Pressan - 11.06.1992, Blaðsíða 32

Pressan - 11.06.1992, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR PRESSAN 11. JÚNÍ 1992 og flytja nýja tónlist. En hvers vegna frekar nútímatónlist en sígilda? „Ég geri það vegna þess að ég trúi því að það sé það sem fólk langar til að gera. Ef þú flytur alltaf sömu verkin, eða lest alltaf sömu bækumar allt lífið, þá hlýtur viðhorf þitt gagnvart því sem er að gerast í heiminum að vera mjög tak- markað.“ Er ný tónlist ekki metin að verðleikum? „Líklega er hún það ekki. Flestir vilja heyra það sem þeir halda að þeir þekki. Og það er vítahringur sem byrjar á því — þó er ekki alveg ljóst hvar hann byrjar — að fram- kvæmdastjórinn segir við al- menning að þessi eða hinn vilji ekki spila þessa tónlist vegna þess að hann telji hana rusl og áheyrendur vilji ekki heyra hana. Þegar áheyrendur heyra að tónlistarmaðurinn vill ekki flytja tónlistina eru þeir sann- færðir um að hún sé ekki þess virði að hlusta á hana. Ef flytj- andanum er sagt af stjómend- um að áheyrendur vilji ekki heyra þessa tónlist, hvers vegna ætti þá að vera að bjóða fólki það sem það hefur ekki áhuga á? Þannig gengur það, hring eftir hring eftir hring.“ Hverjir eiga stœrstu sökina? Hljómplötufyrirtœkin ? „Það þarf að rjúfa hringinn einhvers staðar og þú getur ekki búist við að almenningur geri það. Það er listamannsins, útgefandans og framkvæmda- stjórans að kynna nýjungar fyrir almenningi. Þú verður líka að muna, að það sem er ný tónlist, ný list eða ný heimspeki í dag verður gömul lumma á morgun. Ein- hver verður því að koma þess- um nýjungum á framfæri." AUGLJÓST ÁHUGALEYSI SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT- AR ÍSLANDS Þú hefur aldrei sótt um stöðu stjórnanda Sinfóníu- hljómsveitar Islands? Hefur það ekki freistað þín? „Ég legg aldrei inn formleg- ar umsóknir. Ég hef sagt það formlega að ég sé tilbúinn að taka að mér verkefni fyrir hljómsveitina, en mér hefur verið gert það óformlega ljóst aðþeir hafa engan áhuga. I einu skiptin sem ég hef komið fram með Sinfóníunni hefur það verið vegna þess að ég hef sjálfur verið að berjast fyrir ákveðnum verkefnum í langan tíma og haft fólk til að berjast fyrir mig. Eins og með Leifs-verkefnið. Ég veit að það er mikið af fólki í hljóm- sveitinni sem virðir störf mín, en hvort heildin og fram- kvæmdastjóm Sinfóníunnar gera það get ég ekki svarað. Mér hefur ekki verið boðið að stjóma, fyrir utan þau verkefni sem fólk sem stendur utan við hljómsveitina hefur á einhvem hátt þrýst á um. Ef ég á að vera fullkomlega hreinskilinn hafa komið upp verkefni, þar sem ekki var á hreinu hvort þeir sem venju- lega eru þátttakendur höfðu áhuga á að vera það.“ Þú hefur gagnrýnt stöifSin- fóníunnar? „Ég hef aldrei, svo ég viti, verið með opinberar yfirlýs- ingar um Sinfóníuna, aðrar en augljósar yfirlýsingar um efn- isskrá hennar í fortíðinni og störf framkvæmdastjórnar. Það var fyrir daga núverandi stjómar. Ánnars hafa hlutimir aldrei komist á stig formlegrar umræðu." ÞYKIR VÆNT UM HRÓS FRÁ BJÖRK GUÐMUNDS- DÓTTUR En það er fyrst og fremst starfið með Sinfóníuhljómsveit œskunnar sem dregur Paul Zu- kofsky til íslands og hann hef- ur ekki í hyggju að hœtta því. „Það sem þessari hljómsveit hefur tekist að gera er einstakt og hefur gert mér kleift að halda tónlistarlegri heilsu. Auðvitað eru vandamál varðandi starfið. Við þyrftum að stofna fastan stuðningshóp fólks sem styður þessa starf- semi. En það er eilíft vanda- mál, því starfsemin er ekki í gangi allt árið og fram- kvæmdastjórastaðan aðeins hlutastarf. Það væri hægt að leysa þessi mál með almennari stuðningi. Ég vona að hún sé ekki á móti því að ég segi frá því opinber- lega, en Björk Guðmundsdótt- ir hringdi í mig á dögunum til að segja mér að sér fyndist þetta vera eitt af því besta sem er að gerast í íslensku tónlist- arlífi. Að meðtöldu poppi og rokki. Það er stuðningur á borð við þennan sem við þörfnumst og mér þótti mjög vænt um að heyra þetta.