt að drekka allar helgar, en sjómenn em bara sjaldnast lausir þessa „réttu" daga til að slást í hópinn. Sjómennska er besti skóli sem völ er á. Það er sitthvað menntun og skólaganga. Sjó- mennskan kemur fólki til manns, því hún kennir því að stóla á sjálft sig.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.