“ EREKKIAÐÁSAKA NEINN Efnisskrá Sinfóníuhljóm- sveitar æskunnar er líklega hætt að koma verulega á óvart núorðið, en Zukofsky hefur iðulega valið til flutnings verk, sem flestir hafa talið að væru ekki á færi ungra hljóðfæra- leikara. Zukofsky telur sig ekki þurfa að svara neinu um þetta val sitt „af þeirri einföldu ástæðu að við höfum ekki brotnað niður á tónleikum enn- þá. Við höfum ekki aðeins alltaf komist í gegnum verkin, held- ur hefur okkur tekist það and- skoti vel. Staðreyndin er sú að við getum flutt þessi verk og mig langar til að benda á að nú sitja í Sinfóníuhljómsveit ís- lands hljóðfæraleikarar sem fluttu þessi verk, sem þeir áttu ekki að geta flutt vegna þess að það var ekki hægt að flytja þau“! Hann færist allur í aukana og bætir við: „Mig langar líka til að koma því á framfæri að mér finnst það móðgun við mig að vera kallaður snillingur og árangur SÆ kraftaverk. Það er eins og menn haldi að starf Sinfóníu- hljómsveitar æskunnar sé mögulegt aðeins vegna þess að ég kem ekki hingað til að vinna með krökkunum nema nokkrum sinnum á ári og að það geri það meira spennandi. Ég er algerlega andvígur þessu viðhorfi og tel það móðgandi." Zukofsky tengir slíkar skoð- anir á starfi SÆ landlægu aga- leysi, sem hann segir reyndar ekki aðeins eiga við um Island heldur öll Norðurlöndin. ,Æg er ekki að ásaka neiim, hugarfarið er bara svona. Ég held það tengist þessari jafnað- armannastefnu, sem útilokar alla samkeppni." Og hann segir sögu af því þegar hann var eitt sinn stadd- ur í Svíþjóð á œfingum með þarlendri hljómsveit. „Eitt kvöldið býður mér heim ung, ljóshærð stúlka og ég, sem amerískur karlmaður, gerði mér auðvitað strax ákveðnar hugmyndir um hvað það táknaði og þekktist boð- ið.“-Hann brosir að minning- unni. „Mér varð þó fljótlega ljóst að það stóð ekkert til af því sem ég hafði vænst, því hún vildi ræða um velferðar- kerfið og við töluðum saman um það til klukkan þrjú um nóttina. Þá fór ég heim.“ Það kemur aðeins meiri harka í málróminn. „Ég mætti síðan á æfingu klukkan níu, en hún kom ekki fyrr en klukkan ell- efu og var ekki ein um það. Ár- angur hljómsveitarinnar var auðvitað í samræmi við þetta.“ Margrét Elísabet Óiafsdóttir mestu snúið baki við fiðlu- leiknum og einbeitir sér að hljómsveitarstjómun. Það hefur verið haft eftir þér í viðtali að þér finnist stjórnandi sem leyfir öllum að „tjá sig“ sóa tíma sínum til einskis. Hvert er hlutverk hljómsveitarstjórans að þínu mati? „Ég er ekki viss um að ég hafi sagt nákvæmlega þetta. En það sem ég gæti hafa verið að reyna að segja er að í hljóm- sveit geturðu ekki bara leyft öllum að gera nákvæmlega það sem þá langar að gera. Það væri tímaeyðsla. Þú verður að segja þeim hvað það er sem þig langar til að gera við tón- listina. Þú stjómar því hvemig verkið verður flutt.“ VÍT AHRINGUR SEM ÞARF AÐBRJÓTA Þetta hefur einnig verið haft eftir þér: „Allt líf mitt hef ég starfað með þá hugmynd að leiðarljósi að maður sé stöð- ugt að berja höfðinu í vegg. Þar sem höfuð eru harðari en veggir gefur veggurinn að lok- um undan... “—Hefur þér tek- ist að brjóta marga af þeim veggjum sem á vegi þínum hafa orðið? „Mér hefur tekist að koma í verk mörgu sem mér hefur fundist þurfa að gera.“ Hvaða veggi Itefur þér tekist að brjóta? „Ég hef tekið upp mörg af þeim verkum sem mér hefur fundist ég ætti að taka upp. Ég hef frumflutt mörg verk og mér hefur tekist að gera hlut- ina eins og mig langaði til að gera þá.“ Til að geta það stofnaði Zu- kofsky meðal annars eigið hljómplötufyrirtæki, CP. Þar var enginn til að segja honum hvaða verk hann ætti að spila eða hvemig, en Zukofsky hef- ur verið iðinn við að taka upp kallaður snillingur og árangurinn sem hann hefur náð með Sinfóníuhljómsveit æskunnar krafta- verk. Sjálfur er hann lítið hrifinn af slík- um upphrópunum. Segir þær móðgun við sig og starf sitt hér. Það er hljóm- sveitarstjórinn Paul Zukofsky sem talar. í fyrstu er hann stuttur í spuna, en færist í aukana þeg- ar talið beinist frá honum sjálfum að tónlistarlífinu á ís- landi. Hann lætur meira að segja í ljós kímnigáfu, sem hann annars leynir vandlega undir heldur hrjúfu yfir- borði. Paul Zukofsky er ákveðinn maður og hefur aldrei verið hrœddur við að fara ótroðnar slóðir. Hefur meira að segja fengið á sig viðurnefnið „íkona- brjótur", en gefur lítið út á það sjálfur. ,Æf þú átt við með orðinu íkonabrjótur að ég flytji tónlist ekki á sama hátt og og allir aðrir, þá er það rétt. Á hinn bóginn: Ef allir aðrir flytja tónlist á sama hátt, hvers vegna ætti ég að gera þaðlíka? Það eru hefðir í tónlist, vísind- um, bókmenntum. Það er líka hefð íyrir framfórum og ffamfar- ir verða ekki nema hefðir séu bromar. Þannig má segja að ég fylgi einu mikilvægu hefðinni. Þeirri að koma á breytingum.“ Er mikilvcegt fyrir tónlistar- menn að leita nýrra leiða? „Ég tel að það sé mikilvægt að tónlistarmenn geri það sem þeim hefur verið sagt að gera í skóla. En þú getur ekki gert hlutina á sama hátt ár eftir ár nema þú verðir ekki fyrir nein- um utanaðkomandi áhrifum." Zukofsky byrjaði fimm ára að læra á fiðlu og var talinn undrabarn. Hann hefur nú að

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.